Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 80
Heimavörn
Sími: 580 7000
Drögum næst
10. maí
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RI7SW@MSi.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl I
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Góð karfa-
veiði á
Reykja-
neshrygg
MIKILL fjöldi skipa er nú á úthafsk-
arfaveiðum á Reykjaneshrygg. í gær
voru 35 erlend togskip að veiðum á
litlu svæði við landhelgislínuna og
var bekkurinn þröngt setinn eins og
sjá má á meðfylgjandi mynd.
Þá voru 18 íslenskir togarar að
veiðum um 10 sjómflur innan 200
mflna landhelginnar og voru afla-
brögð góð, allt upp í 30 tonn í hali eft-
ir 10 tíma tog.
Islenskum skipum er heimilt að
veiða 45.000 tonn af karfa á Reykja-
neshrygg á þessu án, eða sama magn
og í fyrra. Kvóti íslendinga er nú
tvískiptur, veiða má 13.000 tonn ofan
• ' 500 metra dýpis en 32.000 tonn neð-
ar. Að sögn Braga Olafssonar, stýri-
manns á frystitogaranum Snorra
Sturlusyni RE, hefur aflinn nú aðal-
lega fengist fyrir neðan 500 metra.
■ Mokveiði/B4
♦ ♦ ♦
7,3 millj-
. arða samn-
ingur X18
ÍSLENSKA skófyrirtækið X18 hef-
ur gert 7,3 milljarða króna sölu-
samning til tíu ára við bandaríska
dreifingarfyrirtækið New York
Transit. Mun félagið dreifa skóm frá
X18 í fjölda skó- og tískuverslana og
helstu verslunarkeðjur í Bandaríkj-
unum, s.s. Mac/s, Bloomingdales og
Nordstrom. Samningurinn þýðir að
á Bandaríkjamarkaði verður alls selt
á aðra mflíjón skópara sem merkt
verða X18 Reykjavík.
X18 hannar yfir 40 gerðir af skóm
sem eru framleiddir í Kína. Skór frá
fyrirtækinu eru nú seldir í 34 löndum
«34 5 heimsálfum, meðal annars í 1.100
verslunum í Bretlandi, 69 verslunum
í Hong Kong og 40 í Danmörku.
■ íslenskir skór/24
-------♦-♦-♦-------
Ekið á pilt
við Sólheima
UNGUR pfltur slasaðist á höfði er
hann varð fyrir bfl við Sólheima í
gærkvöld. Ekki var ijóst seint í gær-
kvöld hversu alvarlegir áverkarnir eru.
Að sögn lögreglu var hópur ung-
menna staddur á bflastæði við Sól-
heima 23 þegar slysið varð og var farið
með átta þeirra, ásamt bflstjóranum og
farþega, á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi, þar sem þeim var veitt
áfallahjálp.
Morgunblaðið/Gæslan
Yfir firnmtíu fiskiskip, innlend og erlend, eru nú á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg, ýmist innan eða rétt utan við íslensku landhelgislínuna.
Avöxtunarkrafa húsbrefa hefur hækkað mikið f vetur
Húsbréf úr yfírverði í
7-9% afföll á einu ári
ÁVÖXTUNARKRAFA (markaðs-
vextir) húsbréfa hefur hækkað um-
talsvert á undanfömum mánuðum
og veruleg afföll eru nú af bréfunum
í stað yfirverðs sem fékkst fyrir bréf-
in á seinasta ári. Á einu ári hefur
ávöxtunarkrafan hækkað úr 4,4% í
aprfl í fyrra í 5,4% í dag, eða um 100
punkta. Á sama tíma hefur þróun
ávöxtunarkröfunnar leitt til þess að í
stað 4% til 7% yfirverðs á bréfunum
fyrir ári eru afföll þeirra nú 7% til
9%, en afföll myndast þegar ávöxt-
unarkrafa er hærri en nafnvextir
bréfanna.
Lífeyrissjóðir hafa sýnt
meiri áhuga á hlutabréfum
Ávöxtunarkrafa húsbréfa getur
haft mikil áhrif á fasteignamarkaðn-
um þar sem hún ræður afföllunum
og gengi húsbréfa. Friðrik Nikulás-
son, sjóðstjóri hjá Landsbréfum hf.,
segir að ástæðan fyrir hækkandi
ávöxtunarkröfu húsbréfa sé sú að lít-
il spurn hafi verið eftir húsbréfum til
lengri tíma á markaðnum og við-
skipti þar af leiðandi ekki verið mikfl.
Lífeyrissjóðir hafi beint sjónum sín-
um að innlendum og erlendum hluta-
bréfum sem hafi gefið góða ávöxtun.
„Gera má ráð fyrir að fjárfestar
haldi áfram að fjárfesta í innlendum
og erlendum hlutabréfum svo lengi
sem ávöxtun verður góð. Ef óvissa
eykst og hlutabréf lækka í verði í
lengri tíma má gera ráð fyrir aukn-
um áhuga á skuldabréfum til lengri
tíma og þá lækkar ávöxtunarkrafan
og afföll minnka. I snöggri niður-
sveiflu á hlutabréfamarkaði sem
varð fyrir páska mátti strax greina
aukinn áhuga fjárfesta á skuldabréf-
Þróun ávöxtunarkröfu
25 og 40 ára húsbréfa
frá áramótunum 1998/99
OES. JAN. FEB. MAR. APR. MAÍ JÚN. JUL. ÁGÚ. SEP. 0KT. NÚV. DES. JAN. FEB. MAR. APR. MAl
um. Ef ávöxtun á hlutabréfamarkaði og óbreyttu ástandi á skuldabréfa-
helst aftur á móti áfram góð má markaði," segir Friðrik.
áfram gera ráð fyrir lítilli eftirspurn í mánaðarskýrslu FBA fyrir apríl-
mánuð segir að fara þurfi aftur til
fyrri hluta ársins 1997 til að finna
svipað vaxtastig á húsbréfamarkaðn-
um og nú er. Veruleg breyting hafi
orðið á fjármagnskostnaði einstakl-
inga vegna kaupa á íbúðarhúsnæði á
rúmu ári og ætti þessi aukni fjár-
magnskostnaður að slá á eftirspum á
fasteignamarkaðnum, sem hafi verið
mjög þaninn að undanförnu.
Friðrik segir að eftir verulega
hækkun ávöxtunarkröfu húsbréfa á
undanförnum mánuðum hafi hún
staðið nokkurn veginn í stað síðustu
daga og vikur og gerir hann ekki ráð
fyrir að ávöxtunarkrafan breytist á
allra næstu vikum frá því sem hún er
nú.
Aðspurður segist Friðrik ekki eiga
von á að aukinn fjármagnskostnaður
og meiri afföll af húsbréfum slái að
neinu ráði á þá miklu spum sem er
eftir húsnæði í Reykjavík.
Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM
ÞU ERT
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR, lyftir íslands-
bikarnum í körfuknattleik eftir sigurinn á Grindavík.
Morgunblaðið/Jim Smart
Halldór Ingólfsson, Petr Baumruk og Magnús Sig-
mundsson fagna sigri Hauka.
Tímamótasigrar KR og Hauka
KR-ingar rufu f gærkvöld ára-
tugar einokun Suðurnesjaliða á
íslandsbikar karla f körfuknatt-
leik, þegar þeir unnu öruggan sig-
ur á Grindavík, 83:63, í fjórða úr-
slitaleik liðanna í KR-heimilinu.
KR varð síðast íslandsmeistari ár-
ið 1990 en sfðan þá hafði ekkert
lið utan Suðumesja hreppt titilinn.
I fyrrakvöld var bundinn endi á
enn lengri bið eftir stórum titli
þegar Haukar sigruðu Fram í
fjórða úrslitaleik liðanna um Is-
landsbikar karla f handknattleik.
Haukar urðu þar með Islands-
meistarar í fyrsta skipti síðan
1943, en þá sigruðu þeir á íslands-
móti sem haldið var f fþróttahúsi
Jóns Þorsteinssonar.
■ íþróttir/C-blað