Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
I tilefni af frumsýningu myndarinnar
Deuce Bigalow 7. apríl í Sambíóunum í
Reykjavík og Keflavík, ásamt Nýja Bíói,
Akureyri, efnir mbl.is til skemmtilegs
leiks. Smelltu þér á mbl.is og taktu þátt
í leiknum og svaraðu léttum spurning-
um um myndina. Heppnir þátttakendur
eiga von á glæsilegum vinningum.
x I- • ll JJll Ul\J
Vm n rnga r: mmmnmx,
• Miðar fyrir tvo á Deuce Bigalow
• Thomson Lyra MP3-spilari
með öllu: 64 MB minniskorti,
Compact Flash-drifi, vönd- íi
uótmi lieyrnartólum, gtjr- ¥ \
öllum tengingum
við tölvu, hugbúnaði ,
og rafhlöðum. \ 'iiy Wí ■'
Nánar á www.ht.is. ér
Deuce Bigalow vinnur við að hreinsa fiskabúr
Hann fær tímabundið starf við að
vakta íbúð atvinnuglaumgosa. r k '
Hann leiðist að lokum sjálfur 1 ^ ff*
út í starf glaumgosa og eignast V !
marga áhugaverða viðskiptavini.
Nýr framkvæmdastjóri
hjá Snæfelli á Dalvík
Morgunblaðið/Friðrik Gígja
Þorír Matthíasson, nýráðinn framkvæmdastjóri Snæfells hf.
Þórir Matthías-
son tekur við um
mánaðamótin
Dalvik - Magnús Gauti Gautason,
framkvæmdastjóri Snæfells, sem
áður hafði sagt starfi sínu lausu hjá
Snæfelli hf. á Dalvík, lætur af störf-
um nú um mánaðamótin og við tekur
Þórir Matthíasson, framkvæmda-
stjóri BGB hf. á Dalvík. Þessi tvö
fyrirtæki hafa nú sameinast frá og
með 1 janúar 2000 og úr þessari
sameingu verður til mjög öflugt
sjávarútvegsfyrirtæki með fjölþætta
vinnslu.
Samkvæmt milliuppgjöri Snæfells
voru tekjur félagsins frá 1. sept sl. til
29 febrúar sl. 1.232 milljónir króna
og hagnaður af reglulegri starfsemi
237 milljónir króna. Heildareignir
félagsins í lok febrúar 3.941 milljónir
en heildarskuldir 2.584 milljónir.
Eigið fé er nú 1.357 milljónir króna.
Framkvæmdastjóraskipti
Magnús Gauti Gautason, fram-
kvæmdastjóri Snæfells frá
1998,hættir störfum nú um mánaða-
mótin og snýr sér að öðrum verkefn-
um.Við starfi hans tekur Þórir Matt-
híasson, sem er núverandi
framkvæmdastjóri BGB hf., en þessi
fyrirtæki sameinuðust nú fyrir
skömmu.
Þórir er 37 ára fæddur og uppal-
inn á Dalvík. Hann fór ungur til sjós
og hefur verið viðloðandi sjávarút-
veginn frá blautu barnsbeini. Hann
er menntaður skipstjómarmaður frá
Stýrimannaskólanum í Vestmanna-
eyjum, en auk skipstjómamámsins
lauk hann prófi frá Tækniskóla ís-
lands í útgerðartækni og iðnrekstr-
arfræðum. Þórir var sölu og mark-
aðstjóri Sæplasts hf. á Dalvík í sjö
ár, en í byrjun ársins 1997 tók hann
við framkvæmdastjóra BGB hf. á
Dalvík en BGB hafði þá verið stofn-
að við samrana tveggja rótgróinna
fjöldskyldufyrirtækja, Blika hf. á
Dalvík og G. Ben hf. á Árskógssandi.
Þórir er kvæntur Dorotheu E. Jó-
hannsdóttur og eiga þau 3 dætur.
Snæfell hf. gerir út Björgúlf EA,
Björgvin EA og Kambaröst SU og
hefur yfir að ráða frystihúsi á Dalvík
og Stöðvarfirði. Þá er einnig rekið
saltfiskvinnsla á Dalvík og er fyrir-
tækið með vinnslu á Hjalteyri, en
þar er aðallega vinnsla á hertum af-
urðum. Nú nýverið tók Snæfell í
notkun fullkomna pökkunarstöð á
Dalvík, sem áður hafði verið starf-
rækt í Hrísey.
BGB hf gerir út togarann Blika
EA, nótaskipið Arnþór EA og neta-
veiðiskipið Sæþór EA. Fyrirtækið
starfrækir saltfiskverkun á Ár-
skógssandi og auk þess fiskþurrkun
á Dalvík. Hjá báðum þessum fyrir-
tækjum vinna í dag um 350-380
manns.
Aðspurður sagði Þórir að starfið
legðist vel í sig. Efniviður beggja
þessara íyrirtækja væri góður til að
vinna úr og hann sæi í framtíðinni
mjög áhugavert og öflugt sjávarút-
vegsfyrirtæki. Magnús Gauti sagði
margvíslegar ástæður að baki þeirri
ákvörðun sinni að segja upp hjá
Snæfelli en hann hefur setið í stól
framkvæmdastjóra frá því í apríl
1998. Hann sagðist mjög sáttur við
rekstrar- og efnahagslega stöðu fé-
lagsins á þessum tímamótum.
Magnús Gauti segist hafa reiknað
með að það tæki um eitt og hálft ár
að snúa rekstri félagsins við og gera
úr því vel rekstrarhæfa einingu.
Hann sagði það hafa verið mikið
verk að endurskipuleggja rekstur og
efnahag félagsins en eins og uppgjör
síðustu 6 mánaða ber með sér er
rekstur og efnahagur félagsins kom-
inn í gott lag. „Ég hef því ákveðið að
snúa mér að öðram verkefnum en
get ekki farið nánar út í þau mál á
þessari stundu,“ sagði Magnús
Gauti.
Afköst-
• n9 *
m fjor-
földuð
Morgunblaðið/Friðrik Gígja
Unnið við uppsetningu á nýrri pökkunarlinu hjá BGB hf.
BGB hf. á Dalvík tók nú nýverið í
notkun nýja tölvustýrða pökkunar-
línu fyrir hausaþurrkunardeild fyr-
irtækisins. Hún gerir það að verk-
um að afköst pökkunarinnar
fjórfaldast frá því sem áður var,
auk þess sem hún sparar 2-3 störf.
Framleiðsla fyrirtækisins sl. ár
hefur verið 18-20 þúsund pakkar af
hertum þorkshausum á ári og með
litlum tilkostnaði er hægt að auka
framleiðsluna enn frekar. Að sögn
Gests Matthíassonar, framleiðslu-
stjóra BGB hf., voru á síðasta ári
teknir í notkun nýir tölvustýrðir
þurrkklefar sem stytta þurrktím-
ann, en allir hausar eru inniþurrk-
aðir eftir að hætt var að hengja
hausana í hjalla eins og áður tíðk-
aðist. Settur hefur verið upp ózon-
búnaður til þess að eyða lykt, sem
er frekar hvimleið af þessari
vinnslu, og hefur það gefist mjög
vel. Þetta er mjög fjárfrekur bún-
aður, en samt er áætlað að þessi
vinnsla verði lyktarlaus með öllu á
komandi árum.
Eins og áður segir fjórfaldast af-
köstin í pökkun á hausum með til-
komu þessarar nýju pökkunarlínu
og möguleikarnir í framleiðslu fyr-
irtækisins á hertum afurðum eru
endalausir, enda fyrirtækið mjög
vel tækjum búið og hefur í gegnum
árin öðlast mikla reynslu og þekk-
ingu á þessum markaði.
Það vora fyrirtækin Raf hf. á
Akureyri og Vélvirki ehf. á Dalvík
sem sáu um smíði pökkunarlínun-
ar, en hönnun var í höndum starfs-
manna BGB hf. á Dalvík.
BREMSANehi.
Bremsuklossar, -diskar,
-borðar, -skálar o.fl.
Smiðjuvegi 20, grœn gata, Kópavogi, sími 567 0505