Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARÐAGUR 29. APRÍL 2000 33 Grill, grillmatur og garðhúsgögn Ending' grilla allt að 15 ár með réttri meðhöndlun Nú er sólin farin að skína og fólk farið að huga að því að taka fram grillið og koma lagi á garðhúsgögnin eftir veturinn. Hrönn Indriðadóttir komst að því að með réttri meðhöndlun er hægt að lengja endinffu grilla upp í fímmtán ár. „TIL AÐ viðhalda gas- grillinu þarf að fjar- lægja allt sem laust er, bursta vel með sérstök- um grillbursta og þrífa þannig grindina eftir hverja notkun,“ segir Guðrún Póra Hjalta- dóttir, framkvæmda- stjóri Leiðbeiningar- stöðvar heimilanna. Guðrún Þóra segir nauðsynlegt að breiða yfir grillið því annars vilji það grána fljótt. Þá segir hún gott að þrífa það fyrir geymslu á haustin og ekki geyma það úti yfir vet- urinn. „Það er til sér- stakt hreinsiefni í úða- brúsum sem hægt er að nota en ég mæli með hreinni sápu og að láta hana liggja aðeins á grillinu og bursta síð- an. Til að halda grillinu fallegu þarf að þrífa það reglulega og þá er gott að hita það upp fyrst til að bræða fit- una,“ segir Guðrún Þóra. Innandyra yfir vetrartímann Viðarhúsgögn er mörg hver lökkuð og þvegin með sápuvatni. Ef þau eru fúavarin er gott að bera á þau fúavörn. Guðrún Þóra segir að garðhús- gögn séu oft úr plasti og þau sé best að þvo með sápuvatni, það er að segja ef þau eru ekki fokin burt í íslenskri veðráttu. „Viðarhús- gögn eru mörg hver lökkuð og þvegin með sápuvatni. Ef þau eru fúavarin er gott að bera á þau fúa- vörn. Það er eins með garðhús- gögnin og grillin, ef þau eru geymd úti allan veturinn er ekki hægt að búast við góðri endingu,“ segir Guðrún Þóra. „Við ráðleggjum fólki að setja tekkolíu, viðarolíu eða fúavörn á húsgögnin," segir Einar Loftsson, málarameistari. „Það er í raun nóg að gera þetta vel einu sinni á ári og þá einmitt á þessum tíma. Ef viðurinn er farinn að grána þá þarf að slípa garðhúsgögnin með sandpappír og setja síðan vörnina yfir eftir það,“ segir Einar. „Fólk kemur töluvert hingað í verslunina til okkar og leitar ráða í sambandi við gömlu grill- in,“ segir Agúst Haukur Jónsson, innkaupamaður hjá Byko, þegar hann er spurður hvort viðskipta- vinir leiti ráða um með- höndlun grilla. „Við ráð- leggjum fólki fyrst og fremst að athuga með brennara eftir 3 til 5 ár. Við hvetjum fólk til að pússa grillin vel og mála þau síðan með hitaþolinni málningu ef þess þarf. Ef eitthvað hefur skemmst eins og neistakveikjur, hnappar eða annað þá er hægt að nálgast varahluti. Yfirbreiðsla eykur síðan endingu grillsins," segir Ágúst. Rjúkandi sala á grillum Að sögn Ágústs er end- ingartími grillanna mis- jafn, hann fer eftir notkun og meðferð hverju sinni. „Endingin á grillum er allt frá 5 árum og upp í 15 ár. Þetta fer allt eftir með- ferðinni og ef grillin eru til dæmis skilin eftir úti yfir veturinn er endingartím- inn mun styttri. Það var örlítill samdrátt- ur í sölu grilla í fyrra sem má rekja til þess að suma- rið var ekki mjög gott en það sem af er sumars núna þá hafa grillin rokið út enda veður til að grilla. Við erum með sérstakt tilboð um þessar mundir í samstarfi við Olís og bjóðum þá samsett grill með gasi og kúti, heimkeyrslu, kennslu Leikföng á læknastof- um bakteríumenguð London. Morgunblaðið. BIÐSTOFUR á læknamiðstöðv- um eru flestar fullar af leikföng- um og bókum til þess að dreifa huga yngstu sjúklinganna meðan þeir bíða eftir lækninum. Því miður reynast þessi leikföng ekki einungis barnvæn, heldur einnig bakteríuvæn. Samkvæmt niðurstöðum rann- Nýtt Plastspaðar í fréttatilkynningu frá heildsölunni Keimpex segir að hafin sé sala á Renzi-plastspöðum. Spaðarnir eru notaðir til að hreinsa upp úr eldhús- vöskum þar sem safnast fyrir afgan- gar þegar skolað er af diskum og öðru leirtaui. Spaðarnir eru framleiddir í Sví- þjóð og fást í þremur litum, rauðum, hvítum og bláum. Dreifing er í höndum 11-11-versl- ananna. sókna skosks heimilislæknis, Ian McKay, sem birtar voru í Scott- ish Medical Journal fyrir skömmu, eru 30% mjúkra leik- fanga og 5% harðra leikfanga menguð af bakteríum eftir aðeins einn dag á annasamri læknabið- stofu. Börn smitast frá leikföngum Stór hluti bakteríanna reynd- ust vera frá meltingarfærum, sem geta valdið niðurgangi eða uppköstum, útbrotum eða sýk- ingu í sárum. Einnig er mögulegt að börn smitist af leikföngunum af svokölluðum sjúkrahúsabakt- eríum, sem eru ónæmar gegn lyfjum. Eina leiðin til þess að losa bið- stofuna við bakteríurnar á leik- föngunum er með því að brenna þau eins og þau leggja sig, eða að sótthreinsa hvert einasta leikfang eftir að barn hefur leikið sér að því, en eins og McKay bendir réttilega á, er það sjálfsagt óvinnandi verk. Nýtt Pakkinn lætur vita af sér DHL hraðsendingarþjónusta býðm1 nú upp á nýja þjónustu sem felst í því að sá sem á von á sendingu, sem flutt er á veg- um fyrirtækis- ins, fær upplýs- ingar í gegnum SMS-skilaboð í GSM-síma um það hvar send- ingin er stödd hverju sinni. Viðtakandinn slær inn farmbréfs- númer sendingarinnar sem SMS- skilaboð og sendir í SMS-þjónustu- númer DHL. Nýjustu upplýsingar um staðsetningu pakkans berast til baka að stuttum tíma liðnum. SMS- þjónusta DHL er gjaldfrjáls fyrir utan hvað viðskiptavinurinn greiðir íyrir SMS-skeytið. SMS-þjónustunúmer DHL er 00 44 77 20 33 44 55, og gildir einu hvar í heimi hér viðskiptavinurinn er staddur þegar hann hringir. ' Morgunblaðið/Sverrir Til að halda grillinu fallegu þarf að þrífa það reglulega. á grillið og losum fólk við gamla grillið, fólki að kostnaðarlausu, sé þess óskað,“ segir Ágúst. Gott á grillið „Um þessar mundir fer fólk að huga að grillunum sem allflest hafa ekki verið notuð síðan síðasta haust,“ segir Ingvar Sigurðsson, matreiðslumeistari hjá Argentínu steikhúsi. „Reyndar finnst mér að fólk ætti að gera meira af því að grilla þótt það sé hávetur, það er ekkert sem hindrar að grilla að vetri til ef veðrið er gott. Ein af fyrstu uppskriftunum sem ég dusta rykið af þegar fer að vora er uppáhalds kjúklingarétt- urinn minn úr indverska eldhús- inu, kjúklingurinn „Tikka.“ Ein- hvernveginn finnst mér vera svolítið sumar í þessum rétti, kannski er það bara þetta út- lenska bragð sem minnir mig á sumar og sól,“ segir Ingvar. Kjúklingur „Tikko" (ætlað 4) 800 gr beinlausar kjúklingabringur 1 rauðlaukur ____________I pgprika_____________ ____________Marinering:___________ _________I dós hrein jógúri_______ 1 /2 dl tómalmauk 2 msk, Madras-karrý (eðg annað ____________sterkt kgrrý)____________ 1 1/2 tsk. sterkt paprikuduft __________I tsk. hvítvínsedik________ 1 /2 tsk, salt__________ 1 /2 tsk. svartur pipar úr kvörn Blandið marineringunni saman í skál og skerið kjúklingabring- urnar í u.þ.b. 50 gr. bita og látið liggja í marineringunni í 2-3 tíma í kæli. Takið þá bringurnar upp og þerrið vel. Skerið paprikuna og rauðlaukinn í bita sem eru svipað- ir þvermáli kjúklingabitanna og þræðið til skiptis upp á teina ásamt kjúklingnum. Penslið með olíu og grillið við meðalhita í 10 til 15 mínútur eða uns kjúklingurinn er gegnsteiktur. Mjög gott er að kreista safa úr sítrónu yfir kjúk- lingaspjótin þegar þau eru að verða tilbúin á grillinu. Berið fram með sterkri chilisósu, kryddgrjón- um og indversku gúrkusalati (ra- ita). • Til að halda grillinu fallegu þarf aó þrífa það reglulega og þá er gott að hita það upp fyrst til að bræða fituna. • Ef griliin eru skilin eftir úti yfir veturinn er endingartíminn mun styttri en ella. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Aðalfundur Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn á Hótel Loftleiðum, bíósal, föstudaginn 12. maí 2000, kl. 16:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn FVH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.