Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 76

Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 76
76 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MOF.GUNBLAÐIÐ > FOLKI FRETTUM Úrslit í spurningakeppninni Gettu betur í kvöld Afslöppun fram að keppni URSLITAVIÐUREIGN Gettu bet- ur, spurningakeppni fram- haldsskóla verður háð í Valsheimil- inu í kvöld. Lið Menntaskólans við Hamrahlið og Menntaskólans í cReykjavík munu þar eigast við og er þetta í fjórða sinn í röð sem lið þessara tveggja skóla takast á um Hljóðnemann, farandverðlaunagrip keppninnar. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hefst útsendingin kl. 20:10. Umræður í gufubaðinu Fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík keppa Hjalti Snær Ægis- son og Sverrir Teitsson og Svanur Pétursson. „Við erum orðnir svona hæfdega stressaðir," sagði Sverrir þegar blaðamaður hitti liðið ásamt Iiðstjóranum Braga Sveinssyni á göngum MR í vikunni. Hjalti keppti einnig í Gettu betur í fyrra, en .^verrir og; Svanur eru að keppa í fyrstasinn. Hvernig fínnst ykkur að koma nýir inn í þessa keppni? „Það er nokkuð eðlileg þróun þar sem við höfum verið viðriðnir liðið undanfarin ár,“ svarar Sverrir Eru nemendur aldir upp með það í huga að taka þátt i keppninni? „Já, þannig hefur það verið frá árinu 1992, fráþví sigurgangan hófst,“ segir Hjalti en lið MR hefur sigrað sjö undanfarin ár og er því nú að keppa til úrslita áttunda árið í !®Mjð. „Sumir eru ekki búnir að vera lengi í skólanum þegar þeir er komnir inn f innsta hring liðsins," segir Svanur. Hvernig er undirbúningi fyrir lokaviðureignina háttað? „Við mætum alltafískól- ann, annað væri út í hött,“ segir Sverrir. „Við tökum yfirleitt æfingu eftir skóla, hol- um okkur niður í einhverri stofu. Svo förum við heim síðdegis og slöppum af,“ segir Hjalti. Strákarnir segja að andinn innan liðsins sé góður en æfingar hófust fyrir alvöru í haust. „Við höfum haft það fyrir vana að fara saman í gufu á keppnisdag, slöppum af og höfum það þægilegt," segir Hjalti. „Við lesum ekkert á keppnisdag- inn sjálfan," segir Sverrir. „Hins vegar ræðum við saman í gufunni um hvaða spumingar gætu komið." Þið hafíð unnið í þessari keppni mörg ár íröð; er Iiðið ósigrandi? „Ja, ég læt það nú vera,“ segir Hjalti og brosir til félaga sinna. „Það mun koma í ljós,“ segir Sverr- ir og ekki orð um það meir. Eruðþið með eitthvert herbragð sem þið ætlið að beita? „Já, að gálfsögðu," svara þeir allir í kór. „En það væri nú ekki mikið her- bragð ef við segðum frá því,“ segir Svanur og brosir dularfúllu brosL Popptíví og kók Þegar blaðamaður heimsótti lið Menntaskólans við Hamrahlíð var lið MR' HialtiSnær og Sverrn' '••^"SSÍnumBraga. Morgunbl^Goffi ásamt Anna Pála Sveinsdóttir nýkomin úr sturtu og liðsmennirnir Friðrik Jen- sen Pálsson og Jón Ámi Helgason auk þjálfara liðsins, Fjalars Hauks- sonar, sátu við sófaborð, hlaðið bók- um með kveikt á sjónvarpsstöðinni Popptíví. Þeir segjast samt ekki horfa mikið á sjónvarpið meðan á æfingum stendur enda hafa þeir nóg annað við tímann að gera. Lokaviðureignin í kvöld leggst vel í liðið, Jón Arni er að keppa í annað sinn en þau Anna Pála og Friðrik eru að þreyta frumraun sína í Gettu betur í ár. „Það em fleiri lið sem eru álíka góð í ár miðað við í fyrra,“ sagði Jón Árni. „Það eru fleiri skólar sem virðast hafa áhuga á að gera þetta vel í ár og það eru örugglega fleiri lið sem eyða meiri tíma í undirbún- ing núna.“ Hvernig hafíð þið undirbúið ykkur? „Við höfum verið að æfa okkur síðan í desember en fórum rólega af stað,“ segir Friðrik. Hefur undirbún- ingstimabilið verið skemmti- legt? „Já, já,“ svaraþau nær samtímis. „Það er nú Iíka frí utanlandsferð í boði,“ segir Friðrik. „Svo er mjög góður andi í hópnum," bætir Ajina Pála við. Geriðþið eitthvað annað saman en að lesa þessa dagana? „Ja, við förum saman út í bakarí," segir Friðrik og hlær en bætir svo við að það gefist ekki mikill tími til annars en að lesa. Kemur undirbúningurinn niður á skólanum? „Já, þetta kemur aðeins niður á skólanum," segir Friðrik. „Ja, tölu- vert,“ bætir Jón Ámi við. „Skólayf- irvöld mættu vera nú aðeins um- burðarlyndari." Það eru ekki margar stelpur sem taka þátt íkeppninni, hvergæti verið ástæðan fyrirþvi? „Inga Þóra [Ingvarsdóttir sem var í liðinu sl. fjögur ár] segir að , Morgunblaðið/Sverrir Árni og Friðrik skipa lið MH. þær séu feimnari við að gera vit- leysur," segir Jón Árni. „Þær treysta sér kannski ekki í þetta, halda að þær ráði ekki við það,“ svarar Anna Pála. Þið virðist mjög yfírveguð í keppninni. Hvernig farið þið að því? „Við erum bara sterkir pers- ónuleikar og góðir vinir,“ segir Anna Pála. „Það tekur á taugarnar að vera á æfingu og þess vegna mætum við róleg til keppni, æfing- arnar taka burt mesta stressið," segir Friðrik. Blaðamann langar að vita hvort hreyfing og hollt fæði sé ekki haft í huga á undirbúningst ímanum en kemur svo auga á hálftóma tveggja lítra kókflösku. „Vissulega er holl- ur matur mikilvægur en Fjalar kom með kókið,“ segja þau og hlæja. Hvað ætlið þið að gera á keppnis- daginn? „Það er óvíst ennþá," segir Frið- rik. „Ætli við tökum því ekki bara rólega, við fórum í það minnsta ekki í sund,“ segir Jón Árni. Eruðþið með eitthvert herbragð á takteinunum? „Við ætlum að ná fimmtán stiga forskoti í hraðaspurningunum og bæta svo við nokkrum stigum," seg- ir Friðrik brosandi að lokum. Keppni í kökuskreytingum í Smáranum Norðurlandakeppni vínþjóna á Matur 200C Bragð- , góð list- grein LISTIN getur brugðið sér í marga búninga (eða búðinga ef út í það er farið) og einn þeirra er ætur, það er matargerðarlistin. Sérstaklega litríkur og sætur hluti hennar eru kökuskreyt- ingar bakara. Allir vilja að maturinn líti vel út og fátt er unaðslegra en að fá það tækifæri að borða fæðu sem góður listamaður hefur lagt hug og hjarta í að skapa. A matvælasýningunni „Matur 2000“ er keppt í kökuskreytingum og fer keppnin fram á sýningarsvæðinu í dag og á morgun. •r „Keppendurnir í ár eru sex talsins og þeir eiga að búa til þrjár tertur sem eiga allar að vera eins nema í mismunandi hlutföllum," seg- ir Jói Fel., bakarinn glaðlyndi, sem er umsjón- armaður og aðal „sprauta“ keppninnar. „Sú minnsta á að vera eins manns desert en sú stærsta verður tólf til fjórtán manna terta. Þær eiga líka allar þrjár að bragðast eins auk þess sem þær verða að innihalda Grand Marn- ier.“ Það verður eflaust furðuleg sýn að sjá þrí- buratertur í mismunandi hlutföllum en það er ekki það eina sem keppendur eiga að fram- kvæma. „Svo eiga þeir að gera konfekt, fimm- tíu stykki með sjö mismunandi bragðtegund- |um. Undir konfektið eiga þeir að búa til stand úr ætilegu efni.“ Keppendur fá að öðru leyti frjálsar hendur hvað varðar efnisval og útlit. Bragðgóðir dómarar Ekki þýðir að koma illa undirbúinn í keppn- ina. „Fyrsti hluti vinnunnar felst náttúrlega í því að móta uppstillinguna í huganum. Minnsta vinnan er líklegast að finna sjálfa "^tertuna og konfektið. Uppskriftirnar eigum Morgunblaðið/Jim Smart Jói Fel bakar allt annað en vandræði. við bakararnir flestir í bókum. Það er mikil hugsun á bak við hvernig öllu skal stillt upp og hvernig eigi að tengja konfektlínuna tertunni. Menn eru búnir að vera með höfuðið í bleyti í marga mánuði.“ Dómararnir dæma ekki einungis eftir út- litinu einu því eins og allir vita getur leynst flagð undir fögru marsipani. Þess vegna þurfa allir keppendur að gera eina aukatertu sem dómararnir fá að snæða á og til þess að tryggja það að keppnisterturnar séu jafn bragðgóðar þarf að föndra öll verkin á staðnum undir smá- sjá dómara. Góð aðstaða er fyrir áhorfendur í Tennishöllinni í Kópavoginum þar sem sýning- in fer fram og geta áhugasamir farið klukkan 16 í dag og fylgst méð listamönnunum að verki. Leikreglurnar eru þannig að allir kepp- endur verða að vera búnir fyrir klukkan 16 á morgun og þá munu keppendur standa við verk sín og svara spurningum forvitinna gesta. En stóra spurningin er: Hvað verður svo um allar þessar gómsætu tertur? „Þær eru ekki borðaðar. Þær þurfa að standa svo lengi til sýnis þannig að það er ekki æskilegt að snæða þær eftir það. Fólk er búið að anda á þær og pota í þær.“ Keppni í sérvisku Morgunblaðið/Jim Smart Haraldur Halldórsson (fyrir miðju) kemur Þorleifi Sigurbjörns- syni (t.v.) og Stefáni Guðjónssyni keppendum á bragðið. ÞAÐ er hægt að elska vín eins og bækur, þannig að hver dropi þjóni sama tilgangi fyrir vínelskandann eins og uppáhalds ljóð bókaormsins. Hver flaska hefur sína sögu að segja og sennilega eru til menn hér á jörðu sem geta giskað á frá hvaða hríslu inni- hald þeirra er. Þetta eru ekki þrælar áfeng- isins heldur elskhugar þess. Einn liður matvæla- sýningarinnar „Matur 2000“ sem haldin er í Tennishöllinni í Smár- anum, Kópavogi, er Norðurlandakeppni vínþjóna. Þar keppa sjö vínþjónar í undanúrslitakeppninni sem sigtar út fjóra keppendur en hinir þrír halda áfram í úrslitakeppnina sem verður á sunnudag. „I undanúrslitunum er keppt í þremur fög- um,“ segir Haraldur Halldórsson, sem hefur umsjón með keppninni. „í fyrsta lagi skrif- legri þekkingu, þar sem keppendur taka níu- tíu mínútna langt skriflegt próf. í öðru lagi er það skriflegt blindsmakk, þar sem þeir lýsa því á blaði sem rennur þeim um tungu. Hvernig lyktin og bragðið sé, hver sé ending vínsins, frá hvaða árgangi það sé og með hvaða mat sé best að drekka það. Síðast eiga þeir að opna kampavínsflösku fyrir framan dómara og gesti á sem faglegastan hátt. Þar skiptir máli hvernig haldið er á flöskunni, hvernig tappinn er fjarlægður, hvernig hellt er í glösin og hvernig vínþjónarnir tjá sig um vínið.“ Þeir þrír sem svo komast í úrslit þurfa svo að glíma við aðrar þrautir en þeir tókust á við í undanúrslitum. Það þarf greinilega margra ára æfíngu að komast til botns í þessari flösku vínviskunn- ar. Maður telst varla maður með mönnum nema aðvita hve margir hektarar allar helstu vínekrur heimsins eru. Þannig að það er viss- ara að leggja áralanga vinnu í þetta áhuga- mál áður en maður lætur keppnisandann yf- irtaka þig. „Þetta er vissulega áralöng vinna, en keppendurnir eru allir ungir herrar og þrír þeirra eru í topp 5 geiranum í Evrópu. Þeir voru t.d. allir í efstu tíu sætum í heims- meistaramótinu síðast.“ Nú vita flestir að vínsmakkarar kyngja sjaldnast þeim vínum sem þeir bragða á, skyldi það vera gegn keppnisreglunum? „Nei, það er ekki bannað að kyngja en ef vínþjónarnir kyngja öliu endast þeir ekki lengi. Þeir fá reyndar mínus á faglegum grunni ef þeir kyngja. Kostur þess að spýta er að við það koma sum brögð betur fram.“ Heiðursdómari keppninnar er heimsmeist- ari vínþjóna en hann dæmir sérstaklega fag- mennsku keppenda. Allir aðrir dómarar eru forsetar vínþjónasamtaka á Norðurlöndun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.