Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 ÞRIBJUDAGUR 28. MARS 2000________________________ " FÓLK í FRÉTTUM > Óskarsverðlaunin voru afhent í Los Angeles á sunnudagskvöldið X Fegurðin sveif yfir X vötnum á Oskarnum AMERÍSK fegurð stóð uppi sem sigurvegari Óskars- verðlaunahátíðarinnar. Hún fékk flest verðlaun, fimm talsins; sem besta myndin, fyrir bestu leikstjóm • Bretans unga Sam Mendes, Kevin Spacey var valinn besti leikarinn í aðal- hlutverki, handrit Alan Ball að mynd- inni var talið hið besta í flokki frum- saminna handrita og kvikmyndataka Con- rad L. Hall þótti standa upp úr. Pótt Annette Ben- ing hafi ekki verið eins lánsöm og sam- starfsmenn hennar í Amerískri feg- urð einkenndist verðlaunaafhending- in í flokki leikkvenna samt sem áður . af fegurð því þar urðu hlutskarpastar tvær ungar og gullfallegar konur. Hin tiltölulega óþekkta Hilary Swank var valin besta leikkonan í að- alhlutverki fyrir frammistöðu sína í „Boys Dont Cry“ og Angelina Jolie fékk verðlaun sem besti aukaleikar- inn í myndinni „Girl, Interrupted". Hinn þaulreyndi Michael Caine talaði um það fyrir hátíðina að hann væri búinn að æfa ósigurbrosið. Allar slíkar æfingar reyndust hinsvegar óþarfar, því leikarinn breski hlaut sín önnur Óskarsverðlaun, nú fyrir hlut- verk sitt í „The Cider House Rules“. Sú ráðstöfun virðist hafa fallið í afar góðan jarðveg því áhorfendur risu úr sætum og hylltu hann sérlega mikið Reuters Stoltir Óskarsverðlaunahafar fyrir besta leik- inn samankomnir. Frá hægri: Kevin Spacey, Hilary Swank, Angelina Jolie og Michael Caine. með þéttu lófataki. Caine var hrærð- ur yfir þessum tilfinningaþmngnu viðbrögðum nærstaddra og minnti á af mikilli hógværð að hann væri ein- ungis að veita Óskamum móttöku fyrir hönd hinna frábæra leikara sem með honum vora tUnefndir, því allir væra þeir sigurvegarar. Kevin Spacey sem einnig fékk sín önnur Óskarsverðlaun var vitanlega mjög snortinn yfir heiðrinum og til- einkaði verðlaunin læriföður sínum Jack Lemmon. Angelina Jolie þakk- aði hinsvegar eiginlegum föður sín- um, leikaranum Jon Voight, sem hlaut Óskarinn árið 1978 fyrir „Com- ing Home“: „Hann er frábær leikari en ennþá betri faðir.“ Leikarinn og leikstjórinn Warren Beatty fékk heiðurs- verðlaun sem kennd eru við Irv- ing G. Thalberg. Jack Nicholson veitti honum verðlaunin og hér bregða þeir snillingar á leik að iokinni hátíð. Pedro Almodovar kyssir Óskarinn sem hann fékk fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Hilary Swank tUeinkaði verðlaun sín Brandon Teena, sem hún túlkar svo frambærilega í „Boys Don’t Cry“: „Hann fylgist eflaust stoltur HAFNARFIRÐI Helstu Óskarsverðlaunahafarnir árið 2000 Besta myndin: American Beauty Besti leikstjórinn: Sam Mendes - American Beauty Besti leikari í aðalhlutverki: Kevin Spacey - American Beauty Besta leikkona í aðalhlutverki: Hiiary Swank - Boys Don’t Cry Besti leikari í aukahlutverki: Michael Caine - The Cider House Rules Besta leikkona í aukahlutverki: Angelina Jolie - Girl, Interrupted Besta frumsamda handritið: Alan Ball - American Beauty Besta handritið byggt á öðru verki: John Irving - The Cider House Rules Besta frumsamda tónlistin: John Corigliano - The Red Violin Besta frumsamda sönglagið: „You’ll Be In My Heart“ Phil Collins - Tarzan Besta kvikmyndatökustjórnin: Conrad L. Hall - American Beauty Besta heimildarmyndin: One Day In September - Arthur Cohn og Kevin MacDonald Besta erlenda myndin: Todo sobre mi madre-Pedro Almodóvar - Spánn með okkur núna.“ Swank sagði enn- fremur að verðlaunin væra fyrst og fremst upphafning fyrir myndina, sem minnti okkur svo áþreifanlega á að sniðganga ekki tilfinningar okkar. Pað má kannski segja að framtíð- artryllirinn „The Matrix" hafi síðan stolið senunni fyrir að hafa sópað að sér fernum Óskarsverðlaunum, sem öll voru fyrir tæknivinnu. Ekki nóg með að hún hafi þar skotið fyrsta hluta Stjömustríðsmyndanna ref fyrir rass, heldur hlaut hún þar að auki næstflest verðlaunin í ár, sem verður að teljast góður árangur. Billy Crystal kynnti öll herlegheit- in af alkunnu öryggi og vöktu gaman- mál hans um samstarfsfólkið mikla kátínu. Eftir að Spánverjinn Pedro Almodóvar, handhafi verðlauna fyrir bestu erlendu myndina, var dreginn út af sviðinu fyrir að tala allt of lengi, og það á allbjagaðri ensku, sagði Crystal að í samanburði við Roberto Benigni, sem hlaut sömu verðlaun í fyrra fyrir „La vita é bella“, hljómaði Almodóvar eins og enskukennari. ‘Mumjih _ « ‘Jriiimjih -kynningar verða í vikunni á eftirtöldum stöðum: Miðvikudaginn 29. mars ....frá kl. 10-18 í Skagfirðingabúð, Sauðárkróki Fimmtudaginn 30. mars ....frá kl. 13-18 í Urvali, Hrísalundi, Akureyri Föstudaginn 31. mars ...frá kl. 13-18 í K.Þ. Esar, Húsavík 15% kynningarafsláttur af glæsilegri _ t ‘Jríiuniili - sumarlinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.