Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 23

Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 23 VIÐSKIPTI Hlutabréf Kög- ^ unar skráð á YÞI HLUTABRÉF Kögunar hf. verða skráð á Aðallista Verð- bréfaþings íslands á morgun, fimmtudaginn 27. apríl, og er skráð hlutafé 90 milljónir króna að nafnverði. Félagið verður tekið inn í Heildarvísitölu Aðallista og Vísi- tölu upplýsingatækni miðviku- daginn 3. maí. Kaupþing seiur eigin bréf Samkvæmt samþykktum Kög- unar hf. er tilgangur félagins að annast gerð og viðhald á hug- búnaði fyrir ratsjár- og varnar- keríí hvers konar, auk hönnun- ar, smíði og rekstrar á hvers konar búnaði til rafrænnar vinnslu. I samræmi við þennan tilgang skal félaginu m.a. heimilt að eiga frumkvæði að og/eða taka þátt í stofnun, endurskipu- lagningu og sameiningu félaga, að kaupa hlutabréf og/eða skuldabréf atvinnufyrirtækja, hafa frumkvæði að samvinnu hugbúnaðarfyrirtækja í mark- aðsmálum, þróunarvinnu og á tæknisviði og að taka lán til eig- in þarfa og til endurlána. Kaupþing hf. er umsjónaraðili skráningar Kögunar hf. á Verð- bréfaþing Islands, og í skráning- arlýsingunni kemur m.a. fram að i tengslum við skráningu félags- ins hyggist Kaupþing hf. selja 4-5 milljónir króna að nafnvirði af eigin hlutabréfum í Kögun hf. Fyrirhugað er að selja bréfin í að lágmarki einnar milljónar króna einingum að nafnvirði til aðila sem stunda eignastýringu og/eða verðbréfamiðlun. Bréfin verða seld með því skilyrði að kaupendur selji hlutabréfin áfram í dreifðri sölu til við- skiptavina sinna, en Kaupþing hf. hefur það að markmiði að fjölga með þessu hluthöfum Kögunar hf. um 300-700. Til- kynnt verður um niðurstöðu af söluáformum þessum í við- skiptakerfi VÞI áður en hluta- bréf Kögunar hf. verða tekin til skráningar. íslensk endurtrygging hf. Hagnaður af rekstri 163,6 milljónir HAGNAÐUR af rekstri ís- lenskrar endurtryggingar hf. á síðasta ári nam 163,6 milljónum króna og hefur þá verið tekið til- lit til reiknaðs tekjuskatts og eignarskatts að fjárhæð 79,4 milljónir króna. Hagnaður fé- lagsins árið 1998 var 85,3 millj- ónir króna. Eigið fé félagsins í árslok 1999 nam 675,3 milljónum króna að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 374,4 milljónir króna. Hluthafar í árslok voru 59 og fækkaði þeim um fjóra frá fyrra ári. Fjórir stærstu hluthafarnir í árslok voru Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Tryggingamiðstöðin hf. og Vátryggingafélag Islands hf. með 27,1% hlut hvert félag og Trygg- ing hf. með 9% hlut. Vorferðir til Prag, Noregs og Búdapest Bjóðum spennandi vorferðir til Prag, Noregs og Búdapest með viðkomu í Vínarborg. 8. maí, 7 daga ferð: Vor í Prag Höfum bætt við sætum vegna eftirspurnar Flogið til Frankfurt og ekið þaðan til ævintýraborgarinnar Prag í Tékklandi. Á sjötta degi er svo ekið aftur áleiðis til Frankfurt og gist síðustu nóttina í Þýskalandi. Verð kr. 63.800 Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting, morgunverður, akstur og skoðunarferð um Prag. 27. maí, 8 daga ferð: Búdapestnœð viðkomu f Vínarborg Flogið í beinu leiguflugi til Vínarborgar °SijjSW^SEptt- Á öðrum degi er borgin skoðuð og ekið síðan til Búdapest þar sem dvalið verðujfyQpJuígTSÍðasta daginn er svo ekið afturtil Vínarþorgar og deginum eytt þar uns flogið verður imJ>JPfn<völdið. Verð kr. 64.350 Innifalið í verði er ftug, flugvallaskattar, gisting, morgunverður, akstur og skoðunarferðir um Vínarborg og Búdapest. 6. júní, 10 daga ferð: Vorferð til Noregs Enn eru sæti iaus Flogið til Ósló, borgin skoðuð og gist þar eina nótt. Síðan er ferðast um Lillehammer til Prándheims, Ándalsness, Förde og Bergen. Frá Bergen verður svo sigit þann 13.05. til íslands með viðkomu ( Færeyjum og tekið land á Seyðisfirði að morgni þess 15. maí. Paðan er svo ekið samdægurs til Reykjavíkur. Verð kr. 87.100 Innifalið í verði er flug, flugvaliaskattar, gisting, morgunverður á hótelum, allur akstur, fargjöld á ferjum í Noregi og sigiing frá Bergen til Seyðisfjarðar. Bjóðum einnig vikuferðir í beinu leiguflugi til Prag þann 4. og 25. ágúst (uppseid) og til Búdapest þann 9. september. Leitið nánari upplysinga hjá utanlandsdeild okkar. Guðmundur Jónassson ferðaskrifstofa, Borgartúni 34, sími 511 1515. Fjögur frábær fyrirtæki 1. Vel þekkt og vinsæl veisluþjónusta með góða aðstöðu og öil tæki sem þarf. Mikið um góða fasta viðskiptavini. Er einnig með mat- vælaframleiðslu. fyrirtæki með gott orð á sér fyrir frábæra þjón- ustu og veitingar. 2. Sérverslun í miðborginni sem flytur inn allar sínar vörur sjálf og er einstaklega vel staðsett. Sérhæfir sig í fallegum og sérkennilegum gjafavörum og öðruvísi búsáhöldum. Verslun sem talað er um. Selst strax af sérstökum ástæðum á mjög góðu verði. 3. Þekktur skyndibitastaður, aðallega með kjúklinga. Er hvorutveggja take a way og hefur einnig mörg sæti. Mikið af góðum tækjum. Mjög góð velta sem fer enn vaxandi. Frábær staður fyrir þá sem vilja þéna peninga og nenna að vinna því nóg er að gera. 4. Og rúsínan i pylsuendanum. í ár verður meira myndað en nokkru sinni fyrr í sögunni. Og meira framkallað. Til sölu stór og þekkt framköllunarstofa sem einnig stækkar myndir og hefur stúdíó. Inn- römmun á staðnum. Mikil vinna þegar byrjuð og verður út árið. Ein- staklega góð framlegð og lítill tilkostnaður sem þýðir mikill hagnaður. Vilt þú komast í feitt? Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRjMSSON. .. .an narra g tm Úr í. málsgrein 28. greinar umférðartaga nr. 50/1987 Lögreglan í Reykjavík • Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á vega- mótum eða í minna en 5 metra fjarlægð frá næstu brún akbrautar á þvervegi. Bflastæðasjóður Mikilvægasta öryggistækí hjólandi barna f umferöinni er hjólið sjálft Veljum þaö því af kostgæfni og höfum þaö meö fótbremsum. Hin margrómuðu Trek hjól eru framleidd fyrir krakka með öryggi og endingu í huga. Ævilöng ábyrgö á stelli og gafflt ber vitni um þaö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.