Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 *___________________________ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur 200 BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUR SÍÐUSTU 50 ÁRA -5 J. M. Coetzee • »*tKor ») vv'o.tl*} ln t!» I Bara bók, enginn Booker Titill: Disgrace Höf.: J.M. Coetzee Útg.: Secker & Warburg Bókin er 220 blaðsíður. J.M. Coetzee hlaut Booker-verð- launin í annað skipti árið 1999 fyrir þessa skáldsögu sína. Aður hafði hann fengið þau fyrir bókina „Life & Times of Michaeí K“. Það er sjald- gæft að sami höfundur hljóti Booker tvisvar og því auðvelt að trúa því að „Disgrace“ sé algert „meistaraverk" eins og segir á kápunni. En svo er alls ekki. Disgrace nálgast það að vera jafn máttlaus og versta bók Ians McEwan, ,jMnsterdam“, sem hlaut Booker-verðlaunin 1998. Hinn tvífráskildi og miðaldra Dav- id Lurie kennir enska rómantík við háskóla í Cape Town. Hann er þreyttur á kennslunni, lífinu og um- fram allt sjálfum sér. Til að krydda tilveruna tekur hann upp leynilegt ástarsamband við einn nemenda sinna. Þegar það kemst upp er hann kallaður fyrir aganefnd skólans sem heimtar að hann biðjist afsökunar á öllu saman og iðrist opinberlega. Því neitar Lurie og er honum þá sagt upp störfum. Til að jafna sig flyst hann út í sveit til dóttur sinnar og byrjar að vinna sem sjálfboðaliði á dýraspítala. En þegar Lurie er að ná áttum á ný brjótast þrír blökkumenn , inn á býli dótturinnar og nauðga henni. I framhaldi af því súrnar sam- band feðginanna. Lurie reynir að sannfæra dóttur sína um að flytja í öruggara umhverfi, en hún neitar að yfírgefa býlið og sveitina. Hún lítur á sig sem gest í landi þeirra sem réðust inn á heimili hennar og að hún hafi verið að gjalda dýra leigu þegar henni var nauðgað. Lurie skilur ekki þetta sjónarmið. Og hver skilur það? Þótt söguþráðurinn sem slíkur sé alveg ágætur er svo margt annað að þessari bók. Persónan David Lurie er óspennandi dauðyfli sem erfitt er að hafa samúð með og dóttir hans er óskiljanlegur karakter. Fyrst og fremst vegna þess að Coetzee virðist eiga jafn erfitt og McEwan í Amster- dam með að skrifa kvenpersónur. Uppstillingin á ólíkum menningar- heimum hvítra og svartra fellur um sjálfa sig þegar blökkumennirpir þrír nauðga dótturinni. Tiðar tilvitn- anir bókmenntaprófessorsins Lurie í Byron eru tilgerðarlegar. Og þegar höfundurinn grípur til setninga eins og: „Omnis gens quaecumque se in se perficere vult“ á maður til að detta soldið út. Hinsvegar er J.M. Coetzee fágaður og flottur penni og andrúms- loftið í sögunni er nokkuð magnað. Þegar öllu er á botninn hvolft er ^þetta þó bara bók, enginn Booker. Eða kannski á Disgrace Booker- stimpilinn skilinn. Öll bókmennta- verðlaun eru varasamur heiður en Booker-verðlaunin eru beinlínis að verða vafasamur heiður. Coetzee kennir bókmenntir við háskóla í Cape Town og hefur sent frá sér átta skáldsögur og fímm ritgerðasöfn. Huldar Breiðfjörð Agatha Christie hefur ekki ver- ið talin með hclstu rithöfundum þó gríðarlegar vinsældir hennar séu verðskuldaðar. Isac Dinesen, sem íslendingar þekkja betur sem Karen Blixen, kemst á blað fyrir sögur sem skrifaðar voru fyrir 1950. Ralph Ellison lauk ekki við nema eina skáldsögu á langri starfsævi sinni, en hún komst réttilega á listann. Hverjir eru bestir? Það er til siðs að taka saman lista um hvaðeina nú um stundir og helst yfír þá sem skarað hafa fram úr á einu eða öðru sviði síðustu áratugi og árhundruð. Árni Matthíasson fletti bók með lista yfír 200 bestu ensku skáldsögur síðustu 50 ára og fannst fróðlegt að sjá hverjum væri sleppt, ekki síður en hverjir komust á blað. í ÆÐINU sem greip menn um allan heim er þeir héldu að ný öld væri í nánd komu út óteijandi listar yfir hvaðeina sem snýr að ti'mamótun- um. Á sfðasta ári og þarsíðasta voru þannig gefnir út tugir bóka með óteljandi listum yfir allt það markverðasta sem á daga mann- kyns hafði drifið að mati höfunda eða hópa gáfumanna. Sumir fóru aftur á móti svo fínt í hlutina að bækurnar og listarnir tengdust ekki beinlinis aldamótum eða ár- þúsundamótum og geta því nýst og haldið velli löngu eftir að æðið rennur af mönnum. í þeim hópi er bókin The Modern Library, sem er samantekt yfir 200 bestu bækur skrifaðar á ensku síðan 1950. Hylling bókmenntanna Höfundar bókarinnar, Carmen Callil og Colm Toibin, segja saman- tektina fyrst og fremst hyllingu bókmenntanna, enda séu þau fyrst og fremst áhugasöm um bók- menntir, en ekki bókmenntafræði. Bæði hafa þau þó bókmenntir að ævistarfi; Callil stofnaði á sfnum tíma Virago-útgáfuna, sem helguð er kvennabókmenntum, og var lengi útgáfustjóri Chatto & Wind- us, en Toibin er rithöfundur sem fengið hefur ágæta dóma fyrir verk sín. Þau Callil og Toibin segjast í inn- gangi að bókinni ekki síst vera að mæra ensku skáldsöguna og þróun hennar á sfðustu árum með bókinni og meðal annars vilji þau draga at- hygli manna að því hve konur hafi sótt í sig veðrið á því sviði og einn- ig hafi enskumælandi höfundar víða að úr fyrrum nýlendum Breta gerst atkvæðamiklir og áberandi. Það getur nærri að val í slíka samantekt sé umdeilt, ekki síður en að gera svo upp á milli skáld- sagna að segja að ein sé betri en önnur. Þegar upp er staðið hlýtur val sem þetta að vera meira og minna persónubundið og þau Callil og Toibin eru ekkert að skafa utan af því í formálanum, segja að end- anlegur listi hafi orðið til eftir langar deilur þeirra í millum og þannig eigi tveir rithöfundar tvær bækur á listanum þar sem þau hafí einfaldlega ekki getað komið sér saman um það hvora bókina ætti að velja. Rithöfundarnir sem um ræð- ir eru þeir V.S. Naipaul og Saul Bellow, en bækurnar A Bend in the River og A House for Mr. Biswas eftir þann fyrrnefnda, en sá síðar- nefndi á bækurnar The Adventur- es of Augie March og Herzog (ekki er getið um Seize the Day, sem Nóbelsverðlaunanefndin nefndi sérstaklega). í innganginum skýra þau og frá því að aðeins hafi komið til greina bækur sem gefnar voru út eftir 1950, en sleppa bókum sem skrif- aðar voru löngu fyrr, til að mynda Maurice eftir E.M. Forster sem þótti ekki siðleg fyrr en komið var fram á miðja öldina. Reyndar skriplar á skötu á nokkrum stöðum hvað þetta varðar, en þau kjósa greinilega að sjá í gegnum fingur sér með það sem fellur ekki að yfir- lýstri stefnu. Hvatning til lestrar í ljósi þess að bók þeirra Callils og Toibins er saman sett til að hvetja fólk til lestrar er ekki rétt að dæma hana of hart, þetta er allt til gamans gert, segja þau Callil og Toibin, en fróðlegt að líta yfir list- ann og sjá hvaða bókum þau hafa sleppt. Þau rökstyðja reyndar ekki nema að litlu leyti hvaða bækur fengu ekki að fljóta með en eflaust eru einhverjir slegnir yfir því að ekki hafi komist á listann til að mynda Hringadróttins saga eftir J. R.R. Tolkien, að því þau segja vegna þess að þau „kunnu ekki við hana“. Eins.er því farið með fjöl- margar sögur sem falla undir það sem kalla má vísindaskáldskap og ævintýri, til að mynda fær Phillip K. Dick ekki náð fyrir augum þeirra Callil og Toibins, en er þó talinn með merkum rithöfundum bandariskum, Thomas M. Dish kemst ekki á listann þrátt fyrir merkisrit sitt Camp Concentration, Mervyn Peake kemst ekki á blað þótt Gormenghast hafi komið út 1950 og Titus Alone 1959 og svo má telja. í inngangi segjast þau reyndar vísvitandi ekki hafa tekið með ævintýrabækur og hljómar sérkennilega í ljósi þess að Anne Rice kemst á blað með Interview with the Vampire. Fjölmargir rithöfundar merkir liggja óbættir hjá garði; ekkert rita Malcolms Lowrys er á listan- um, né heldur verk eftir John Barth og svo má telja. Víst er það alltaf smekksatriði hver á heima á listanum og hver ekki, en í Ijósi þess að meðal bestu bóka á ensku síðan 1950 að mati Callils og Toib- ins eru verk eftir Will Self, Agöthu Christie, Carl Hiaasen og Freder- ick Forsyth kvikna spurningar um gæðamatið. Minni eftirsjá er aftur á móti að höfundi eins og Paul Auster og fleiri tiskupennum seinni ára, en þess ber að geta að bækurnar 200 eru ekki nema 194; lesendum gefst kostur á að stinga upp á sex bókum til sem settar verða inn í kiljuútgáfu bókarinnar. Þrátt fyrir ýmsa galla á bók þeirra Callils og Toibins og á köfl- um gallaða röksemdafærslu verður þvi ekki neitað að bókin er býsna athyglisverð lesning fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af bók- menntum, gagnleg þeim sem enn eiga eftir að kafa í gróskumiklar bókmenntir síðustu áratuga og margur getur stytt sér stundir við að telja hversu margar bækur hann á ólesnar af listanum. Til gamans má svo tína til eftir- farandi bækur af listanum sem hægur leikur ætti að vera að kom- ast yfir: A Murder is Announced: Agatha Christie.Nothing: Henry Green, The Ballad of the Sad Café:Carson McCullers, The Catcher in the Rye:J.D. Salinger.Invisible Man: Ralph Ellison, East of Eden: John Steinbeck, The Adventures of Aug- ie Marsh / Herzog: Saul Bell- ow.MolIy þrfieikurinn: Samuel Beckett, On the Road: Jack Kerou- ac, Naked Lunch: William Burr- oughs, To Kill a Mockingbird: Harper Lee, Catch-22: Joseph Hell- er, Ship of Fools: Katherine Anne Porter, The Bell Jar: Sylvia Plath, The Interpreters: Woyle Soyinka, The Godfather: Mario Puzo, St. Urbain’s Horseman: Mordecai Richler, Gravity’s Rainbow: Thom- as Pynchon, Ragtime: E.L. Doctor- ow, The Human Factor: Graham Greene, Earthly Powers: Anthony Burgess, Puffball: Fay Weldon, Red Dragon: Thomas Harris, Emp- ire of the Sun: J.G. Ballard, Flau- berts Parrot: John Barnes, Double Whammy: Carl Hiaasen, Beloved: Toni Morrison, Oscar and Lucinda- :Peter Carey, The Bonfire of the Vanities: Tom Wolfe, Possession: A.S. Byatt, Get Shorty: Elmore Leonard, American Psycho: Bret Easton Ellis, Trainspotting: Irwine Welsh, Original Sin:P.D. James, Last Orders;: Graham Swift, Und- erworld: Don DeLillo Forvitnilegar bækur Veröld sem var The Good Companions, skáldsaga eftir J.B. Priestley. Penguin- útgáfan breska gefur út á kilju 1962, en bókin kom fyrst út 1929.618 síðna kilja sem kostaði um 150 kr. á fomsölu. JOHN Boynton Priestley var mikil- virkur rithöfundur og skrifaði verk í flestum greinum bókmenntanna. Hér á landi var hann þekktastur fyr- ir leikrit sín á árunum eftir stríð og fram á sjötta áratuginn þótt fáir eða enginn muni eftir honum í dag, en einnig var eitthvað þýtt eftir hann af skáldverkum. Hann var talsmaður alþýðunnar og skrásetjari og með veigamestu verkum hans er bókin The Good Companions sem kom fyrst út 1929. The Good Companions segir sögu þriggja ólíkra einstaklinga sem ör- lögin leiða saman. Fyrsta er fræga að telja frönken Trant, sem erfir eft- ir föður sinn nokkurt fé, Jess Oa- kroyd, verkamann í Jórvíkurskíri, og Inigo Jollifant, sem er kennari í heimavistarskóla. Þau eiga öll við sín vandamál að etja, fröken Trant er á góðri leið með að verða mygluð pip- armey, Oakroyd fer halloka fyrir konu sinni og flysjungssyni og Jollif- ant er stefnulaus sveimhugi sem er á leið í líf sem hann ekki kann að meta. Fyrir ólíkar tilviljanir hittast þau í smábænum Rawlsey og slást í för með fjöllistaflokknum The Dinky Doos. Ekki er unnt að rekja söguþráðinn frekar, enda bókin rúmar 600 síður með smáu letri. Besti hluti hennar segir frá aðdraganda þess að þau Trant, Oakroyd og Jollifant hittast, enda gefur hann frábæra mynd af Englandi sem er löngu horfið. Sér- staklega er fengur í frásögninni af verkamanninum Oakroyd, því nóg er til af frásögnum af flysjungum og piparjúnkum. Myndin sem Priestley dregur upp af Bruddersford í Jór- víkurskíri, sem gestkomandi kalla víst gjarnan Shuddersford, er lifandi og skemmtileg og virkar sönn, ekki síst fyrir þá sem komið hafa í gamla náma- og verksmiðjubæi í Bretlandi. Mest dýpt er einnig í þeirri sögu, ekki síst í lýsingu á samskiptum Oa- kroyds og konu hans, sem nær list- rænum hápunkti þegar hann heim- sækir hana á sjúkrahús þar sem hún liggur fyrir dauðanum. Eftir það er aftur á móti eins og Priestley missi nokkuð áhugann á sögupersónu sinni því hún verður smám saman að teiknimyndafígúru. The Good Companions, sem dreg- ur reyndar nafn sitt af leikhópnum sem verður til upp úr kynnum þeirra Trants, Oakroyds og Jollifants og Dinky Doos, var langvinsælasta bók Priestleys og varla nema von því hún er bráðskemmtileg aflestrar og æv- intýraleg á köflum. Líkt og margar góðar bækur aðrar er hún ekki síst merkileg fvrir þá mynd sem hún dregur upp af breyttum þjóðfélags- háttum, af veröld sem var, og því dýrmæt heimild. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.