Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 67

Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 67 FRÉTTIR Skuldbindingum Ríó-ráðstefnunnar verði fylgt eftir PULLTRÚAR sveitarfélaga á ráð- stefnu staðardagskrárverkefnisins fyrir nokkru hafa sent frá sér eft- irfarandi ályktun: „Vinna við gerð Staðardagskrár 21 er liður í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun, sem byggir á samþykktum heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun í Ríó 1992. í ljósi þess beina fulltrúar sveitarfélaga á ráðstefnu íslenska staðardagskrárverkefnisins í Hafnarfirði 4. apríl 2000 þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórn- ar íslands að hún fylgi þessum skuldbindingum eftir í nánu sam- starfi við samtök sveitarfélaga, með myndarlegum stuðningi við þau sveitarfélög sem vinna að gerð Staðardagskrár 21. Þetta verði gert með eftirfarandi hætti: Tryggt verði fjármagn til að ráða starfsmann í framtíðarstarf við samræmingu, ráðgjöf og stuðn- ing við þau sveitarfélög sem vinna að gerð Staðardagskrár 21. Jafn- framt verði tryggt fjármagn til nauðsynlegs þróunar-, kynningar- og útgáfustarfs 1 tengslum við starfið. Kostnaður sveitarfélaga við gerð Staðardagskrár 21 verði tekinn sérstaklega fyrir í viðræðum um verkaskiptingu og tekjustofna rík- is og sveitarfélaga sem nú standa yfir. Stofnaður verði sérstakur sjóður til að veita styrki til sveitarfélaga vegna verkefna og fjárfestinga sem miða að því að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun. Sérstaklega verði tekið tillit til sérstöðu fámennra sveitarfélaga og þeirra vandkvæða sem þau eiga við að glíma við áætlunargerð til langs tíma. Veitt verði árleg viðurkenning, íslensku staðardagskrárverðlaun- in, til þess sveitarfélags sem best hefur unnið að gerð Staðardag- skrár 21. Jafnframt verði veittar viðurkenningar fyrir áhugaverð- ustu verkefnin sem unnið er að í anda Staðardagskrár 21. Lögð verði áhersla á að umsjón með gerð Staðardagskrár 21 er ekki aðeins verkefni ráðuneytis umhverfismála, heldur einnig ann- arra ráðuneyta. Stefnt verði að stofnun sérstakr- ar landsnefndar um sjálfbæra þró- un (NCSD) í samræmi við sam- þykktir Ríó-ráðstefnunnar. Stefnt verði að undirritun yfir- lýsingar UNEP um hreinni fram- leiðslutækni til að undirstrika enn frekar vilja stjórnvalda til að hafa fyrirbyggjandi aðgerðir að leiðar- ljósi við stefnumótun og áætlunar- gerð. Gerð Staðardagskrár 21 er ekki og getur aldrei verið átaksverk- efni, heldur er um að ræða heild- aráætlun um þróun samfélaga fram eftir 21. öldinni. Mikilvægi staðardagskrárstarfsins endur- speglast í þeirri staðreynd." Fræðafundur Lögfræðinga- félagsins LÖGFRÆÐINGAFÉ LAG íslands stendur fyrir fræðafundi miðviku- daginn 26. apríl nk. kl. 20.30. Fund- urinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. Fundarefni að þessu sinni er: Frumvarp til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og helstu breytingar frá gildandi rétti samkvæmt lögum nr. 121/1989. Framsögumenn verða: Páll Hreinsson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands og formaður Tölvu- nefndar, og Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Tölvunefndar. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og fyrii'spurnir. -----PM------- Fundur um átak gegn ofbeldi ALMENNUR félagsfundur Menn- ingar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna verður haldinn fimmtudag- inn 27. aprfl kl. 20 í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10 (bakhús). Þetta er fimmti fundurinn í fundaröðinni um Frið: Átak gegn ofbeldi. Gestur fundarins verður Konráð Kristjánsson, deildarstjóri á Innan- landsskrifstofu Rauða Kross Islands. Hann er verkefnisstjóri í verkefni Rauða Kross íslands sem nefnt hefur verið Átak gegn ofbeldi. Á fundinum mun Konráð kynna verkefnið en einnig fjalla um niðurstöður nýlegrar rannsóknar um ofbeldi og unglinga. Að lokinni framsögu verður boðið upp á almennar umræður. Kaffiveit- ingar. Öllum frjáls ókeypis aðgangur. I tilefni af 35 ára afmæli okkar ætlum við að bjóða 20% afslátt af öllum vörum í tvo daga í dag og á morgun. SKÓVERSLUN KÓPAV0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 1754 QUELLE. ! fflSLUN, DMVEGI2 : KOPAVOGLS: 564 2000 Enn betra verb Höfum lœkkaö verbin í öllum listum okkar vegna hagstœöara gengis! Þú fœrö ekki meira úrval, þýsk gœöi eru ótvírœö og veröiö enn betra! I tilefni sumarkomu Stór Space-byssa með 8 hljóðum og blikkandi Ijósum. Verð kr. 198. Fótboltasett, bolti, hanskar, pumpa. Verð kr. 798. Búðu til eigin hálsfesti og armbönd. Verð kr. 298. Vandað barnaþríhjól. Verð kr. 998. Kr. 198 Sippuband. Verð kr. 98. Garðsett. Verð kr. 98. Tennisspaðar + bolti. Verð kr. 398. KRINGLUNNI, s. 588 1010 LAUGAVEGI, s. 511 4141 KEFLAVÍK, s. 421 1736 Allar vörur í verslunum okkar eru frá kr. 198 til 998 KONFEKTMÓT páska- GGJAMÓJ PIPAR OG SALT MATARLITIR Póstsendum Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 1 Endurmenntun fyrir kennara Vor- og sumarnámskeidin hefjast 15. maí 1. Tölvugrunnur fyrir byrjendur (60 stundir) 2. Námskeið fyrir lengra komna (40 stundir) 3. Stök framhaldsnámskeið (20 stundir hvert) Hringdu núna í síma 561 6699 og fáðu nánari upplýsingar. l - Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28 ■ Sími 561 6699 tolvuskoli@tolvuskoli.is • www.tolvuskoli.is Horfðu til framtíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.