Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 34

Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Þjóðleikhús er musteri spennunnar“ FIMMTÍU ára aftnælishátíð Þjóð- leikhússins var haldin á afmælisdag- inn, 20. apríl, með veglegum hætti að viðstöddum forseta Islands, forsætis- ráðherra, menntamálaráðherra, starfsfólki Þjóðleikhússins og velunnurum leikhússins. Hátíðar- dagskráin hófst með því að Herdís Þorvaldsdóttir leikkona las upp úr vígsluljóði Tómasar Guðmundssonar sem hann orti og flutti sjálfur á vígsludegi Þjóðleikhússins 20. apríl 1950. Að loknum ljóðalestri Herdísar tók Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra til máls og ámaði Þjóðleik- húsinu heilla á þessum tímamótum. Hann minntist Indriða Einarssonar er fyrstur hreyfði hugmyndinni um byggingu þjóðleikhúss og hverjum stórhug sú framkvæmd hefði lýst. „Hafi ekki þótt sjálfsagt að reisa Þjóðleikhúsið, var hitt síður en svo sjálfgefið, að eins vel tækist til með starf þess og árin fímmtíu hafa sann- að. Þjóðleikhúsið nyti ekki vinsælda sinna og virðingar nema vegna hins mikla listræna framlags allra starfs- manna þess síðan árið 1950. Þetta starf verður aldrei fullþakkað.Við megum aldrei líta á Þjóðleikhúsið sem sjálfsagðan hlut heldur sýna því þá ræktarsemi sem er nauðsynleg fyrir höfuðstofnun íslenskrar leiklist- ar,“ sagði menntamálaráðherra. Musteri spennunnar, andstæðnanna Formaður þjóðleikhúsráðs, Matt- hías Johannessen ritstjóri, sagði m.a. í ávarpi sínu að þjóðleikhús glímdi ekki helst við það sem gefur af sér arð í veraldlegum skilningi. „Þjóð- leikhúsi er ekki ætlað að græða, ekki endilega; ekki frekar en ríkisútvarpi eða sinfóníuhljómsveit. Það sem skiptir mestu máli í lífi mannsins er ekki gróðavænlegt. Ekki endilega. Það græddi enginn á píramídunum, það græddi enginn á miðaldakirkjun- um. Samt eru þessar byggingar ein- hverjar mestu táknmyndir sögunnar. Þær eru vörður mannsins á leið hans úr frumskóginum. Bera trú hans og viðleitni vitni. Bera því vitni hvert þrá hans stefnir. Hið sama gildir um þjóðleikhús. Af þeim sökum hafa slík- ar stofnanir þótt mikilvægar á öllum tímum og í öllum siðmenntuðum löndum. Þjóðleikhús er einskonar musteri TÖIVLIST Múlinn á Sólon í s I u n (I ii s SIGURÐURFLOSASON OGFÉLAGAR Sigurður Flosason altó- og barít- onsaxófón, Jóel Pálsson tenór- og sópransaxófón, Kjartan Valdimars- son píanó, Tómas R. Einarsson bassa og Matthías M.D. Hemstock trommur. Verk eftir Lennie Trist- ano og Lee Konitz. Mánudagskvöld- ið 17. apríl 2000. SIGURÐUR Flosason hefur verið íslenskra djassleikara iðnastur við að setja saman djasshljómleika þarsem ákveðin tónskáld hafa verið kynnt til sögunnar. Þar hafa saxófónleikarar oft ráð- ið ríkjum allt frá Lou Donaldson til Johns Coltrane. Að þessu sinni glímdi Sigurður ásamt félögum sín- um við verk eftir píanistann Lennie Tristano og altósaxistann Lee Kon- itz, en þeir hafa samið marga djass- perluna og notuðu gjarnan söng- dansa sem uppistöðu í verkum sínum einsog Bird og Dizzy og spennunnar, andstæðnanna. Musteri ástríðunnar. Og sem slíkt er það mik- ilvæg varða á þessari harðsóttu leið hellamannsins inn í himininn. En það mundi enginn fara með þessa þrá á verðbréfamarkað, ekki frekar en þrastasöng eða sólsetur.“ Siðar í ávarpi sínu sagði Matthías Johannessen: „Öll ferðalög hefjast í hugsun okkar. Hugurinn ber mig hálfa leið er sagt! Og orðið var í upp- hafi. Það hefur búið um sig í huga okkar, í því er fyrirheitið fólgið. Þjóð- leikhús er musteri þessa orðs, með sama hætti og á sömu forsendum og píramídinn eða kirkjan. Meðan til eru leikhús á Islandi, meðan við eigum til þann metnað sem er homsteinn hvers þess þjóðleikhúss sem rís undir nafni, verður arfleifð okkar varin og tungan varðveitt. Þótt ekki kæmi annað til er slík stofnun einn mikil- vægasti þáttur tilveru okkai-. Leikhús er ekki minnsimerki um þrá mannsins til guðanna eins og píramídarnir, heldur einskonar áminning um þær kröfur sem eigum að gera til sjálíra okkar, þegar við lít- um um öxl og ræktum mikilvæga arf- leifð eða horfum fram með þessa sömu arfleifð að einstæðu veganesti. I huga okkar og hjarta eru margar vistarverur. Það er hlutverk þjóðleik- húss að bera þessum híbýlum vitni. Og meðan svo er á slíkt hús fullan rétt á sér.“ Leiklistin er sjálfstæð listgrein Þá tók til máls Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og sagði: „Kannski er það stærsti ávinningurinn af hálfr- ar aldar starfi Þjóðleikhússins, að augu bókmenntaþjóðarinnar hafa smám saman opnast fyrir því að skáldverk sviðsins lýtur öðrum lög- málum en skáldverk orðsins. Leik- listin er sjálfstæð listgrein. Við Þjóð- leikhúsið starfa flestir fremstu listamenn okkar á sviði leiklistar. Við lítum á þá sem þjóðareign. Þetta listafók leggur til þjóðarbúsins ómældan auð með frammistöðu sinni. Gildi starfs þess verður ekki metið til fjár, þvi á listina verður ekki lagður mælikvarði arðsemi í tölum eða fjár- hæðum. í rekstri fyrirtækja er talað um rekstarhagnað og að fyrirtæki skili arði. Rekstarhagnaður lista- stofnana felst í auknu manngildi okk- ar sjálfra, sem fáum að njóta listar- flestir boppararnir gerðu. Lennie Tristano varð áhrifavaldur innan djassins, þótt ekki hafi stór hópur tileinkað sér tónlist hans. Hann var skyldur hinum svölu djassleikurum en hljómahugsun hans var mun framsæknari og langar líðandi lag- línur hans eru einstaklega seiðandi. Lee Konitz og Warne Marsh blésu oft með honum og teljast helstu lærisveinar hans þótt Konitz hafi fjarlægst Tristano-ismann nokkuð í tímans rás. Einn af þeim sem urðu fyrir áhrifum frá Tristano var tón- skáldið og bassaleikarinn Charles Mingus, en Sigurður og Jóel voru með kröftuga tónleika byggða á verkum hans á síðustu Jazzhátíð Reykjavíkur. Lee Konitz kom til Islands árið 1951 ásamt sveiflubásúnuleikaranum og víbrafónistanum Tyree Glenn, og voru þeir fyrstu bandarísku djass- „Leikhúsið er samviska okkar,“ sagði Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri. „Megum aldrei líta á Þjóðleik- húsið sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Björn Bjarnason mennta- málaráðherra. innar. Menningnar og listastofnanir okkar eru traustasta vígið í barátt- unni gegn fáfræði, þröngsýni og stjömumar er hér léku. Tyree Glenn blés sig beint inní hjörtu landans, en flestir áttu í dálitlum eríiðleikum með að átta sig á tónlist Konitz, enda má segja að hann hafi verið frumleg- asti djass-saxófónleikari þessara ára að Charlie Parker frátöldum. Gunnar Reynir Sveinsson sagði eitt sinn að Lee Konitz nægði að blása ,AH the Things You Are“ heil- an konsert - hann hefði ævinlega nóg að segja. Það fór því ekkert illa á því að hefja tónleikana á „Ablut- ion“, sem Lee blés m.a. með Lars Gullin hinum sænska, og var þar tónn kvöldsins gefinn. Samspil blá- saranna var frábært og hrynsveitin kröftug. Síðan var „Palo Alto“ á dagskrá og samstíga blástur Sig- urðar og Jóels glimrandi. Sigurður blés svo einn af þeim söngdönsum sem Konitz blés svo oft, „You Go to My Head“ eftir Fred Coots, og í Matthías Johannessen, for- maður Þjóðleihúsráðs flytur ávarp sitt. Edda Þórarinsdóttir, formaður Félags íslenskra leikara færði Þjóðeikhúsinu forláta klukku að gjöf frá félaginu. vanafestu. Þjóðleikhúsinu ber að vera framsæknasta leikhúsið - í ljósi rekstrarlegrar forréttindastöðu sinn- anda Dexters Gordon fór hann með fyrsta erindi söngtexta Havens Gil- lespie áðuren hann hóf tónaseiðinn. Eitt fínasta númer kvöldsins var Tristano-ópusinn „Wow“. Þeir fé- lagar blésu hann saman af miklum krafti, dálítið mikið ólíkt því sem Konitz og Marsh gerðu með Trist- ano. Enda var leikur þeirra félaga ekki eftiröpun á Tristano-genginu, það sem unnendur æðri tónlistar kalla oft túlkun, heldur endursköp- un á einum dýrmætasta tónsjóði djassins - sem menn sækja því mið- ur alltof sjaldan í. Sigurðm- Flosason er trúlega sá þeirra félaga sem mest hefur lagt sig eftir Tristano og Konitz, en merki- legt nokk, þetta kvöld var hinn svali tónn sem hann notar oft og á ættir að rekja til Konitz, Pepper og Desmond víðsfjarri og var það vel - gaf sólóum hans í þessari tónlist nýja vídd. ar og þess metnaðar sem slík menn- ingarstofnun hlýtur að hafa.“ Söngur, kveðjur og leikin atriði Róbert Arnfinnsson leikari las upp úr grein Indriða Einarssonai’ frá 1907 þar sem hann lýsir því hvemig Þjóðleikhúsbyggingin ætti að vera til að þjóna sem best tilgangi sínum. Kristbjörg Kjeld flutti kafla úr Sem yður þóknast eftir William Shake- speare og Gunnar Eyjólfsson leikari flutti kafla úr Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Leikararnir og söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson, Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Backman og Asa Hlín Svavarsdóttir við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar fluttu sönglög eftir Jóhann og Pál Isólfsson við ljóð Þór- arins Eldjáms, Davíðs Stefánssonar og Halldórs Laxness. Ingvar E. Sig- urðsson og Margrét Vilhjálmsdóttir fluttu atriði úr sýningu Þjóðleikhúss- ins á Sjálfstæðu fólki. Edda Þórarinsdóttir, formaður Félags íslenskra leikara, flutti Þjóð- leikhúsinu kveðju félagsins og færði því klukku að gjöf. Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, flutti árnaðaróskir Þjóðleikhúsinu til handa, Ami Ibsen, formaður Leikskáldafélags Islands, færði leikhúsinu Sögu Skálholtsstað- ar og Pétur Einarsson, formaður Fé- lags leikstjóra á íslandi, færði leik- húsinu nýútkomið Þjóðsagnasafn Vöku-Helgafells. Tinna Gunnlaugs- dóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, flutti kveðjur og ámað- aróskir og Valgerður Bjamadóttir, formaður Leikfélags Akureyrar, gerði slíkt hið sama fyrir hönd síns félags. Viðurkenningar úr Menningar- sjóði og Egnersjóði Þá vom afhentar viðurkenningar úr Egnersjóði Þjóðleikhússins og hlutu þær leikaramir Anna Kristín Amgrímsdóttir, Stefán Karl Stefáns- son og Bessi Bjamason. Einnig vom afhentar viðurkenningar úr Menn- ingarsjóði Þjóðleikhússins og hlutu hann Reinhardt Reinhardsson leiksviðsstjóri, Jóhanna Norðfjörð sýningarstjóri, Sigurður Sigurjóns- son, Margrét Vilhjálmsdóttir og Kristbjörg Kjeld. Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra færði leikuran- um Herdísi Þorvaldsdóttur og Ró- bert Amfinnssyni viðurkenningu rík- isstjórnar íslands fyrir framlag þeirra til leiklistar á Islandi í hálfa öld en þau vora í hópi þeirra fjórtán leikara sem hlutu fastráðningu haustið 1949 er leikhúsið tók til starfa. Gestir risu þá úr sætum og fógnuðu með þeim Róbert og Herdísi með dynjandi lófaklappi. Stefán Baldursson þakkaði að lok- um hlýjai- óskii- í garð leikhússins og starfsmanna þess, sleit hátíðardag- skránni og bauð gestum að þiggja veitingar í boði menntamálaráð- herra. Tristano sjálfur lærði margt af Art Tatum og Milt Buckner, föður blokkhljómanna, og Teddy Wilson og Billy Kyle voru í hópi uppá- haldspíanista hans. Stíll hans var þó all nútímalegri en þessara kappa og endursköpun hans á blokkhljómum Buckner skemmti- leg - í því minnti Kjartan Valdi- marsson á Tristano þótt fátt annað sé líkt með þeim. Jóel er heldur ekki nálægt Tristano-liðinu í tón- hugsun, en sóló hans voru sterk og oft ólík því sem við eigum að venj- ast. Hann lék söngdans Victors Young, „I Don’t Stand a Ghost of a Chance with You“, með ágætum og blés í sópran í „Lenny’s Pennies" þarsem Sigurður tók upp baríton- inn. Tómas og Matthías vora einsog eineggja tvíburar og héldu sveifl- unni gangandi allt kvöldið. Þetta eru bestu tónleikar sem ég hef heyrt á Múlanum það sem af er þessum vetri og skemmtilegt að sjá salinn fullan af fólki, sem er að nema djasssögu hjá Cherard Chinotti við MS, í bland við gömlu hörðu djass- geggjarana. Vernharður Linnet Kröftug Tristano/ Konitz túlkun Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gestir á hátíðardagskrá Þjóðleikhússins. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, Ólafur Ragnar Grimsson forseti, Dorritt Moussaieff, Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson, Matthías Johannessen, Hanna Johannessen, Rut Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.