Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
3-------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
JÓNA SIGRÚN
SVEINSDÓTTIR
+ Jóna Sigrún
Sveinsdóttir
fæddist á Brúna-
stöðum í Fljótum
11. mai 1923. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu Linda-
síðu 2 á Akureyri
16. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sveinn
Arngrímsson, f. 19.
júlí 1885 á Bjarnar-
, gili í Fljótum, d. 19.
r mars 1963 á Sauð-
árkróki. Systkini
Jónu: Herjólfur, f.
23. júní 1911, kv. Margréti Ól-
afsdóttur; Hólmfríður, f. 6. mars
1916, g. Sigfúsi Guðmundssyni;
óskírður, f. 1. apríl 1917, dó
þrem dögum siðar; Jón, f. 15.
júní 1919, d. 1922; Guðrún, f. 4.
desember 1920, d. 1922; Jó-
hanna, f. 27. janúar 1925, d. 2.
júní 1990, g. Kristni Steindórs-
syni; Þorbjörg, f. 10. nóvember
1927, g. Kristófer Jóhannessyni;
Sigríður Jódis, f. 15. mars 1932,
d. 11. desember 1986, gift Aðal-
birni Rögnvaldssyni.
Hinn 14. maí 1949 giftist Jóna
'f'Gísla Bessasyni frá Kýrholti í
Skagafirði. Þeirra
börn urðu: 1) Bessi,
lyfjafræðingur, f. 6.
janúar 1949, kv.
Unu Þóru Stein-
þórsdóttur kenn-
ara. Börn þeirra
eru Gísli Þór, f. 7.
júní 1972, Sigrún, f.
13. september 1977,
Sólveig, f. 13. sept-
ember 1977, og
Margrét, f. 24.
febrúar 1980. 2)
Guðrún, f. 15. maí
1951, g. Jóhannesi
Mikaelssyni prent-
ara. Börn þeirra eru Mikael, f.
28. september 1973 (dóttir hans
og Ingu Völu Birgisdóttur er
Karen Alda), Jóna Dögg, f. 12.
apríl 1978, sambýlismaður henn-
ar er Ragnar Ingi Jónsson, og
Hanna Rún, f. 6. febrúar 1987.
3) Elinborg, cand. theol., f. 28.
september 1959, g. Herði
Ágústssyni, rafvirkja. Þeirra
dóttir er Gunnhildur, f. 10.
október 1988. 4) Sveinn, f. 20.
maí 1964, d. 23. júlí 1967.
Utför Jónu Sigrúnar verður
gerð frá Glerárkirlqu í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
Á björtum vormorgni kvaddi Jóna
Sigrún tengdamóðir mín skyndilega
þennan heim. Hún var hress og kát
þegar við hittumst síðast á Akureyri
hálfum mánuði áður og þannig er
gott að muna hana. Þótt hún hafi átt
við veikindi að stríða undanfarin ár
hélt hún ótrauð áfram uns yfir lauk
með dyggri aðstoð Gísla síns. Sami
myndarbragurinn var á heimili
þeirra og jafnan áður, skápar allir
j^illir af mat því enginn skyldi fara
svangur frá þeim.
Þegar leiðir okkar lágu saman fyr-
ir 30 árum var hún húsfreyja í Kýr-
holti, á ættaróðali eiginmannsins, en
á því heimili var mikill myndarbrag-
ur. Þar ríkti hefðbundin verkaskipt-
ing þeirra tíma, húsmóðirin sá um
heimilið, skrapp í fjósið og sinnti
þeim verkum er til féllu en aðrir sáu
um störf utanhúss. Ég bar ótta-
blandna virðingu fyrir þessari glæsi-
legu konu sem tók á móti vinkonu
sonarins af vinsemd.
Sumarið eftir, þegar ég vann í
Varmahlíð, notaði ég svo hverja
frístund til að komast í Kýrholt þótt
mannsefnið væri að grafa skurði vítt
og breitt um Skagafjörð. Á heimilinu
dvaldi þá einnig Bessi, faðir Gísla, og
dáðist ég oft að því hvað tengdadóttir
hans sýndi honum mikla þoiinmæði
og alúð.
Okkur Jónu varð fljótt vel til vina
og aldrei man ég eftir að okkur hafi
orðið sundurorða öll þessi ár þótt
báðar hefðum við ákveðnai’ skoðanir
á málum. Hún miðlaði af lífsreynslu
sinni og þegar fyrsta bamabarnið
fæddist kom hún suður til að leggja
okkur ungum foreldrunum lið.
Barnabörnunum fjölgaði svo smám
saman og eiga þau góðar minningar
um umhyggjusama ömmu sem
fylgdist grannt með því sem þau
tóku sér fyrir hendur.
Árið 1974 tók svo nýr kafli við í lífi
þeirra Kýrholtshjóna er þau brugðu
búi og fluttu á Sauðárkrók. Þangað
var líka gott að koma og oft var kátt
á Hólaveginum þegar fjölskyldan
hittist þar, mikið borðað af hangi-
kjöti, ís og kleinum og þess vandlega
gætt að engin máltíð félli úr.
Á Sauðárkróki vann Jóna utan
heimilis við saumaskap og þrif og sé
ég hana fyrir mér þegar hún var á
leið í vinnuna létt í spori, teinrétt og
tíguleg. Sumarið 1977 heimsóttu þau
hjónin okkur til Kaupmannahafnar
og var það eina utanlandsferðin
hennar um ævina en aldrei heyrði ég
hana þó fárast yfir því að hafa ekki
séð nóg af veröldinni. Hún var
nægjusöm í þeim efnum sem öðrum.
Fyrir nokkrum árum fluttu þau
Jóna og Gísli sig svo enn um set til
Akureyrar og eignuðust fallegt
heimili við Lindarsíðu. Þá kom enn í
ljós framsýni þeirra og fyrirhyggja.
Þar skyldu þau eyða síðustu árunum
og njóta nábýlis við Guðninu dóttur
sína og fjölskyldu hennar.
Það er mikil gæfa hverjum manni
að eiga trausta og káta fjölskyldu og
minningarnar hrannast upp.
Skemmtilegar stundir yfir góðum
veitingum, ferðalög og heimsóknir
þar sem allir voru ákveðnir í að gera
sitt besta. Þar fóru fremst í flokki
tengdaforeldrar mínir, þau Jóna og
Gísli. Fyrir allar þær góðu stundir er
þakkað af alhug.
Una Þóra.
Amma Jóna kvaddi okkur nokkuð
óvænt sunnudaginn 16. apríl. Því
leita nú á hugann minningar frá fjöl-
mörgum heimsóknum norður í land
og heimsóknum ömmu og afa til
Reykjavíkur.
Ékki vantaði hlýhug og gestrisni á
Hólaveginum og seinna í Lindarsíð-
unni. Amma alltaf mætt fram í dyr,
þegar gesti bar að garði, ekki ósjald-
an með hangikjötslyktina með sér,
pottana á hellum og ávexti með
rjóma tilbúna í ísskápnum eða ísinn í
frystinum. Enginn skyldi vera
svangur á þeim bæ, nóg af kræsing-
um í öll mál og vel passað upp á að
enginn vildi meira þegar farið var frá
borði. Stundum var þó erfitt að koma
heita matnum ofan í lítil barnabörn
því oftast hafði nú verið troðið í sig af
kókópöffskúlum í morgunmat. Frá
fyrstu til síðustu heimsóknar var
brúni kókópöffspakkinn inni í skáp
þegar yngri sem eldri barnabörn bar
að garði. Ef ekki hafði náðst að
kaupa allt, sem ungir magar girnt-
ust, var farið með afa á bílnum út í
búð. Amma vissi hverju mætti koma
ofan í litla sem stóra munna.
Alltaf var líka nógur tími til að
spjalla og spyrja frétta af ættmenn-
unum. Amma fylgdist ætíð vel með
okkur barnabörnunum úr Reykjavík
þó við sæjumst ef til vill ekki nema á
nokkurra mánaða fresti. Hún hafði á
hreinu hvernig gekk hjá hverjum og
einum í skóla og vinnu. Ekki skipti
máli hvort þau væru í nágrenninu á
Akureyri, í Reykjavík eða á fjarlæg-
ari stöðum. Fylgst var með öllum.
Ég man t.d. vel þegar amma og afi
hringdu til Madrid til þess að óska
mér til hamingju með afmælisdag-
inn. Vel skyldi hugsað um okkur í
heimsóknum og ekki síður þegar höf
og lönd skildu að.
Ég mun geyma þessar og aðrar
minningar um þig kæra amma og
nafna mín.
Sigrún Bessadóttir.
Jóna Sigrún Sveinsdóttir var fædd
á Brúnastöðum í Fljótum, dóttir
þeirra hjóna Sveins Arngiámssonar
frá Bjarnargili í sömu sveit og Guð-
rúnar Jónsdóttur frá Brúnastöðum.
Fimm ára fluttist hún með fyreldr-
um sínum og systkinum að Ásgeirs-
brekku í Viðvikursveit, en þar átti
fjölskyldan heima í rúman áratug
þangað til hún fór búferlum að
Hofstaðaseli. Systkini Jónu Sigrúnar
urðu alls átta. Þrjú létust í æsku. Af
þeim sem náðu íúllorðinsaldri varð
Jóna Sigrún þriðja systirin sem
kveður þennan heim.
Æskuheimili Jónu í Fljótum norð-
ur og í Viðvíkursveit var til fyrir-
myndar. Foreldrarnir, Sveinn og
Guðrún og börn þeirra voru valin-
kunnar dugnaðarmanneskjur. Á
meðal þessa fólks ríkti ávallt hófstillt
glaðværð, hlýlegt viðmót og tungu-
takið var greindarlegt og skýrt.
Heimilisgestrisni var ómæld. Ver-
aldlegur auður var þó ekki meiri en
gekk og gerðist í sveitum Skaga-
fjarðar fyrir miðbik síðustu aldar, en
farsældarbragur á öllum hlutum
bæði innan húss og utan.
Fólk ber einatt glögg merki ættar
og uppeldis og var Jóna Sigrún þar
engin undantekning. Um hana má
hiklaust segja að hún hafi verið
glæsileg kona sem þegið hafði svip-
mót góðrar ættar og menningarlegs
umhverfis. Lagði hún síðan rækt við
þær erfðir alla ævi.
Árið 1949 giftist Jóna Sigrún Gísla
Bessasjmi í Kýrholti í Viðvíkursveit.
Þau hjón bjuggu í Kýrholti frá 1949-
1973 og þar ólust börn þeirra Bessi,
Guðrún og Elinborg upp. Soninn
Svein misstu þau ungan árið 1967.
Árið 1974 fóru þau hjón búferlum yf-
ir á Sauðárkrók þar sem þau áttu
heima þangað til þau fluttust til Ak-
ureyrar 1993.
Sá sem færir þessi orð á blað var
oft gestur á heimili þeirra Jónu Sig-
rúnar og Gísla árin sem þau bjuggu í
Kýrholti. Þar bjuggu þau góðu búi
og þangað var vandabundnum jafnt
sem óvandabundnum gott að koma
öllum stundum og þar fór vel um fólk
í návist þeirra hjóna. Þau voru sam-
rýnd og má segja að kunnugir tækju
sér ekki nafn annars þeirra í munn
nema nafn hins fylgdi á eftir.
Á æskuslóðum Jónu Sigrúnar í
Skagafirði er fallegt útsýni. Ut um
eldhúsgluggann hjá henni í Kýrholti
sá til Hnjúkanna, inn í Kolbeinsdal,
Hólabyrðu og Ennisfjallið svo að
eitthvað sé nefnt. Út um stofuglugg-
ana gaf sýn langt inn í Skagafjörð,
vestur á Vatnsskarð, og ekki
tilkomuminna að litast um á hlað-
varpanum, sjá um lygnan fjörðinn og
yfir að Tindastóli, út á skaga og til
Drangeyjar og Þórðarhöfða. Jóna
sór sig í ætt við þetta fallega um-
hverfi. Árstíðirnar allar lögðu að
sjálfsögðu leið sína á hennai- slóð, og
því sneiddu vetrarveður ekki fram
hjá Kýrholti fremur en öðrum bæj-
um á Islandi. Einhvem veginn finnst
þó vinum og ættmennum Jónu Sig-
rúnar Sveinsdóttur að vorið hafi ver-
ið ríkjandi árstíð í híbýlum hennar og
umhverfi. Bjart verður því yfir minn-
ingunni um góða og gegna konu sem
sjálf kaus að hafa vorsól fyrir stafni
þegar hún lagði upp í sína hinstu för.
Eiginmanni hennar og fjölskyldu
vottum við dýpstu samúð.
Haraldur Bessason.
+ Grímur Eysturoy
Guttormsson
fæddist í Þérshöfn
í Færeyjum 28. júlí
1919. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 17. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guttorm-
ur Eysturoy smiður
og kona hans Sara
María Johson hús-
múðir. Þau eignuð-
ust 11 böm en eftir-
lifandi er einn
bróðir; Össur Eyst-
uroy módelsmiður
búsettur í Kaupmannahöfn.
Grímur kvæntist 17. mars 1942
■J*- Ingibjörgu Mörk. Foreldrar henn-
ar vora Mortan Mörk skipstjóri og
kona hans Magdalena Brekkmann
Færeyskur af fræknu kyni
færðilandivitogverk
þökkum Grími Guttormssyni
gjörð hans reyndist heil og sterk.
(S.F.)
Forlögunum fresta má, en fyrir þau
komast ekki, segir þar.
Ungur Færeyingur nýútskrifaður
skipasmiður, hafði ákveðið að fara til
iJfioregs, þar sem hann átti sína ætt-
ingja í móðurætt. En alls ekki til ís-
lands. Vegna eindreginna óska þar
um lá leið hans samt til Islands að
vinna við skipasmíðar í Keflavík um
þriggja mánaða skeið. En maðurinn
kynnti sig snemma sem hugvits og
verkamaður mikill. Sú frétt barst að
hann hefði unnið sem kafari fyrir
húsmóðir. Börn Gríms
og Ingibjargar eru: 1)
Vilhjálmur, f. 3.8.
1942, kvæntur Vigdísi
Pálsdóttur. Þau eiga
fjögur böra. 2) Elísa-
bet, f. 27.11. 1944, gift
Bill Pittmann. Þau
eiga eina dóttur. 3)
Regin, f. 8.3. 1947,
kvæntur Ellen Björns-
dóttur, þau eiga sex
böra en auk þeirra á
hann einn son frá
fyrra hjónabandi. 4)
Sóirún María, f. 1.10.
1949, d. 16.1. 1982,
gift Eyfinn Paulsen, þau áttu þrjú
böra. 5) Grímur, f. 27.6. 1960,
kvæntur Julie Ingham, þau skildu.
Þau eiga fjögur böra. 6) Ingibjörg,
f. 14.2. 1962, gift Ragnari Páli
breska flotann. Og eftir því leitað
sterklega að hann færi til Norðfjarð-
ar að byggja Slippinn neðansjávar,
sem staðið hafði óvirkur um langa
tíð. Hann leysti verkið farsællega og
umsögn ráðamanna að loknu verki sú
að hann hefði bjargað fjárhag
kaupstaðarins. Framhald mála varð
það að hann vann að hveiju stórvirk-
inu á fætur öðru við íslenska hafnar-
gerð. Má til dæmis nefna: Þorláks-
höfn, Skagaströnd, Slippinn í
Reykjavík auk fleiri hafna víðsvegar
um landið. Ails urðu hafnimar tutt-
uguogtvær sem hann lagði hugvit sitt
og orku í. Hann var kraftamaður
mikill, samviskusamur og hafði að
leiðarljósi að vera Færeyjum til
sóma og vinna íslandi gagn. Hann
Haraldsyni. Hún á eina dóttur. 7)
Rut, f. 9.4.1964, d. 1.8.1998.
Grímur og Ingibjörg slitu sam-
vistum.
Grímur var fyrstur Færeyinga
til að ljúka prófi í skipasmíði.
Hann starfaði við skipasmíðar í
Færeyjum frá 1936-1945 en fluttist
til íslands 1945 og hóf störf við
skipasmíðar.
A stríðsárunum kafaði hann
mikið fyrir breska herinn og þeg-
ar hann kom til Islands fór hann
fljótlega
að taka að sér verk á því sviði.
Starfstími hans sem kafari hér við
land varð 35 ár. Rak hvert stór-
virkið annað við hafnargerð og
björgunarstörf.
Grímur tók þátt í að stofna Kaf-
arafélag fslands og sat í fyrstu
stjórn þess. Forseti fslands sæmdi
hann heiðursmerki hinnar fs-
lensku fálkaorðu um síðustu ára-
mót.
títfór hans fór fram frá Foss-
vogskapellu í gær, þriðjudaginn
25. apríl.
var trúmaður mikill, traust hans á
handleiðslu Guðs fylgdi honum alla
tíð. Áform unga mannsins um
þriggja mánaða dvöl á íslandi, varð
dvöl til æviloka. Með Grími Eysturoy
sendu Færeyingar íslandi einn af
sínum bestu sonum og fyrir það skal
þakkað heilshugar.
Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika,
væri ég hljómandi málmur og hvellandi
bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekking,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,
að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki
kærleika,
væriégekkineitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum
og þótt ég framseldi líkama minn til
þessaðverðabrenndur,
en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur
hreykirsérekkiupp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar
ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam-
gleðstsannleikanum.
Hann breiðir yfír allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(I Korintubr. 13,1-8)
Steinunn Finnbogadóttir.
Lífið er að vera í tengslum við ann-
að fólk, öll erum við fædd undir sama
himninum en höfum þó ekki sama
sjóndeildarhringinn og reynslu. Ég
og fjölskylda mín erum svo lánsöm að
hafa kynnst eins góðum og þroskuð-
um manni og Grími Eysturoy Gutt-
ormssyni og ég lít á það sem forrétt-
indi.
Mér finnst orð Fanneyjar tengda-
dóttur minnar lýsa vel samskiptum
við Grím „maður verður alltaf svo
glaður af að vera nálægt Grími, hann
er svo góður og fróður“. Já, Grímur
var fróður um margt og átti mikla
lífsreynslu að baki sem hann miðlaði
gjarna til okkar, sem fjölskyldan, þá
ekki síst Steinarr Logi og Fanney,
höfðu unun af að hlusta á.
Grímur var mjög sérstakur, hann
kenndi mér margt sem ekki verður
tíundað hér, þó er ekki hægt að láta
hjá líða að nefna kærleika og um-
hyggju. í raun er ekki hægt að setja
þær tilfinningar á prent sem um mig
fara nú, tilfinningaflóran er um-
fangsmeiri og flóknari en svo að hún
láti fanga sig svo auðveldlega. Ég vil
þakka innilega fyrir þann tíma sem
ég var samferða Grími Eysturoy
Guttormssyni, þakka fyrir þær ynd-
islegu stundir sem hann átti með
móður minni, það var lærdómsríkur
tími sem gaf og þroskaði.
Guðrún Alda Harðardóttir.
Við andlát vinar er margs að minn-
ast. Þegar hann var að hjálpa sam-
landa að komast yfir þröskuld til
samfagnaðar - þá sá ég gleði hans
mesta. Eftir því sem ég hefi komist
næst var Grímur Eysteroy Gutt-
ormsson eftirsóttur og mikilhæfur
við öll störf sín, en hann var skipa-
smiður og kafari í um það bil 50 ár.
Ungur fór hann úr foreldrahúsum og
fæðingarbæ í Færeyjum til náms í
Noregi. Að námi loknu bauðst honum
starf á Islandi, sem varð hans annað
föðurland.
Hér á landi var farsæld hans í
starfi miki] og er þess getið að verð-
leikum, við björgun og byggingu
hafna um allt land.
Þegar heilsu hans fór hallandi nú á
síðustu árum fékk hann góða um-
hyggju hjá Sjálfsbjörg, og nú síðast á
Dvalarheimilinu Hrafnistu, fyrir for-
göngu frú Steinunnar Finnbogadótt-
ur forstöðukonu.
Þessum mínum góða vini sem
ávallt þakkaði allt - færi ég nú þakkir
góðar fyrir allt. Með þessum orðum
skáldsins:
í sínu skauti Sagnagrund
nú sögumanninn geymir,
en Snæland alla’um alda stund
hans aldrei nafni gleymir;
því góðra drengja minning má
hinmyrkatíðeivinnaá.
(Kr. Jónsson.)
Láras Þórarinsson.
GRÍMUR EYSTUROY
G UTTORMSSON