Morgunblaðið - 31.03.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.03.2000, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Thomas Knutzen yfírmaður upplýsingamála Norsk Hydro Tölvumynd af 240 þúsund tonna álveri, sem hugmyndir eru uppi um að reisa í Reyðarfirði. Svona verður útsýnið fyrir þá sem koma frá Reyðarfirði á leið til Eskifjarðar. Hagkvæmari og- umhverfísvænni framkvæmdir EIGNARAÐILD Norsk Hydro að 240 þúsund tonna álveri við Reyðar- íjörð hefur ekki verið ákveðin. For- ráðamenn Hydro eru opnir fyrir ýmsum útfærslum í þeim efnum, svo lengi sem Reyðarálsverkefnið verð- ur áfram íslenskt að stofni til og að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta. Þetta segir Thomas Rnutzen, yfir- maður upplýsingamála hjá Norsk Hydro, en Morgunblaðið ræddi við hann í gær í kjölfar þeirra tíðinda að fjárfestar í fyrirhugðu álveri við Reyðarfjörð kanna nú hagkvæmni þess að reisa 240 þúsund tonna álver í fyrsta áfanga og stækka það síðan um 120 þús. tonn. Hingað til hefur verið stefnt að því að reisa 120 þús. tonna álver á Reyð- arfirði, en tvöfalt og jafnvel þrefalt stærri álverksmiðja myndi þurfa orku frá Kárahnúkavirkjun í stað Fljótsdalsvirkjunar sem hingað til hefur verið stefnt að. Gengi allt eftir og umhverfismat virkjunar við Kára- hnúka yrði jákvætt, yrði væntanlega unnt að afhenda orku þaðan síðla árs 2007 eða í ársbyrjun 2008, eftir því sem fram kom í máli forstjóra Landsvirkjunar í Morgunblaðinu í gær. Eignaraðild enn til umræðu Knutzen segist ekki geta gefið upp hvenær fjárfestarnir í Reyðaráls- verkefninu fóru alvarlega að íhuga þann möguleika sem nú er kominn upp, en allan tímann hafi þó mátt ljóst vera að hagkvæmni álvers ykist í hlutfalli við aukna stærð þess. „Enn er ekkert ákveðið í þessum efnum og eignaraðild einstakra fjár- festa í verkefninu er enn til umræðu og þar erum við opnir fyrir ýmsum möguleikum," segir Knutzen. Hann bætir þó við: „Það verður þó alltaf með þeim formerkjum að hér yrði að stofni til um íslenska framkvæmd að ræða - meirihluti hlutafjár yrði í eigu íslenskra aðila.“ Knutzen sagði í viðtali við Morg- unblaðið 1. febrúar sl. að hlutur Hydro Aluminium og Hæfis í Reyð- aráli væri jafn um þessar mundir, en Hydro ætlaði sér ekki að eiga svo stóran hlut þegar út í eiginlegan rekstur væri komið, heldur fremur á bilinu 20-25%. Um nákvæmar tölur ætti þó eftir að semja. Knutzen sagði að þessi ummæli sín hafi verið rangtúlkuð af sumum. „Að ég hafi nefnt 20% eignaraðild nýttu sumir sér til þess að álykta sem svo að Norsk Hydro hefði ekki trú á verkefninu. Það er af og frá.“ Spurður um þær tafir sem Ijóst er að verða munu á því að álver rísi og taki til starfa, segir Knutzen að slíkt sé í lagi verði niðurstaðan að reisa hagkvæmara álver. „Einhverjar taf- ir skipta þá ekki öllu. Vissulega þyrftum við að mæta þörfum mark- aðarins eftir öðrum leiðum á meðan, en verðmæti slíkrar endurskipulag- ningar getur orðið miklu meira en hugsanlegt tap vegna tafa.“ Signr á þrennum vigstöðvum Knutzen var í lokin spurður út í umhverfismálin, nokkuð sem mjög hefur verið í brennidepli vegna fyrir- hugaðrar virkjunar í Fljótsdal, sem og miðlunarlóns á Eyjabökkum. „Það er augljóst að hér eru breyt- ingar á ferðinni - eiginlega sigur á þrennum vígstöðvum," svarar hann og bætir við: „Hin fullkomna lausn hlýtur að vera að endurskipulagning verkefnisins skili okkur arðbærara álveri, hagkvæmri orkuvinnslu og um leið án þess að fórna þurfi of miklu í umhverfislegu tilliti. Verðum við virkilega heppin gæti því orðið um sigur að ræða á þrennum víg- stöðvum. Allir myndu fagna því, ekki síst Norsk Hydro.“ U mh verfis vimr segjast hafa unnið TALSMAÐUR Umhverfisvina, sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun fyrir lögformlegu mati á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar, segir sam- tökin fagna sigri í ljósi nýjustu tíð- inda. Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi og talsmaður Umhverfisvina, segir að sín fyrstu viðbrögð við þessum tíðindum séu fögnuður yfir því að Eyjabökkum verði þyrmt. „Þessari náttúruperlu verður að öllum líkindum bjargað frá eyði- leggingu, ekki síst fyrir baráttu okkar á undanfömum mánuðum,“ segir hann. Olafur þakkar málflutningi Um- hverfisvina að mál skuli komin í þennan farveg. „Barátta okkar hef- ur skerpt umræðuna og skýrt, þannig að umhverfismál og um- hverfisvernd eru komin á nýtt stig hérlendis. Umræða um umhverfis- vernd á eftir að aukast enn á næstu árum og að mínu mati er langt í frá að Kárahnúkavirkjun nái í gegn,“ sigur bætir hann við. Ólafur tekur þó skýrt fram, að um Kárahnúkavirkj- un tali hann fyrir sig persónulega, en ekki fyrir hönd Umhverfisvina. Tíðindin séu svo ný, að ekki hafi gef- ist tími til að ræða málin. „Að mínu mati felast gífurleg náttúruspjöll í virkjun Kárahnúka og það get ekki sætt mig við. Þess vegna leggst ég gegn þeirri virkjun," segir hann. Aðspurður um hvort Umhverfis- vinir væru komnir í tilvistarkreppu, nú þegar útlit væri fyrir að fram- kvæmdir þyrftu allar að fara í lög- formlegt umhverfismat, sagði Ólaf- ur: „Þetta er góð spurning. Staðreyndin er þó sú að sífellt koma í ljós nýir fletir á umhverfismálun- um. Svo stórir atburðir sem þessi setja málin í nýtt samhengi og lík- lega er okkur hollast að leggjast undir feld og hugsa málið. Eitt er þó víst; að baráttan fyrir lýðræðisleg- um og vönduðum vinnubrögðum í umhverfismálum mun halda áfram.“ Formaður samtakanna Afl fyrir Austurland Vill kanna aðra valkosti en álver EINAR Rafn Haraldsson, formaður Samtakanna Afl fyrir Austurland, sem mjög hafa barist fyrir stóriðju á Austurlandi, segir áhuga fjárfesta á stærra álveri góðan, en frestun sem fylgi virkjun við Kárahnúka og breyttum forsendum sé mjög baga- leg. Ekki aðeins fyrir Austurland heldur landið allt. „Ekki er að sjá annað en ásetning- ur sé um að framkvæma í Reyðar- firði, þótt síðar verði, og það er auð- vitað jákvætt," segir Einar. „Hins vegar höfum við langa reynslu af frestun framkvæmda hér og getum þess vegna ekki beinlínis hrópað húrra yfir þessum tíðindum," bætir hann við. Níföld reynsla af frestun framkvæmda Einar Rafn segir að í raun réttri megi segja að Austfirðingar búi yfir nífaldri reynslu af frestun lofaðra framkvæmda. Málin séu hins vegar þannig vaxin nú, í byggðarlegu tilliti, að ekki sé gott að sjá hver staðan verði eftir fimm til sjö ár, þegar gangur gæti komist í málin að nýju. „Meðan þetta dregst er fólk að flytja héðan. Ég veit ekki hver stað- an verður eftir nokkur ár. Svo kann þá að vera komið að ekki sé lengur vinnuafl til staðar eða samfélag til að bræða rekstur slíks fyrirtækis inn í.“ Mjög brugðið yfir þessari þróun mála Einar Rafn bendir á að enn sé til staðar heimild til að hefja byggingu Fljótsdalsvirkjunar - imdirbúningi sé að mestu lokið og unnt að hefja þær framkvæmdir með skömmum fyrirvara. „Mín persónulega skoðun er sú að iðnaðarráðherra eigi að líta á aðra valkosti nú; sjá hvort ekki sé áhugi hjá fjárfestum að reisa eitt- hvað annað en álver við Reyðarfjörð. Ég tel sjálfsagt að kanna hvort ein- hverjir fleiri fiskar séu í pollinum," segir hann. Aðspurður um hvort þessi þróun mála hafi komið sér á óvart, segir að vissulega hafi svo verið. „Þótt ýmis teikn hafi verið á lofti í nokkurn tíma, vill maður ekki trúa vondu tíð- indunum fyrr en þau skella beinlínis á. Ég get alveg viðurkennt að mér er mjög brugðið yfir þessari þróun mála. Ég skil að stjórnvöld eru kom- in í ákveðna klemmu í þessu máli, en við álitum að málin væru komin í ákveðinn farveg og að af fram- kvæmdum við 120 þúsund tonna ál- ver yrði.“ Einar Rafn er í lokin spurður hvort barátta umhverfisverndar- sinna hafi haft einhver áhrif á þróun mála. „Það er alveg Ijóst að þeir túlka þetta sem sinn sigur og aug- Ijóst er að áróður þeirra í Noregi hefur haft sín áhrif. Hins vegar þykir mér ekki síður alvarlegt að íslenskir fjárfestar skuli þrýsta á um þessa breytingu nú, ekki síður en Norsk Hydro. Það kemur manni óþægilega fyrir sjónir,“ sagði Einar Rafn Har- aldsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.