Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 41

Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 41
40 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 41 flfotgtutMjifeffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALVARLEG GAGNRÝNI BRÝN nauðsyn er á því fyrir neytendur að þeir geti fylgzt með verðlagi í verzlunum sem þeir skipta við, svo og gert samanburð á verði milli þeirra. Það er í raun eina aðhaldið sem neytendur geta veitt verzlunareigend- um, þ.e. flutt viðskipti sín þangað sem verðlagið er hag- kvæmast nema þeir séu reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir þjónustu eða gæði. Neytendur hafa vafalaust treyst þeim verðkönnunum, sem hafa farið fram á vegum Neytendasamtakanna og ASI, og hagað viðskiptum sínum í samræmi við niður- stöðurnar. Það hrukku því margir í kút dagana fyrir páska þegar í ljós kom að nýjasta verðkönnunin í helztu mat- vörumörkuðum var allsendis ómarktæk. Hún sýndi hvorki fram á raunverulegar verðbreytingar í verzlununum sjálf- um milli tímabila né innbyrðis milli þeirra. Engin furða var að talsmaður Nýkaups, sem varð verst úti, brygðist við þessari óvönduðu, röngu og illa unnu verðkönnun á þann veg sem raun varð á. Það má þó segja Neytendasamtökunum og ASI til hróss, að þessir aðilar báðust afsökunar á rangfærslunum og lýstu sig reiðubúna að endurskoða vinnubrögð sín í samráði við Samtök versl- unarinnar. Fyrstu samráðsfundir aðila fóru fram fyrir páskahelgina og er ráðgert að þeim verði haldið áfram, þannig að niðurstaða fáist um fyrirkomulag og vinnubrögð verðkannana í framtíðinni. Það er alveg ljóst að þeir, sem fjalla um málefni ein- stakra fyrirtækja á opinberum vettvangi, hvort sem um er að ræða fjölmiðla, félagasamtök eins og þau sem hér um ræðir eða aðra aðila, verða að gera sér grein fyrir að mis- tök í slíkri umfjöllun geta valdið fyrirtækjum stórfelldum skaða og það er sennilega einungis tímaspursmál hvenær fyrirtæki, sem fyrir slíku verða, leita réttar síns fyrir dóm- stólum. Neytendur verða að geta treyst niðurstöðum verðkann- ana, enda eiga þeir talsvert í húfi, svo og að sjálfsögðu verzlunareigendur og starfsfólk þeirra. Spurningin er, hvort nauðsynlegt er, vegna þess sem á undan er gengið, að óháður aðili fylgist með framkvæmd verðkannana framvegis. Höfuðatriðið er að neytendur geti treyst niður- stöðunum og að frjáls samkeppni njóti sín til fulls. Það er bezta tryggingin fyrir eðlilegu og hagstæðu verði á vörum og þjónustu. HIÐ EINA RETTA EFTIR margra mánaða deilur um hver eigi að hafa forræði yfír kúbverska drengnum Elian Gonzalez er hann nú loks kominn aftur til föður síns eftir að bandarískir alríkis- lögreglumenn fóru inn á heimili ættingja hans í Miami og tóku hann með sér og fluttu til fundar við fóður hans og fjölskyldu. Þar með er þessu undarlega forræðismáli ekki lokið. Elian litli, er missti móður sína er mæðginin flúðu yfir hafið frá Kúbu í nóvember í íyrra, fær vart að snúa heim með föður sín- um í bráð. Áfrýjunardómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir þá kröfu ættingja Elians að hann fái sjálfur að ákveða hvort hann snúi aftur til Kúbu. Áður hafði dómstóll úrskurðað að það væri alfarið á valdi bandarísku innflytjendastofnunarinn- ar að úrskurða, hvort Elian fengi að dvelja áfram í Banda- ríkjunum. Áð vissu leyti er það ótrúlegt að alríkisdómstóll skuli fjalla um þá kröfu að sex ára dreng verði leyft að taka slíka ákvörð- un óháð vilja foreldra, í þessu tilviki föðurins. Allir foreldrar sex ára barna gera sér grein fyrir að heppilegast er að grund- vallarákvarðanir um hagsmuni barnanna séu teknar af full- orðnum en ekki óþroskuðum smábörnum. Hins vegar ætti vart nokkuð að koma á óvart lengur í máli Elians. Auðvitað átti að afhenda föðurnum drenginn eftir andlát móðurinnar. Börn eiga heima hjá foreldrum sínum. Hins veg- ar gátu ákveðin pólitísk öfl ekki sætt sig við að faðirinn, Juan Miguel Gonzalez, vildi dvelja áfram á Kúbu. Þrátt fyrir að full- trúar bandarísku innflytjendastofnunarinnar hefðu haldið tU Kúbu í desember sl. og rætt við hann til að fullvissa sig um að það væri einlægur vilji hans var Elian ekki sendur heim. Feðgarnir Juan Miguel og Elian, sem báðir eru kúbverskir ríkisborgarar, hafa nú verið kyrrsettir í landi frelsisins og fá ekki að halda heim fyrr en dómstóll hefur úrskurðað í máli Elians. Sú ákvörðun að frelsa Elian úr faðmi ættingjanna var sú eina rétta. Þar með voru hagsmunir Elians loks látnir sitja í fyrirrúmi en ekki pólitískir hagsmunir kúbverskra útlaga og stjórnmálamanna er vilja gera út á þeirra mið. Dyrum Háskólans lokið upp fyrir almenningi Morgunblaðið/Jim Smart Jón Ólafsson, forstöðumaður Hugvísindastofnunar, Þórunn Sigurðardótt- ir, framkvæmdastjóri menningarborgar 2000 og Páll Skúlason háskóla- rektor á fundinum í gær. Almenningi býðst að sækja námskeið hjá s Háskóla Islands sér að kostnaðarlausu á næstu vikum og mánuð- um í tengslum við menn- ingarborgarverkefni Háskólans. DYRUM Háskóla íslands verður lokið upp að fullu þann 1. maí næstkom- andi en þá er fyrirhugað að bjóða almenningi upp á tækifæri til að sækja fjölbreytt nám- skeið við háskólann sér að kostnaðar- lausu. Opinn háskóli er hluti af menn- ingarborgarverkefni Háskóla íslands og verður starfræktur til loka júní, auk eins námskeiðs sem haldið verður í ágúst, en á dagskránni eru m.a. nám- skeið er tengjast bókmenntum og list- um, sögu og náttúru Reykjavíkur og daglegu lífi. Jafnframt verður boðið upp á sérstök námskeið fyrir böm og unglinga í tungumálum, stærðíræði og heimspeki. Aðstandendur háskólans og verk- efnisins „Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000“ kynntu þetta nýj- asta frumkvæði háskólans á frétta- mannafundi í gær. Var fundurinn hald- inn fyrir opnum dymm í anddyri skólans til að undirstrika að með þessu verkefni sé meiningin að opna háskól- ann fyrir almenningi. Páll Skúlason háskólarektor lýsti í upphafi þátttöku Háskóla íslands í menningarborgarverkefninu. Rifjaði hann upp að á vegum háskólans hefði frá því í janúar verið rekinn sérstakur Vísindavefur og í bígerð væri að halda ráðstefnu um líf í borg dagana 25.-28. maí næstkomandi. Kom fram á fundinum í gær að rekstur Vísindavefjarins hefði gengið framar vonum. Vefsetrið fengi um 2000 heimsóknir á dag, lagðar hefðu verið fram 1300-1400 spurningar og búið væri að svara um 300 þeirra. Sagði Þorsteinn Vilhjálmsson prófess- or að það hefði komið á daginn að al- menningur velti fleiru fyrir sér en menn hefði e.t.v. gmnað og þekking væri almennt meiri en kannski hefði mátt gera ráð íyrir. Með opnum háskóla vakir það hins vegar fyrir háskólamönnum að stuðla að aukinni þekkingarleit almennings. Sagði Páll að það hefði verið og væri grundvallaratriði í menningarborgar- verkefninu að virkja alla þætti menn- ingar, hvort sem um væri að ræða list- ir, bókmenntir eða trúarlíf. „Framlag háskólans varðar sérstak- lega þátt vísinda og fræða í sköpun menningar," sagði Páll, „og mikilvægi þess jafnframt að allur almenningur tileinki sér vísindi og fræði eftir því sem kostur er og geri þau að eðlilegum og sjálfsögðum hluta af sinni neyslu og menningarþátttöku." Á fundinum í gær fagnaði Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri menningarborgarverkefnisins, metn- aðarfullu framtaki háskólans í tengsl- um við menningarborgarárið og sagði það rétt hjá Páli að stefnan hefði verið sú að víkka út menningarhugtakið og færa nær almenningi. Námskeiðin 31 skiptast annars í fimm flokka. Fjögur þeirra fjalla um Reykjavík og sögu hennar og gerði Eggert Þór Bemharðsson sagnfræð- ingur grein fyrir þeim. Eitt þeirra er haldið í tengslum við sýninguna Borg og náttúra sem verður í Ráðhúsinu frá 6.-26. maí en hún fjallar um samspil borgar og náttúru í fortíð, nútíð og framtíð. Eitt námskeiðanna fjallar um jarð- fræði Reykjavíkur og nágrennis og er það ætlað almenningi sem ekki hefur undirstöðuþekkingu á jarðfræðum. Á námskeiði um Reykjavíkursvæðið sem sögusvið sagna frá íyrri öldum mun Jón Böðvarsson íslenskufræðingur ræða um atburði á Reykjavíkursvæð- inu sem greint er frá í fomum ritum og skjölum og Guðlaugur R. Guðmunds- son mun sýna með gömlu kortum þró- un Reykjavíkur frá bændabýli í höfuð- miðstöð atvinnulífs í landinu. Hversdagsleg reynsla einstaklingsins í forgrunni I öðm lagi verða haldin nokkur nám- skeið um daglegt líf en þar er spyrt saman þremur fræðigreinum, lyfja- fræði, sálfræði og heimspeki. Vilhjálm- ur Amason, prófessor í heimspeki, gerði grein fyrir námskeiði sem hefur hlotið yfirskriftina Heimspeki hvers- dagsins - tilvistarstef á 20. öld en þar verður leitast við að fjalla um nokkur meginstef tilvistarheimspekmnar en hún leitast einkum við að greina hvers- dagslega reynslu manneskjunnar. Níu fyrirlestrar verða haldnir á námskeiðinu og leggja sjö heimspek- ingar þar út af kenningum tiltekinna heimspekinga eða fræðikenninga. Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði, sagði námskeiðið Lyf í dag- legu lífi - inngangur að hagnýtri lyfja- fræði fyrir almenning hugsað til að fræða fólk um lyf sem það tekur dags daglega. Þar yi-ði fjallað á aðgengileg- an hátt um lyf sem mikið era notuð hér á landi, svo sem verkjalyf, svefnlyf, geðlyf og fæðubótarefni svo eitthvað sé nefnt. Mun á námskeiðinu verða leitast við að miðla upplýsingum um hvernig lyfin virka á mannslíkamann, hvers beri að gæta við notkun þeirra, hvaða aukaverkanir geti fylgt lyfjatöku, hvaða lyf megi ekki taka saman o.s.frv. I þriðja lagi verður síðan haldið námskeið um sálfræði daglegs lífs. Haldnir verða sex fyiirlestrar á nám- skeiðinu og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Ætlunin er að fjallað verði um vandamál sem mai'gir glíma við í daglegu lífi sínu. Skráning í námskeið fyrir fullorðna þegar hafin Þriðji flokkur námskeiðanna er ætl- aður erlendum gestum og ferðamönn- um en hann felst í opnum fyiirlestmm á norrænum málum um menningu, sögu og náttúra Islands. Fjórði flokk- urinn felst hins vegar í sautján nám- skeiðum sem sérstaklega era ætluð börnum og unglingum (sjá annars staðai' á síðunni). Síðasti flokkuiinn fjallar síðan um bókmenntir og listir. Gerði Jón Ólafs- son, forstöðumaður Hugvísindastofn- unar, grein fyrir honum og nefndi m.a. námskeið um arkitektúr í lok 20. aldar sem er samstarfsverkefni Háskólans og Listasafns íslands. Er viðfangsefni námskeiðsins skoðun og greining á verkum og bakgranni sautján arki- tekta sem taka þátt í sýningunni „Garðhúsabærinn" á Kjarvalsstöðum en hún hefst 27. maí. Námskeiðið Bókmenning og þjóð- menning er haldið í samstarfi Háskól- ans og Ámastofnunar og tengist hand- ritasýningu Árnastofnunar sem ber yfirskriftina Kristnitaka og Vínlands- ferðir í elstu heimildum, og verður opnuð þann l.júní. Tvö námskeið verða haldin er tengj- ast tónlist, það fyrra fjallar um tónlist Jóns Leifs og nomæna goðafræði og þá einkum kór-, dans- og tónverkið Bald- ur sem verður framflutt í Laugardals- höll 18. ágúst. Seinna tónlistarnám- skeiðið er hins vegar eins dags málþing sem haldið verður í Reykholti 19. ágúst í samstarfi við Borgarfjarðarsveit. Verður þar fjallað um Björk Guð- mundsdóttur og veröld hennar en til- efnið er söngur Bjarkar með Röddum Evrópu. Á námskeiðinu Að lesa Laxness verður litið á nokkur stef sem hljóma víða í höfundarverki Halidórs Laxness og að síðustu fjallar námskeiðið Vér Is- lendingai- um sjálfsmynd íslendinga. Er það haldið í samstarfi við Hugvís- indastofnun. Námskeiðin era alls 31, eins og áður sagði, og hefst það fyrsta 1. maí næst- komandi. Hægt er að nálgast allar al- mennar upplýsingar um námskeiða- haldið hjá skiptiborði háskólans, auk þess sem frekari námskeiðslýsingar er að finna á Netinu: www.opinnha- skoli2000.hi.is. Endurmenntunarstofn- un Háskólans sér um skráningu og hófst skráning í námskeið fyrir full- orðna í gær en skráning í námskeið fyrir börn og unglinga fer fram dagana 22.-26. maí næstkomandi. 17 af 31 námskeiði sérstaklega ætluð börnum og unglingum Fólk áttar sig æ betur á mikilvægi menntunar SAUTJÁN af 31 námskeiði sem í boði verða hjá Opnum háskóla em sérstak- lega ætluð börnum og unglingum. Haldin verða aldursskipt námskeið í fjórum tungumálum, dönsku, frönsku, þýsku og spænsku, boðið verður til heimspekiveislu fyrir böm þar sem m.a. verður fjallað um rétt- læti og hið góða líf út frá daglegri reynslu bamanna og loks verður þeim boðið á stefnumót við stærðfræðina. Það var uppmnalega hugmynd Auðar Hauksdóttur, lektors í dönsku við Háskóla Islands, að standa fyrir námskeiðum sem þessum í tengslum við Opinn háskóla. Segir hún mark- miðið að opna háskólann fyrir böm- um með það í huga að glæða áhuga þeirra strax fyrir fræða- og vísinda- starfi íþeirri von að þau skili sér fyrir vikið í auknum mæli í háskólanám síð- ar meir. „Eg held það verði aldrei byijað of snemma að reyna að glæða áhuga bama og æskufólks á vísinda- og fræðastarfi. Ég held líka að börn séu mun móttækilegri fyrir þessu en við kannski gemm okkur grein fyrir,“ sagði Auður í samtali við Morgunblað- ið. Auður segir að ýmsar hugmyndir hafi verið uppi á borðinu i upphafi, t.a.m. hafi komið til tals að halda nám- skeið í eðlisfræði, stjömufræði, landa- fræði, félagsvísindum, íslensku og fleiru. Undirbúningsnefndinni hafi hins vegar verið ákveðin takmörk sett og niðurstaðan því orðið sú að leggja áherslu á tungumál, heimspeki og stærðfræði. Þar sé enda um að ræða homsteina að öllu háskólanámi. Árið 2001 verður evrópskt ár tungumála, að sögn Auðar, og menn hafi talið það ágætt tilefni til að bjóða upp á tungumálanámskeið handa börnum í tengslum við Opimi háskóla. „Okkur fannst það siðan viðeigandi á menningarborgarári að leggja áherslu á menningarlegan fiölbreyti- leika með því að velja önnur tungu- mál en þau sem em kannski mest ráð- andi íþjóðfélaginu dags daglega, þ.e. enskuna," segir hún. Hingað til lands munu koma fimm erlendir tungumálakennarar sem sér- hæft hafa sig í því að kenna börnum erlend tungumál, en námskeiðin em ætluð þeim sem enga forkunnáttu hafa á viðkomandi tungumáli og miða einkum að því að kenna böraunum hagnýta daglega málnotkun. Segist Auður engar áhyggjur hafa af þeirri staðreynd að sjálfir tala þessir kenn- arar ekki íslensku því reynslan sýni einmitt að það sé Iangbest að kasta börnum beint út í djúpu laugina í þessu efni. „Og ég er sannfærð um að þetta mun ganga vel því þetta fólk kann til verka þegar kemur að því að kenna bömum,“ segir hún. Tekur hún fram að einnig sé um að ræða sérfróða kennara í heimspeki- og stærðfræðin- ámskeiðunum. Auður segir að menn hafi sérstak- lega langað til að beina sjónum að stærðfræðinni, ekki aðeins af því að árið 2000 sé ár stærðfræðinnar held- ur einnig af því að hún hafi átt undir högg að sækja í skólastarfinu undan- farin ár. Sú þróun sé talsvert áhyggjuefni, enda hafi stærðfræði- kunnátta ekki aðeins gildi í sjálfu sér heldur sé hún undirstaða margs kon- ar annarra fræða og tækni, allt frá út- reikningum á stærð fiskistofna til Iýs- inga á sápukúlum og leyndardóma læknisfræðinnar. Kveðst. hún sannfærð um að mikil þátttaka verði í þessum þætti Opna háskólans. „Ég held það sé gífurlega mikil vakning í þjóðfélaginu og fólk áttar sig æ betur á mikilvægi mennt- unar. Foreldrar em t.d. að minu mati að verða mun meðvitaðri um gildi góðrar menntunar fyrir einstak- linginn og þjóðfélagið í heild,“ sagði Auður Hauksdóttir. Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi veitt umhverfísverðlaun félagasamtaka Einn helsti frumkvöðull í umhverfis- verndarmálum HELGA Hallgrímssyni náttúrufræðingi á Egils- stöðum hafa verið veitt umhverfisverðlaun frjálsra félagasamtaka á sviði náttúra- og umhverfisverndar. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, á degi umhverfis- ins. Átta félagasamtök á sviði umhverf- is- og náttúraverndar standa að um- hverfisverðlaununum sem vora veitt í annað sinn í gær. Samtökin era Land- vemd, Sól í Hvalfirði, Fuglaverndar- félag Islands, Náttúravemdarsamtök íslands, Umhverfisvemdarsamtök ís- lands, Náttúravemdarsamtök Vestur- lands, Náttúravemdarfélag Suðvest- urlands og Náttúravemdarsamtök Austurlands. „Það er von okkar að sú viðurkenning, sem veitt er að bestu manna yfirsýn, sé til styrktar fram- gangi umhverfismála á íslandi," sagði Jón Helgason, formaður Landvernd- ar, á hátíðarsamkomunni í gær. Til þess að útnefna verðlaunahafann skipuðu félögin þriggja manna dóm- nefnd. I henni sitja Gunnar Krist- jánsson prófastur, Elín Pálmadóttir blaðamaður og Guðrún Agnarsdóttir læknir. Það var einróma niðurstaða nefndarinnar að veita Helga Hall- grímssyni náttúrafræðingi á Egils- stöðum viðurkenninguna. Baráttumaður fyrir verndun lífríkisins „Helgi Hallgrímsson hefur um ára- bil verið einn helsti framkvöðull í um- hverfisvemdarmálum hér á landi. Hann hefur lagt fram drjúgan skerf með alþýðufræðslu, vísindarannsókn- um og baráttu fyrir verndun umhverf- isins,“ segir meðal annars í rökstuðn- ingi dómnefndar sem séra Gunnar flutti við athöfnina. Fram kemur að Helgi hefur stundað fræðslu í náttúru- fræði allt frá því hann kom heim frá námi árið 1963. Hann hefur stundað vísindarannsóknfr og athuganir í nátt- úrufræði. Þá telur dómnefndin að Helgi hljóti að teljast framkvöðull hér á landi á sviði náttúraverndar og getur í því sambandi um forystu hans um stofnun Samtaka um náttúmvernd á Norðurlandi vorið 1969 en þau urðu fljótlega fyrirmynd svipaðra félaga í öðram landshlutum. Dómnefndin segir í rökstuðningi sínum að Helgi hafi komið að umhverf- is- og náttúravernd á ýmsum vett- vangi og sannað þekkingu sína á lífríki Islands með margvíslegum hætti. „Hann hefur aldrei látið deigan síga í baráttu fyrir verndun lífríkisins, hann Morgunblaðið/Kristinn Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur tekur við umhyerfísverðlaunum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands. hefur verið í framvarðarsveit þeirra sem varað hafa við landspjöllum á há- lendinu norðaustan Vatnajökuls. Hann hefur flutt mál sitt málefnalega og af þekkingu en engu að síður af fullri einurð.“ Virkjanamálin brenna á okkur Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Helga skrautritað skjal til staðfestingar viðurkenningu frjálsu félagasamtakanna. I ávarpi við þetta tækifæri sagði Helgi frá ýmsu sem hann hefur unnið að á sviði umhverfis- og náttúravernd- ar og sjónarmiðum sínum almennt. „Mér finnst ég allt of gamall og að betra hefði verið að veita yngri manni þessi verðlaun. Þau ættu að vera til hvatningar. Það þýðir ekkert að hvetja gamla hunda sem hafa gert sitt gagn,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður um þýðingu umhverfisverðlaunanna almennt. Hann vék að virkjanamálum í ávarpi sínu og gat þeirra einnig í sam- tali þegar hann var spurður um mikils- verðustu baráttumálin í dag. „Þau brenna á okkur, virkjanamálin. Þetta verða áfram mikil mál. Almenningur tekur þátt í baráttunni, eins og komið hefur í Ijós með Fljótsdalsvirkjun, og það hefur ábyggilega skipt miklu máli þar, svo sem varðandi Norsk Hydro.“ Helgi sagðist ekki geta metið árangurinn af því starfi sem hann hef- ur unnið að í þrjátíu ár og átti þátt í að hefja. „Við byrjuðum á þessu um 1970. Einhver þurfti að koma þessu af stað og þótt starfið hafi legið niðri um tíma hefur það örugglega eitthvað að segja nú þegar umræðan er byrjuð að nýju. Mér finnst að þessi vistfræðilegi skiln- ingur skipti mestu máli. Við erum fyrst og fremst að vernda lífríkið og tryggja að áfram verði líf á jörðinni. Þar era alþjóðlegu málin mikilvæg en ríkisstjómin hefur ekki tekið á þeim.“ Viðurkenningar umhverfísráðuneytisins á degi umhverfísins Morgunblaðið/RAX Halldór Ásgrfmsson, starfandi umhverfisráðherra, afhendir kvikmyndagerðarmönnunum Magn- úsi Magnússsyni og Valdimar Leifssyni viðurkennningar fyrir vandaða umfjöllun um umhverfis- mál sem þeir fengu fyrir myndir sínar um Þingvallavatn og Mývatn. Borgarplast hf. hlaut viðurkenningu umhverfis- ráðuneytisins til fyrirtækis og tóku Egill Eiríksson, stjórnandi tækni- og framleiðslumála, og Björgvin Helgason, gæða- og umhverfissljóri, á móti henni. N áttúrulífsmynd- ir um vötn og plastver ksmiðj a FYRIRTÆKIÐ Borgarplast hf. og kvikmyndagerðar- mennimir Magnús Magnús- son og Valdimar Leifsson hlutu viðurkenningar umhverfisráðu- neytisins til fyrirtækja og fjölmiðla, í gær á degi umhverfisins. Borgarplast hf. hefur mótað eigin umhverfisstefnu í rekstri sínum og hafa gæðamál verið ofarlega í for- gangsröð verkefna fyrirtækisins um margra ára skeið. Borgarplast er bæði með verksmiðju í Borgamesi og á Seltjamarnesi. í Borgamesi er fram- leitt einangranarplast og umbúðir úr frauðplasti sem era aðallega notaðar til flutninga á sjávarfangi með flugvél- um. Þai’ era einnig framleiddar ýmsar steinsteyptar vörur einkum til frá- veitulagna. Á Seltjarnarnesi era fram- leiddar hverfisteyptar plastvörar eins og fiskirör og vörabretti og ýmsar vör- ur til fráveitulagna svo sem brannar ogrotþrær. Halldór Ásgrímsson, starfandi um- hverfisráðherra, afhenti Agli Eiríks- syni, stjómanda tækni- og framleiðslu- mála hjá Borgarplasti og Björgvini Helgasyni, gæða- og umhverfisstjóra, viðurkenninguna og sagði að sérstak- lega ánægjulegt væri að sjá þegar saman færa góður árangur í viðskipt- um og umhverfismálum. Björgvin þakkaði fyrh- og sagði mikilvægt fyrir fyrirtækið að fá viðurkenningu á því að það væri á réttri leið í umhverfismál- um. Umhverfisstjómarkerfið skipti miklu máli í starfsemi þess og lagt væri upp úr því að starfsmenn væra sér meðvitandi um umhverfismál. Kvikmyndagerðarmennirnir Magn- ús Magnússon og Valdimar Leifsson skiptu með sér viðurkenningu fyrir vandaða umfjöllun um umhverfismál. Magnús fyrir myndina „Undir smá- sjánni - Mývatn" og Valdimar fyrir myndina „Þingvallavatn: Á mörkum austurs og vesturs“. Mynd Magnúsar fjallar um hina sér- stæðu náttúra Mývatns og þær rann- sóknir sem farið hafa fram og fara fram á lífríki Mývatns. Myndun vatns- ins er skoðuð sérstaklega og einnig era skoðuð hvaða áhrif námuvinnsla kann að hafa á lífríkið. í mynd Valdi- mars um Þingvallavatn er sagt frá því að hátindur Atlantshafshryggjarins sé á Þingvöllum, þar mætist Evrópu- og ' Ameríkujarðflekarnir sem geri jarð- fræði og lífríki staðarins mjög marg- breytilegt og sérstakt. Fjallað er um náttúrana, jarðsöguna, fiiglalífið við vatnið og samspil manna og náttúra. Það tók Valdimar fimm ár að gera myndina, hann vann hana að mestu leyti einn, en Einar Örn Stefánsson skrifaði með honum handrit og texta. Halldór Ásgrímsson afhenti þeim Magnúsi og Valdimari viðurkenning- arnar og sagði hann mikilvægt hvernig fjallað væri um alla málaflokka í fjöl- miðlum, ekki síst viðkvæm mál eins og umhverfismál. Þeir Magnús og Valdi-S mar þökkuðu fyrir sig og sagði Magn- ús að í kvikmyndagerð sem þessari væri reynt að fjalla heiðarlega um mál- in og haft í huga að þetta væri leiðbein- ingarstarf fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir sem varða náttúrana. v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.