Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 16

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Embætti kjötmatsmanns ríkisins flutt til Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Stefán Vilhjálmsson, nýráðinn kjötmatsformaður ríkisins, skoðar kjöt- skrokka í stórgripakæli Kjötiðnaðarstöðvar KEA. Stefán Vil- hjálmsson ráðinn AÐSETUR embættis kjötmats- manns ríkisins var um síðustu mán- aðamót flutt úr landbúnaðarráðu- neytinu til Akureyrar. Stefán Vilhjálmsson matvælafræðingur hefur tekið við embættinu, en And- rés Jóhannesson sem hefur gegnt starfinu frá árinu 1977 hefur látið af störfum. Starf kjötmatsformanns ríkisins felst í því að leiðbeina kjötmats- mönnum og tryggja samræmingu í kjötmati, nýta sjálfvirka tækni við mat og þær upplýsingar sem kjöt- matið gefur. Stefán sagði að hann myndi ljúka sínum störfum hjá KEA en tæki að fullu við hinu nýja starfi um mánaða- mótin apríl maí. Hann er ekki ókunn- ur þessu starfi en frá árinu 1979 og OPIÐ hús verður fyrir almenning í Verkmenntaskólanum á Akureyri á morgun, laugardaginn 1. apríl, frá kl. 12 til 15. Tilgangurinn er að gefa Akureyr- ingum og nærsveitamönnum kost á að kynna sér starfsemi skólans á Eyrarlandsholti og í gamla hús- mæðraskólanum við Þingvallastræti. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna starfsnáms- og verknáms- brautir skólans. Verður starfsemi þar í fullum gangi og nám og starf deildanna því gert gestum sýnilegt. Byggingadeild skólans tók í notkun þar til nú fyrir fáum misserum var hann yfirkjötmatsmaður á Norður- landi, en áður fyrr voru kjötmats- menn starfandi í hverjum íjórðungi. Stefán sagði að á álagstímum, til að mynda þegar sauðfjárslátrun stæði sem hæst væri heimilt að ráða að- nýtt húsnæði síðasta haust og geta gestir fengið að kynna sér það. Sitthvað verður um að vera í raungreinastofum skólans, svo og í tölvustofum, sem eru þrjár talsins og þá munu nemendur kynna starf nemendafélagsins Þórdunu. Tónlistaratriði verða í Gryfjunni þar sem nemendur og kennarar skólans koma fram. í húsmæðraskólanum verður boð- ið upp á kaffiveitingar, en þar eru matvæla-, hússtjórnar- og listabraut skólans. Verk nemenda verða einnig til sýnis. stoðarmenn og það yrði gert. Embættið mun fyrst um sinn hafa aðsetur í Búgarði, húsnæði Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, en þar eru ýmsir starfsmenn Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins til húsa, þannig að embættið verður í tengslum við rannsókna-, mennta- og eftirlits- stofnanir á sviði matvasla, einkum framleiðslu, vinnslu og dreifingu kjöts. Við flutninginn til Akureyrar verður yfirkjötmatið tengt starfsemi Rala, Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins og Iðntæknistofnun. Framtíða- raðsetur embættisins verður í Mat- vælasetri við Háskólann á Akureyri en stefnt er að því að byggja rann- sóknarhús við háskólann á næstu misserum þar sem því verður komið fyrir. Tengslin við rannsóknastofn- animar og háskólann, ekki síst mat- vælaframleiðslubraut hans, hafa verulega þýðingu í starfi kjötmats- manns, m.a. að því er varðar búfjár- ræktun, nýtingu kjöts í vinnslum og betri stöðlun á kjöti til neytenda. Opið hús í VMA Vöru- og þjónustusýning llinni á Akureyri 12.-14. maí 2000 Nú gefst fyrirtækjum, stofnun- um, félagasamtökum og öðr- um sem áhuga hafa kostur á að kynna starfsemi sína á fjöl- breyttri sýningu. aðilar hafa Hvað nú tryggt sér sýningarpláss. með fyrirtækið þitt? Sýnendur eiga þess kost að kaupa sýningarpláss í aðalsal íþróttahallarinnar, anddyri eða á malbikuðu útisvæði. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér pláss. Frá sýningunni 1998 Allar nánari upplýsingar: Fremri kynningarþjónusta símar 461 3666 og 461 3668. Bréfasími 461 3667. Netfang: fremri@nett.is Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar * Islensk orka ehf. semur við Jarðboranir hf. • • ---------- Onnur hola boruð við Bakkahlaup ISLENSK orka ehf. hefur gert samning við Jarðboranir hf. um borun allt að 700 metra djúprar holu á háhitasvæðinu við Bakka- hlaup í Öxarfirði. Boruð verður ein 200 mm hola og er kostnaður við verkið tæpar 27 milljónir króna. íslensk orka leitaði tilboða í 200 eða 250 mm borholu að þvermáli. Þrjú tilboð bárust vegna borunar 200 mm holu og eitt tilboð vegna borunar á 250 mm holu og var samþykkt í stjórn félagins að ganga að því tilboði. Franz Árna- son framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar og stjórnar- formaður Islenskrar orku ehf., sagði tilganginn með borun hol- unnar að fá fyrir því vissu hvort á svæðinu væri nægur hiti til hag- kvæmrar raforkuframleiðslu. Hann sagði stefnt að því að hefja framkvæmdir sem fyrst en að það réðist nokkuð af tíðarfarinu hver- nær hægt yrði að byija að bora. Mikil orka í holunni A síðasta ári var boruð tæplega 2.000 metra djúp hola á svæðinu við Bakkahlaup og sagði Franz að mikil orka væri í þeirri holu en hit- inn í henni þó ekki eins mikill og menn höfðu vænst. „Hitinn í hol- unni hefur ekki verið mældur, hún hefur verið í sjálfrennsli frá því í desember og ekkert verið átt við hana frá þeim tíma.“ Mestur berghiti í holunni sem boruð var í fyrra er um 200 gráður á 500-600 metra dýpi og því telja menn nægilegt að bora nýju hol- una niður á allt að 700 metra. Franz sagði að heildarfram- kvæmdaáætlun ársins hljóðaði upp á 33 milljónir króna og þar af fara tæpar 27 milljónir króna í borun nýrrar holu. Nýja holan verður um 2 km frá hinni holunni og nær miðju svæð- isins. Morgunblaðið/Kristján Vígalegir skipveijar frá Litháen vinna við veiðarfæri Svalbaks sem leigður hefur verið út og heldur til veiða á Flæmingjagrunni. Svalbakur á Flæmingj agrunn HÓPUR sjómanna frá Litháen er kominn til Akureyrar en þeir eru að fara um borð í Svalbak, frystitog- ara Utgerðarfélags Akureyringa. UA hefur leigt skipið til fyrirtækis í Litháen í 2-3 ár og heldur það til rælquveiða á Flæmingjagrunni á sunnudaginn kemur. Hluti áhafnar- innar, þ.e. yfirmenn í brú, vél og á dekki, er íslenskur en aðrir skip- veijar um borð koma frá Litháen. Svalbakur var skráður á Raufar- höfn en verður í framtíðinni gerður út frá Klaipeda f Litháen. Á mynd- inni eru hinir erlendu skipverjar að vinna við rækutroll skipsins á Tog- arabryggjunni á Akureyri. ------------- Fyrirlestur Everest-fara HALLGRÍMUR Magnússon Ever- est-fari flytur fyrirlestur og verður með myndasýningu frá Everest-leið- angursins í húsnæði Vetraríþrótta- hátíðar ÍSÍ við Kaupvangsstræti 1 á Akureyn á morgun, laugardaginn 1. apríl, og hefst hann kl. 14. Þar stendur nú yfir sýning á út- búnaði Everest-fara, Suðurpólsfara og stúlknanna sem gengu yfir Grænlandsjökul. Sýningin er opin daglega frá kl. 16 til 18. TRILLUR • Léttu þér vinnuna • Gerðu langar vega- lengdir stuttar og þungar vörur léttar • Sterk plastgrind og öflug hjól með legum SOCO trillur - liprar og léttar - Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.