Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hús með sál og góða samvisku Morgunblaðið/Jim Smart Salome Þorkclsdóttir, Davíð Oddsson, Guðmundur Magnússon og Ást- ríður Thorarensen við opnun Þjóðmenningarhúss á skírdag. „ÞAÐ sem áður var lokaður heimur fárra lykst nú upp landsmönnum öll- um til ánægju. Eg spái því að þeir sem hingað koma næstu vikur og mánuði verði töluvert hissa - þægi- lega hissa á þessu húsi og því sem það hýsir,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra er hann opnaði Þjóð- menningarhúsið við hátíðlega athöfn á skírdag að viðstöddum forseta ís- lands. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði að svipaðar gagnrýnis- raddir heyrðust nú er húsið hefur verið endurgert og þegar Hannes Hafstein lét byggja húsið í upphafí aldarinnar. Mönnum þætti í of mikið lagt. „A sínum tíma voru málsvarar þess sakaðir um „egypska bygging- arsýki“ og viðleitni til að þyngja á landsmönnum með stuðningi við „luxus-fyrirtæki Alíka gagnrýni er höfð í frammi enn þann dag í dag, þegar ráðist er í stórvirki fyrir opin- bert fé, en fyrsti íslenski ráðherrann Hannes Hafstein lét hana ekki aftra sér og fann það ráð, að breyta fast- eign í aðra fasteign eins og hann orð- aði það með því að selja jarðir land- sjóðsins í Reykjavík og nota tekjurnar til að reisa bókasafns- byggingu úr steini eða steinsteypu.“ Salome Þorkelsdóttir, formaður hússtjórnar Þjóðmenningarhússins, sagði ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera húsið að þjóðmenningarhúsi verðuga gjöf á árinu 2000 til íslensku þjóðarinnar. Hún kallaði húsið höll- ina nýju og vitnaði þar í kvæði Þor- steins Erlingssonar sem sungið var er homsteinn var lagður að húsinu 23. september 1906. Náttúrugripasafnið næst Davíð Oddsson sagði að Þjóð- menningarhúsið væri helgað þjóð- inni allri, menningu landsins og sögu þess. Hann sagðist sjálfur hafa kynnst húsinu fyrst á námsárum sín- um er hann dvaldi þar við lestur og lærdóm og hefði hann þá fyrst heyrt að hús hefðu sál. „En spyrja má sjálf- an sig hvort hús sem hafa sál svo ekki sé talað um mikla sál, geti ekki líka haft samvisku, en samviskan er elsta systir sálarinnar. Ég hallast að því. Ef svo er, þá má þetta hús hafa góða samvisku því hér fóstraði það stofnanir sem hafa síðar vaxið hátt úr grasinu.“ Og forsætisráðherra bætti við: „Hin íslenska þjóðarsál má gjarnan eiga lögheimili sitt í þessu húsi um langa framtíð og verður ekki séð að henni verði vísað á annan og betri sess. í upphafi þessarar aldar varð þetta hús táknmynd þess, hvernig hin fátæka þjóð myndi láta drauma sína rætast þegar hún fengi loks sjálf ráðið sínum málum. Nú við aldarlok verður hlutverk þess að minna okkur á fortíðina, auka okkur gleði líðandi stundar og fylgja næstu kynslóðum Islendinga inn í framtíðina. Með þessum orðum lýsi ég yfir því að hið gamla og góða Safnahús, nú Þjóð- menningarhús, er opnað.“ Davíð sagði að nú þegar Lands- bókasafnið hefði fengið sinn stað og verið væri að bæta úr húsakynnum Þjóðminjasafns og Þjóðskjalasafns þá hlyti Náttúrugripasafn að vera næst í röðinni, „því það býr enn við of þröngan kost.“ Bjöm Bjamason sagði að húsið væri tákn um þann bjartsýnis- og baráttuanda sem einkenndi íslend- inga í upphafi aldarinnar. „Þjóð- menningarhúsið verðui- um aldur og ævi minnisvarði um hina miklu bjartsýni, sem einkenndi fyrstu ár heimastjórnar á íslandi undir for- ystu Hannesar Hafsteins. Hann lýsti þeirri von, þegar hann lagði horn- stein hússins, að í því yrðu geymdir fjársjóðir, sem ættu fyrir sér að vaxa með vaxandi viðgangi og menningu þjóðarinnar, og mælti af mikilli framsýni: „Það er þekkingin og vís- indin, sem finna upp vopnin og áhöldin til varnar og sóknar í lífsbar- áttunni, baráttunni fram á við og upp á við til meira ljóss, meira frelsis, meira manngildis, sem er tímans krafa.“ Megi þessi orð vera okkur öllum leiðarljós, sem viljum auka veg og virðingu íslensku þjóðarinnar um ókomin ár.“ Björn rakti aðdragandann að stofnun Þjóðmenningarhúss. „Þegar við blasti á níunda áratugnum, að Landsbókasafn íslands og Þjóð- skjalasafn flyttu starfsemi sína úr húsinu, hófust umræður um, hvemig skynsamlegast væri að nýta þessa þjóðargersemi. Rætt var um, að Hæstiréttur Islands fengi hér inni eða Stofnun Ama Magnússonar, einnig var hreyft hugmyndum um sýninga- og menningarstarf í sam- búð við skrifstofu forseta íslands. Nefndir störfuðu og skiluðu ágætum hugmyndum. Öllum var ljóst, að ekk- ert mætti gera, sem raskaði bygg- Kvennakdr Bolungarvrkur Stefnan tekin á norrænt kóramót í Reykjavík Bolungarvík. Morgunblaðið. KVENNAKÓR Bolungarvíkur tek- ur þátt í Norrænu kvennakóramóti í Reykjavík dagana 27. apríl til 1. maí nk. og er mótið þáttur í dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar. Kvennakór Bolungarvíkur tekur þátt í söngdagskrá ásamt fleiri kór- um í Ráðhúsi Reykjavíkur 29. apríl en þar mun kórinn syngja nokkur lög af söngskrá sinni. Þá tekur kór- inn þátt í samsöng hinna fjölmörgu kvennakóra sem þátt taka í mótinu, en gert er ráð fyrir að um eða yfir sjöhundrað konur verði saman- komnar á þessu kóramóti víðsvegar að á landinu og Norðurlöndunum. Kvennakór Bolungarvíkur hefur verið með reglulega starfsemi frá því hann var stofnaður árið 1997 og æfir reglulega einu sinni í viku frá sept- ember og til mafloka. Kveikjan að stofnun kórsins var sú að hópur kvenna kom saman til að syngja nokkur lög á sumardaginn fyrsta og fagna þannig sumarkomunni og hef- ur þeim sið verið haldið síðan. Kór- inn hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri, nú síðast á þjóðahátíð Vestfirðinga sem nýlega var haldinn í Bolungarvík. Þá fór kórinn í söng- för á Snæfellsnes síðastliðið vor. Auður Ragnarsdóttir, formaður Kvennakórs Bolungarvíkur, sagði að Morgunblaoið/Gunnar Kvennakór Bolungarvíkur ásamt stjórnendunum Guðrúnu B. Magnús- dóttur og Margréti Gunnarsdóttur. um 40 konur væra nú í kórnum og ákaflega létt yfir starfinu, þar sem allar væra þær að þessu til að hafa gaman af og láta sönggleðina njóta sín. Auður sagði að eftir þettakóramót færi kórinn í sumarfrí og tæki svo upp þráðinn aftur í september, eins og verið hefði frá því hann var stofn- aður. Allt frá stofnun kórsins hafa þær Guðrún B. Magnúsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir æft kórinn, stjómað honum og séð um undirleik. Margrét er píanóleikari og tónlistarkennari á ísafirði auk þess sem hún starfar sem organisti á Suðureyri. Guðrún er einnig píanóleikari og tónlistar- kennari í Bolungarvík og sinnir jafn- framt starfi organista við Hólskirkju í Bolungarvík. Þær stöllur hafa unnið mikið sam- an ó sviði tónlistar á Vestfjörðum frá því þær hófu tónlistarnám í Tónlist- arskóla ísafjarðar ungar að aldri, t.d. hafa þær sl. fjögur ár sungið saman ásamt fimm öðram í söng- hópnum Söngfjelagið úr Neðsta, sem getið hefur sér gott orð og sung- ið víða bæði hér ó landi og erlendis. Morgunblaðið/Jim Smai-t Guðmundur Magnússon, Sóiveig Pétursdóttir, Ástríður Thorarensen, Ólafur Ragnar Grúnsson, Sigurjón Jóhannsson og Gísli Sigurðsson en þeir tveir síðastnefndu eru höfundar sýningar um landafundi og Vínlandsferðir í Þjóðmenningarhúsinu. ingunni sjálfri með nokkram hætti. Hinn 16. febrúar 1996 samþykkti ríkisstjómin tillögu mína um þá skip- an, sem fylgt hefur verið síðan varð- andi endumýjun og nýtingu hússins. Efni ákvörðunar ríkisstjórnarinnar blasir við okkur hér í dag í orðsins fyllstu merkingu og er ánægjulegt að sjá, hve vel hefur tekist að útfæra hana og hve góð sátt hefur náðst við yfirvöld húsafriðunar um fram- kvæmdil• við húsið. Fé til þeirra hef- ur verið veitt úr Endurbótasjóði menningarbygginga, sem starfar á vegum menntamálaráðuneytisins. Er þetta stærsta einstaka verkefni, sem kostað hefur verið af sjóðnum undanfarin ár.“ Björn sagði að samhliða fram- kvæmdum hefðu verið teknar stefnumarkandi ákvarðanir um varð- veislu bóka og skjala, sem voru í hús- inu og era bæði í eigu Landsbóka- safns Islands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns. Bókakosti var val- inn staður í Reykholti í Borgarfirði og lagt hefur verið á ráðin um nýbyggingar í þágu Þjóðskjalasafns á starfssvæði þess við Laugaveg. Björn rakti ennfremur ástæður þess að Þjóðmenningarhúsið var flutt af forræði menntamálaráðu- neytis til forsætisráðuneytis. „Helstu rökin fyrir því vora að skipa húsinu sess með öðram þjóðartákn- um okkar. Forsætisráðuneytið fer til dæmis stjómarfarslega með málefni Þingvalla, þá gætir það virðingar skjaldarmerkisins, fánans og þjóð- söngsins. Nú er þessari byggingu skipaður sambærilegur virðingar- sess og þar á hún sannarlega heima.“ Tíu fastar sýningar og tvær breytilegar Salome Þorkelsdóttir, formaður hússtjórnar, rakti sögu hússins sem hún sagði eina af þjóðargersemum íslendinga. Hún sagði frá fram- kvæmdum og undirbúningi að stofn- un Þjóðmenningarhúss. Hún þakk- aði þeim sem komið hefðu að framkvæmdum við endumýjun hússins gott starf. Salome tilkynnti síðan um gjöf Sjóvár-AImennra á málverki Ásgríms Jónssonar af Jóni Sigurðssyni forseta. Guðmundur Magnússon sagði frá framkvæmdum við húsið sem staðið hafa síðan 1997. Hann greindi frá sýningahaldi í húsinu. I því era tíu fastar sýningar með mörgum af helstu kjörgripum þjóðarinnar. í því verða einnig tvær breytilegar sýn- ingar. Sýning um landafundi og Vín- landsferðir var opnuð á skírdag og sýning um kristni í þúsund ár verður opnuð í húsinu 17. júní. Að athöfn lokinni afhjúpaði Davíð Oddsson mannaraskjöld í andyrinu. Þjóðmenningai-húsið verður opið alla daga milli kl. 11 og 17. Hlustað á tímann MYJVPLIST Áhaldahúsifi í V e s t iii a n n a e y j u m VIGNIR JÓHANNSSON MÁLVERK OG HÖGGMYND Sýningin er opin frá 14 til 18 og stendur til 24. aprfl. MYNDLISTARVORIÐ er hafið í Vestmannaeyjum þótt enn sé vetrar- legt um að lítast annars staðar á landinu. Það er, eins og í íyrra, Is- landsbanki sem styrkir þetta sýning- arhald en fleiri stuðningsaðilar hafa bæst í hópinn svo framtakið hefur greinilega vakið lukku í Eyjum. Fyrstu sýninguna hélt Tolli og þótti hún takast vel en nú er Vignir Jó- hannsson kominn í Áhaldahúsið með stóra sýningu, fjórtán olíumyndir, sjö vatnslitamyndir og heljarmikið gólfverk úr gleri. Vignir hefur komið víða við á ferli sínum. Hann var framarlega í hópi hinna villtu nýexpressjónista á níunda áratugn- um, vann síðan í eins konar fagur- fræðilegum minimalisma um skeið og hefur nú snúið aftur að málverk- inu, en reyndar á öðram forsendum en áður. Olíumyndirnar á sýningunni sýna holur í sléttum fleti sem vegna fjarvíddaráhrifa minnir á landslag, sléttu eða eyðimörk sem teygir sig langt út í fjarskann. Þessar myndir segir Vignir að séu hugleiðingar um tímann og að holurnar séu „tímapoll- ar ... sem tíminn situr eftir í, líkt og vatn í skessupottum". Þótt auðveld- lega megi túlka þessar myndir á ýmsa vegu vekur myndefnið óneitan- íega sterka tilfinningu fyrir tíma- tengdum hugtökum. Á sléttunni virðist ríkja eilífðarró og þá er stutt í að ímynda sér að í pollunum sitji eitt- hvað eftir af sögunni, einhver and- artök eða andvörp tímans sem fróð- legt gæti verið að hlusta á. Hugmyndin er einföld en nokkuð áhrifarík þótt það dragi vissulega úr áhrifunum að sjá svona margar myndir með svipaðri útfærslu. I vatnslitamyndunum fæst Vignir við náskylt þema þótt útfærslan sé allt önnur og allar myndimar nema ein bera titilinn „Hlustað á tímann“. Aftur er kyrrðin áberandi í þessum myndum þar sem lítil mannshöfuð, hárlaus með lokuð augu, svífa um búklaus í litageimi. Gólfverkið kall- ast síðan á við þessar tvær myndrað- ir. Það er myndað af fjóram stóram glerplötum sem standa á lágum glersúlum. Fyrir miðju verkinu er höfuð svipað þeim sem era í vatns- litamyndunum en unnið í þrívídd. Of- an á glerplötunum era siðan pollar af lituðu vatni. Það er kannski ekki alveg ljóst hvemig Vignir hugsar sér að þessi verk fjalli um tímann eða hvað verið er að segja í þeim um tímann og heiminn yfirleitt, en það þarf síst að vera Ijóður á myndunum því þær eru svo fínlega unnar og margræðar að hver áhorfandi getur átt sínar eigin hugleiðingar fyrir framan þær og notað þær sem eins konar tæki til að kveikja eða rifja upp sinn eigin skiln- ing. Þannig verða verkin virk þegar áhorfandinn gerir þau að sínum. Sýningin er vel heppnað innlegg í myndlistarvorið í Vestmannaeyjum sem virðist ætla að verða árviss við- burður. Það hve vel hefur heppnast um samstarf fyrirtækja, bæjar og framtakssamra áhugamanna um myndlist í Eyjum verður vonandi hvatning til fólks um allt land. Jón Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.