Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 63

Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 63^ Subaru-sveitin Islandsmeistari BRIDS B r i d s h « 11 i n bönglabakka MASTERCARDMÓT Tíu sveitir t(5ku þátt í mótinu sem haldið var 19.-22. apríl 2000. SUBARU-sveitin sigraði í Mast- erCardmótinu, 10 sveita úrslita- keppni um Islandsmeistaratitilinn í brids sem lauk sl. laugardag. í sveit- inni spiluðu Jón Baldursson og Sig- urður Sverrisson auk landsliðs- mannanna Sverris Armannssonar, Aðalsteins Jörgensen og Matthíasar Þorvaldssonar. Það gekk á ýmsu í mótinu sem var skipað mjög sterkum spilurum. Sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands byrjaði mótið mjög vel og hafði forystu eftir 5 umferðir með 97,5 stig. Sveit Skelj- ungs var helzti keppinauturinn með 90 stig og Þrír Frakkar og Flugleiðir frakt með 80,5 stig og 80 stig. Sigur- vegarar mótsins voru þá meðal neðstu sveita með 66 stig og höfðu tapað þremur af fimm fyrstu leikjun- um. Það vakti og athygli að íslands- meistarar síðustu tveggja ára voru einnig neðarlega og höfðu einnig tapað þremur leikjum. I sjöttu umferð fór ýmislegt að gerast. Ferðaskrifstofa Vesturlands spilaði við íslensk verðbréf sem var skipuð spilurum að norðan og þar hittu þeir ofjarla sína og urðu að sætta sig við 4,5 stig úr úr viðureign- inni á meðan helzti keppinauturinn á þeirri stundu, sveit Skeljungs, fékk 24 stig á móti Selíyssingum og tók þar með afgerandi forystu í mótinu. Sveit Skeljungs hafði nú 114 stig en Ferðaskrifstofan 102. Fimm aðrar sveitir voru með í baráttunni með 90-95 stig en þeirra á meðal var Sub- aru-sveitin með 91. í sjöundu umferðinni gerði Skelj- ungur jafntefii á meðan Ferðaskrif- stofa Vesturlands og Subaru-sveitin sem loksins virtist hafa áttað sig á að setja í fjórhjóladrifið unnu sína leiki. í áttundu umferðinni spiluðu Skelj- ungur og ferðaskrifstofan saman. Þeim leik lauk með sigri Skeljungs 17,5-11,5 en á meðan saxaði sveit Subaru enn á forskot sveitanna og fyrir síðustu umferðina vai' staða efstu sveita þessi: Skeljungur 146,5 F erðaskrifstofa Vesturlands 138,5 Subaru-sveitin 138 Morgunblaðið/Amór íslandsmeistaramir í sveitakeppni árið 2000. Frá vinstri eru Sigurður Sverrisson, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson, Matthías Þorvaldsson og Aðalsteinn Jörgensen. Þröstur Ingimarsson og Sævar Þorbjömsson voru efstir í tvímenningsútreikningi mótsins og fengu að launum páskaegg. Þrír Frakkar 132,5 Samvinnuferðir/Landsýn 128 Fjórar sveitir áttu fræðilega möguleika á sigri í mótinu. Subaru- sveitin spilaði gegn sveit Landsban- kans á Selfossi sem mætti vængbrot- in til leiks þar sem þeirra sterkasti spilari, Sigtryggur Sigurðsson, gat ekki spilað vegna veikinda. Ferða- skrifstofa Vesturlands spilaði gegn Flugleiðum frakt, Samvinnuferðir/ Landsýn spiluðu við Þrjá Frakka og Skeljungur við Norðlendingana sem sýnt höfðu að þeir voru sýnd veiði en ekki gefin. Það var ljóst í hálfleik að mótinu var ekki lokið. Subaru-sveitin var yf- ir í sínum leik en Skeljungur og Ferðaskrifstofan undir. Þá var einn- ig svo komið að Þrír Frakkar voru einnig með í keppninni um titilinn. Reyndar kom fram hjá keppnis- stjóm að um tíma voru Þrír Frakkar í góðu sigurfæri í mótinu. Það kom svo í Ijós síðar að svo hafði ekki verið. Hins vegar færðist Subaru-sveitin nær titlinum við hvert spil sem lauk í mót- inu. Þegar örfá spil voru eftir treysti enginn í salnum sér til að spá um loka- úrslit og loftið var rafmagnað. Allt gekk Jóni Baldurs- syni og félögum hans í hag í lokaorr- ustunni og sigurinn var þeirra. Otrúleg lokastaða sem eng- inn sá fyrir eftir fjórðu umferð þessa skemmtilega móts. Lokastaðan varð annars þessi: Subaru-sveitin 160 Skeljungur 157,5 Ferðaskrifstofa Vesturlands 157,5 Þrír Frakkar 150,5 Jóhann Þorvarðarson 142 Samvinnuferðir/Landsýn 140 íslensk verðbréf 129,5 Flugleiðir frakt 114 íslandsbanki Selfossi 92 Nýherji 89 Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson, mótsstjóri Stefanía Skarphéðinsdóttir og tölvumeistari Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir. Gefin voru út 4 mótsblöð sem fyrr- nefndir aðilar höfðu umsjón með. I Butler-útreikningi mótsins sigr- uðu Sævar Þorbjörnsson og Þröstur Ingimai-sson, Jónas P. Erlingsson og Steinar Jónsson urðu í öðru sæti og Guðmundur Páll Amarson og Þor- lákur Jónsson þriðju. Arnór Ragnarsson. Arnar og Tómas sigra í áskorenda- flokki SKAK Félagsheimili TR SKÁKÞING ÍSLANDS: ÁSKORENDA-OG OPINNFLOKKUR 15.-23. apríl 2000 ARNAR E. Gunnarsson og Tó- mas Bjömsson urðu efstir í ás- korendaflokki á Skákþingi ís- lands sem haldið var um páskana. Með þessum árangri fengu þeir báðir réttindi til að taka þátt í landsliðsflokki Skákþings Is- lands, sem fram fer í haust. Ar- angur Arnars þarf ekki að koma á óvart, enda hefur hann teflt mikið að undanförnu og nær und- antekningalaust náð mjög góðum árangri. Tómas Björnsson hefur hins vegar teflt minna, en hann er fyrsti félagsmaður Grandrokk sem vinnur sér inn sæti í landsl- iðsflokki með frammistöðu sinni í áskorendaflokki. Stefán Krist- jánsson varð í þriðja sæti, vinn- ingi á eftir þeim Amari og Tóm- asi. Stefán hefur náð góðum árangri í áskorendaflokki undan- farin ár og sigraði t.d. í flokknum 1998. Röð efstu manna: 1.-2. Arnar E. Gunnarsson, Tómas Björnsson 7V4 v. 3. Stefán Kristjánsson 6‘/2 v. 4.-5. Davíð Kjartansson, Kjartan Guðmunds- son 6 v. 6.-9. Jón Árni Halldórs- son, Guðjón H. Valgarðsson, Ól- afur Kjartansson, Sævar Bjarnason 514 v. 10.-14. Sigurður P. Steindórss., Jóhann H. Ragn- arsson, Bjarni Magnússon, Grím- ur Daníelsson, Víðir S. Petersen 414 v. o.s.frv. Þegar litið er yfir þennan lista vekur góð frammi- staða þeirra Kjartans Guðmunds- sonar og Ólafs Kjartanssonar at- hygli. Þá er einnig gaman að sjá hversu góðum árangri Bjarni Magnússon, aldursforseti móts- ins, nær. Dræm þátttaka í mótinu olli vonbrigðum, en aðeins tóku 26 skákmenn þátt í því. Af þeim sök- um greip skákstjóri til þess ráðs að sameina áskorenda- og opinn flokk, en það hefur ekki verið gert áður. Færeyska meistaramótið Það er vinsælt að halda meist- aramót um páskana og Færey- ingar héldu vel sótt mót 15.-22. apríl. Alls tóku 58 skákmenn þátt í mótinu, þar af 10 í meistara- flokki. Þrír urðu jafnir og efstir í meistaraflokki: John Rodgaard, Flóvin Þór Næs og Torbjorn Thomsen. Þeir hlutu 614 vinning af 9 mögulegum. Þeir verða því að tefla til úrslita um meistara- titil Færeyja. Danska meistaramótið Danir héldu meistaramót sitt um páskana eins og venja er til. 337 skákmenn tóku þátt í mótinu í fjölmörgum flokkum, þar af tefldu 9 í landsliðsflokki, en Bent Larsen varð að hætta í mótinu vegna veikinda. Curt Hansen sigraði í landsliðsflokki og er því skákmeistari Danmerkur. Röð efstu manna í flokknum varð þessi: 1. Curt Hansen 6 v. 2. Peter Heine Nielsen 514 v. 3. -5. Lars Schandorff, Henrik Danielsen og Lars Bo Hansen 414 v. Karpov í Kína Eftir sigur Karpovs gegn Xie Jun dvaldist hann áfram í Kína og tefldi annað stutt einvígi. Að þessu sinni mætti hann kínverska stórmeistaranum Ye Jiangchuan (2.616). Tefldar voru fjórar skák- ir, tvær kappskákir og tvær at- skákir. Jafntefli varð í kappskák- unum, en Karpov vann báðar atskákirnar. Úrslitin urðu þvi 3-1, Karpov í vil. Skákmót á næstunni 28.4. Skemmtikvöld skák- áhugamanna 28.4. SA. 15-mín. mót 30.4. SÁ Fischer-klukkumót Daði Orn Jónsson SUÐLl R L ANDSÐRAUT 2 6 O 5 6Q 1950 TEPPABUÐIN 2 /r hdsindraðar, frostþolnar postulínsf lísar þykkt: 8,5 mm. 5 mismunandi litir. 30 x 30 & 20 x 20 sm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.