Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 38

Morgunblaðið - 26.04.2000, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ORÐSPOR Perlukafaranna byggist að stórum hlutarnir á dúettinum, sem þeir Zurga og Nadir syngja í fyrsta þætti, en þann tvísöng hefur brezkur almenningur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar kosið vin- sælasta tónverk allra tíma. Óperan er óður til vináttu og ást- ar. Slík saga krefst þess, að þeir sem hana segja, kunni að tjá litróf tilfinn- inganna. Og að þeir hafi burði og raddir til að túlka það, sem tónlistin leggur þeim til. Þetta á svo sem við um allan söng, en í Perluköfurunurn má ekkert út af bregða. Það voni því nokkur vonbrigði, að söngvararnir Roberto Salvatori í hlutverki Zurga og Rhys Meirion sem Nadir voru nokkuð frá því að ná tökum á hlutverkunum og af þeim átti Meirion lengra í land. Hvílík við- brigði að koma svo heim og hlusta á Stefán íslandi og Henry Skjær syngja musterisdúettinn. Af mörg- um upptökum, sem ég hef hlustað á, er þessi sú fegursta. I London Coliseum voru það Jud- ith Howarth sem Leila, kór og hljómsveit, sem lyftu óperunni áfram í einfaldri sviðsmynd, sem þjónaði sínu hlutverki vel. Ný ópera eftir Turnage Perlukafai’arnir tóku við af Silfur- bikarnum, sem var frumsýndur í febrúar og var þar um heimsfrum- sýningu að raeða, eins og menn taka til orða nútildags. Tónlistin í Silfur- bikarnum er eftir Mark-Anthony Turnage og textann byggði Amanda Holden á leikriti eftir Sean O’Casey. Enska óperan leitaði til Turnage fyrir áratug síðan með bón um óperu í fullri lengd. Turnage hafði hrifizt af texta O’Casey og varð sér nú úti um leikrit hans og þegar hann var kom- inn með bókina í hendur, opnaðist hún á öðrum þætti í Silfurbikarnum. Þar með var leiðin mörkuð. Amanda Holden tók að sér textagerðina og Bill Bryden varð svo hrifinn af til- tækinu, að hann bauðst til þess að setja óperuna á svið. Hún fjallar um stríðshörmungar og er í fjórum þátt- um. Sá fyrsti gerist í Dyflinni 1915, annar á vígstöðvunum, þriðji í sjúkrahúsinu og sá fjórði á Bikar- ballinu. Óperan segir frá örlögum nokk- urra ungra manna og fjölskyldna þeirra á tímum heimsstyrjaldarinn- ar fyrri. Harry Heegan og félagar hans halda sigurreifir til vígstöðv- anna, þeir eru nýbúnir að vinna Silf- urbikarinn í fótboltanum og hafa öbilandi trú á mátt sínum og megin. En stríðið er enginn leikur, heldur þvert á móti dauðans alvara. Menn falla, Harry endar í hjólastól og hans bezti vinur, Teddy, missir sjónina. Þeir koma heim af vígvellinum lif- andi menn, en einskis nýtir. Bika- rinn, sem áður var glitrandi tákn um allt sem þeir gátu, verður nú myrk áminning um allt sem þeir hafa misst. En Bikarballinu er slegið upp. Það verður bikarhöfunum tveimur lítil skemmtan; annar hefur sjón, en getur ekki dansað, hinn er dansfær, en sér ekki neitt. Meðan þeim félög- um er hjálpað út úr salnum dunar dansinn áfram. Þær umsagnir, sem ég hef séð, eru allar mjög jákvæðar og Turnagen sagður hafa skapað áhrifamikið og fallegt verk, sem eigi eftir að vinna sér fastan sess í óperuheiminum. Gerald Finley steig í fyrsta sinni á svið Ensku óperunnar í hlutverki Harry Heegan, og fékk afbragðs- Ljósmynd/Catherine Ashmore. Rósariddarinn á sviði Konunglegu óperunnar. Renée Fleming í aðalhlutverkinu og meðal annarra söngvara er Tito Beltrán. Söngur er alheimsmál Tónlistarlífið í London er fádæma fjölbreytt; það er spilað og sung- -------------------------------------------------7- ið út um alla borg og Jóhannesarpassían flutt sem ópera. Tveir Is- lendingar koma við sögu í frásögn Freysteins Jóhannssonar af Coliseum og Covent Garden og því, sem er á dagskrár þar og ann- 7 ~~ ars staðar. I Ensku óperunni syngja menn á ensku. Hún er til húsa í London Coliseum, öldnu og virðulegu kúpulhúsi við St Martin’s Lane. Þar er verið að sýna Perlukafarana eftir Bizet og Madam Butterfly eftir Puccini, þar sem ástralska söngkonan Cheryl Bark- er syngur titilhlutverkið og John Hudson syngur Pinkerton í fyrsta skipti á sviði Ensku óperunnar. dóma bæði fyrir söng og leik. A móti Silfurbikarn- um sýndi Enska óperan Töfraflautu Mozarts og í hennar stað kom Pell- éas og Méhsande eftir Debussy, sem var frumsýnd 23. marz og síðast sýnd 8. apríl. Jesús Kristur óperustjarna Á föstudaginn langa síðustu fímm árin hefur Stephen Layton stjórn- að flutningi Jóhannes- arpassíu Bach í Jóhann- esarkirkjunni í London. Orðstír þessa flutnings hefur vaxið með hverju árinu og nú var svo komið, að Nicholas Payne, óperustjóri, stóðst ekki mátið leng- ur, heldur fékk Layton til að stjórna verkinu í Ensku óperunni í leikstjórn Deborah Warner. Finnur Bjarnason Nicholas Payne sagði í blaðasamtali, að hann hefði alltaf haft Bach í miklu uppáhaldi sem tónskáld og sér hafi fundizt óbærilegt að óperan fengi ekki notið snilli hans bara af því að hann samdi enga óperu! Það er svo aftur meira en að segja það að bæta því við sem dugar til þess að úr verði ópera á sviði án þess að gera þessu stórbrotna tónhstar- verki eitthvað til minnkunar í leiðinni. Sú leið, sem De- borah Warner valdi, er mjög svo hófsöm, hvorki er hróflað við tónlistinni né hlutverki guð- spjallamannsins og möguleikar leiksviðs og tækni sparlega nýttir, jafnvel svo, að gagnrýnendur töldu skorta á að óperuflutningurinn bætti Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyní hefst 4. maí - þri. og fim. kl. 19.30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, janfvægi og heilsu. Ásmundur YOGA » STU D IO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 5-44-55-60. www.yogastudio.is HALUR OG SFRUNÐ ehf. halur@yogastudio.is Biotone nuddvörur, Oshadhi ilmkjarnaolíur og Custom Craftworks nuddbekkir því við dramatík verksins, sem rétt- lætti flutning þess upp á leiksviðið. í Guðs bænum flytjið verkið í kirkjuna aftur var fyrirsögn einnar gagnrýni. En þessi tilbreyting er vel síns virði. Það hefur áreiðanlega verið erfiðara að standast freistingar óperusviðs- ins en falla fyrir möguleikum þess til að bera alvöru einfaldleikans ofur- liði. Sá leikur, sem fram fer á sviðinu, þar sem andrúmsloftið er endur- speglað í hreyfingum kórsins, undir- strikar söguþráðinn, en fer ekki fram úr honum. Það sama má segja um hófstillta en áhrifamikla notkun myndtjalds og ljósa, sem Tom Pye og Jean Kalman eiga heiðurinn af. Kjarni sýningarinnar er svo vand- aður flutningur á sjálfri Jóhannesar- passíunnian og er ástæða til þess að nefna sérstaklega Mark Padmore í hlutverki guðspjallamannsins og Paul Whelan í hlutverki Jesú. Óp- erugestum gefst tækifæri til þess að syngja með í þremur sálmum. í lokaatriðinu er lifandi lamb lagt í fang guðspjallamannsins. Gagnrýn- endur voru flestir á því, að þótt lambið ætti þarna vel heima fyrir augað, þá væri jarmur þess ofleikur fyrir eyrað. í raun og veru er engin ástæða til að láta þetta sakleysi eyði- leggja fyrir sér áhrifamikla óperu- sýningu. í byrjun maí verður Ernani eftir Verdi frumsýnd í Ensku óperunni, en þessi uppfærsla Elijah Moshin- sky vakti mikla athygli hjá Welsku óperunni. Julian Gavin syngur Ern- ani á fyrstu sýningunum, en svo tek- ur John Hudson við hlutverkinu. Sandra Ford syngur Elvira og Peter Rose Silva, en Roberto Salvatori leysir Alan Opie af hólmi í hlutverki Don Carlo, þegar líður að maílokum. Eugene Ónegin eftir Tchaikovsky verður frumsýnd 17. maí og Nixon í Klna eftir John Adams 7. júní. Sviðsbúnaðurinn vann Konunglega óperan er nú aftur komin heim í Covent Gai’den eftir langa fjarvera vegna viðgerða og viðbygginga. Óperahúsið angar nú af nýjabrumi og fátt skortir á glæsi- leika óperusalarins og í hléum eiga áhorfendur sér afdrep í blómasal með viktoríönsku hvolfþaki. Það gekk reyndar ekki andskota- laust að koma starfseminni aftur á skrið. Aðallega vai’ það tæknibúnað- ur, sem ýmist hrelldi söngvara á sviðinu upp úr þurru, eða hreinlega neitaði að gera það sem hann gera átti. Kvað svo rammt að þessum draugagangi, að aflýsa varð nokkr- um sýningum og fresta öðram. En nú virðast menn hafa kveðið tækni- drauginn niður og ekki er því að leyna að sviðsbúnaðurinn er meiri háttar, eins og sjá mátti í sýningu á Hollendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner. Reyndar var sviðs- búnaðurinn sigurvegari kvöldsins. Hollendingurinn fljúgandi gerist í og við Sandvík í Noregi. Þær era víst nokkrar í því landi, en rannsóknir norskra munu hafa leitt í ljós að Sandvík Wagner sé sú, sem er á Bor- eyju. Það þótti við hæfi að norska sópransöngkonan Solveig Kringel- bom færi með hlutverk Sentu, en welski baritóninn Bryn Terfel varð að segja sig frá titilhlutverkinu vegna veikinda. Fór þar í verra, þótt Bernd Weikl hlypi í skarðið. Hlut- verk Daland söng Peter Rose og Kim Begley fór laglega með hlutverk Erik. Hollendingurinn fljúgandi var sunginn á þýzku, en enskum skýr- ingartexta varpað á skjá. Rósariddarinn eftir Richard Strauss var frumsýndur 14. marz og söng Renée Fleming þá aðalhlut- verkið. Hún er tíður gestur hér í London og mjög vinsæl. Hlutverk ítalska söngvarans söng Tito Bel- trán, sem á sínum tíma söng hjá Is- lenzku óperunni á móti Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Um mánaðamótin var skipt að mestu um áhöfn í óper- unni, en síðasta sýning var 10. apríl. Tómas Tómasson í La Bohéme Af sýningum í Covent Garden fyn- á árinu má nefna Óþelló eftir Ross- ini, Rómeó og Júlíu eftir Gounod og La Bohéme eftfr Puccini. Óþelló og Desdemónu sungu Bruce Ford og Marielle Devia og Octavio Avévalo söng Jagó. I Rómeó og Júlíu gaf að heyra heitasta par óp- eraheimsins, hjónin Angela Gheorghiu og Roberto Alagna, í að- alhlutverkunum. Islendingar, sem fóra á sýninguna, áttu vart orð til að lýsa hrifningu sinni á söng þeirra hjóna, en þótti ljóst að frúin hefði haft vinninginn. í þessari sýningu söng Tito Beltrán hlutverk Tybalt. I La Bohéme söng Ramón Vargas hlutverk Rodolfo og Elena Kelessidi hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á Mimi. Tómas Tómasson söng hlut- verk Colline, reyndar ekki allar sýn- ingarnar vegna veikinda, en í dómi um frammistöðu hans segir, að hann hafi gert hlutverkinu falleg skil. Nú er Gríska píslarsagan eftfr Tékkann Bohuslav Martinú komin á svið Covent Garden. Þetta er síðasta verk Martinú, sem flúði til Banda- ríkjanna, þegar heiir Hitlers réðust inn í Tékkóslóvakíu. Óperan er byggð á sögu gríska skáldsins Nikos Kazantzakis, þess sem skrifaði Grikkjann Zorba. Sagan segir frá ár- legri uppfærsla á píslarsögunni í grísku þorpi, sem breytist í ofbeldis- fullan veruleika nútímans, þegar þorpsbúar taka sig saman gegn heimilislausum flóttamönnum, sem þeim finnst ógna tilvera sinni. Það er finnski tenórinn Jorma Silvasti sem syngur hlutverk Manolios og Marie Mc Laughlin er Katerina. Þetta efni hittir Breta tímanlega fyrir , því málefni flóttamanna era ofarlega á baugi í brezkri þjóðmála- umræðu þessa dagana. Um miðjan maí koma svo Meist- arasöngvararnir frá Nurnberg eftir Richard Wagner á sviðið. Uppsetn- ing Graham Vick á þessu verki 1993 hlaut mikið lof og nú er honum ætlað að endurtaka afrekið. John Tomlin- son og Thomas Allen mæta aftur til leiks sem Hans Sachs og Sixtus Beckmesser.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.