Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 10

Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lögreglan leitar tveggja árásarmanna Alvarlegar líkams- árásir um helgina UNGLINGSPILTUR lagði til leigubílstjóra með kjöthníf sl. laugardagskvöld en komst undan á hlaupum. Atburðurinn átti sér stað á biðstöð við Hvassaleiti. Stöðvaðist Kleifaheiði Lægsta tilboð 76% af kostnað- aráætlun FIMM tilboð bárust Vegagerð- inni í Barðastrandaveg um Kleifaheiði að vestan og átti Norðurtak ehf. á Sauðárkróki lægsta boð, bauð rúmar 62,4 milljónir, sem er 76% af kostn- aðaráætlun. Aðrir sem buðu voru Völur hf. Reykjavík, sem bauð 91,5% af kostnaðaráætlun, Berglín ehf. og Hjarðarholtsbræður ehf. Hornafirði, sem buðu 99% af áætlun, Bergbrot ehf. Kópa- vogi, sem bauð 104% af áætlun og Klæðning ehf. Garðabæ, sem bauð 108,4,% af áætlun. lagið á rifbeini bílstjórans og brotn- aði hnífsblaðið, sem var um 20 senti- metra langt. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn en ekki hefur náðst til piltsins. Unglingspilturinn kom að bíl bíl- stjórans og bað um að fá skipt 5.000 krónum þar sem það hefði ekki verið hægt í sjoppu í nágrenninu. Er bíl- stjórinn opnaði veskið dró pilturinn hins vegar upp hníf og heimtaði pen- inga. Renndi bílstjórinn sér í piltinn sem rak þá hnífinn á móti honum með fyrrgreindum afleiðingum. Þess varð bílstjórinn reyndar ekki var fyrr en hann hafði reynt að hlaupa á eftir piltinum en orðið að hætta er pilturinn hvarf sjónum. Bílstjórinn taldi að nokkrir vitorðs- menn piltsins hefðu beðið eftir hon- um skammt frá. Brotið hnífsblaðið féll í sæti leigu- bílsins og lögregla fann skeftið svo seinna skammt þar frá. Gert var að sárum bflstjórans á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Meiðsl hans reyndust ekki alvar- legri en svo að hann hélt áfram akstri fram eftir nóttu. Hrottaleg líkams- árás í Eyjum Maður á fimmtugsaldri varð fyrir hrottalegri líkamsárás í Vestmanna- eyjum aðfaranótt sl. laugardags er maður sparkaði í höfuð hans svo að hann hlaut talsverða áverka. Árás- armaðurinn flúði af vettvangi en sjónarvottar gátu gefið greinargóð- ar lýsingar á honum. Lögreglan hef- ur boðað árásarmanninn í skýrslu- töku og gæti svo farið að ákæruvaldið legði sjálft fram kæru á hendur honum þar sem talið er að um meiriháttar líkamsárás hafi ver- ið að ræða sem brýtur gegn 218. grein hegningarlaga. Viðuriög geta verið allt að 16 ára fangelsi. Árásarmaðurinn er um tvítugt og hefur áður komið við sögu lögreglu. Hann mun m.a. hafa sparkað í höfuð fórnarlambsins þar sem það lá. Lík- amsárásin átti sér stað að nóttu til. Veittist að konu á Laugavegi Á laugardagsmorgun réðst maður á konu sem var á leið til vinnu sinnar í fyrirtæki við Laugaveg klukkan 7.45. Maðurinn sem virtist í annar- legu ástandi veittist að kor.unni með hnífi. Réðst hann að konunni og veitti henni grunna skurðáverka á hendi en hún komst inn í fyrirtækið og hringdi þaðan á lögreglu. Hefur hún greinargóða lýsingu á ódæðis- manninum en hann hvarf á braut og er hans leitað. Morgunblaðið/Golli Magnús Elíasson heiðraður fyrir ljóðalestur ÞEGAR Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, heimsóttu Ottawa, höfuðborg Kanada, fyrr í þessum mánuði heilsuðu þau upp á Vestur- Islendinga. Meðal þeirra sem heim- sóttu þau var Magnús Elíasson, sem lengi var borgarfulltrúi í Winnipeg. Magnús er orðinn 89 ára og hefur á gamalsaldri orðið kunnur fyrir frá- bæran flutning á ljóðum Guttorms Guttormssonar skálds. Nokkrir vin- ir hans tóku sig til og hljóðrituðu upplestur Magnúsar og gáfu hann út á disk. Á myndinni er Ástríður að þakka Magnúsi fyrir upplestur- inn. Magnús kom til íslands á 200 ára afmæli borgarinnar árið 1986 og hitti þá m.a. Davíð Oddsson borgar- stjóra. Hann hafði því mikinn áhuga á að hitta hann aftur í Kan- ada þegar forsætisráðherra var viðstaddur upphaf landafundaaf- mælisins. Þeir höfðu gaman að því að spjalla, en Magnús er hins vegar ekki sammála Davíðí stjórnmálum og sagði við hann. „Ég þarf nú að fara að kenna þér sitthvað í pólitík, drengur minn.“ Á föstudaginn langa var gengin iðrunarganga frá Lögbergi að Brennugjá. Sameinuðu þjóðirnar Ráðherrar funda um sjálf- bæra þróun SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra situr ráðherrafund nefndar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í New York dagana 25.-28. aprfl. Meginverkefni nefndarinnar er að fylgja eftir framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun, sem samþykkt var á Ríó-ráðstefnunni árið 1992. í frétt frá ráðuneytinu segir að á fundinum fari fram fyrsta umræða um hvemig skuli meta árangur til sjálfbærrar þróunar, en það mat eigi að fara fram árið 2002 þegar tíu ár eru liðin frá ráðstefnunni í Ríó. ís- land hafi stutt þá stefnu að haldin verði alþjóðleg ráðstefna af þessu til- efni og að hún fari fram í einhverju þróunarríkjanna ef kostur er. Þar muni gefast mikilvægt tækifæri til að meta árangur á þeim árum sem liðin eru frá ráðstefnunni í Ríó og jafn- framt til að leita leiða til að stuðla enn frekar að sjálfbærri þróun um allan heim. Messa við sólarupp- rás á páskadag Um tvöhundruð manns fylgdust með sólarupprásinni á Þingvöllum að morgni Páskadags. Fíkniefni tekin í Miðgarði HELGIHALD var með nokkuð óvenjulegu sniði á Þingvöllum um páskana en á föstudaginn langa var gengin iðrunarganga frá Lögbergi að Brennugjá og á páskadag var haldin messa við sólarupprás. „Um allan heim eru haldnar mess- ur snemma morguns á páskadag og þama var þetta gert við sólarupp- rás, en sólin reis um hálfsexleytið," segir sr. Bernharður Guðmundsson, verkefnisstjóri Kristnihátíðar á Biskupsstofu. Bernharður segir að morgun- stund þessi á Þingvöllum hafi án efa verið ógleymanleg reynsla öllum sem þar voru. „Tæplega 200 manns keyrðu austur í rökkrinu á mót hækkandi sól. Það var mjög fallegt þarna í kyrrðinni á Þingvöllum, fjöll- in endurspegluðust í vatninu og svo byrjaði sólin að birtast og skoppaði upp á bjargbrúnina. Sólin dansaði virkilega þarna og þá höfðu menn þessa kveðju; Kristur er upprisinn". Þegar sólin var risin var gengið til kirkju og haldin messa þar sem meðal annars var lesið úr Hómilíu- bók og páskapredikun eftir Jón Vídalín. Á föstudaginn langa var gengin iðrunarganga þar sem farið var frá Lögbergi að Drekkingarhyl, Högg- stokkeyri og Brennugjá. „Á hverjum stað var lesinn ritn- ingarstaður með iðrunartón og svo lásu allir bænavers úr passíusálm- unum þar sem beðið var fyrir þeim sem þarna hafa liðið,“ segir Bern- harður. Sauðárkrdki. Morgiinblaðið. FJÖLMENNI var á dansleik með hljómsveitinni Skítamóral í félags- heimilinu Miðgarði að kvöldi síðasta vetrardags og þurfti lögreglan að hafa allnokkur afskipti af samkomu- gestum vegna ölvunar og átaka sem upp komu bæði á dansleiknum og einnig utandyra eftir að samkomunni lauk. Þá handtók lögreglan þrjú ung- menni vegna gruns um fikniefna- neyslu og fannst í fórum þeirra á ann- MIKIÐ tjón varð af völdum elds og reykjar í matvöruversluninni Tang- anum á Grundarfirði aðfaranótt sl. sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið fullvíst að eldur- inn hafi kviknað út frá rafmagn- stengli. Mestar urðu skemmdimar í sjálfri versluninni en talið er að vöru- lager hafi að mestu leyti sloppið an tug e-taflna og nokkurt magn annarra efna sem talin eru vera mar- ijúana. Gistu ungmennin fanga- geymslu lögreglunnar og var rann- sókn málsins ekki lokið fyrr en undir páska. Mikil umferð var um Skagafjörð um páskahelgina og á annan í páskum höfðu verið teknii- á annan tug öku- manna og sá sem hraðast ók var á um 150 km hraða og var aðeins 17 ára. óskemmdur. Slökkvilið staðarins er í næsta húsi við verslunina og gekk vel að slökkva eldinn og reykræsta húsið. Tanginn er eina matvöruverslunin á Grundarfirði, en starfsemin var í gær opnuð tímabundið í öðru hús- næði í bænum. Þar hafði rekstri ann- arrar matvöruverslunar verið hætt fyrir nokkru síðan. Eldur í Tanganum á Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.