Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 68
68 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
Nú er tækifærið...
til að eignast ekta pels
Öðruvísi Ijós og klukkur Síðir leðurfrakkar
Handunnir dúkar og rúmteppi
Sófasett og þrjú borð á
aðeins kr. 157.000
Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
Sigurstjama
Aðalfundur
Samtaka um tónlistarhús verður haldinn
miðvikudaginn 3. maí nk. kl. 20.00 í
Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.
Dagskró samkvæmt félagslögum.
Stjórn Samtaka um tónlistarhús
BlOflex seguldýnur með
BlOflex segulbúnaði
Eigum fyrirliggjandi 12 sýningardýnur
sem við seljum með 10.000 kr. afslætti.
Upplýsingar og pantanir hjá i&d ehf.
í síma 588 2333 og 588 2334 í dag og á morgun.
Árið 2000
Veldu
^Jeit i n y a k ú s
mánaðarins
* * *
■m
■~k ^
og þú gætir unnið kvöldverð fyrir tvo!
_______________________________________________________
Sendist til:
Morgunblaðsins, merkt "Veitingahús mánaðarins''. Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Veitingahús mánaöarins er:
-k *
m
Nafn:
Kennitala:
Sími:
Heimilisfang:
Umsögn:
Wi
Einnig hægt aö velja á ieclandic-chefs.is Gildir út áriö 2000. Skilist fyrir 1. hvers mánaöar.
YK J AVÍ K
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ættleiðingar
barna
ÉG hreinlega get ekki
orða bundist vegna með-
ferðar Alþingis á máli sem
snertir mjög hagsmuni
barna. Það hefur verið
nánast ótrúlegt að fylgjast
með umfjöllun Alþingis
um ættleiðingar. Börnin
hafa hreinlega verið gerð
að skotspóni pólitískra
hagsmuna. Það hefur ekki
farið fram hjá þeim sem
fylgst hafa með meðferð
málsins að umræðan á Al-
þingi og annars staðar
hefur tekið hagsmuni
samkjmhneigðra fram yfir
hagsmuni barna. Málefna-
leg og fagleg umfjöllun
hefur verið nánast engin.
Fáir virðast hugsa dæmið
til enda og hugleiða lang-
tímaafleiðingar þess að
leyfa samkynhneigðum að
ættleiða börn. Einungis
,já“ aðilar hafa fengið að
fjalla um málið en þeir
sem eru á öndverðri skoð-
un hafa ekki fengið að tjá
sig um þetta viðkvæma en
alvarlega mál. Þeir eru
kallaðir fordómafullir og
vondir menn. Meira að
segja Alþingismenn leyfa
sér svona orðalag. Svona
málflutningur hlýtur að
vera merki um það að
menn hafa ekki sterkan
málstað. Mikið hefur verið
um rangar upplýsingar og
þær hafa oftast komið frá
hlutdrægum aðilum. Sú
fullyrðing hefur komið
fram að það sé ekki endi-
lega það besta fyrir börn
að alast upp hjá móður og
föður. Sannleikurinn er sá
að rannsóknir sýna að það
sé að öllu jöfnu best fyrir
þau að alast upp hjá móð-
ur og föður. Pagfólk veit
þetta fullvel, en hefur
samt þagað þunnu hljóði.
Krafan um ættleiðingu
samkynhneigðra hefur
ekki komið frá fulltrúum
hagsmuna barna heldur
öðrum hagsmunaaðilum.
Börn eru ekki vamingur
sem á að útdeila eftir ein-
hverju jafnréttissjónar-
miði. Þessi mál þurfa
miklu betri umfjöllun og
ég vona að alþingismenn
sjái sóma sinn í að með-
höndla þetta á réttum for-
sendum. Hér er um fram-
tíðarkynslóðir að ræða og
hugsanlegar afleiðingar
verður að skoða miklu ít-
arlegar.
Þ.M.S.
Rusl í Reykjavík
ÞAÐ er hræðilegt að sjá
þessa dagana hversu mik-
ið rusl er í borginni.
Plastpokar svífa um í
vindinum og bera við blá-
an himin og alls kyns
drasl liggur um alla borg.
Ég hef heyrt að kattaveið-
arnar frægu hafi kostað
borgina 3 milljónir. Ég
hef líka heyrt að kettirnir
hafi komið fárveikir heim
ofan af Kattholti. Er það
kannski vegna þess
hversu lengi þeir urðu að
dúsa í búrunum í kuldan-
um og frostinu í vetur?
Hefði ekki verið nær að
nota peningana til þess að
sópa göturnar. Göturnar
eru í mjög slæmu ásig-
komulagi og hafa verið
það lengi. Hornin á gang-
stéttarhellunum rísa upp
og er víða og einnig í mið-
bænum mikil slysahætta
af þessu. Ég vona að
borgin bregðist skjótt við
og lagi þetta sem allra
fyrst.
Sigrún.
Barnaefni
á réttum tíma
ÉG er 10 ára strákur og
ég vil gjarnan hafa barna-
efnið í Ríkissjónvarpinu á
réttum tíma. Fullorðna
fólkið vill hafa allt í röð og
reglu og mér finnst þetta
flokkast undir það. Mér
finnst alveg út í hött að
barnaefninu sé sleppt
vegna einhverra íþrótta,
s.s. handbolta, fótbolta
eða formúlu 1. Ég vona að
þetta verði tekið til
greina.
Með kveðju,
Daði Kristján
Vigfússon.
Tapað/fundið
Sérsmíðuð hálsfesti
týndist
HÁLSFESTI týndist í
Drápuhlíð, Kringlunni eða
Hafnarfirði á aðfangadag.
Þetta er sérsmíðaður
skartgripur, gróf keðja úr
brenndu silfri og niður úr
henni hanga þrjú men, tvö
gullmen með steini og eitt
úr brenndu silfri lagt
gulli. Hálsfestin hefur
mikið tilfinningalegt gildi
fyrir eigandann. Góð fund-
arlaun. Skilvis finnandi er
vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 552-
0054 eða 692-9140.
Svartar skíðabuxur
týndust á Andrésar
Andarleikunum
SVARTAR Ozon-skíða-
buxur skiluðu sér ekki of-
an úr starti eftir keppni
11 ára úr stórsvigi laugar-
daginn 15. apríl sl. Eiga-
ndinn heitir Valur og
keppir fyrir Víking og er
hugsanlegt að buxurnar
hafí farið með fötum ann-
arra liða. Þrátt fyrir ítrek-
aða leit fundust þær ekki.
Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 557-4478
eða 694-4886.
íþróttataska tekin í
misgripum
ÍÞRÓTTATASKA var
tekin í misgripum á Um-
ferðarmiðstöðinni í
Reykjavík fóstudagskvöld-
ið 14. apríl sl. I töskunni
voru barnaföt. Taskan var
merkt Dagur. Upplýsing-
ar í síma 566-7711 eða
töskunni skilað á Umferð-
armiðstöðina í Reykjavík.
í óskilum á háls-, nef
og eyrnadeild
REIÐSTÍGVÉL og
gullhringur eru í óskilum
á HNE Landsspítala,
Fossvogi. Upplýsingar í
síma 525-1375.
Dýrahald
Persneskur köttur
týndist
GOLDEN persneskur
inniköttur hvarf frá Ás-
vallagötu 6, Reykjavík, að-
faranótt miðvikudagsins
18. apríl sl. Hann er
eyrnamerktur. Upplýsing-
ar í síma 551-0696 eða
696-4596.
Nala er týnd
NALA er 4ra mánaða ljós
og dökk appelsínugul og
ofsalega kelin kisa. Hún
hvarf frá Ásvallagötu 59.
Ef þú hefur séð hana
vinsamlega hafðu sam-
band í síma 551-0655.
Hennar er sárt saknað.
Skotta týndist frá
Hólavallagötu
SVÖRT og hvít 6 mán.
læða með gráa hálsól og
rautt merkispjald týndist
sl. þriðjudag frá Hóla-
vallagötu 9. Þeir sem hafa
orðið hennar varir hafi
samband í síma 552-0375
eða 896-3351.
SKAK
IJmsjóii Helgi Áss
Grétarsson
í NÍTJÁNDA Reykjavík-
urskákmótinu tóku mörg
undrabörn þátt, bæði núver-
andi og fyrrverandi. Með-
fylgjandi staða er frá viður-
eign tveggja kynslóða slíkra
skákmanna, 16 ára rúss-
neska stórmeistarans Alex-
ander Grischuk, hvítt, (2581)
og enska stórmeistarans
Nigels Shorts (2683). Sá
fyrmefndi hafði með síðasta
leik sínum hugsað sér gott til
glóðarinnar þegar hann tók
riddara svarts á f5 með 32.
Hf6xf5 en ef svartur tekur
hrókinn til baka er hvítur
með pálmann í höndunum
eftir 33. Dxg3. Sá enski hafði
þó ráð undir rifi hverju og
neyddi andstæðing sinn til
uppgjafar eftir 32...Dxh3!+
þar sem eftir 33.gxh3 Hhxh3
er hvítur mát.
Svartur á leik
Víkverji skrifar...
BORGIN hefur komið illa undan
vetri, var boðskapur stjóm-
enda Reykjavíkurborgar fyrir
páskana. Var staðhæft að malbik
væri illa farið, ýmsar skemmdir
hefðu orðið vegna snjómoksturs og
annars rasks og mikið msl hefði
komið fram þegar snjóa leysti. Það
myndi kosta borgarsjóð milljónir
að færa þetta allt í samt lag.
Erfitt er að ráða við náttúmna
og við verðum að axla þá byrði að
búa á norðlægum slóðum og þurfa
að þola óþægindi og kostnað vegna
veðurfarsins að vetrarlagi. Víkverji
varpar hins vegar fram enn á ný til
umhugsunar hvort huga þurfi að
breytingum á notkun nagladekkja,
nú þegar bíleigendur em vonandi
allir sem einn búnir að skipta yfir á
mjúk og góð sumardekkin. Er það
ekki löngu ljóst að saltaustur og
nagladekk eiga mestan þátt í sliti á
malbikinu? Fýkur ekki svo og svo
mikið af götunum hreinlega burtu
vegna þess að naglar og salt róta
slitlaginu burtu? Getum við ekki
farið neina aðra leið en að nota
nagladekk í hálkunni? Yrði „allt
vitlaust“ ef við slepptum nagla-
dekkjunum alveg, borgin hætti að
salta götur og menn ækju þess í
stað hægar þá fáu morgna sem
nagladekkin kæmu virkilega í góð-
ar þarfir? Þetta þýddi að menn
yrðu að fara fyrr af stað á morgn-
ana og taka sér meiri tíma til að
komast leiðar sinnar þar sem um-
ferðin gengi væntanlega hægar
fyrir sig. Sjá tryggingafélög fyrir
sér stóraukið tjón ef þessi leið yrði
prófuð?
Það væri að minnsta kosti nógu
fróðlegt að gera tilraun og sjá
hvort það myndi breyta einhverju
varðandi viðhald gatna.
Og fyrst minnst var á trygginga-
félögin mætti líka varpa því fram
hvort þau geti ekki komið meira
fram varðandi ábendingar og for-
varnir í ýmsum málum. Þau hafa
tekið á ýmsum þáttum og jafnvel
stundað ýmsar rannsóknir og at-
huganir en Víkverji hefur grun um
að það hafi ekki farið mjög hátt og
slíkt starf kannski ekki verið svo
fyrirferðarmikið. Sjóvá-Almennar
hefur rekið klúbb fyrir unga öku-
menn sem er til fyrirmyndar. Þar
hefur verið fjallað um ýmsan vanda
sem við er að glíma í umferðinni og
ökumönnum veittar ýmsar ráðlegg-
ingar umfram það sem mögulegt
er í sjálfri ökukennslunni. Væri
ekki hugsanlegt að tryggingafélög
gerðu meira í þessum efnum?
Ymis vandamál hafa sprottið
upp sem tengjast Netinu og
notkun þess. Eitt þeirra sem nú
er til umræðu er notkun safna,
Þjóðminjasafns, Ljósmyndasafns
Reykjavíkur og slíkra aðila, á
myndum sem þau hafa í fórum
sínum. Má safn veita eða selja
hverjum sem er aðgang að slíkum
myndum? Má það selja aðgang að
sumum myndum en ekki öðrum?
Þarf að leita samþykkis þeirra
sem á myndunum eru? Þarf að
leita samþykkis ljósmyndarans,
hvort sem hann er atvinnumaður
eða áhugaljósmyndari? Þannig
mætti áfram spyrja. Fram hefur
komið að Tölvunefnd telur að fara
verði varlega með upplýsingar
sem þessar á Netinu þar sem
mannamyndir teljist til einkamál-
efna. Það virðist nokkuð réttsýnt
og í öllu falli hlýtur að þurfa að
fara varlega með slíkt efni og
varla rétt að bjóða almennan að-
gang að því á auðveldan hátt. Þeir
sem hins vegar vilja eða þurfa að-
gang að slíkum myndum og geta
sýnt fram á það með rökum, að-
standendur, viðkomandi menn eða
slíkir, hljóta að geta fengið þjón-
ustu hjá þessum aðilum.