Morgunblaðið - 31.03.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.03.2000, Qupperneq 4
THÍ TIMESATLAS OPTHE WÖRLD Kortabókin frá Times hefur alltaf verið í sér- flokki og þessi útgáfa af Times Atlas - í tilefni aldamótanna - er í einu orði sagt stórkostleg bók sem vísar þér veginn um allar álfur heims. 14.495 PhiliBíi Cötlclsé Wsrtá Attas Erlendar bœkur daglega I tuumdssun MiMunUæti 5tt 1130 * Kiiiiglulitii 5.13 1110 • Hafhstfirði 555 Ö0<ri 4 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ing-þór Bjarnason bíður ákvörðunar Haraldar félaga síns um framhaldið „Hefur allt sem pólfari þarf að hafa“ INGÞÓR Bjarnason dvelur nú í Resolute og bíður átekta eftir ákvörðun Haraldar félaga síns, sem er að ljúka reynslu- tíma sínum einsamall á ísnum. Hann sagðist hafa mikla trú á því að Har- aldur gæti farið einn alla leið á norðurpólinn. „Hann er öruggur og skynsamur, skipulagður og sveigjanlegur; hann hefur allt sem leiðangurs- maður þarf að hafa. Og sem félagi er hann alveg frábær,“ sagði Ing- þór í samtali við Morgunblaðið í Resolute. „Nú fer ég í að útbúa fyrir hann birgðastöð sem á að duga honum fram til pólsins. Það á að vera 40 daga matur. Síðan ákveð- ur hann, þegar sendingin kemur, hvort hann nýtir sér hana alla eða ekki. Hann tekur til sín það sem hann telur sig þurfa, ásamt öðrum búnaði sem hann telur sig þurfa. Prímusinn sýpur sitt og fer ríflega með af eldsneyti, bæði til að halda á sér hita og til að þurrka fötin. En vonandi fer það að ganga betur þegar sólin fer að hlýja meira. Þá losnar Haraldur við að vera í plastpokanum í svefnpokanum, sem við höfum verið í allan tímann og gerir það að verkum að allur raki situr í fötunum næst manni og fer ekki í svefnpokann. Þegar hann losnar við plastpokann þá nær hann að þurrka föt á sér, í svefn- pokanum, og þar af leiðandi þarf hann á minna eldsneyti að halda til þurrkunar." Ingþór þarf ekki síður að hugsa um bata sinn eftir kalið og gildir mestu að leyfa kalblöðrunum á fingrunum að hjaðna í friði. Hann fékk fyrsta kalið af snert- ingu við ískaldar karabínur, örygg- islása sem notaðir eru til að festa sleðataug í dráttarbelti. „Þegar við vorum að fara yfir þrýstihryggina þurftum við alltaf að smella okkur frá sleðatauginni, fara úr vettlingnum, taka á karabínunni og smella henni úr króknum á belt- inu,“ sagði Ingþór. „Af því ég var líka með byssuna á bakinu gekk mér svo illa að finna hvar ég átti að smella karabínunni í. Fyrsta kalið kom vegna þess að ég varð að taka af mér vettlingana við að vinna þetta verk. En þegar ég sá svo hvað mér gekk illa við þetta, fór Haraldur að smella þessu á mig. Mér líður ekki illa í höndunum núna. Eg fór í skoðun á heilsugæslustöðinni um Morgunblaðið/Einar Falur Ingþór getur unnið einföld verk eins og raka sig þrátt fyrir kal- blöðrurnar myndarlegu en verð- ur að gæta þess að þær springi ekki vegna sýkingarhættu. leið og ég kom hingað og þar var kunnáttulið sem skoðaði mig, lagði mat á ástand fingranna og setti mig á lyf. En það eru engar sýk- ingar sjáanlegar, vessar aðeins úr fingri sem opin blaðra er á; að öðru leyti lítur þetta þokkalega út nema hugsanlega gæti orðið vandamál með fremsta hluta löngutangar." Haraldur ákveður framhaldið í dag HARALDUR Örn Ólafsson norður- pólsfari er nú staddur við 84. breiddargráðu á leið sinni að norð- urpólnum og er viðbúið að hann taki ákvörðun um framhald ferðar sinnar í dag, föstudag, eða á morg- un. „Ég reikna með því að á morg- un [í dag, föstud.] verði ég búinn að mynda mér skoðun á framhaldi leið- angursins," sagði Haraldur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann gekk 13,6 km á miðvikudag, sem er allra lengsta dagleið leiðangursins síðan hann hófst 10. mars og er því kominn 104 km áleiðis að norður- pólnum. Á honum er engan bilbug að finna, enda er hann við hesta- heilsu og í toppþjálfun. Ingþór Bjarnason bíður átekta í Resolute og hefur tilbúnar aukabirgðir handa félaga sínum ákveði hann að halda lengra áfram einn síns liðs. Þrátt fyrir frábært gengi Har- alds á miðvikudag var færið fremur slæmt, ísinn úfinn og gamall. Hann braust yfir tvo ísruðninga og krækti fyrir þriggja metra breiða vök. Hann telur færið þó fara skánandi. Mikið um vakir norðan 86. breiddargráðu Ingþór hefur fengið mikilvægar upplýsingar um aðstæður á ísnum sem bíða Haralds í um 200 km fjar- lægð og mun koma þeim á framfæri við hann. Ingþór frétti hjá Bretan- um Ian Warwick, sem er í leiðang- ursstjórn fjögurra manna bresks leiðangurs, að norðan 86. breiddar- gráðu væri mjög mikið um opnar vakir. Áhöfn flugvélarinnar sem sótti Ingþór út á ísinn á þriðjudag hafði verið í birgðaflutningum úti á ísnum áður en Ingþór var sóttur og var Ian þá um borð og fékk yfirsýn yfir svæðið norðan 86. breiddar- gráðu. Bretarnir eru um 40 km á undan Haraldi en ekki komnir á hið varasama svæði. Dúnúlpan full af klaka „Bretinn, sem er staðsettur hér í Resolute, kom með flugvélinni, sem sótti mig út á ísinn og aðstoðaði okkur við að hlaða vélina,“ sagði Ingþór í samtali við Morgunblaðið á miðvikudagskvöld. „Hann færði Haraldi bakpoka og kom einnig með nýja dúnúlpu handa honum, því dúnúlpan hans var orðin full af ís. Bretinn sagði mér að félagar sín- ir væru komnir 80 mílur út á ísinn og það hefur gengið á ýmsu hjá þeim. Einn þeirra datt í vök og hann sagði mér að norðan 86. gráðu væri mjög mikið opið vatn. Við von- um að þessar vakir frjósi aftur og það er vel líklegt að það geti gerst á fáeinum dögum,“ sagði Ingþór. Haraldur hringdi í bakvarða- sveitina i hádeginu í gær og kom víða við í skýrslu sinni, en mestan fögnuð viðstaddra vakti þó fregnin um árangur miðvikudagsins. í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Haraldur aðspurður að ómet- anlegt hefði verið að fá nýja og þurra dúnúlpu út á ísinn frá Ian Warwick. „Ingþór sagði mér að dúnúlpan mín hefði verið orðin að ógurlegu flykki vegna klakans sem safnast hafði fyrir í henni út frá svitanum. Það er allt annað líf að vera kominn í þurra dúnúlpu og hún hefur í rauninni gert lífið miklu bærilegra í öllum kuldanum hérna,“ sagði Haraldur. Hljóðið í Haraldi er mjög gott þessa dagana og raunar erfitt að ímynda sér að hann hringi úr a.m.k. 40 stiga frosti, einsamall úti í ís- auðninni. Hann veit ekki hversu mikið frost er því hitamælarnir eru ýmist ónýtir eða óáreiðanlegir. Til marks um frostið á ísnum má þó greina frá vitnisburði Ingþórs, sem talaði við Harald eftir að hann kom til Resolute. Þá sagði hann Haraldi að í veðurathugunarstöðinni Eur- eka á Ellesmere-eyju, þar sem hann gisti aðfaranótt miðvikudags, hefði frostið verið 40 stig og teldi hann það frekar heitt, nýkominn af Ljósmynd/ Ian Warwick Kveðjustundin á ísnum reyndist Haraldi og Ingþóri erfið en báðir eru nú orðnir sáttir við lok mála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.