Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 55

Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 55 + Ólöf Kristins- dóttir var fædd á Núpi í Dýrafirði 8. janúar 1911 . Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Guð- laugsson, bóndi á Núpi, fæddur á Þröm í Garðsárdal í Eyjafirði 13. nóvem- ber 1868, dáinn í Reykjavík 4. sept- ember 1950 og kona hans Rakel Jónas- dóttir fædd á Ingveldarstöðum í Hjaltadal, Skagafirði 4. júní 1868, dáin í Reykjavík 2. apríl 1948. Systkini Ólafar voru: Unn- ur, f. 21. febrúar 1895, d. 11. ágúst 1902; Sigtryggur, f. 18. nóvember 1896, d. 20. desember 1972; Hólmfríður, f. 18. septem- ber 1898, d. 10. janúar 1981; Haukur, f. 4. janúar 1901, d. 23. október 1984; Haraldur, f. 10. Elskuleg móðursystir okkar, Ólöf Kristinsdóttir, lést eftir langvarandi veikindi 17. apríl sl. Hver var hún þessi kona sem hef- ur fylgt okkur allt okkar líf? Tengst okkur tryggum órjúfanlegum böndum. Eitt er víst; hún var ekki allra. I raun var hún mikill einfari, hafði mjög ákveðnar og sjálfstæðar skoð- anir. Kona sem skipti sér ekki af því sem hún taldi sér óviðkomandi en hafði kjark og hreinskiptni til að segja það sem henni bjó í brjósti, ef hún var beðin álits. 16 ára varð hún fyrir þeirri miklu raun að fá lömunarveiki. Frá þeim tíma var vélinda hennar lamað. Sneið það lífi hennar þröngar skorð- ur. Hún tók þvi af miklu æðruleysi, æðruleysi þess sem hefur djúpa, sára reynslu, þess sem hefur ásett sér að lifa með sínum raunum, án þess að kvarta. Eftir þessi veikindi varð ekki um frekara nám að ræða hjá henni, en hún hafði þá lokið námi við Héraðs- skólann á Núpi. Það var mikil synd því hún var afburða greind, víðlesin og með einstakt minni. Hjá Lóu kom maður aldrei að tómum kofunum. AI- veg var sama um hvað hún var spurð, júní 1902, d. 13. maí 1990; Valdimar, f. 4. janúar 1904; Unnur, f. 17. ágúst 1906, d. 11. nóvem- ber 1994; Guðný, f. 6. ágúst 1914. Fóst- ursystkin hennar voru Jens Guðfinn- ur Guðmundsson, f. 27. mars 1914, d. 19. október 1954 og Ágústa Þórey Har- aldsdóttir, dóttir Haraldar bróður hennar, f. 28. októ- ber 1929. Ólöf ólst upp á Núpi í Dýra- firði, gekk þar í barnaskóla og í Héraðsskólann á Núpi 1925- 1927. Hún fluttist til Reykjavík- ur og vann þar m.a. í bókabúð og á Ljósmyndastofu Péturs Thomsen og Ljósmyndastofu Lofts. Útför Ólafar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. landafræði, sögu, trúarbrögð, menn- ingu og siði þjóða, allt vissi hún hár- rétt. Listræn var hún með afbrigðum, bæði málaði og smíðaði. Hún sagði oft bæði í gamni og alvöru: „Eg hefði viljað vera smiður.“ Þær systur Hólmfríður, Guðný og Ólöf byggðu sér hús ásamt foreldr- um okkar árið 1968 og bjuggu þar í einstöku sambýli í yfír 30 ár. Nú er Guðný ein eftir. Hún hefur verið kletturinn sem allt hefur brotnað á. Hún hefur nú lifað það að hjúkra báðum systrum sínum síð- ustu stundir Iífs þeirra en Hólmfríð- ur lést 1981, einnig eftir langvarandi veikindi. Guðný er yndisleg kona sem vill öllum gott gera. Ólöf var okkur systrum afar kær. Hún hefur verið hluti af lífi okkar frá okkar fyrstu minningu. E.t.v. þekktum við hana betur og nánar en flestir aðrir. Þekktum þá miklu kímni sem í henni var og hvað hún gat hlegið innilega í góð- um hópi. Hvað hún átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðarnar á tilver- unni. Við kveðjum hana með mikilli ást ogvirðingu. Kristín og Rakel Viggósdætur. Föðursystir okkar, Ólöf Kristins- dóttir, erlátin. Hún fæddist að Núpi í Dýrafirði, næstyngst níu systkina, og ólst þar upp í hinum stóra systkinahópi ásamt tveimur uppeldissystkinum. Hið mannmarga heimili var vagga menningar og lista enda var Núpur bæði skóla- og kirkjustaður. Þar var lögð áhersla á menntun og heilbrigt líferni. Hvorki tóbak né áfengi var haft um hönd á heimilinu, enda voru öll systkinin og afi okkar og amma bindindisfólk. Mikið var lesið ogvoru jafnan lesnir húslestrar. Tónlist var eitt af hugðarefnum fjölskyldunnar og léku flest systkinanna á hljóðfæri og mörg voru góðir söngmenn. Ólöf lauk námi frá Héraðsskólan- um á Núpi, þar sem föðurbróðir hennarj séra Sigtryggur, var skóla- stjóri. Ólöf lék á hörpu og orgel. Hún stundaði tréskurð og stóð hugur hennar til frekara náms í þehri grein, þótt af því gæti ekki orðið. Þá var hún leiðbeinandi við garðyrkju- störf. Árið 1940 flutti Ólöf til Reykjavík- ur þar sem hún hélt heimili með systrum sínum, Hólmfríði og Guð- nýju, síðast á Reynimel 63. Þar áttu þær systur hlýlegt og fallegt heimili í nábýli við fjórðu systurina, Unni, og hennar fjölskyldu. í Reykjavík starfaði Ólöf á Ljós- myndastofu Lofts í mörg ár. Á efri árum varði hún tíma sínum við lestur og átti hún mikið safnjgóðra bóka. Við munum eftir Olöfu, eða Lóu eins og við kölluðum hana, þegar hún kom heim að Núpi á sumrin, oftast með systrum sínum. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá frænkurnar úr Reykjavík í heimsókn. Okkur fannst þær vera hefðarkonur, alltaf vel klæddar og glæsilegar og framkom- an fáguð. Sjálfar báru þær mikla virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Þegar við systkinin komum í heim- sókn til Reykjavíkur og fluttum þangað síðar, stóðu heimili þeirra systranna okkur opin. Gott var að koma til þeirra, þar sem alltaf voru uppbúin borð með kræsingum og umhyggja og hlýleiki í hvívetna. Systumar höfðu áhuga á gengi okk- ar systkinanna og glöddust með okk- ur þegar vel gekk. Yfir heimilum systranna var reisn en jafnframt friður og hógværð, sem einkenndi þeirra kynslóð. Eftir lifa tvö systkini Ólafar, Valdimar faðir okkar og Guðný. Við þökkum skemmtilegar stundir með góðri frænku. Rakel Valdimarsdóttir, Jensfna Valdimarsdóttir. OLOF KRISTINSDÓTTIR + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞÓRARINSSON, Skógargötu 24, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 29. aprll kl. 13.00. Katrín Jóelsdóttir, börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. ■r— + Elskulegur sonur minn, faðir okkar og afi, SIGURÐUR ÁMUNDASON, sem lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, föstudaginn langa, 21. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 15.00. Nanna H. Ágústsdóttir, Ámundi Sigurðsson, Bjarni Sigurðsson, Ingi Eldjárn Sigurðsson, Nanna Helga Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Örn Alexander Ámundason, Sigurður Þórir Ámundason, Óskar Þór Ámundason, Stefán Þór Bjarnason, Ingólfur Kolbeinn Bjarnason. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN HALL, Vesturgötu 52, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtu- daginn 27. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Hannes Hall, Herdís Hall, Sigurður Hall, Kristján Hall, Ragnar Halldór Hall, Steindór Hall, Gunnar Hjörtur Hall, barnabörn og María Björk Skagfjörð, Ingi Ú. Magnússon, Elísabet Gígja, Elsa Hall, Guðríður Gísladóttir, Sigurveig Alfreðsdóttir, barnabarnabörn. Hrafnhildur Lára Benedikts- dóttir fæddist á Landspítalanum 2. apríl 1997. Hún lést 14. aprfl síðastliðinn á Barnaspítala Hringsins. Foreldr- ar hennar eru Alda Kristrún Sölvadótt- ir, f. 6. janúar 1976 og Benedikt. Júlíus Jónasson, f. 14. jan- úar 1976. Systkini Hrafn- hildar Láru eru Ás- laug María, f. 1. mars 1993, Brynjar Karl, f. 21. júní 1994, Sigurður Rúnar, f. 2. aprfl 1997 og Guðni Veigar, f. 9. septeinber 1999. Útför Hrafnhildar Láru fór fram frá Fella- og Hólakirkju 25. aprfl. Nú ertu farin frá okkur og Guð veit að við eigum eftir að sakna þín sárt. Á hverjum degi hef ég beðið til Guðs að þér myndi batna, en hann hefur ætlað þér meira og stærra hlutverk þar sem þú ert nú og ég trúi því að þér líði vel. Ég dáðist alla tíð að mömmu þinni, pabba og ekki síst mömmu Guggú hvað þau önnuðust þig vel og þín systkini. Þrátt fyrir mörg erfið tímabil sýndu þau svo mikinn styrk að enginn var skilinn útundan, ykkur var sinnt af mikilli alúð og ást. Því miður fékk Guðni litli ekki mikinn tíma með þér en ég veit að þau munu segja hon- um frá stóru systur, að hún var svo falleg og yndisleg manneskja, hvað allir söknuðu hennar mikið þegar hún fór, og að hún fylgdist með og verndar okkur þaðan sem hún á heima núna. Elsku Alda mín, Benni, Guðrún, Áslaug, Brynjar, Diddi og Guðni, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og bænir okkar eiu hjá ykkar ástkæru dóttur og systur. Við munum minnast hennar með söknuði um ókomna tíð. Jórunn Víglunds og fjölskylda. Elsku Hrafnhildur mín, nú ertu farin frá okkur. Guð hefur ætlað þér stærra hlutverk þarna uppi. Ekki voru árin mörg sem við átt- um með þér, aðeins þrjú. Og munum við minnast hvers og eins einasta augnabliks þessara ára. Einhver sagði að þeir deyja ungir sem guð- irnir elska og því trúi ég svo sannar- lega. Ég man daginn fyrir tæpum fjór- um árum þegar mamma þín kom til min í vinnuna hjá mér nýkomin úr sónar og sagði mér þær fréttir að hún gengi með tvíbura. Brosið gat ekki verið breiðara þótt hissa hún væri eftir þessar fréttir. Elsku Diddi verður nú að sjá eftir tví- burasystur sinni með söknuði og mun hann heyra ýmsar sögur um þig þegar hann stækkar. Eins um hin systkinin þín, þau Brynjar, Ás- laugu, Guðna Veigar sem aðeins er sjö mánaða gamall og veit ekkert hvað er að gerast í kringum hann og Guggú frænku, sem hefur búið hjá ykkur síðan þú veiktist, og standa með ykkur í gegnum súrt og sætt. Eftir þessa tveggja ára baráttu við þennan illkynja sjúkdóm sem hafði vinninginn spyr maður sjálfan sig af hverju? Þú varst bara þriggja ára og áttir lífið framundan. Maður getur ekki annað en fundið til mikillar reiði, þetta er svo ósanngjarnt. En ég vona að þér líði vel hvar sem þú ert og hefur auga með mömmu þinni, pabba, Guggú og systkinum þínum sem eiga svo sárt um að binda. Elsku Alda, Benni, Brynjar, Ás- laug, Diddi, Guðni Veigar og Guðrún (Guggú), Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Ililda Bára. HRAFNHILD UR LÁRA BENEDIKTSDÓTTIR > Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR JÓNSSON, Sölvholti, Hraungerðishreppi, Fióa, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, mánu- daginn 17. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju föstu- daginn 28. apríl kl. 13.30, en jarðsett verður í Laugardælakirkjugarði. Sólveig V. Þórðardóttir, Sigfús Kristinsson, Vilborg G. Þórðardóttir, Hjörleifur Tryggvason, Jón Þórðarson, Bergur Ketilsson, Gunnur Gunnarsdóttir, ^ Jón Óli Vignisson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær dóttir, stjúpdóttir, systir og frænka, JÓHANNA SIGRÚN GUÐMANN, er lést föstudaginn langa, 21. april, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. apríl kl. 13.30. Stefanía Jóhannsdóttir, Bragi Steinsson, Helga Guðmann, Elísabet Haukaas, Geir Haukaas, Einar Guðmann, Hólmfríður Sigurðardóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.