Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 27

Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 27 mánudag á vegum CNN og Gallup sýnir að mikill meirihluti aðspurðra er óánægður með framgöngu Als Gores, varaforseta og væntanlegs forsetaefnis demókrata, í máli Eli- ans. Gore hefur ekki stutt stefnu stjórnvalda í málinu en viljað að Eli- an fengi varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Aðgerðin tók þijár mínútur Aðgerð sérsveitarmannanna á laugardagsmorguninn kom ættingj- um Elians og stuðningsmönnum þeirra í opna skjöldu. Meira en 130 starfsmenn INS tóku þátt í aðgerð- inni, sem átti sér stað um klukkan 5:10 að staðartíma. Atta vopnaðir og sérstaklega útbúnir lögreglumenn ruddust inn á heimili ættingjanna og miðuðu sjálfvirkum hríðskotabyssum á húsráðendur tii að knýja þá til að afhenda drenginn. Kona úr hópi sér- sveitarmanna bar drenginn í fanginu út í bifreið en á meðan var mann- fjölda, sem haldið hefur til umhverfis hús ættingjanna síðustu mánuði, haldið frá með táragasi. Aðgerðin tók aðeins um þrjár mínútur og var þeg- ar í stað flogið með drenginn til Washington þar sem hann hitti föður sinn á Andrews-herflugvellinum. Nokkrir ættingjar Elians, þeirra á meðal 21 árs gömul frænka hans, Marisleysis Gonzalez, sem sögð er hafa gengið honum í móðurstað, flugu á sunnudag til Washington og kröfðust þess að fá að hitta drenginn. Fulltrúar ættingjanna hafa sakað stjómvöld um að hafa látið til skarar skríða meðan samningaviðræður voru enn í fullum gangi en vitað er að skömmu áður en sérsveitarmenn brutu upp dymar á heimih ættingj- anna í Miami hafði Janet Reno til- kynnt þeim að tími viðræðna væri út- mnninn. Rétt áður en brottnámið var framkvæmt höfðu viðræðurnar snúist um mögulega málamiðlun sem hefði falið í sér að bæði ættingjar Eli- ans og faðir hans fengju að umgang- ast hann í Bandaríkjunum um óá- kveðinn tíma. Marisleysis Gonzalez, frænka Elians, með mynd af brottnámi hans á fréttamannafundi á páskadag. AP Fólk af kúbverskum ættum á Miami mótmæli brottnámi Elians, m.a. með því að fleygja sorpgámum og öðru lauslegu út á götur. bæru ábyrgð á dauða fólksins ef fréttamönnum hefði verið leyft að vera viðstaddir aðgerðimar. George W. Bush, frambjóðandi repúblikana til embættis forseta Bandaríkjanna, sagði á mánudag að bandarísk yfirvöld ættu að reyna að fá Juan Miguel Gonzalez til að setjast að og ala Elian upp í Bandaríkjunum. „Ég vona að stjómvöld útskýri fyrir föðumum að ef hann vill geti hann al- ið upp son sinn í frelsi, að faðirinn geti fengið að setjast að hér í Banda- ríkjum Ameríku. Það er mikilvægt að stjómvöld muni að móðirin var að flýja til að öðlast frelsi, til að fara með son sinn í frelsið," sagði Bush. Skoðanakönnun sem gerð var á Þrándur í götu ...annarra í umferðinni Úr 3. málsgrein 27. greinar umferðarlaga nr. 50/1987 • Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á gangstétt eða gangstíg, nema annað sé ákveðið. • Sama á við um umferðar- eyjar og svipaða staði. Lögreglan í Reykjavík Veður og færð á Netinu vg>mbl.is B ó k a ngrásin 2000 2 6 3 0. a p r í I Gefðu bókunum þínum tl TTT! Þ ú qetur hjálpað: með því að koma til okkar og gefa bækur, gamlar eða nýjar íslenskar eða erlendar, innbundnar eða kiljur, fáar eða margar og leggja þar með þitt af mörkum til styrktar góðu málefni. Og hver veit nema þú finnir gersemar á borðum okkar... Aðeins eitt verð 500 krónur kílóið! QQ Sala þessara bóka fer fram dagana 26.-30. apríl og rennur allur ágóði óskiptur til Geðhjálpar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.