Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 11

Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 11 FRÉTTIR Grétar Ali Kahn og Jóhanna Berta Bernburg. Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir. ^Þorleifur og Asta sigurveg- arar í Blackpool Blackpool. Morgunblaðið. FYRSTI dagur alþjóðlegu dans- keppninnar í Blackpool var sl. mánudag. Þetta er ein sterkasta danskeppni sem haldin er fyrir börn og unglinga í heiminum. Is- lendingar hafa löngum fjölmennt á þessa keppni og svo er einnig nú. Fyrsta daginn gekk allt vonum framar og í heild má segja að ís- lensku dansararnir hafi dansað vel. Þorleifur Einarsson og Ásta Bjamadóttir fóru alla leið á efsta þrep verðlaunapallsins. Islensk pör kepptu í tveimur flokkum á mánudaginn, í flokki 11 ára og yngri var keppt í Jive og í flokki 12-15 ára var keppt í Vín- arvalsi. I flokki ellefu ára og yngri kepptu sjötíu pör og voru átta pör frá Islandi. Þau komust öll í aðra umferð og tvö þeirra fóru áfram í 24 para úrslit, þau Baldur Kári Eyjólfsson og Erna Halldórsdóttir og Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir. Þau síðarnefndu gerðu sér lítið fyrir og fóru alla leið í úrslit og fóru þar með sigur af hólmi. Að sögn mæðra dansparsins, Sigrúnar Guðmundsdóttur og Jónu Ástvaldsdóttur, var þessi dagur alveg ótrúlegur. „Frábært að sjá þau innan um þessa góðu dansara í þessum glæsilega sal. Þetta er alveg einstök upplifun, við erum öll í sjöunda himni.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þorleifur Einarsson nuddar axlirnar á Jóni Pétri Úlfjótssyni danskenn- ara og Kara Amgrímsdóttir danskennari horfir á. í flokki 12-15 ára kepptu sjö ís- lensk pör, en 150 pör allt í allt. 011 sjö íslensku pörin fóru áfram í aðra umferð og Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg kom- ust í tólf para undanúrslit með glæsilegum Vínarvalsi. Hljóðið í Islendingunum er gott og menn yfir sig ánægðir með úr- slit fyrsta dagsins. Keppt verður nú á hverjum degi fram á laugar- dag. Barist við sinuelda víða vestan- lands LÖGREGLA og slökkvilið í Borgar- nesi hafa átt annasama daga að undanförnu við að beijast gegn sinueldum. Kveiktir voru eldar í sinu í Skorradal og á orlofshúsa- svæði BSRB í Stóra-Skarði um helgina og er talið að talsverðar skemmdir hafí orðið á kjarri á báð- um stöðum. Mikill sinueldur var kveiktur við Vesturlandsveg gegnt Korpúlfs- stöðum á sunnudagskvöld með þeim afleiðingum að þykkan mökk- inn lagði yfír veginn. Greip lög- regla til þess ráðs að hægja á um- ferð um veginn beggja vegna makkarins vegna lélegs skyggnis þar sem hann lagðist yfir veginn. Komst eldurinn í mosa sem gerði slökkvistarf erfiðara þar sem fátt dugar á mosann annað en að rcnn- bleyta hann. Slökkviliðið var nokkrum sinnum hvatt út vegna sinuelda um helgina en mikið hefur verið um fkvcikjur í Barist var við sinubruna í Grafarvogi. sinu í borginni undanfarna daga. Þá gh'mdi slökkvilið Hafnarfjarðar við Morgunblaðið/Ömar mikla sinu- og gróðurelda í Garða- bæ og Hafnarfirði á sunnudag. Talið að tímarofi í ísskáp hafí kveikt eldinn TALIÐ er að tímarofi í ísskáp hafi valdið íkveikju í rokgjörnum efnum í húsi við Dugguvog 2 í Reykjavík á föstudaginn langa. Mikið tjón varð í eldsvoðanum og er það talið nema nokkrum milljónum króna. Inni í húsinu voru m.a. ökutæki og verk- færi. Allt tiltækt slökkvilið var kvatt út um kl. 21 á föstudag og einnig auka- lið. Mikinn reyk lagði upp úr húsinu en slökkviliðið í Reykjavík náði fljótt tökum á eldinum. Eldurinn kom upp í trésmíðaverkstæði en fjöldi fyrirtækja er í húsinu, m.a. saumastofa, bílaverkstæði, blikk- smiðja, þungaflutningafyrirtæki og heildsölur. 35-40 slökkviliðsmenn voru á vettvangi við slökkvistörf þegar mest var. „Við vorum tiltölulega fljótir að afmarka eldinn í ákveðnu rými. Þetta leit ekki vel út í upphafi því reykurinn var mjög dökkur og þak hússins úr strengjasteypu, sem skapar vissa hættu á hruni. En það voru stórar dyr á húsinu sem við komumst í gegnum og nánast beint að eldinum. Það má segja að við höfum ratað strax á réttu lausnina því við vorum fljótir að ráða niður- lögum eldsins. Þá kölluðum við út allan tiltækan mannskap og bak- vaktir og skiluðu menn sér fljótt og vel á vettvang svo við vorum vel mannaðir til að takast á við eldinn,“ sagði Jón Viðar Matthíasson vara- slökkviliðsstjóri. Tilkynnt var um brunann um klukkan 21 og fyrstu bílar slökkvi- liðsins voru komnir á vettvang klukkan 21:11. Tuttugu mínútum seinna hafði eldurinn verið slökkt- ur. --------------- Slökktu eld í sumarbústað SNARRÆÐI hjóna sem voru að huga að sumarbústaðalóð sinni við Vesturhópsvatn varð til þess að bjarga tókst sumarbústað sem byrjað var að loga í skammt frá er þau komu á vettvang. Eigendur bústaðarins voru í honum um helgina. Er þeir fóru báru þeir ösku úr kamínu út í kassa fyrir utan og töldu alveg slokknað í henni. Þegar þau yfir- gáfu bústaðinn var logn en síðan tók að blása og þá hefur líklega blásið í glæðurnar þannig að úr varð bál. Að sögn lögreglu á Blönduósi læsti eldurinn sig í bústaðinn og logaði í klæðningu upp eftir stafn- inum. Fólkið var búið að slökkva hann að mestu með snjó þegar lög- reglu og slökkviliðið á Hvamms- tanga bar að og hefði örugglega farið illa ef snarræði þess hefði ekki komið til. --------------- Ungmenni tekin með 1,5 kgaf hassi TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli fann 1,5 kg af hassi á tveim mönnum á þrítugsaldri, sem voru að koma frá Kaupmannahöfn á mánudag. Kona um tvítugt var með mönnunum og var handtekin ásamt þeim. Þau voru yfirheyrð hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík þar sem þau gerðu grein fyrir fíkniefnunum. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Ekkert þeirra hefur komið við sögu fíkniefna- mála áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.