Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Það er löglegt að mis- muna þegnum landsins FISKVEIÐILOG- GJÖFIN er pólitískt viðfangsefni er fyrir- sögn greinar sem Einar K. Guðflnnsson, for- maður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, skrif- ar í Morgunblaðið hinn 14. apríl. Þetta er og hefur .auðvitað alltaf verið rétt. Og þetta hefur okkur í Samíylkingunni verið fullkomlega ljóst. Það var þess vegna sem við lögðum okkar frumvarp um stjórn fískveiða fram áður en dómur Hæstaréttar var kveðinn upp. Það gerðum við vegna þess að dómurinn gat engu breytt um okkar afstöðu í málinu. Við viljum afnema þá mismunun og óréttlæti sem nú ríkir í útgerð á íslandi. Stjórnar- flokkamir hins vegar vildu bíða nið- urstöðu Hæstaréttar. Ástæðan fyrir því getur ekki verið nema ein. Þeir vildu sjá hvort það væri löglegt að mismuna þegnum landsins með þeim hætti sem gert er með núgildandi kvótaúthlutun áður en þeir tælgu af- stöðu til breytinga á fiskveiðilöggjöf- inni. Það verður varla skilið öðruvísi en að stjómarflokkamir vilji halda upp- teknum hætti og standa að áfram- haldandi mismunun. Það er rétt hjá Einari að við Samfylkingarmenn töldum rökrétt miðað við dóminn frá 3. desember 1998 í Valdimarsmálinu að Vatneyrardómurínn yrði staðfestur. En ég held að það hljóti að mega virða okkur þenn- an skilning til vorkunn- ar úr því að tveir af þeim dómuram sem kváðu upp þann dóm em á nákvæmlega sömu skoðun og við og þriðji dómarinn telur að 7. gr. laga um stjórn fiskveiða standist ekki til lengdar. Ef dómara Hæstaréttar greinir svo alvarlega á um sína eigin dóma hljóta fleiri að efast. En niðurstaða meirihluta Hæstaréttar, þ.e. fjögurra af sjö dómurum, varð sú að 7. gr. laganna stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar og valdhafarnir hafa því fengið sinn dóm. Aðferðin er lögleg. En hún er siðlaus og óréttlát og í andstöðu við fólkið í landinu. Undiirituðum finnst hending úr gömlum húsgangi lýsa best framgangi þess meirihluta á Al- þingi sem enn fer sínu fram eftir þessi úrslit: „Ekki gekk hann glæpa- veg en götuna meðfram honum.“ Mín skoðun og meirihluta þjóðarinnar breytist ekki við þennan dóm. Mikilvægar ábendingar Hæstaréttar Ábendingar Hæstaréttar um það að Alþingi geti hvenær sem er breytt úthlutun aflaheimilda eða gripið til Fiskveiðilöggjöf ✓ Abendingar Hæstarétt- ar um það, segir Jdhann Ársælsson, að Alþingi geti hvenær sem er breytt úthlutun afla- heimilda eða gripið til gjaldtöku eru mjög merkilegar. gjaldtöku em mjög merkilegar. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvaða erindi þessar ábendingar eigi inn í rökstuðning fyrn- þeirri niður- stöðu að núgildandi kvótaúthlutun standist ákvæði stjórnarskrár. Ég tel að ástæður þess að dómararnir koma þessum ábendingum á framfæri hljóti að vera þær að þeir vilji eyða öllum vafa um það að Alþingi geti gert breytingar á úthlutun veiðiheim- ilda og/eða aukið gjaldtöku fyrir nýt- ingu fiskistofnanna án þess að nokk- ur bótaréttur myndist hjá handhöfum kvótans. Einar telur þessa ábendingu ekki mikilvæga vegna þess að það hafi alltaf legið fyr- ir að Álþingi gæti gert breytingar á úthlutun veiðiheimilda. En þeir sem vilja óbreytt kerfi hafa haldið því fram að ef leið Samfylkingarinnar verði farin muni þeir sem nú em handhafar kvótans eignast skaða- bótarétt vegna tapaðra réttinda. Nú hefur Hæstiréttur tekið af öll tvímæli um það að tillögur okkar Samfylking- armanna um að innkalla veiðiheimild- imar á 10 áram og setja þær á leigu- markað valda ekki bótarétti af neinu tagi. Þetta er sannanlega mikilvæg niðurstaða og auðveldar mönnum það pólitíska viðfangsefni sem enn er óleyst - að koma á sanngjömum og réttlátum leikreglum við nýtingu á undirstöðuauðlind þjóðarinnar. Höfundur er alþingismaður og á sæti í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Vinalína Rauða krossins Ókeypis símaþjónusta þegar þér er uandi á höndum ■ Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða uið einhuern í trúnaði? ~ Uinalínan sími 800 6464 frá kl. 20-23 öll kuöld Jöhann Ársælsson í Ármúla 23 SÍÐUSTU DAGAR Þrjú verð: kr. 495, 995 og 1.995 Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 10-16 Skór frá Skæði og Skóverslun Kópavogs Það sem tungunni er tamast... í MBL. hinn 7. apríl sl. ritar Egill Jónsson, fyrrv. alþm. grein sem er aðallega svar við grein minni í Mbl. 5. apríl sl. í grein Egils 7. apríl forðast hann að ræða það sem máli skiptir, svo sem eins og aðdraganda og raun- verulegt innihald og markmið nýs sauðfjár- samnings en leggur þess í stað aðaláherslu á „forsjárhyggju" samningsins og að gera lítið úr undirrituðum, m.a. þar sem hann seg- ir að ég hafi „rangfært og ekki skilið" álit Byggðastofnunar sem fram kom í ritinu Byggðir á Is- landi, sem út kom í nóv. sl. og ég vitnaði til í grein minni í Mbl. 5. apríl. Landbúnaður Þykir mér koma úr hörðustu átt sú skömm, segir Lárus Sigurðsson, sem Egill virðist allt í einu hafa á forsjár- hyggju, en vissulega geta menn frelsast. Ekki get ég sagt að mér komi þetta á óvart, þó mér finnist bændahöfðing- inn seilast eftir ódýmm rökstuðningi við sitt mál, þegar hann beinir orðum sínum til mín. Egill segir í grein sinni 7. apríl sl. að hann hafi ekki viljað að þögn af hans hálfu um sauðfjársamn- ing yrði skilin sem samþykki. Það skil ég vel. Mér þykir samt ótrúlegt að hann skuli nánast rífa niður allt það sem samningsaðilar hafa orðið ásáttir um. Þarna vill hann sýna ákveðið frumkvæði í andstöðu við samninginn, ákveðna forsjárhyggju fyrir óákveðna eða óánægða bænd- ur. Eftir að hafa lesið þrjár Mbl.greinar Egils um sauðfjársamn- inginn er tvennt sem stendur upp úr. I fyrsta lagi sér hann ekkert já- kvætt við samninginn, sem er alveg með ólíkindum og í öðra lagi snúast öll hans skrif um forsjárhyggju. Það á vel við hér sem máltækið segir: „Það sem tungunni er tamast er hjartanu kærast." Ef ég sný mér fyrst aðeins að fyrri liðnum, þá velti ég því fyrir mér hvort Egill hafi ein- ungis litið lauslega á samninginn en ekki kynnt sér hann til hlítar. Þetta hugleiði ég út frá mörgu sem hann segir en m.a. talar hann ýmist um sölu framleiðsluréttar eða sölu greiðslumarks. Þetta er beinlínis villandi, því í raun fylgir ekki fram- leiðsluréttur þegar beingreiðslurétt- urinn er seldur. Þá aðeins að forsjár- hyggjunni sem Agli er svo kær. Eftir að hafa til langs tíma fylgst með störfum Egils varðandi málefni dreifbýlisins, þá þykir mér það koma úr hörðustu átt sú skömm sem hann virðist allt í einu hafa á forsjárhyggju, en vissulega geta menn frelsast. í grein sinni 7. aprfl gerir Egill mikið úr því að ég hafi ekki skýrt hvað ég ætti við um þau sóknarfæri sem samn- ingurinn gæfi. Þarna kemur enn einu sinni fram að hann annað- hvort hefur ekki kynnt sér samninginn ítar- lega ennþá, eða vilj ekki skiýa hann. I Bændablaðinu 28. mars sl. á bls. 20 era skýring- ar með töflum sem sýna m.a. vel þann tekjuauka sem bændur geta náð gegnum jöfnunar- greiðslur og álagsgreiðslur gæða- stýringar. Þar liggja sóknarfærin sem ég nefndi. Ég á hins vegar bágt með að skilja rök gamla ráðunauts- ins Egils Jónssonar þegar hann telur gæðastýiingu í sauðfjárrækt afleita forsjárhyggju. Fyrir mig og væntan- lega fleiri sauðfjárbændur skiptir aðalmáli hvaða tekjuaukningu og af- komubata hægt er að ná út úr bú- rekstrinum. Þá skiptir minna máli hvort einhverjir pólitíkusar geti fundið það út að það stafi af forsjár- eða frjálshyggju. Slík hugtakaþvæla er íþrótt sem stjórnmálamenn dunda sér afloft við en breytir litlu fyrir aðra. í mínum huga er gæðastýring nauðsynleg í rekstri yfirleitt. Sauð- fjárbændur eiga ekki að vera þar nein undantekning. Nákvæmni og vandvirkni í framleiðslu og rekstri sem hægt er að sýna fram á og stað- festa, verður styrkur búgreinarinnar þegar þar að kemur og mun bæta ímynd sauðfjárbænda. Þegar ég hugleiði enn einu sinni þau greinarskrif Egils Jónssonar sem mér hefur orðið tíðrætt um, þá er ofarlega í huga mér að við eram sammála um bág kjör og alltof lágar tekjur sauðfjárbænda. Þegar ég held svo áfram að velta þessum málum fyrir mér, s.s. langvarandi sam- drætti í landbúnaði, fólksflótta af landsbyggðinni og víða versnandi stöðu dreifbýlisins, þá fer ekki hjá því að ég hugleiði hvaða menn hafi verið í lykilstöðu í þessum málum undanfarin ár. Þá kemur upp í hug- ann að Egill Jónsson var fonnaður landbúnaðarnefndar Alþingis um nokkurt skeið, eða þar til á síðasta ári, auk þess formaður Byggðastofn- unar þar til um síðustu áramót. Nú er fjarri mér að álykta sem svo að hann einn beri ábyrgð á hvernig komið er fyrir sauðfjárbændum og dreifbýlinu í heild, en hann er heldur ekki stikkfrír og oft mátti skilja á yf- irlýsingum hans að hann hefði „vald“ á málunum. Það hefur ekki verið ætlun mín að standa í blaðadeilum við einn né neinn. Því er rétt að taka það fram að lokum að ég hef þegar sagt það sem mér liggur á hjarta og hygg ekki á frekari greinaskrif að sinni. Höfundur er bóndi og búnaðar- þingsfulltrúi á Austurlandi. Lárus Sigurðsson ÞÞ &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 5S3 8640 t 568 6100 Rutland þáttir, bætir og kætir þegar þakið fer að leka Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.