Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 95. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nasdaq hækkar áný New York, Seattle. AFP, AP. NASDAQ-hátæknivísitalan tók stökk upp á við í gær og hækkaði um 228.64 punkta eða 6,75% og er það önnur mesta hækkun vísitölunnar frá því 18. apríl sl. Með þessu náði Nasdaq, sem stendur nú í 3,711.12 punktum, að vinna upp tap sitt á mánudag, þegar vísitalan féll um 4.43%. Þá hækkaði Dow Jones-iðn- aðarvísitalan um 220.89 punkta í gær, eða 2,02%, og stendur nú í 11.127.67 punktum. 15,7% fall á verðbréfum Microsoft- hugbúnaðarfyrirtækisins átti sinn þátt í falli Nasdaq á mánudag. Bréf fyrirtækisins hækkuðu síðan aftur nokkuð í verði í gær þótt ekki hafi náðst að vinna upp tap mánudagsins. Fregnir af að Microsoft kunni að verða skipt upp í smærri einingar eru taldar eiga sinn þátt í lækkun bréfanna. Að sögn Bills Gates, stjórnarformanns Microsoft, verður þó barist gegn öllum slíkum tilraun- um og sagði hann í viðtali við AP- fréttastofuna að neytendur biðu hvað mestan skaða yrði fyrirtækinu skipt upp. „Windows væri ekki til í dag ef það hefði ekki verið fyrir samvinnu starfshópa Windows og Office,“ sagði Gates. „Það voru hugmyndirn- ar sem kviknuðu innan fyrirtækisins þegar ákveðið var að leita eftir nýj- um snertifleti við neytendur sem ollu því að við náðum að skapa Windows." ■ Róttæk tillaga/22 • • Oldungadeildin hyggst yfírheyra Janet Reno Kúbverjar í Miami leggja niður vinnu í mótmælaskyni Washinirton, Miami. AP, AFP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings hugleiðir nú að efna tU yfir- heyrslna vegna valdbeitingar yfir- valda er „Kúbudi-engurinn“ Elian Gonzalez var tekinn frá ættingjum sínum í Miami og færður foður sínum á laugardag. Skoðanakannanir sýna þó að meirihluti Bandaríkjamanna er hlynntur þeirri ákvörðun Janet Reno dómsmálaráðherra að senda vopnað lið að sækja Elian. Reno fiindaði í gær með þinginu vegna fyrirspurna sem borist höfðu frá báðum deUdum þess og varði þá aðgerðimar í Miami. Hún neitaði að ræða við fréttamenn að fundi loknum, en öldungadeUdarþingmaðurinn og demókratinn Patrick Keahy sagði Reno hafa verið hlutlausa. „Lögum var fylgt,“ sagði Leahy og kvað mUda hlutdrægni þó enn ríkja í þingheimi. Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeUd, sagði þingheim myndu yfirheyra Reno, innflytjendaeftirUtið og mögulega einhverja ættingja Eli- ans í Miami í næstu viku um valdbeit- ingu yfirvalda og Connie Maek, öld- ungadeildarþingmaður Flórída, sagði það áhyggjuefni að ríkisstjómin hefði látið vopnaðar sveitir fjarlægja sex ára barn af heimili fjölskyldu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti fjölmiðla í gær til að gefa Elian og fjölskyldu hans frið næstu daga og hrósaði Reno og innflytjendaeftirht- inu fyrir aðgerðimar. „Þau áttu mjög erfitt verk fyrir höndum og það var enga auðvelda lausn að finna,“ sagði CUnton. „Ég er þeim þakklátur fyrir að hafa tekist að sameina drenginn og föður hans.“ Friðsamleg mótmæli í Miami Þúsundir kúbverskra innflytjenda í Miami mættu ekki til vinnu í gær til að mótmæla því að Elian skyldi tek- inn með skyndiáhlaupi. Hundruð fyr- irtækja í Litlu-Havana vom lokuð og margar götur auðar á meðan fjöldi fólks safnaðast saman við Flagler Street og þeytti bílflautur í mótmæla- skyni. Víða mátti sjá límmiða með áletrunum á borð við „Þeytið flautuna fyrir réttlætið" og „Frelsið Elian“. Að sögn lögreglu var útUt fyrir að mótmæUn fæm friðsamlega fram, þótt lögregla væri við öUu búin. „Við vonum að þetta sé í raun og vem dag- ur íhugunar og sorgar, líkt og kúbverskir innflytjendur hafa boð- að,“ sagði Bill Schwarts aðstoðaryfir- lögregluþjónn. ■ Farið fram/26-27 AP Kúbverskir innflytjendur í New York mótmæla því að ríkissljórnin skyldi senda vopnaðar sveitir að sækja Elian Gonzalez til ættingja sinna. Hundruð minnast Stevens HÁTT í þúsund manns tóku í gær þátt í minningarathöfn um David Stevens, hvítan bónda í Zimbabwe sem myrtur var af landtökumönn- um. Að sögn hvítra bænda er ástandið í landinu nokkru stöðugra eftir að Mugabe fundaði með leið- togum nærliggjandi ríkja á föstu- dag. Sfjórnarandstöðuflokkurinn MDC greindi þó frá því í gær að tveir af stuðningsmönnum flokks- ins hefðu verið myrtir af stuðnings- mönnum stjómarinnar á mánudag. AP Tony Blair kvadd- ur til kviðdóms London. Morgunblaðið. TÖLVUR fara ekki í manngrein- arálit. Tölvan í Southwarkdóm- húsinu í London hikaði ekki við að senda Tony Blair kviðdóms- kvaðningu og lét fylgja þau skila- boð, að ef hann ekki mætti 12. júní yrði hann að greiða sekt, nema orsök fjarvistanna væri frambærileg. Bréfið var stílað á Anthony C. Blair, Downingstræti 11, þar sem forsætisráðherrahjónin búa með bömum sínum. Blair þarf þó ekki að leggja höfuðið í bleyti til að ftnna frambærilega fjarvistar- orsök, því sem lögfræðingur og þingmaður er hann undanþeginn kviðdómsskyldu. Það hindraði þó ekki tölvuna í að senda honum kvaðningu og það á eftir að koma í Ijós, hvaða brögðum tölvan beit- ir, þegar Blair mætir ekki í dóm- húsið á tilsettum tíma. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Bretlands er kvaddur til kviðdóms. Útgáfa lýðræðissinnaðra dagblaða í Iran bönnuð og úrslit kosninga ógild Harðlínu- menn þrýsta á umbótasinna Teheran. AP, AFP. HARÐLÍNUMENN í íran juku enn þrýsting á Mohammad Khatami, um- bótasinnaðan forseta landsins, er þeir ógiltu í gær kosningu umbótasinnans Mohammads Farrokhis á þing. Á mánudag bönnuðu þeir útgáfu þrett- án lýðræðissinnaðra dagblaða og tímarita og mótmælti fjöldi náms- manna þessum aðgerðum harðlínu- manna í gær með fjöldafundum þar sem Khatami var hvattur til dáða. Námsmenn fylktu liði víða í höfuð- borginni Teheran og í borginni Shir- az sögðu námsmenn alla háskóla borgarinnar verða lokaða í dag í kjölfar fjöldafundanna í gær. Valdamikil klerkastétt Herferð harðlínumanna gegn fjölmiðlum, handtaka tveggja blaða- manna og ógilding kosningaúrslita þykja endurspegla völd hinnar ráð- andi klerkastéttar þrátt fyrir stórfellt tap harðlínumanna í þingkosningum í febrúar. Sigur umbótasinna er sagð- ur hafa vakið harðlínumönnum ótta og hafa þefr í kjölfarið hert herferð sína gegn Khatami og stuðnings- mönnum hans. Æðstaráðið ógilti til að mynda ný- lega úrslit kosninga um tólf þingsæti sem umbótasinnum höfðu hlotnast, nú síðast kosningu Farrokhis. Tveim- ur þingsætanna hefur þegar verið út- hlutað harðlínumönnum, en kjósa á aftur um hin sætin tíu. Æðstaráðið hefúr þó sagt að það muni ekki ógilda úrslit kosningar um 30 þingsæti í Teheran, þótt 29 sæti hafi fallið um- bótasinnum í skaut. „Harðlínumenn eru örvæntingar- fullir. Þeir vilja halda fast í völd sín jafnvel þótt það þýði að þeir skapi hættu í landinu,“ sagði Hamid Khors- and, einn rúmlega 300 námsmanna sem söfnuðust saman við Khajeh Naseer-tækniháskólann í Teheran í gær. „Það skiptir engu hvað harðlínu- menn gera, umbætur eru óumflýjan- legar.“ Samstarfs- maður Milosevics myrtur Belgrad. AP. ZIKA Petrovic, forstjóri hins rík- isrekna flugfélags Júgóslavíu og einn helsti samstarfsmaður Slobodans Milosevics Júgóslavíu- forseta, var myrtur í gærkvöldi að því er Studio B-sjónvarpsstöðin í Belgrad greindi frá. Petrovie er sagður hafa verið skotinn fyrir utan heimili sitt, en ekki var vitað hver eða hverjir stóðu að baki tilræðinu. Vitni kváðust hafa heyrt skothvelli en ekki séð til árásarmannsins. Lögregla í Belgrad sagði í gær- kvöldi að um hryðjuverk væri að ræða, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Petrovic, sem var meðlimur í ný- kommúnistaflokki Miru Markovic, eiginkonu Milosevics, var betur þekktur sem vinur Milosevic-fjöl- skyldunnar en vegna starfa sinna fyrir flokk Markovic. MOROUNBLAÐIÐ 26. APRÍL 2000 1 5"6 90900»0 90000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.