Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Drög að umhverfísstefnu og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 kynnt Alagning sorphirðugjalds mun miðast við magn sorps Morgunblaðið/Kristján Á Ráðhústorgi mátti sjá hvernig á að jarðgera lífrænan úrgang. Drög að umhverfisstefnu og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri kynnt. F.v. Jún Ingi Cæsarsson, formaður umhverfis- nefndar Akureyrarbæjar, Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður um- hverfisráðherra, og Kristján Þúr Júlíusson bæjarstjúri. Leitað eftir landi fyrir sorpurðun f Eyjafírði Stefnt að því að hætta sorp- urðun á Glerárdal SORPEYÐING Eyjafjarðar aug- lýsti nýlega eftir landssvæði í firð- inum fyrir sorpurðunarstað til leigu eða kaups. Leitað var eftir landssvæði sem getur tekið við um 300.000 tonnum af sorpi og verið til ráðstöfunar í að minnsta kosti 30 ár. Að sögn Guðmundar Guð- laugssonar, yfirverkfræðings Ak- ureyrarbæjar, barst aðeins eitt til- boð en hann vildi ekki gefa upp hvaðan það kom. Guðmundur sagði að gert væri ráð fyrir flokkun á sorpi og að ekki kæmi til þess að allt sorp færi á slíkan urðunarstað. Sorpið nýtt enn frekar „Ég held að í framtíðinni verði sorpið nýtt enn frekar en gert er í dag og þar er umbúðapakkinn stórt atriði varðandi endurnýtingu. Einnig er þetta spurning um líf- rænan úrgang, þar sem mér sýnist að farið verði meira út í jarðgerð í framtíðinni. En það er alltaf eitt- hvað sorp sem til fellur og undir það vantar okkur svæði til urðun- ar,“ sagði hann. Guðmundur sagði að þótt ekki hafi komið meira út úr áðurnefndri auglýsingu væri hægt að fara á stúfana og kanna þetta mál enn betur og þá með beinum viðræðum við aðila þar sem vitað er að slíkur staður væri jarðfræðilega hentug- ur. Hann sagðist ekkert hafa átt von á betri viðbrögðum við auglýs- ingunni en þó kemur þar fram að starfræksla urðurnarstaðarins gæti orðið hluti samnings við land- eiganda eða umráðamann. Allt sorp sem til fellur á Eyja- fjarðarsvæðinu og í Hálshreppi í S-Þingeyjarsýslu er og hefur verið urðað á Glerárdal ofan Akureyrar og eru töluverð umsvif í kringum það svæði. Guðmundur sagði að hagkvæmara væri að vera með alla sorpurðun á svæðinu á einum stað, frekar en að hver og einn væri að leita slíkra lausna og það gengi heldur ekki upp hjá þessum minni sveitarfélögum. Sorp til urðunar á eftir að minnka Guðmundur sagði að fyrir lægi samþykkt bæjarstjórnar Akureyr- ar þess efnis að sorpurðun verði hætt á Glerárdal en tímasetning liggur þó ekki fyrir. „Við höfum verið með sorpurðun á Glerárdal í hartnær 30 ár en það er þó ekkert óskaplega mikið landssvæði sem hefur farið þar undir. Að minni hyggju á þetta magn sem fer til urðunar örugg- lega eftir að minnka, vegna breyt- inga í flokkuninni og tilskipana frá Evrópusambandinu varðandi end- urvinnslu. Og við komumst ekkert hjá því að hlýta því, að minnsta kosti að einhverju marki,“ sagði i Guðmundur. DRÖG að umhverfisstefnu og fram- kvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri var kynnt í gær, þriðjudag. Undanfarna mánuði hef- ur verið unnið að gerð fyrri hluta umhverfisstefnu og framkvæmda- áætlunar en að því verki hafa komið tugir manna í nefndum bæjarins, sérstökum tengslahópi og fram- kvæmdahópi, svo og bæjarstjóm. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum fyrr í þessum mánuði að áðurnefnd drög kæmu út á „degi umhverfisins" þann 25. apríl. Þar kemur m.a. fram að stefnt er að því að eftir 1. október á næsta ári mið- ist álagning sorphirðugjalds við magn sorps. Jafnframt að setning gjaldskrár sorpmóttöku frá fyrir- tækjum miðist við raunkostnað við förgunina og taki hún gildi um næstu áramót. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði þessi drög gefin út með það að meginmarkmiði að fá fram viðbrögð bæjarbúa og annarra hlut- aðeigandi á plagginu áður en það fer til endanlegrar staðfestingar. Hann ítrekaði jafnramt að hér væri aðeins um að ræða fyrri hluta verk- efnisins en gat þess jafnframt að Akureyrarbær hafi fengið viður- kenningu frá umhverfisráðuneytinu nýlega vegna þess. Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, var mættur norður til Akureyrar í gær og hann sagði að Staðardagskrá 21 væri samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaganna og að ráðuneytið hafi stutt það í gegnum Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann sagði að Akureyringar hefðu farið rétta leið í þessu máli með því að greina stöðuna og sett fram ákveðin markmið. „Það sem meira er, er að hér liggur fyrir tímasett fram- kvæmdaáætlun, sem er meira en mörg önnur sveitarfélög hafa kom- ist til að gera á þessu stigi málsins." Einar nefndi sérstaklega tvö at- riði sem hann vildi hrósa Akureyr- ingum fyrir, í fyrsta lagi að horft skuli fram á veginn í holræsa- og fráveitumálum og lögð fram áætlun til 2013 í þeim efnum. í öðru lagi varðandi sorpið þar sem gert er ráð fyrir í framkvæmdaáætlun að strax 1. október á næsta ári eigi álagning sorphirðugjalds að miðast við magn sorps. Gangi það eftir verður Akur- eyri fyrsta íslenska sveitarfélagið sem tengir gjaldskrána við sorp- magnið og fylgir þar eftir einu af þremur grundvallaratriðum Ríó- samþykktarinnar, að sögn Einars. Skref frá orðum til athafna Jón Ingi Cæsarsson, formaður umhverfisnefndar, kynnti drögin að umhverfisstefnu og framkvæmda- áætlun Staðardagskrár 21 fyrir Ak- ureyri og sagði hann að með þessu verkefni væri verið að stíga skref frá orðum til athafna. Verkefnum hefur verið raðað í tímaröð og skal þeim lokið á tímabilinu 1. október í ár til 1. janúar árið 2013. í máli Jóns Inga kom fram að stærsta framkvæmdin sneri að frá- veitumálum en kostnaður við þær framkvæmdir gætu verið á bilinu 500-1000 milljónir króna. Hann sagði jafnframt nauðsynlegt að fræða fólk um fráveitumál, m.a. með útgáfu fræðsluefnis sem dreift yrði til bæjarbúa. Sú fræðsla beind- ist fyrst og fremst að því að bæjar- búar virði þær reglur sem gilda um fráveitumál og helli t.d. ekki spilli- efnum í fráveitukerfið. Framkvæmdin lýtur að einni út- rás fráveitukerfis, með gerð sam- eiginlegrar útrásar alls fráveitu- kerfis bæjarins norðan Sandgerðis- bótar með tilheyrandi sniðræsum, dælulögnum, landfyllingu og hreinsivirki. Einnig að minni vatns- notkun, með gerð áætlunar um mögulegar ráðstafanir til minnkun- ar á vatni hjá fyrirtækjum og heim- ilum til að minnka skólp. Varðandi sorpmálin er haft að leiðarljósi að úrgangur frá heimil- um og fyrirtækjum á Akureyri minnki verulega, þannig að árið 2020 verði sorpmagn til „endan- legrar" förgunar að hámarki 30% af því sem það var árið 1998. Varðandi framkvæmdina er gert ráð fyrir setningu gjaldskrár vegna úrgangs- förgunar hjá fyrirtækjum og álagn- ing sorphirðugjalds, sem miðast við magn sorps frá heimilum. Þá er gert ráð fyrir stofnun vinnuhóps sem gerir tillögur um eflingu endui’vinnsluiðnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig að mótuð verði stefna um hvernig staðið skuli að jarðgerð lífræns úr- gangs á vegum bæjarins. Unnið verði fræðsluefni um jarðgerð, stillt upp námskeiði fyrir almenning og stofnaður ,jarðgerðarklúbbur“. Loks verði framsetning og kynning á þeirri flokkun úrgangs sem ætlast er að bæjarbúar viðhafi á heimilum og í fyrirtækjum. Varðandi náttúrumengun verður haft að leiðarljósi að rusl á götum, opnum svæðum og fjörum á Akur- eyri heyri til undantekninga. Þau felast m.a. í gerð viðmiðana um hvað teljist til undantekninga, áróðri og hvernig beri að bregðast við tilvikum sem ganga gegn við- miðunum. Gengið verður út frá því að beitt verði fjársektum í vissum tilvikum. Einnig er í drögunum fjallað um hávaða- og loftmengun og að þar verði haft að leiðarljósi að loftgæði standist kröfur laga og reglugerða. Loftmengun á Akureyri orsaki ekki óþægindi né umhverfisleg vanda- mál, hvorki á heimaslóð né hnatt- rænt. Hávaðamengun sé svo lítil sem kostur er og að Akureyri verði í fararbroddi meðal íslenskra sveit- arfélaga um hávaða og loftmengun. Varðandi náttúru- og gróður- vernd verður haft að leiðarljósi að sérkennandi landslagsgerðir, nátt- úruminjar, sérstök búsvæði og kjörlendi platna og dýra njóti verndar. Gróður og jarðvegseyðing í bæjarlandinu verði stöðvuð og gerð áætlun um endurheimt þess sem hefur tapast. Umhverfismennt í skólum Jón Ingi sagði að stór þáttur í verkefninu væri umhverfismennt í skólum þar sem markviss umhverf- ismennt eigi sér stað á öllum skóla- stigum í bænum. Jón Ingi sagði nauðsynlegt að koma nýju hugar- fari inn hjá bæjarbúum og til að undirbyggja framtíðina væri árang- ursríkast að byrja á byrjuninni og koma þessu inn hjá börnunum. Markmiðið er að flétta fræðslu um umhverfismál inn í námsefni á við- eigandi stöðum á öllum skólastigum leikskóla- og grunnskólanemenda, á öllum námssviðum framhaldsskól- anna í bænum og hjá Háskólanum á Akureyri og umhverfissjónarmið- um verði gerð glögg skil í skólun- um. Þá er í drögunum fjallað um menningarminjar, þar sem söguleg- ar minjar verði gerðar lifandi og að- gengilegar almenningi með góðum upplýsingum. Fram fari húskönnun og leitað verði samkomulags við eigendur gamalla húsa um sérstaka merkingu þeirra, þ.m.t. upplýsingar um sögu þeirra. Einnig fari fram skráning og merking sögulegra ræktunarminja og merkra trjáa i bæjarlandinu. Upptaka vistvænni orkugjafa Hvað orkusparnað áhrærir er stefnt að því að orkunotkun bæjar- búa valdi lágmarks álagi á náttúr- una og að gerð verði áætlun um ráðstafanir bæjarins vegna upptöku vistvænni orkugjafa í stað jarðefna- eldneytis. Þá kemur fram í kaflan- um um meindýr að stefnt er að þvi að hafa vakandi auga með út- breiðslu meindýra og tryggja að ráðstafanir til að halda þeim í skefj- um séu hæfilegar og koma þannig í veg fyrir skaða, óþægindi og hættu af þeirra völdum. Ráðist verði í rottueyðingu, rannsókn á vargfugli og takmörkun á vargfugli. Nýr Subaru Legacy Nýr • Nýr Einstakt tækifæri. Subaru Legacy m/ö\\u. Vél 2500. Leðurinnrétting. Tölvustýrð miðstöð m/loftkælingu o.fl. Verð 2.550.000. Uppl. í símum 861 7766/ Höfum einnig Forester 862 1043. Langafí prakkari á ferð um Norðurland MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið Langafi prakkari á norð- urlandi dagana 27. apríl til 1. maí. Leikritið, sem er eftir Pétur Egg- erz, byggist á sögum Sigrúnar Eldjárn, „Langafi drullumallar“ og;,Langafi prakkari". I leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Þó lang- afi sé blindur og gamall er hann alltaf tilbúinn að taka þátt í ein- hverjum skemmtilegum upp- átækjum með Önnu litlu. Hann passar hana á daginn þegar pabbi hennar og mamma eru í vinnunni. Þá hefur hann nægan tíma til að sinna henni og þau gera ýmislegt skemmtilegt saman. Þau skoða mannlífið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira. Þetta er eng- inn venjulegur langafi? Langafi og Anna eru leikin af þeim Bjarna Ingvarssyni og Aino Freyju Jár- velá, leikstjóri Pétur Eggerz, bún- inga gerir Katrín Þoivaldsdóttir og tónlist er eftir Vilhjálm Guð- jónsson. Sýningar verða í grunnskólan- um á Hvammstanga fimmtudaginn 27. apríl kl. 17, í Samkomuhúsinu á Akureyri 29. apiil kl. 14, á Kaffi Krók á opnunarhátið Sæluviku á Sauðárkróki 30. apríl kl. 13:30 og 15:30 og á Siglufirði 1. maí. Einnig verða sýningar í grunn- og leik- skólum víðar á Norðuiiandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.