Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 56
56 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
>-------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR,
frá Teygingarlæk,
síðast til heimilis í Engihjalla 3,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Hjallakirkju, Kópavogi,
fimmtudaginn 27. apríl kl. 13.30.
Margrét Runólfsdóttir, Jón Steinþórsson,
Þurfður Runólfsdóttir,
Bjarni Ó. Runólfsson, Erla Stefánsdóttir,
Sigurður B. Runólfsson, María Emma Suarez,
Dagbjartur Sigursteinsson, Bjargey Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur,
INGÞÓR LÝÐSSON,
Vallarbraut 1,
Akranesi,
sem lést að kvöldi laugardagsins 15. apríl sl.,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag,
miðvikudaginn 26. apríl, kl. 14.00.
Vigdís Matthíasdóttir,
Jóhanna Lýðsdóttir, Hlynur Eggertsson,
Sigmundur Lýðsson, Þorgerður Benónýsdóttir,
Edda Lýðsdóttir, Finnbogi Sigurðsson,
Ingveldur Sveinsdóttir, Guðni Jónsson
og frændsystkin.
+
Þökkum ionilega samúð og vináttu við andlát
og útför
BALDVINU MAGNÚSDÓTTUR.
Snæbjörn Pálsson,
Magnús Snæbjörnsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Páil Snæbjörnsson, Guðrún Dóra Gfsladóttir,
Sigrún Birna Magnúsdóttir,
Daði Snær Pálsson,
Arna Pálsdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
eiginmanns míns, föður okkar, sonar og
bróður,
ÞORSTEINS HELGASONAR PhD
prófessors í verkfræði,
Hvassaieiti 87,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarþjónustu Karitas.
Elfsabet Einarsdóttir,
Svava Þorsteinsdóttir,
Helgi Þór Þorsteinsson,
Einar Baldur Þorsteinsson.
Helgi J. Þórarinsson, Guðrún Jónsdóttir,
Kristín H. Nickerson, David Nickerson,
Kirstín Lydia Nickerson,
Louise Valgerður Nickerson.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
ANNA VIGDÍS
OLAFSDOTTIR
+ Anna Vigdís Ól-
afsdóttir fæddist
í Reykjavík 4. júní
1917. Hún lést á Elli-
og hjúkrunarheimil-
inu Grund 12. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ólöf Sveinsdóttir, f.
6. september 1881 í
Neskaupstað í Norð-
firði, d. 3. apríl 1937,
og Ólafur Dan Daní-
elsson, stærðfræði-
kennari við Mennta-
skólann í Reykjavík,
f. 31. október 1877 í
Viðvík í Skagafírði, d. 10. desem-
ber 1957. Systkini Önnu Vigdísar
voru: Sveinn (1904-1910), Svan-
hildur (1905-1954), Daníel
(1908-1948), Snorri (1910-1997),
Þorbjörg (1914-1928), Sigrún
(1919-1920) og Kristin Ólafsdótt-
ir Kaaber, f. 12. október 1922,
búsett í Reykjavík.
Árið 1943 giftist
Anna Vigdís Bald-
vini K. Sveinbjörns-
syni apótekara, f. 8.
febrúar 1909, d. 9.
júní 1980. Þau eign-
uðust eina dóttur,
Ólöfu Vigdísi, lyfja-
fræðing, f. 15. apríl
1944. Hún er búsett
í Reykjavík. Maður
hennar er Kristinn
R. Gunnarsson apó-
tekari, f. 8. júní
1944. Börn þeirra
eru: Anna Vigdís
viðskiptafræðingur, f. 3. maí
1972, sambýlismaður hennar er
Jón Helgi Jónsson, f. 10. júní
1973, Baldvin Jóhann, tölvumað-
ur, f. 10. maí 1974, og Ragna Sig-
ríður nemi, f. 19. nóvember 1976.
Útför Önnu fór fram frá Foss-
vogskirkju 25. apríl.
í gær var jarðsungin móður-
systir mín, Anna Vigdís Ólafs-
dóttir, sem ég minnist með ást og
virðingu. Með henni er horfið síð-
asta systkini móður minnar sem
nú er ein á lífi af börnum Ólafar
Sveinsdóttur, ömmu minnar og
Ólafs Dan Daníelssonar, afa
míns.
Auk móður minnar kynntist ég
fjórum þessara systkina. Tvö
þeirra eru löngu horfin og eru
mér aðeins í barnsminni. Þau
voru Daníel Ólafsson kaupmaður
sem dó langt fyrir aldur fram ár-
ið 1948 og Svanhildur Ólafsdóttir,
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu,
sem lést árið 1954. Þó að þau tvö
hafi látist á meðan ég var á
barnsaldri hafa þau engu síður
haft mikil áhrif á líf mitt. Fyrsta
minning mín tengist rausn og
gjafmildi Daníels. Svanhildur
móðursystir mín var brautryðj-
andi í eðli sínu, sérstök kona og
langt á undan samtíð sinni á
margan hátt. Ég hef oft notið
þess að bera nafn hennar.
Hin tvö, Snorri Ólafsson læknir
og Anna Vigdís Ólafsdóttir, og
fjölskyldur þeirra voru hins vegar
alla tíð aðal frændgarður minn í
móðurætt. Snorri var glaði, góði
frændinn að norðan. Þegar hann
kom í heimsókn var jafnan slegið
upp veislu. Móðir mín og hann töl-
uðu líka oft saman í síma - stund-
um lengi - og mér þótti gaman að
fylgjast með samtölum þeirra. Þá
var ekki aðeins daglegt amstur til
umræðu heldur ekki síður fólk og
fyrirbæri sem bæði höfðu áhuga á.
Snorri var glaður lífsnautnamaður.
Hann var farsæll og virtur læknir
á Kristneshæli í Eyjafirði í marga
áratugi og lést hátt á níræðisaldri
árið 1997.
Anna Vigdís frænka mín var
hins vegar nærstödd allt mitt líf
- bæði hversdags og til spari.
Þær systur, móðir mín og hún,
áttu að mínu viti einstakt systra-
samband og deildu lífi hvorrar
annarrar eins og best gerist í
fjölskyldum.
Anna Vigdís var næstyngst í
röð þeirra systkina sinna sem
náðu fullorðinsaldri. Að loknu
hefðbundnu skólanámi hóf hún
störf í Búnaðarbanka Islands.
Hún var eftirsóknarverður vinnu-
kraftur, m.a. vegna þess að hún
hafði lært hraðritun sem í þá
daga var mikilvæg í öllum skrif-
stofustörfum. Hún var frábær
vélritari, einstaklega fljótvirk og
nákvæm svo af bar. Slíkir banka-
starfsmenn eru mikils virði í
tæknivæddum nútímabönkum, en
þeir voru líka áreiðanlega gulls
ígildi á þeim árum þegar allt var
handfært í bönkunum og öll fjár-
málaviðskipti þeirra byggðu á
samviskusemi og nákvæmni
starfsmanna. Anna Vigdís vann í
Búnaðarbankanum í u.þ.b. áratug
eða þar til hún hætti störfum til
að stofna heimili með manni sín-
+
Elskuleg systir og mágkona okkar,
ÓLÖF KRISTINSDÓTTIR
frá Núpi, Dýrafirði,
Reynimel 63,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
17. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju í dag, mið-
vikudaginn 26. apríl, kl. 13.30.
Guðný Kristinsdóttir,
Valdimar Kristinsson, Áslaug Jensdóttir.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru dóttur,
systur og sambýliskonu,
ÖNNU SIGRÚNAR WIIUM
KJARTANSDÓTTUR,
övre Holmegade 9a,
Stavanger,
Noregi.
Sigfríður Inga Wiium, Kjartan Smári Bjarnason,
Kristján Smári Wiium Kjartansson,
Chris Backman.
um eins og tilhlýðilegt þótti á þeim
árum.
Eiginmaður Önnu Vigdísar var
Baldvin K. Sveinbjörnsson apó-
tekari og eignuðust þau eina
dóttur, Olöfu Vigdísi. Þau hjón
voru alla tíð ákaflega samhent og
sýndu hvort öðru takmarkalausa
tillitssemi og virðingu, þó að mér
virðist þau reyndar hafa verið
ólík um margt. Frænka mín var
viðkvæm, blíð og hógvær, maður
hennar ákveðinn og framsækinn,
áhugasamur um tækni og opinn
fyrir nýjungum. Heimili þeirra
bar glöggan vott þessara eigin-
leika þeirra beggja. Hvergi hef
ég kynnst annarri eins natni ög
nákvæmni í heimilishaldi og
hvergi eins framandi nýjungum.
Sjónvarp sá ég þar á heimilinu í
fyrsta sinn og undratækið ör-
bylgjuofn átti stað í eldhúsi
frænku minnar löngu áður en
fólki almennt hugkvæmdist að
elda mat öðruvísi en sjóða hann í
potti.
Anna Vigdís ferðaðist víða um
heim með manni sínum. A þeim
árum voru utanlandsferðir langt
frá því eins almennar og nú er og
því mikið ævintýri að takast ferð
á hendur til Ameríku eða Austur-
landa nær eins og þau hjón gerðu.
Sennilega hafa ferðalög þeirra
reyndar verið mest að frumkvæði
manns hennar, því frænka mín
var heimakær kona og ekki mikið
fyrir að takast á við framandi að-
stæður. Utreiðar á úlfaldabaki
voru t.d. áreiðanlega ekki sá
ferðamáti sem þessi kyrrláta kona
hefði helst valið sér - enda þóttu
móður minni undur og stórmerki
að sjá ljósmynd af systur sinni á
þess háttar reiðskjóta. En það var
lífsviðhorf Önnu Vigdísar að taka
þátt í því sem maður hennar sýndi
áhuga og það viðhorf hafði hún
alla tíð í heiðri. Móðir Baldvins og
systur hans bjuggu líka í skjóli
þeirra og nágrenni og nutu ekki
síður manngæsku frænku minnar
en ættrækni Baldvins og elsku-
semi.
Á uppvaxtarárum mínum
bjuggu þau Anna Vigdís og Baldvin
og foreldrar mínir á svipuðum slóð-
um og mikill samgangur var milli
fjölskyldnanna. Allar hátíðir voru
haldnar sameiginlega til skiptis á
þessum tveimur heimilum, merkis-
daga var minnst eða tekið á móti
sameiginlegum vinum og kunningj-
um. Móðir mín og frænka áttu
margar sameiginlegar vinkonur frá
æskuárum sínum og ræktuðu vel
garð bernskuvináttunnar. Þá má
líka minnast þess að stundum var
tekið í spil, en Anna Vigdís var
slyngur bridgespilari og þótti sú
íþrótt öðrum skemmtilegri. Spila-
mennskan var ein helsta skemmt-
un hennar þegar hún var komin á
efri ár. Frænka mín var líka
glæsileg kona og hún sinnti útliti
sínu af sömu nákvæmni og öðru.
Þegar ég var barn dáðist ég alltaf
að því hvað hún var falleg og vel
klædd, ekki síður hversdags en á
hátíðsidögum. Núna veit ég að
slíkt útlit öðlast enginn nema með
markvissri snyrtimennsku og
stöðugri umhyggju. Þessir þættir
í fari frænku minnar urðu líka til
þess að um árabil rak hún og
hafði umsjón með vandaðri snyrti-
vörudeild í apóteki eiginmanns
síns. Þar eins og annars staðar
báru störf hennar vott nákvæmni
og alúðar. Sú staðreynd hvað
þeim hjónum hélst einstaklega vel
á starfsfólki sínu ber gleggstan
vott um hvað vel rekið fyrirtæki
Holtsapótek var á þeim árum þeg-
ar þau réðu þar húsum.
Þegar ég heimsótti frænku mína
í síðasta sinn, nokkrum vikum fyr-
ir andlát hennar, lá hún í rúmi
sínu og svaf, öldruð kona og varla
þessa heims lengur. En hárið var
greitt og húðin slétt ekki síður en
á meðan hún stóð fyrir heimilis-
haldi og verslunarrekstri. Með
henni er nú horfinn einn þráðurinn
úr þeirri uppistöðu sem myndaði
nánustu fjölskyldu mína og dætra
minna. Við geymum og metum
minninguna um þessa góðu og
tryggu frænku okkar. Hvíli hún í
friði.
Svanhildur Kaaber.