Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 1

Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 1
77. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Erfða- kortið birt í júní VÍSINDAMENN á vegum Human Genome Projeet (HGP) hafa tilkynnt að fyrstu drög að korti af erfðamengi mannsins muni verða aðgengi- legt á Netinu í júní næstkom- andi, samkvæmt frétt á vefsíðu BBC. Búist er við því að vís- indamenn HGP verði þar með fyrri til þess að birta drög að erfðakorti fyrir manninn en höfuðkeppinauturinn, fyrir- tækið Celera Genomics. Gert er ráð fyrir að kortið muni þekja um 90% af erfðamengi mannsins. Samkvæmt áætlunum verð- ur erfðakort HGP að fullu til- búið árið 2003 en forstjóri Cel- era Genomics, Craig Venter, hefur áður lýst því yfir að fyr- irtæki hans muni verða tilbúið með nær fullgert erfðakort næsta sumar. Human Genome Projeet er alþjóðlegt sam- starfsverkefni vísindastofnana. Eldfjailið Usu, séð frá úthverfi Date-borgar sem stendur á norðurhluta japönsku eyjunnar Hokkaido. Landnámi gyð- inga mótmælt Jerúsalem. AP, AFP. UM tuttugu manns særðust í átökum pal- estínskra mótmælenda við ísraelska hermenn á hinum svokölluðu her- numdu svæðum í gær. Upphaf átakanna má rekja til fjöldamótmæla Palestínumanna í tilefni af landdeginum svokall- aða. Þá minnast Palest- ínumenn og ísraelskir arabar þess er ísraelsk- ir hermenn drápu sex araba árið 1976 þegar hinir síðarnefndu mót- mæltu landnámi ísra- ela við Galíleuvatn í norðurhluta Israels. Alvarlegust urðu átökin í gær við bæinn Sakhnin, þar sem nokk- ur hundruð ísraelskir arabar brutu sér leið gegnum öfluga girð- ingu og frömdu spjöll á ísraelskri herstöð sem þar er í byggingu. ísra- elsk lögregla notaði táragas og skaut gúmmíkúlum að mannfjöldanum til að stöðva aðförina. Hópur palestínskra mótmælenda gerði einnig aðsúg að byggðum landnemagyðinga í Elon Moreh sem er á vesturbakka Jórdanár. Einnig þar þurftu ísraelskir öryggisverðir að beita táragasi og gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum. Telja sig drétti beitta Palestínumenn á hemumdu svæðunum telja að landnám gyðinga á vesturbakkanum og Gaza-svæðinu feli í sér stuld á landi sem með réttu sé eign þeirra. Palestínumenn og arabískir ríkisborgarar í ísrael hafa á undanfömum ámm notað land- Reuters fsraelskir arabar kasta grjóti að lögreglu nálægt bænum Sakhnin í ísrael í gær. daginn til að mótmæla því sem þeir álíta ólöglega landvinningastefnu gyðinga. Arabískir ríkisborgarar í Israel, sem em um ein milljón talsins, efndu í gær til allsherjarverkfalls til að leggja áherslu á kröfur sínar um jafnan rétt á við gyðinga í landinu. Þeir telja sig lengi hafa verið mis- rétti beitta, m.a. að því er varðar að- gang að landi. Að undanfömu hafa stjórnvöld í ísrael komið að nokkm leyti til móts við arabíska minnihlut- ann. Fyrir skömmu kvað hæstirétt- ur Israels upp þann úrskurð, að óheimilt væri að mismuna aröbum við úthlutun lóða undir húsbygging- ar. Ottast að Usu vakni VÍSINDAMENN greindu í gær spmngur á yfirborði eldfjallsins Usu sem er á eyjunni Hokkaido í Japan. Sprungurnar auka á ótta manna við að eldfjallið fari senn að gjósa en 10.000 manns hafa nú fiúið heimili sín í grennd við Usu í kjölfar jarðskjálfta á svæðinu. Hokkaido er nyrst í japanska eyjaklasanum og Usu er um 70 kílómetra suðvestur af höfuðstað eyjarinnar, Sapporo. Að sögn jarðskjálftafræðinga mæld- ust rúmlega 1.000 kippir aðfaranótt miðvikudags með upptök undir Usu. Bandarískir ráðamenn ósammála um mál kúbverska fldttadrengsins Gore vill veita Elian dvalarleyfí Washington. Reuters, AFP. AL GORE, varaforseti Bandaríkj- anna og væntanlegur forsetafram- bjóðandi Demókrataflokksins, sagð- ist í gær vera þeirrar skoðunar að kúbverski drengurinn Elian Gonza- lez og fjölskylda hans á Kúbu ættu að fá varanlegt dvalarleyfi í Banda- ríkjunum. Yfirlýsing Gores gengur þvert á það sem verið hefur stefna bandarískra stjórnvalda í málinu hingað til. Fyrr um daginn sagði Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að senda bæri Elian til föður síns á Kúbu og krafðist þess að lögregluyf- irvöld á Flórída aðstoðuðu banda- ríska innflytjendaeftirlitið (INS) við að taka hann frá ættingjum sínum í Miami. Reno kvaðst vænta þess að lögregluyfirvöld á Flórída yrðu við kröfunni og málið yrði til lykta leitt í samræmi við lög. En Jeb Bush, rík- isstjóri Flórída, lýsti því yfir að lög- regla ríkisins myndi ekki aðstoða embættismenn INS við að taka drenginn frá ættingjum sínum. Mikil spenna var í Miami á tíma- bili í gær vegna þeirrar hótunar INS að ógilda tímabundna heimild drengsins til að dvelja í Bandaríkj- unum. Upphaflega var gert ráð fyrir að dvalarleyfi drengsins rynni út í gær en það var síðar framlengt um einn dag. Eftir ítarlegar samninga- viðræður í gær féllst INS á að leyfið yrði framlengt til þriðjudags í næstu viku. Útlagarnir virði lög landsins Hreyfing kúbverskra útlaga í Bandaríkjunum hefur skorað á fé- laga sína að verja heimili ættingja drengsins í Miami til að koma í veg AP „Skilið aftur drengnum okkar stendur stórum stöfum undir mynd af Elian Gonzales á vegg- spjaldi sem blasir við á götu í Havana, höfuðborg Kúbu. fyrii- að hann verði numinn á brott. Reno sagði að kúbversku útlagamir hefðu komið til Bandaríkjanna þar sem þeir vildu lýðræði og réttarríki. Hún kvaðst því búast við að þeir virtu lög landsins. Embættismenn bandaríska utan- ríkisráðuneytisins ræddu mál Elians í gær við fulltrúa Kúbustjómar í Washington. Rætt var um tillögu Fidels Castros, leiðtoga Kúbu, um að faðir drengsins færi til Banda- ríkjanna og fengi forræði yfir honum meðan bandarískur áfrýjunardóm- stóll fjallaði um deiluna. ■ Faðír Elians/33 Róttækar breytingar á varnarmálastefnu Svía Herstöðvum fækk- að um helming Stokkh<Slmi. AP, AFP. SÆNSKA þingið, Riksdagen, sam- þykkti í gær tillögur um róttækan niðurskurð á útgjöldum til varnar- mála og breytinga á herafla lands- ins til að mæta breyttum aðstæðum í Evrópu. Herstöðvum í landinu verður fækkað um helming og launuðum liðsforingjum um rúm- lega þriðjung, úr 14.000 í 9.000. Sjö af 13 herdeildum, en í hverri þeirra eru um 5.000 manns, verða lagðar niður. Af þeim sex herdeildum sem eftir verða munu breytingar verða gerðar á starfsháttum og skipulagi fjögurra svo þær gæti tekið þátt í starfsemi sameiginlegra hersveita sem verið er að setja á stofn á veg- um Evrópusambandsins (ESB). 10% niðurskurður útgjalda Samkvæmt ákvörðun sænska þingsins munu útgjöld til varnar- mála minnka um 10% frá því sem nú er. Alls ver sænska ríkið um 40 milljörðum sænskra króna, u.þ.b. 330 milljörðum íslenskra króna, til varnarmála á þessu ári en mjög hefur dregið úr útgjöldum til her- varna í Svíþjóð síðastliðinn áratug. Sænskar hervarnir hafa ætíð miðast við að geta varið landið fyr- ir árás á ófriðartímum. Eftir lok kalda stríðsins hefur farið fram viðamikið endurmat á varnar- og öryggismálum í Svíþjóð og er nið- urskurðurinn sem þingið sam- þykkti í gær niðurstaðan af því starfi. Niðurskurði í hefðbundnum herafla hyggjast sænsk stjórnvöld mæta með því að koma upp mjög tæknivæddum og hreyfanlegum hersveitum og með því að styrkja flugher landsins. Aætlanir gera m.a. ráð fyrir að hermenn verði þjálfaðir í því að verja tölvu- og fjarskiptabúnað í landinu fyrir árás tölvuþrjóta og annarra spellvirkja. Ákvörðun þingsins var samþykkt með 180 atkvæðum gegn 125. Þing- menn Jafnaðarmannaflokksins, Miðjuflokksins, Vinstriflokksins og helmingur þingmanna Umhverfis- flokksins greiddu atkvæði með til- lögunni. A móti voru þingmenn Hægriflokksins, Kristilega flokks- ins og Frjálslynda flokksins. Reiknað er með því að hafist verði handa um breytingarnar í júlí á þessu ári og er búist við því að líða muni fjögur ár áður en þær verði að fullu komnar til framkvæmda. MORGUNBLAÐK) 31. MARS 2000 690900 090000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.