Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 26

Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ OZ.com sækir um skráningu hjá kauphöllinni í Stokkhólmi Bréfín væntanlega skráð í júnímánuði TÆKNIFYRIRTÆKIÐ OZ.COM hefur sótt formlega um skráningu fyrir bréf sín hjá sænsku kauphöll- inni í Stokkhólmi. Búast forsvars- menn fyrirtækisins við að af skráningu geti orðið í fyrri hluta júnímánaðar, svo framarlega sem ytri markaðsaðstæður leyfa. Að sögn Skúla Mogensen, for- stjóra OZ.COM, var umsóknin undirrituð og lögð inn fyrir skemmstu og er nú formlegt skráningarferli hafið. Sótt er um að bréfin í fyrirtækinu verði skráð á svonefndan O-lista kauphallar- innar, sem inniheldur félög á svip- uðum sviðum og þau sem skráð eru á NASDAQ-markaðinum í Bandaríkjunum. Skúli segir mikla eftirvæntingu ríkja hjá OZ um framgang þessa máls. „Það eina sem getur tafið skráningarferlið er ef ytri aðstæð- ur breytast,“ segir hann. Hlutafé OZ.COM verður hækk- að samhliða skráningunni, væntan- lega um 10%, og boðið út til fjár- festa, að sögn Skúla. „Stærð útboðsins hefur þó enn ekki verið endanlega ákveðin, en mun koma í ljós rétt áður en bréfin í félaginu verða skráð í kauphöllinni," segir hann. Allur undirbúningur undir útboð- ið er hafinn og er gert ráð fyrir því að það fari fram með útboðskynn- ingum (e. Roadshow) sem umsjóna- raðilar útboðsins halda fyrir fagfjár- festa í stærri borgum Evrópu og Bandaríkjanna, að sögn Skúla. Munu ekki sækja um skráningu á íslandi Tveir erlendir fjárfestingarbank- ar munu annast útboðs- og skrán- ingarferlið, Roberston Stevens og Carnegie. „Robertson Stevens er bandarískur fjárfestingarbanki sem er einn af fremstu bönkum sem sér- hæfa sig í hátækniiðnaði. Bankinn hefur staðið í mörgum skráningar- ferlum fyrir félög á okkar sviði, eins og t.d. fyrir fyrirtækið 724 Solut- ions, sem fór nýlega á markað. Hinn fjárfestingarbankinn, Carnegie, er einn stærsti fjárfestingarbankinn í Skandinavíu, og hefur höfuðstöðv- ar í Svíþjóð,“ segir Skúli. Aðspurður segir hann að ekkert íslenskt fjármálafyrirtæki muni koma að skráningar- og útboðs- ferlinu. Ákveðið var að sækja um skrán- ingu á sænska hlutabréfamarkað- inum þar sem Norðurlönd eru í dag almennt viðurkennd sem miðpunktur þess þráðlausa tækni- iðnaðar sem OZ.COM er í, að því er fram kemur í máli Skúla. „Auk þess eigum við í nánu samstarfi við sænska fjarskiptarisann Erics- son, sem í dag á 19% í OZ.COM,“ bætir hann við. Skúli segir að OZ.COM muni ekki sækja um skráningu á Verð- bréfaþingi Islands. Hann býst aft- ur á móti við að fyrirtækið muni fjölga erlendum skrifstofum sínum í kjölfar skráningarinnar, auk þess sem starfsfólki verði fjölgað veru- lega. Sérhæfíng í rekstri MSKÞ o g MSKEA UNNIÐ er að stofnun nýs mjólkurfé- lags sem byggist m.a. á samruna MSKEA ehf., sem áður hét Mjólk- ursamlag KEA, og MSKÞ, Mjólkur- samlags Kaupfélags Þingeyinga, sem Kaupfélag Eyfirðinga keypti á síðast- liðnu ári. Nú um mánaðamótin verða tekin fyrstu skrefin í átt til þessa Sparaðutugbúsundir Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo þeir verða sem nýir Rj?ffif!T?ffíWivarfa?vortex.is samruna, en að því er fram kemur í fréttatilkynningu er markmiðið að ná fram hagræðingu í rekstri félaganna auk þess sem lögð verður áhersla á sérhæfingu mjólkursamlaganna. Verkefnum skipt milli starfsstöðva Aukin sérhæfing felst meðal ann- ars í því að verkefnum verður skipt á milli starfsstöðva hins nýja fyrirtæk- is. Á Húsavík verður lögð sérstök áhersla á framleiðslu á jógúrt og sér- ostum og stefnt er að því að flytja framleiðslu á cheddar-osti frá Akur- eyri til Húsavíkur. Einnig flyst fram- leiðsla á hefðbundnu skyri til Húsa- víkur. Nú um mánaðamótin verður sú breyting að öll pökkun og dreifing á neyslumjólk mun fara íram á Akur- eyri og sala og dreifing á mjólkurvör- um fer einnig fram þar. Þá verður mysuostagerð samlaganna sameinuð á Akureyri. Þá er einnig unnið að samhæfingu gæðakerfa og rannsókna- og vör- uþróunarstarfs fyrirtækjanna ásamt því að leiðbeiningaþjónusta við bændur verður sameinuð. Rúmlega 70 þúsund heim- sóknir á job.is SKRÁNINGAR hjá „umboðs- manninum" á job.is vegna áhuga einstaklinga á lausum störfum fóru yfir 10.000 í fyrra- dag, en heimsóknir á job.is eru komnar yfir 70.000 á árinu og 520 störf hafa verið auglýst á síðunni á sama tíma. Þann 9. mars síðastliðinn þegar ráðningarfyrirtækin Gallup, Liðsauki og Ráðgarður undirrituðu samning um sam- starf við job.is, voru 7.500 virk- ar skráningar hjá umboðs- manninum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá job.is. Viðræður við fleiri ráðning- arstofur um samstarf Atvinnurekendur og ráðn- ingarstofur hafa þannig 10.000 starfsskráningar sem umboðs- maðurinn ber saman við og sendir upplýsingar til þegar leitað er að starfsfólki. Verið er að ræða við fleiri ráðningarstofur um samstarf við job.is. AÐALFUNDUR Aðalfundur VAKA-DNG hf. verður haldinn í húsnæði félagsins að Ármúla 44 í Reykjavík, þriðjudaginn 11. apríl 2000oghefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til að auka hlutafé félagsins og að hluthafar falli frá forkaupsrétti á aukningunni. 3. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti skv. 55. gr. hlutafjárlaga. 4. Önnur mál löglega upp borin. Reikningar félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fýrir aðalfund. Á fundinum verða bornar fram léttar veitingar VAKI-DNG HF. Ármúli 44 - 108 Reykjavík - Island Slml: 595 3000 - Fax: 595 3001 - vaki@vaki.ls - www.vaki.is VOI SKIP jr mm 'TIN IDV >g útfluti > 1999 jan.-feb. / /x\-^ ý nings 2000 Breyting á jan.-feb. föstu gengi* VIÐ UTLOI Verðmæti innflutnings c jan. - feb. 1999 og 200C (fob virði í milljónum króna) Útflutningur alls (fob) 18.914,8 21.949,2 +20,3% Sjávarafurðir 13.185,0 13.375,2 +5,2% Landbúnaðarafurðir 385,8 499,8 +34,3% Iðnaðarvörur 4.503,2 7.170,2 +65,1% Ál 3.073,1 4.390,3 +48,1% Kísiljárn 200,3 525,5 - Aðrar vörur 840,7 903,9 +11,5% Skip og flugvélar 656,9 583,9 -7,9% Innflutningur alls (fob) 22.283,4 23.496,6 +9,3% Matvörur og drykkjarvörur 1.861,2 1.927,3 +7,3% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 5.696,8 5.573,5 +1,4% Óunnar 198,3 250,0 +30,7% Unnar 5.498,4 5.323,5 +0,4% Eldsneyti og smurolíur 783,3 2.053,1 - Óunnið eldsneyti 1.7 64,3 - Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 141,7 521,2 - Annað unnið eldsn. og smurolíur 639,9 1.467,6 - Fjárfestingarvörur 6.170,9 6.000,4 +0,8% Flutningatæki 3.566,8 3.302,6 -4,0% Fólksbílar 1.969,5 1.866,0 -1,8% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 373,5 663,7 +84,2% Skip 680,9 26,8 - Flugvélar 3,9 42,6 - Neysluvörur ót.a. 4.179,2 4.594,0 +14,0% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 25,3 45,8 +87,9% Vöruskiptajöfnuður -3.368,5 -1.547,4 - ' Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-febrúar 2000 3,5% lægra en árið áður. Heimiid: HAGSTOFAISLANDS Halli á vöru- skiptum við útlönd minnkar HALLI á vöruskiptajöfnuði við út- lönd í janúar- og febrúarmánuði dróst saman um 1,7 milljarða króna milli ára. Vöruskiptin voru óhagstæð um 1,5 milljörðum króna, fyrstu tvo mánuði þessa árs, en á sama tíma í fyrra nam hallinn 3,2 milljörðum á föstu gengi. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu íslands. Verðmæti vöruútflutnings 20% meira fyrstu tvo mánuði ársins Fram kemur að fyrstu tvo mán- uði ársins voru fluttar út vörur fyr- ir röska 21,9 milljarða króna en inn fyrir 23,5 milljarða króna. Vöruskiptin voru hagstæð í febr- úarmánuði, sem nam hálfum millj- arði króna, en voru á sama tíma í fyrra óhagstæð um 0,7 milljarða króna. Nú í febrúar voru fluttar út vörur fyrir tæpa 13 milljarða króna og til landsins fyrir 12,5 milljarða króna. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 20% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áð- ur. Sjávarafurðir voru 61% alls út- flutnings og var verðmæti þeirra 5% meira en á sama tíma árið áð- ur. Aukningu vöruútflutnings má einna helst rekja til aukins útflutn- ings á iðnaðarvörum, aðallega áli. Fjárfestingarvörur stærsti liðurinn í innfiutningi Þá var verðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu tvo mánuði ársins 9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir innflutn- ings voru fjárfestingarvörur með 26% hlutdeild og hrávörur og rekstarvörur með 24% hlutdeild. Aukningu innflutnings rekur Hag- stofan aðallega til aukins verðmæt- is innflutnings á eldsneyti og smurolíum. Landssíminn kaupir 33% hlut í Áliti ehf. GERT hefur verið samkomulag um að Landssími íslands hf. kaupi 33% hlut í Áliti ehf. og verður það útfært með aukningu hlutafjár. Álit hefur um alllangt skeið boðið upp á sérhæfða rekstrarþjónustu upplýsingakerfa á Islandi. Með þátttöku Landssímans í Áliti mun Álit styrkja stöðu sína enn frekar í rekstrarþjónustu og hýsingu vél- og hugbúnaðarfyrir- tækja. í því skyni verður byggður upp vélasalur í Múlastöðinni í Ár- múla, sem búinn verður fullkomn- ustu aðstöðu sem þekkist hérlend- is bæði hvað varðar öryggi og tæknilegan aðbúnað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Áliti breytt í hlutafélag í kjölfar kaupa Landssímans verður Áliti breytt úr einkahluta- félagi í hlutafélag, þ.e. Álit ehf. verður Álit hf. Öllum starfsmönn- um Álits verður gefinn kostur á að kaupa hlut í Áliti og einnig verður komið upp valréttarkerfi með hlutabréf fyrir starfsmenn Álits.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.