Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dýrðin, dýrðin VORBOÐARNIR birtast hver af öðrum. Hefur nú sést til margra al- gengustu farfuglategundanna. Meðal vorboðanna er heiðlóan, ein- kennisfugl íslensks þurrlendis. „Dýrðin, dýrðin,“ hinn þekkti söng- ur lóunnar um varptímann, fer bráðum að heyrast. Myndin var tek- in í gær af önnum kafinni lóu í Vest- mannaeyjum. Námsmannahreyfíngarnar gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á útlánareglum Segja námslán tekjuhárra hækka meira en tekjulágra TIL stendur að breyta úthlutun- meðan tekjulitlir námsmenn sitja arreglum Lánasjóðs íslenskra eftir. Þetta kemur fram í frétta- námsmanna á þann hátt að náms- tilkynningu frá námsmanna- lán tekjuhárra munu hækka á hreyfingunum á íslandi; Banda- Morgunblaðið/Sigurgeir Frjálslyndi flokkurinn skrifar útvarpsstjóra vegna Kastljóssins lagi íslenskra sérskólanema, Iðnnemasambandi íslands og Stúdentaráði HÍ. Stjórnarfor- maður LÍN segir að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum. I fréttatilkynningu námsmann- anna segir að stjórnarmeirihluti LÍN hafí lýst því yfír að við árlega endurskoðun úthlutunarreglna eigi, auk venjubundinnar vísitölu- hækkunar lána, að lækka skerð- ingarhlutfall lána úr 50% í 40%. „Aætlað er að sú lækkun kosti sjóðinn 130 milljónir en breytingin skilar sér fyrst og fremst til tekju- hærri einstaklinga og tekjulægstu lánþegar fá enga hækkun umfram vísitölu. Þessari ráðstöfun útlánaaukn- ingarinnar mótmæla námsmanna- hreyfingarnar harðlega og vilja að hún verði notuð til að hækka grunnframfærsluna sem skilar sér jafnt til allra,“ segir í fréttatil- kynningunni. Stjórnarformaður undrandi á vinnubrögðum námsmanna Samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningunni ætla náms- mannahreyfingarnar að berjast hart fyrir því að þessar 130 millj- ónir verði frekar notaðar í hækkun grunnframfærslu. Ætlunin er að námsmenn gangi á fund mennta- málaráðherra um leið og hann kemur til landsins og treysta þeir á að hann fallist ekki á tillögur stjórnarmeirihluta LÍN. Gunnar I. Birgisson, stjórnar- formaður LÍN, sagði að þessi mál væru ennþá til umræðu í stjórn- inni í trúnaði, og vildi því ekki tjá sig um hugsanlegar breytingar á þessu stigi málsins. Hann sagðist vera undrandi á fréttatilkynningu námsmanna og gagnrýndi þau vinnubrögð. „Það kemur mér mjög á óvart að námsmannahreyfingarnar skuli vera að gefa út fréttatilkynningu um þetta mál, því það er ekki búið að afgreiða það á neinn hátt. Það eru bara ýmsar skoðanir uppi. Ef það er þeirra aðferð til að koma sínum málum á framfæri, þá mega þeir það. Við erum bara að ræða þetta okkar á milli. Þetta kemur mér mjög á óvart og ég tel þetta mjög óvönduð vinnubrögð og námsmönnum ekki til framdrátt- RIJV biðjist opin- berlega afsökunar FRJÁLSLYNDI flokkurinn krefst þess að Ríkisútvarpið biðjist þegar í stað opinberlega afsökunar á því að boða ekki formann þingflokks- ins í Kastljósið síðastliðinn mið- vikudag, ella neyðist flokkurinn til að leita réttar síns með tiltækum ráðum. Krafan er sett fram í bréfi sem Sverrir Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins, ritaði Markúsi Erni Antonssyni útvarps- stjóra í gær og var afrit sent for- manni útvarpsráðs. „Frjálslyndi flokkurinn sér ekki ástæðu til þess að þetta fyrirtæki í eigu allra landsmanna brjóti á honum lög. Það gerir það ský- laust,“ segir Sverrir í samtali við Morgunblaðið. í bréfi hans er vís- að til 15. greinar laga um Ríkisút- varpið þar sem segir í 2. mgr. að Ríkisútvarpið skuli halda 1 heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og að það skuli gæta fyllstu óhlut- drægni í frásögn, túlkun og dag- skrárgerð. í umræddum Kastljósþætti voru boðaðir formenn fjögurra þing- flokka, allra annarra en Frjáls- lynda flokksins, og þess heldur ekki getið að þingflokkarnir væru fimm. „I þessum Kastljósþætti var rætt um stöðu mála á vettvangi stjórnmálanna og bar hæst ut- andagskrárumræðu um stjórn fiskveiða sem fram fór þennan dag að frumkvæði Frjálslynda flokks- ins og því enn furðulegra að for- manni þingflokksins væri vísvit- andi haldið frá þættinum," segir í bréfinu. „Það eru brotin á okkur lög og við munum sækja málið hiklaust því það er með ólíkindum þetta framferði,“ segir Sven-ir. Góður árangur ungra dansara í Blackpool Blackpool. Morgunblaðið. GENGI íslensku keppendanna í alþjóðlegri danskeppni barna og unglinga í Blackpool hefur verið gott og þau Ásta Bjarna- dóttir og Þorleifur Einarsson, sem sigruðu fyrsta keppnisdag- inn í jive 11 ára og yngri, hafa komist í úrslit bæði í keppni í vínarvölsum og suður-amerísk- um dönsum. I vinarvölsum lentu þau að lokum í fjórða sæti og í gær urðu þau í fimmta sæti í suður- amerískum dönsum. Annað ís- lenskt par komst þá einnig í 25 para úrslit, en það voru þau Björn Einar Björnsson og Her- dís Helga Arnalds. Alls voru 70 pör skráð til leiks víðs vegar að úr heiminum og lentu rúss- nesk pör í fyrsta og öðru sæti. Keppnin er ein sterkasta danskeppni barna og unglinga í heiminum og eru Islending- arnir í skýjunum yfir góðum árangri, enda hefur fslensku keppendunum öllum gengið mjög vel, þó að Ásta og Þor- leifur séu eina parið sem unnið hefur til verðlauna. Samgönguráðherra um úthlutun leyfa til að reka nýjar farsímarásir STURLA Böðvarsson samgöngur- áðherra segir það liggja fyrir að ríkisstjórnin þurfi að taka afstöðu til þess hvaða aðferð eigi að nota við úthlutun á leyfum til að reka nýja kynslóð farsímakerfa hér á landi. Greint var frá því í Morgunblað- inu í gær að breska ríkisstjórnin hefði nýlega lokið við að bjóða út leyfí til að reka nýja tegund af fars- ímarásum í Bretlandi en þær bjóða m.a. upp á margfalda gagnaflutn- ingsþjónustu og aukna vefþjónustu. Ríkisstjórnin þarf fljót- lega að taka afstöðu Sturla segir að það komi vel til greina að skoða þá leið sem Bretar hafi valið í þessum efnum, þ.e. að bjóða út farsímarásirnar, en hann segir einnig koma til greina að fara þá leið sem byggist eins og hann orðar það á „eins konar fegurðar- samkeppni", þ.e. samkeppni um það hver bjóði besta kerfið og mestu þjónustuna. „Ég hef ekki tekið neina afstöðu til þess hvora leiðina eigi að velja en tel að við þurfum að gera það fljótlega því innan tíðar stöndum við frammi fyrir því að símafyrirtæki muni sækja um þessi leyfi,“ segir hann. „Hins vegar er alveg Ijóst að með því að bjóða þetta upp og taka inn tekjur í ríkissjóð frá símafyrirtækj- unum erum við að innheimta í ríkis- sjóð tilteknar fjárhæðir sem neyt- endur verða þá að greiða. Það er að mínu mati mikið umhugsunarefni hvort ríkið eigi með þeim hætti að skattleggja farsímanotkunina því símafyrirtækin geta ekki annað en sett það út í verðlagið á sinni þjón- ustu ef ríkissjóður selur þessi leyfi mjög háu verði.“ mMMMí LESBÖK ÁLAUGARDÖGUM Með Morgun- blaðinu í dager dreift blaði frá Tali, „Tal- Gleðilegt sumar". Keith Vassell leikmaður Íslandsmótsins/Cl Viðtal við Arnar Gunn- laugsson hjá Stoke/ C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.