Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ OZ.com sækir um skráningu hjá kauphöllinni í Stokkhólmi Bréfín væntanlega skráð í júnímánuði TÆKNIFYRIRTÆKIÐ OZ.COM hefur sótt formlega um skráningu fyrir bréf sín hjá sænsku kauphöll- inni í Stokkhólmi. Búast forsvars- menn fyrirtækisins við að af skráningu geti orðið í fyrri hluta júnímánaðar, svo framarlega sem ytri markaðsaðstæður leyfa. Að sögn Skúla Mogensen, for- stjóra OZ.COM, var umsóknin undirrituð og lögð inn fyrir skemmstu og er nú formlegt skráningarferli hafið. Sótt er um að bréfin í fyrirtækinu verði skráð á svonefndan O-lista kauphallar- innar, sem inniheldur félög á svip- uðum sviðum og þau sem skráð eru á NASDAQ-markaðinum í Bandaríkjunum. Skúli segir mikla eftirvæntingu ríkja hjá OZ um framgang þessa máls. „Það eina sem getur tafið skráningarferlið er ef ytri aðstæð- ur breytast,“ segir hann. Hlutafé OZ.COM verður hækk- að samhliða skráningunni, væntan- lega um 10%, og boðið út til fjár- festa, að sögn Skúla. „Stærð útboðsins hefur þó enn ekki verið endanlega ákveðin, en mun koma í ljós rétt áður en bréfin í félaginu verða skráð í kauphöllinni," segir hann. Allur undirbúningur undir útboð- ið er hafinn og er gert ráð fyrir því að það fari fram með útboðskynn- ingum (e. Roadshow) sem umsjóna- raðilar útboðsins halda fyrir fagfjár- festa í stærri borgum Evrópu og Bandaríkjanna, að sögn Skúla. Munu ekki sækja um skráningu á íslandi Tveir erlendir fjárfestingarbank- ar munu annast útboðs- og skrán- ingarferlið, Roberston Stevens og Carnegie. „Robertson Stevens er bandarískur fjárfestingarbanki sem er einn af fremstu bönkum sem sér- hæfa sig í hátækniiðnaði. Bankinn hefur staðið í mörgum skráningar- ferlum fyrir félög á okkar sviði, eins og t.d. fyrir fyrirtækið 724 Solut- ions, sem fór nýlega á markað. Hinn fjárfestingarbankinn, Carnegie, er einn stærsti fjárfestingarbankinn í Skandinavíu, og hefur höfuðstöðv- ar í Svíþjóð,“ segir Skúli. Aðspurður segir hann að ekkert íslenskt fjármálafyrirtæki muni koma að skráningar- og útboðs- ferlinu. Ákveðið var að sækja um skrán- ingu á sænska hlutabréfamarkað- inum þar sem Norðurlönd eru í dag almennt viðurkennd sem miðpunktur þess þráðlausa tækni- iðnaðar sem OZ.COM er í, að því er fram kemur í máli Skúla. „Auk þess eigum við í nánu samstarfi við sænska fjarskiptarisann Erics- son, sem í dag á 19% í OZ.COM,“ bætir hann við. Skúli segir að OZ.COM muni ekki sækja um skráningu á Verð- bréfaþingi Islands. Hann býst aft- ur á móti við að fyrirtækið muni fjölga erlendum skrifstofum sínum í kjölfar skráningarinnar, auk þess sem starfsfólki verði fjölgað veru- lega. Sérhæfíng í rekstri MSKÞ o g MSKEA UNNIÐ er að stofnun nýs mjólkurfé- lags sem byggist m.a. á samruna MSKEA ehf., sem áður hét Mjólk- ursamlag KEA, og MSKÞ, Mjólkur- samlags Kaupfélags Þingeyinga, sem Kaupfélag Eyfirðinga keypti á síðast- liðnu ári. Nú um mánaðamótin verða tekin fyrstu skrefin í átt til þessa Sparaðutugbúsundir Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo þeir verða sem nýir Rj?ffif!T?ffíWivarfa?vortex.is samruna, en að því er fram kemur í fréttatilkynningu er markmiðið að ná fram hagræðingu í rekstri félaganna auk þess sem lögð verður áhersla á sérhæfingu mjólkursamlaganna. Verkefnum skipt milli starfsstöðva Aukin sérhæfing felst meðal ann- ars í því að verkefnum verður skipt á milli starfsstöðva hins nýja fyrirtæk- is. Á Húsavík verður lögð sérstök áhersla á framleiðslu á jógúrt og sér- ostum og stefnt er að því að flytja framleiðslu á cheddar-osti frá Akur- eyri til Húsavíkur. Einnig flyst fram- leiðsla á hefðbundnu skyri til Húsa- víkur. Nú um mánaðamótin verður sú breyting að öll pökkun og dreifing á neyslumjólk mun fara íram á Akur- eyri og sala og dreifing á mjólkurvör- um fer einnig fram þar. Þá verður mysuostagerð samlaganna sameinuð á Akureyri. Þá er einnig unnið að samhæfingu gæðakerfa og rannsókna- og vör- uþróunarstarfs fyrirtækjanna ásamt því að leiðbeiningaþjónusta við bændur verður sameinuð. Rúmlega 70 þúsund heim- sóknir á job.is SKRÁNINGAR hjá „umboðs- manninum" á job.is vegna áhuga einstaklinga á lausum störfum fóru yfir 10.000 í fyrra- dag, en heimsóknir á job.is eru komnar yfir 70.000 á árinu og 520 störf hafa verið auglýst á síðunni á sama tíma. Þann 9. mars síðastliðinn þegar ráðningarfyrirtækin Gallup, Liðsauki og Ráðgarður undirrituðu samning um sam- starf við job.is, voru 7.500 virk- ar skráningar hjá umboðs- manninum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá job.is. Viðræður við fleiri ráðning- arstofur um samstarf Atvinnurekendur og ráðn- ingarstofur hafa þannig 10.000 starfsskráningar sem umboðs- maðurinn ber saman við og sendir upplýsingar til þegar leitað er að starfsfólki. Verið er að ræða við fleiri ráðningarstofur um samstarf við job.is. AÐALFUNDUR Aðalfundur VAKA-DNG hf. verður haldinn í húsnæði félagsins að Ármúla 44 í Reykjavík, þriðjudaginn 11. apríl 2000oghefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til að auka hlutafé félagsins og að hluthafar falli frá forkaupsrétti á aukningunni. 3. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti skv. 55. gr. hlutafjárlaga. 4. Önnur mál löglega upp borin. Reikningar félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fýrir aðalfund. Á fundinum verða bornar fram léttar veitingar VAKI-DNG HF. Ármúli 44 - 108 Reykjavík - Island Slml: 595 3000 - Fax: 595 3001 - vaki@vaki.ls - www.vaki.is VOI SKIP jr mm 'TIN IDV >g útfluti > 1999 jan.-feb. / /x\-^ ý nings 2000 Breyting á jan.-feb. föstu gengi* VIÐ UTLOI Verðmæti innflutnings c jan. - feb. 1999 og 200C (fob virði í milljónum króna) Útflutningur alls (fob) 18.914,8 21.949,2 +20,3% Sjávarafurðir 13.185,0 13.375,2 +5,2% Landbúnaðarafurðir 385,8 499,8 +34,3% Iðnaðarvörur 4.503,2 7.170,2 +65,1% Ál 3.073,1 4.390,3 +48,1% Kísiljárn 200,3 525,5 - Aðrar vörur 840,7 903,9 +11,5% Skip og flugvélar 656,9 583,9 -7,9% Innflutningur alls (fob) 22.283,4 23.496,6 +9,3% Matvörur og drykkjarvörur 1.861,2 1.927,3 +7,3% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 5.696,8 5.573,5 +1,4% Óunnar 198,3 250,0 +30,7% Unnar 5.498,4 5.323,5 +0,4% Eldsneyti og smurolíur 783,3 2.053,1 - Óunnið eldsneyti 1.7 64,3 - Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 141,7 521,2 - Annað unnið eldsn. og smurolíur 639,9 1.467,6 - Fjárfestingarvörur 6.170,9 6.000,4 +0,8% Flutningatæki 3.566,8 3.302,6 -4,0% Fólksbílar 1.969,5 1.866,0 -1,8% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 373,5 663,7 +84,2% Skip 680,9 26,8 - Flugvélar 3,9 42,6 - Neysluvörur ót.a. 4.179,2 4.594,0 +14,0% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 25,3 45,8 +87,9% Vöruskiptajöfnuður -3.368,5 -1.547,4 - ' Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-febrúar 2000 3,5% lægra en árið áður. Heimiid: HAGSTOFAISLANDS Halli á vöru- skiptum við útlönd minnkar HALLI á vöruskiptajöfnuði við út- lönd í janúar- og febrúarmánuði dróst saman um 1,7 milljarða króna milli ára. Vöruskiptin voru óhagstæð um 1,5 milljörðum króna, fyrstu tvo mánuði þessa árs, en á sama tíma í fyrra nam hallinn 3,2 milljörðum á föstu gengi. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu íslands. Verðmæti vöruútflutnings 20% meira fyrstu tvo mánuði ársins Fram kemur að fyrstu tvo mán- uði ársins voru fluttar út vörur fyr- ir röska 21,9 milljarða króna en inn fyrir 23,5 milljarða króna. Vöruskiptin voru hagstæð í febr- úarmánuði, sem nam hálfum millj- arði króna, en voru á sama tíma í fyrra óhagstæð um 0,7 milljarða króna. Nú í febrúar voru fluttar út vörur fyrir tæpa 13 milljarða króna og til landsins fyrir 12,5 milljarða króna. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 20% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áð- ur. Sjávarafurðir voru 61% alls út- flutnings og var verðmæti þeirra 5% meira en á sama tíma árið áð- ur. Aukningu vöruútflutnings má einna helst rekja til aukins útflutn- ings á iðnaðarvörum, aðallega áli. Fjárfestingarvörur stærsti liðurinn í innfiutningi Þá var verðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu tvo mánuði ársins 9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir innflutn- ings voru fjárfestingarvörur með 26% hlutdeild og hrávörur og rekstarvörur með 24% hlutdeild. Aukningu innflutnings rekur Hag- stofan aðallega til aukins verðmæt- is innflutnings á eldsneyti og smurolíum. Landssíminn kaupir 33% hlut í Áliti ehf. GERT hefur verið samkomulag um að Landssími íslands hf. kaupi 33% hlut í Áliti ehf. og verður það útfært með aukningu hlutafjár. Álit hefur um alllangt skeið boðið upp á sérhæfða rekstrarþjónustu upplýsingakerfa á Islandi. Með þátttöku Landssímans í Áliti mun Álit styrkja stöðu sína enn frekar í rekstrarþjónustu og hýsingu vél- og hugbúnaðarfyrir- tækja. í því skyni verður byggður upp vélasalur í Múlastöðinni í Ár- múla, sem búinn verður fullkomn- ustu aðstöðu sem þekkist hérlend- is bæði hvað varðar öryggi og tæknilegan aðbúnað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Áliti breytt í hlutafélag í kjölfar kaupa Landssímans verður Áliti breytt úr einkahluta- félagi í hlutafélag, þ.e. Álit ehf. verður Álit hf. Öllum starfsmönn- um Álits verður gefinn kostur á að kaupa hlut í Áliti og einnig verður komið upp valréttarkerfi með hlutabréf fyrir starfsmenn Álits.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.