Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 14

Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Gæslu- völlur í Silfurtúni lokaður í sumar HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Formaður bæjarmálafélags Seltjarnarness vill betrumbæta sundlaugina „Laugin er orðin gömul og hún er barn síns tíma“ Morgunblaðið/Jim Smart Þorvaldur Árnason, formaður bæjarrnálafélags Seltjarnarness, segir að börnin í bæjarfé- laginu sæki frekar laugarnar í Reykjavík, þar sem aðstaðan er betri. Seltjarnarnes NAUÐSYNLEGT er að stækka Sundlaug Seltjarnar- ness og færa hana í nútíma- legra horf með bættri að- stöðu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Þorvald Amason, formann bæjarmálafélags Seltjarnar- ness, en hann vill að sund- laugin sé þannig úr garði gerð að fólk sæki hana frekar en sundlaugar Reykjavíkur. „Laugin er orðin gömul og hún er barn síns tíma,“ sagði Þorvaldur. „Eg sæki laugina örlítið en hún höfðar bara ekki til mín því mér finnst vanta í hana eitthvað sem trekkir að, svona líkt og í Árbæjarlaug- inni og Laugardalslauginni. Maður vill geta farið með krakkana með sér, en þeir viija náttúrlega fara í renni- brautir og skemmta sér. Ég vil endilega að þessi sundlaug sé þannig úr garði gerð að fólk sæki frekar í hana en í sundlaugar Reykja- víkur, en frá árinu 1988 hefur aðsókn í Sundlaug Seltjarn- arness dregist saman um sem nemur 80.000 gestakomum eða úr um 217.000 í um 135.000.“ Þorvaldur sagði að sund- laugarhúsið væri orðið gam- alt og illa haldið og þarfnaðist viðhalds. „Einhvern tímann kemur að því að það verður ráðist í viðhald og þá finnst mér eðli- legt að menn séu búnir að móta sér einhverja framtíðar- sýn með þessa sundiaug. A hún að vera áfram eins og hún er? Það getur vel verið að menn séu bara sáttir við það, eða á að reyna að betrum- bæta hana eitthvað aðeins og færa hana í það horf sem fólk virðist kalla á núna?“ Þorvaldur sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig betrumbæta mætti sundlaugina og í leiðinni alla þá íþróttaaðstöðu sem í kringum hana væri. En hann sagði nauðsynlegt að bæjar- yfirvöld hugsuðu þetta í heild sinni. „Með því að fjarlægja vegginn sunnan við laugina opnast eitthvert fegursta út- sýni sem völ er á frá sundstað á höfuðborgarsvæðinu. Á bílastæðinu framan við laug- ina mætti koma fyrir setpott- um og minni barnalaugum. Rennibrautir gætu legið ofan af núverandi baðhúsi og niður í laug, þar sem bílastæðið er nú. A bílastæðinu við enda fé- lagsheimilisins mætti byggja glerhýsi og reka þar veitinga- stað með útsýni yfir laugarn- ar annars vegar og Reykja- nesið hins vegar. Heilsuræktarstöð Á næstu árum verður hús- næði Ræktarinnar rifið og því væri ekki úr vegi að byggja nýja heilsuræktarstöð austan við félagsheimilið og tengja við sundlaugina og veitinga- staðinn. Heilsuræktina má vel gi-afa niður og koma fyrir bflastæðum á þaki hennar í stað þeirra sem tapast vegna stækkunar sundlaugarinnar.“ Þorvaidur sagði að barna- fólk sækti meira í aðrar laug- ar, þar sem betri aðstaða væri fyrir börnin og að ekki síst þess vegna væri mikil- vægt að ráðast í endurbætur á sundlauginni. Sigui-geir Sigurðsson, bæj- arstjóri Seltjarnarness, sagði í samtali við Morgunblaðið að málefni sundlaugarinnar væru reglulega rædd af bæj- aryfirvöldum og að umræðan snerist helst um að bæta sól- baðsaðstöðuna. Hann sagði að engar framkvæmdir væru á döfinni aðrar en þær að nýtt listaverk yrði sett upp á vegg- inn sunnan við laugina, en verkið mun þekja allan vegg- inn. Mjög barnvæn Að sögn Sigurgeirs er að- sóknin í laugina í góðu lagi, ef miðað er við fjölda íbúa á Seltjarnarnesi. Hann sagði að þegar aðsóknin hefði verið sem mest hefði það einkum helgast af því að laugin hefði verið sú nýjasta á höfuðborg- arsvæðinu og því hefði fólk úr öðrum bæjarfélögum sótt hana. Sigurgeir sagði rétt að eldri börn sæktu laugar í Reykjavík vegna rennibraut- anna. Hann sagði að þar sem engin slík tæki væru í Sund- iaug Seltjarnarness væri meiri ró þar og að margir sundgestir mætu það mikils, þá bætti hann því við að sund- laugin væri mjög barnvæn, að því leyti að grunna laugin væri mjög heit. Garðabær GÆSLUVÖLLUR við Silfur- tún í Garðabæ verður lokaður í sumar, en bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrii' árið 2000 að hætta starf- seminni þar. Undanfarin ár hefur gæsluvöllur verið opinn á þessum stað yfir sumar- mánuðina. Að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar bæjarritara þykir kostnaðurinn of mikill við að halda gæsluvellinum opnum í svo stuttan tíma, auk þess sem annar gæsluvöliur sé í bænum. Hann segir aðsóknina að slíkum völlum sveiflast nokk- uð, en hafi þó kannski ekki minnkað í heildina undanfar- in ár. Hins vegar sé það spurning hvort halda eigi slíkri starfsemi gangandi, þar sem bæjarfélagið verði með annan gæsluvöll opinn í sum- ar. Sá möguleiki er þá fyrir hendi að taka við fleiri börn- um þar með því að bæta við krökkum úr unglingavinn- unni til umsjónar undir stjórn fullorðinna starfsmanna. Þessi gæsluvöllur er staðsett- ur við Hraunsholt. Dagforeldrar munu eiga þess kost að nota gæsluvöil- inn í Silfurtúni í sumar fyrir börn í þeirra umsjá, og geta þeir þá nýtt sér aðstöðuna á gæsluvellinum og haft afnot af húsi sem er á lóð gæsluvall- arins. Borgarráð samþykkir stofnun byggðasamlags um rekstur slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu Stofnfé byggða- samlagsins verður 700 milljónir króna Reykjavík Byggðasamlag um Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Sveitarfélag Hlutdeild sveitarfélags Skipting stofnfjár á sveitarfélög Skipting rekstrarkostn. á sveitarfélög Framlag sveitarfélaga í fjárfest.sjóð Reykjavík 64,0% 448.000.000 kr, 237.350.000 kr. 30.331.000 kr. Kópavogur 13,2% 92.400.000 kr. 48.846.000 kr. 6.242.000 kr. Seltjarnarnes 2,7% 18.900.000 kr. 10.086.000 kr. 1.289,000 kr. Mosfellsbær 3,5% 24.500.000 kr. 12.984.000 kr. 1.659.000 kr. Hafnarfj örður 11,2% 78.400.000 kr. 41.418.000 kr. 5.293.000 kr. Bessastaðahr. 0,8% 5.600.000 kr. 3.104.000 kr. 397.000 kr. Garðabær 4,6% 32.200.000 kr. 17.157.000 kr. 2.193.000 kr. SAMTALS 100,0% 700.000.000 kr. 370.945.000 kr. 47.403.000 kr. l 1 BORGARRÁÐ samþykkti í gærdag tillögu um að stofna byggðasamlag um rekstur slökkviliðs á höfuðborgar- svæðinu og ef bæjaryfirvöld hinna sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu samþykkja hið sama mun byggðasamlag- ið taka til starfa 1. júní næst- komandi og taka yfir allar skuldbindingar Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnarfjarðar. Stjórnskipu- lag byggðasamlagsins mun koma til framkvæmda í áföng- um og mun það taka fullt gildi l.janúarárið2001. Samþykkt borgarráðs byggist á tillögu undirbún- ingshóps að stofnun Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins og mun tillagan væntanlega koma til endanlegrar af- greiðslu borgarstjórnar hinn 4. maí næstkomandi. Auk of- angreinds samþykkti borgar- ráð að fela undirbúningshópn- um að ganga frá samningi við ríkið um verktöku vegna slökkvistarfa á Reykjavíkur- flugvelli frá 1. júní n.k., sem og að ganga frá ráðningu Hrólfs Jónssonar í starf slökkviliðsstjóra, Jóns Viðars Matthíassonar í starf vara- slökkviliðsstjóra og Helga ív- arssonar og Birgis Ólafssonar í störf verkefnisstjóra á tækni- og þróunarsviði. 140 starfsmenn í greinargerð með tillögu undirbúningshópsins, sem borgarráð samþykkti, kemur fram að heildarfjöldi starfs- manna eftir sameininguna sé áætlaður um 140 manns. Fjórar slökkvistöðvar verði reknar, ein í Hafnarfirði, tvær í Reykjavík og ein á Reykja- víkurflugvelli, og verða þær eins mannaðar og svipað upp byggðar af tækjum. Slökkvi- liðsstjóri verður æðsti yfir- maður liðsins og mun hann stýra daglegum rekstri þess í samræmi við starfs- og fjár- hagsáætlun, sem stjórn byggðasamlagsins hefur sam- þykkt. í yfirstjórn ásamt hon- um verður varaslökkviliðs- stjóri, en undir hann heyra útkallssvið og tækni- og þró- unarsvið. í greinargerðinni er lagt til að öll sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu standi að stofnun og rekstri byggða- samlagsins í hlutfalli við íbúa- tölu hvers sveitarfélags. Lagt er til að stofnfé byggðasam- lagsins verði 700 milljónir króna, sem skiptist á aðildar- sveitarfélögin í hlutfalli við íbúafjölda 1. desember 1999, og skulu þau greiða stofnféð með jöfnum greiðslum á næstu 10 árum. Stjórn sam- lagsins verður skipuð fram- kvæmdastjórum sveitarfélag- anna eða fulltrúum þeirra og fer hver með atkvæði í stjóm í hlutfalli við íbúatölu síns sveitarfélags. Ný slökkvistöð í Hafnarfirði U ndirbúningshópurinn fékk Deloitte & Touche hf. til að leggja mat á eignir Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnarfjarðar og gera nákvæma talningu á öllu lausafé og finna endurnýjun- arverð. Samkvæmt mati fyrir- tækisins eru fasteignir SR metnar á 377,4 milljónir króna, bifreiðar á 115,5 millj- ónir og annað lausafé er 113,4 milljónir króna. Fasteignir SH eru metnar á 38,8 milljón- ir, bifreiðar á 5,1 milljón og annað lausafé er 54,5 milljónir króna. Lagt er til að byggðasam- lagið kaupi eignir slökkvilið- anna á fyrirliggjandi mats- verði að undanskilinni fasteign Slökkviliðs Hafnar- fjarðar við Flatahraun, þar sem hún þykir ekki henta sem slökkvistöð til frambúðar. Leggur undirbúningshópur- inn til að í stað húsnæðisins við Flatahraun verði stjórn byggðasamlagsins falið að hefja undirbúning að bygg- ingu nýrrar slökkvistöðvar í Hafnarfirði, sem unnt yrði að taka í notkun á árinu 2001 á hentugri lóð, sem Hafnar- fjarðarbær legði byggðasam- laginu til án endurgjalds. Tal- ið er að með byggingu slökkvistöðvar í Hafnarfirði megi hverfa frá fyrirhugaðri aukinni uppbyggingu í Tunguhálsi, þar sem aukið rými myndi skapast með nýrri slökkvistöð í Hafnar- firði. I greinargerðinni segir að sameiningin muni strax skila nokkru hagræði því ef ekki yrði af henni væri Ijóst að byggja þyrfti upp á tveimur stöðum. Þá leiði sameiningin einnig til þess að draga megi úr fjölda slökkvibíla sem hafð- ir eru til vara vegna bilana og viðhalds. Öllum núverandi starfs- mönnum boðið starf Eins og áður kom fram er lagt til að stofnfé byggðasam- lagsins verði 700 milljónir króna. Af því á að verja um 606,3 milljónum í kaup á eign- um Slökkviliðs Reykjavíkur, 15,7 milljónum í kaup á eign- um Slökkviliðs Hafnarl'jarðar og 78 milljónum í byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Hafn- aríirði. Undirbúningshópurinn leggur til að öllum núverandi starfsmönnum Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnarfjarðar verði boðið starf hjá byggðasamlaginu og að þeir komi inn í byggðasam- lagið á núverandi kjarasamn- ingi þar til nýr kjarasamning- ur við byggðasamlagið verður gerður. Stefnt er að því að öll- um starfsmönnum verði tryggð óskert réttindi hjá byggðasamlaginu og verða þeir áfram opinberir starfs- menn. Undirbúningshópurinn hef- ur látið útbúa fjárhagsáætlun fyrir rekstur byggðasamlags- ins og er rekstrarkostnaður umfram tekjur áætlaður 370,9 milljónir króna og skiptist hann á aðildarsveitarfélögin í hlutfalli við íbúafjölda. Undir- búningshópurinn leggur jafn- framt til að sveitarfélögin greiði í sérstakan fjárfesting- arsjóð til að tryggja nauðsyn- lega endurnýjun á tækjakosti og er árlegt framlag í sjóðinn áætlað 47,4 milljónir króna, sem skiptast á aðildarsveitar- félögin í hlutfalli við íbúa- fjölda. Framlag í fjárfesting- arsjóðinn miðast við endur- nýjunarstofn tækja fyrir þrjár slökkvistöðvar og er af- skriftartíminn að meðaltali 10 ár. í greinargerðinni segir að gera megi ráð fyrir því að ein- hver kostnaður falli til við stofnun byggðasamlagsins, þar sem ekki sé gert ráð fyrir að starfsmönnum verði sagt upp þrátt fyrir fækkun á vökt- um og því verði starfsmenn fleiri strax eftir sameininguna en gera megi ráð fyrir í end- anlegu skipulagi. Gert er ráð fyrir að rekstraraðilar Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnarfjarðar standi undir biðlaunakostnaði sinna starfsmanna reyni á hann. U ndirbúningshópurinn bendir á að með sameining- unni skapist ný tækifæri í skipulagi almannavarna og því kunni að vera hagkvæmt að sameina allar almanna- varnanefndir aðildarsveitar- félaganna í eina nefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.