Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 31 Morgunblaðið/Kristinn Frá afhendingu starfslauna Launasjoðs fræðirithöfunda. Launasjóður fræðiritahöfunda Starfslaun veitt í fyrsta sinn Serpent frumflytur Dauðasyndirnar sjö ÁTTA hlutu starfslaun úr Launa- sjóði frasðiritahöfunda og er þetta í fyrsta sinn sem starfslaun eru veitt úr sjóðnum. Alls bárust 66 um- sóknir, en til úthlutunar eru 8 milljónir kr. Hver um sig hlaut 150 þús. kr. mánaðarlaun í sex mánuði og er miðað við að launin svari til mánaðarlauna lektors. Pau sem hlutu starfslaunin að þessu sinni voru Birna Arnbjörns- dóttir, fyrir verkefnið „íslenskt mál og samfélag í fortíð, nútíð og framtíð: þróun íslensku í ljósi sam- félagsbreytinga frá söguöld fram á 21. öldina". Markmiðið er að gera yfirlitsverk ætlað menntaskóla- nemum og háskólanemum og áhugafólki um íslenskt mál og sam- félag. Jón Viðar Jónsson vegna Ævisögu Jóhanns Sigurjónssonar og útgáfa á ýmsum textum tengd- um lífi hans og list. Þetta er bók- mennta- og leiklistarsöguleg ævi- saga. Kristján Eiríksson til verkefnisins „íslensk óðfræði“. Kanna á brag og braghætti í hand- ritum og gefa út yfirlit yfir brag- hætti tímabilsins 1400-1800. Krist- ján Jóhann Jónsson fyrir verkefnið „Grímur Thomsen - þjóðskáld og heimsborgari“. I þessu verki verð- ur ævi, samtíma, skáldskap og fræðistörfum Gíms Thomsen lýst. Viðar Hreinsson fyrir Ævisögu Stephans G. Stephanssonar. I verkinu verður m.a. gerð grein fyr- ir íslenskri bókmenningu fyrri alda sem mótaði Stephan G. Stephans- son og myndaði trausta menning- arlega kjölfestu hans í nýjum heimi. Þorleifur Hauksson fyrir verkefnið „íslenskur skáldsagna- stíll 1850-1970“. í verkinu verða listrænum lausamálsstíl gerð skil, frá því skáldsagnaritun í nútíma- skilningi hófst og fram á síðari hluta 20. aldar. Þórunn Valdimars- dóttir fyrir Ævisögu Matthíasar Jochumssonar. Markmiðið með ævisögunni er að meta áhrif hans á samtíðina og síðari tíma. Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafi höfundar alþýð- legra fræðirita, handbóka, orða- bóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launa- sjóðs fræðiritahöfunda er að auð- velda samningu bóka og verka á stafrænu formi til eflingar ís- lenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs eða eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Stjórn Launasjóðs fræðiritahöf- unda er skipuð Stefaníu Óskars- dóttur, sem jafnframt var formað- ur, Sverri Tómassyni og Haraldi Bessasyni. NÝTT tónverk eftir Einar Jónsson básúnuleikara, Dauðasyndirnar sjö, verður frumflutt á tónleikum slag- verks- og málmblásarahópsins Serp- ent í Háteigskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17.00. Innblástur sinn sækii- tónskáldið, sem einnig er félagi í Serpent-hópn- um, til miðaldamálarans Hieronym- us Bosch, sem uppi var á árunum 1450-1516, og málverks hans, Dauðasyndanna sjö. Tónverkið er í átta köflum: Inngangur, græðgin, letin, ágirndin & öfundin, hrokinn, lostinn, reiðin og að lokum iðrunin. Að sögn Einars eru Dauðasyndirnar sjö eitt stærsta málmblásaraverk sem skrifað hefur verið á Islandi, fyrir 20 manna hóp og tekur um 40 mínútur í flutningi. Dauðasyndirnar mörgnm hugleiknar „Þessar dauðasyndir hafa verið mörgum hugleiknar, allt frá miðaldaleikritaskáldum til nútíma- kvikmyndaleikstjóra. Það var heil- agur Gregoríus sem skilgreindi dauðasyndirnar á þriðju öld. Þær voru ekki beinlínis alvarlegustu syndirnar - þetta eru mjög almenn- ar syndir sem auðvelt er að falla í, en leiða til annarra og enn verri synda. Seinna skilgreindi Ágústus mikli svo nákvæmar hvers vegna þær væru dauðasyndir," segir Einar. Hann lýs- ir málverkinu eftir Hieronymus Bosch þannig: „í miðri myndinni er auga Guðs sem sér yfir allt og út frá auganu eru sjö dilkar eins og í fjár- réttum. í hverjum þeirra er fjallað um eina synd og inni í augasteininum er Jesú. I augnhvítunni er svo latn- eskur texti, sem útleggst eitthvað á þessa leið: Gæt þín, Guð sér til þín.“ Litúrgísk lúðraköll Einar Jónsson er fæddur árið 1970. Hann hefur numið tónlist við ýmsa tónlistarskóla og lauk einleik- araprófi á básúnu og blásarakenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1996 og mastersprófi frá Purchase College Conservatory of Music í New York 1998. Hann hefur síðan starfað við Tónlistarskólann í Reykjavík, Skólahljómsveit Kópa- vogs og Tónmenntaskóla Reykjavík- ur, auk hljóðfæraleiks við ýmis tæki- færi. Á efnisskrá tónleikanna er einnig Fanfares Liturgiques eftir franska tónskáldið Henri Frédien Tomasi, sem fæddist í Marseilles árið 1901 og lést 1971. Hann nam tónsmíðar í Konservatoríinu í París, var tónlist- arstjóri í Franska Indókína útvarp- inu 1930-1935 og Monte Carlo óper- unni 1946-1950. Hann skrifaði m.a. 8 óperur auk 16 konserta fyrir ýmis hljóðfæri. Einar lýsir verkinu Fanfares Lit- urgiques á þessa leið: „Þetta eru fjórir litúrgískir fanfarar eða lúðra- köll með helgisiðaumgjörð. í fyrsta kaflanum er fjallað um boðun Man'u, í öðrum um fagnaðarerindið, í hinum þriðja er skírskotað til Opinberunar- bókar Jóhannesar og í hinum fjórða ALÞJÓÐLEGA dansnefndin innan ITI Unesco hefur fengið fulltrúa þriggja kynslóða til þess að skrifa ávarp í tilefni Dansdagsins 29. aprfl 2000. Alicia Alonso „Við upphaf nýs árþúsunds er danslistin að upplifa uppgangstíma og kannski mesta þróun í sögu sinni. Þegar ríkugleg arfleifð for- tíðar mætir sköpunarkrafti og margbreytileika nútímans verður til nýr stfll. Hann má sjá í leikhús- um, kvikmyndum og í hinum ýmsu tegundum sjónvarpsefnis, söng- leikjum og skemmtiefnis. Þá er einnig í þjóðdönsum og -menningu hinna ýmsu svæða óþrjótandi lind til innblásturs nýrra dansa. Ekkert listform er dansinum óviðkomandi. Engu að síður hefur dansinum að mörgu leyti ekki verið gefið það pláss sem hann á skilið meðal mikil- vægra menningarviðburða okkar daga. Eg trúi að nú verði dansarar, danshöfundar, kennarar, gagnrýn- endur og aðrir atvinnumenn innan greinarinnar að berjast fyrir þeirri almennu viðurkenningu sem dans- inn verðskuldar. Til að ná þessu fram verður að styrkja brýr gagn- kvæmrar virðingar og skilnings sem brúa bilið milli hinna mismun- andi stflbrigða dansins. Virðing fyr- ir hefðum, varðveislu og þróun hins hefðbundna „sögulega" dans 19. og 20. aldar ætti að bæta upp og styðja nýju stflbrigðin, tilraunastarfsem- ina. Hið gamla og hið nýja eru tveir partar sama skapandi likama. Dansþróun útheimtir endurnýjaðan áhuga á sviðum sögu, fagurfræði og heimspeki til þess að skapa hið sanna jafnvægi milli sjálfrar sviðs- listai-innar og vitsmunalegra hug- mynda skaparanna. Á nýrri öld þarf dansinn að styrkja stöðu sína í menningarlífi samfclagsins, öðlast akademískan sess á háskólastiginu, og frekari viðurkenningu innan stofnana og til göngunnar á föstudaginn langa.“ Serpent-hópurinn samanstendur af fjórum slagverksleikurum og sextán málmblásurum úr Hljóm- skálakvintettinum, Kvintett Coretto, PIP og víðar. Stjórnandi er Kjartan Oskarsson. Að sögn Einars hefur hópurinn í verkefnavali sínu lagt megináherslu á stórar tónsmíðar fyrir málmblásara sem ekki er hægt að einskorða við einhvern tiltekinn hljóðfærahóp, eins og kvintett, lúðrasveit, sinfóníuhljómsveit o.s.frv. Jafnan hefur verið um að ræða frumflutning á íslandi. „Stefnan hefur verið að leika tón- list í hæsta gæðaflokki í gæðaflutn- ingi, enda hefur sú stefna laðað að sér nokkra af allra fremstu hljóð- færaleikurum þjóðarinnar," segir Einar. rfldsvalds. Til að ná þessu fram verðum við að helga okkur danslist- inni, hafa hæfileika og umfram allt ást á listgreininni okkar. Að þessu sérstaka tilefni vil ég óska dansinum alls hins besta í að ná fram þessum brýnu markmiðum. Megi draumar okkar verða að fal- legum veruleika á nýrri öld.“ - Alicia Alonso, prima ballerina assoluta og svipmikil persóna á 20.öld. Fædd íHavana og varð síð- ar mikilvæg íþróun danslistarinnar íBandartkjunum áður en hún sneri aftur til Kúbu og varð frumkvöðull innan ballettlistarinnar í heima- landi sínu. Jirí Kylián „Dans er garður, kannski ekki víðfeðmur en alveg örugglega hár og djúpur. Þar er pláss fyrir alla. Setjið ykkur reglur til þess að bijóta þær, til þess að finna nýjar tilfinningar, nýjan sannleika, nýjar víddir." - JiríKylián, listdansstjóri og danshöfundur við Nederlands Dans Theater. Cyrielle Lesueur „Hvað hreyfmgar sega það vita þær ekki sjálfar Þær tengjast, þær safnast saman aukavægisitt Bindasthverannarri, fylgja hver annarri, teikna sín eigin form Próastogflögraábrott. Sumar endurtaka sig til að lifa, Þærhvfla,þærvafra Og í sameiningu, mynda þær dans.“ - Cyrielle Lesueur, 8 ára, Dance á I ’école, Le Havre, Frakk- landi Guðmundur Helgason, dansari í fslenska dansflokknum og kennari við Listdansskóla íslands þýddi. Astin grípur unglingana Kvikmyndlr Kegnboginn SÚ EINA SANNA („DOWN TO YOU“) ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Kevin Isacsson. Tónskáld Ed- mund Choi. Kvikinyndatökustjóri Robert D. Yeoman. Aðalleikendur Freddie Prinze Jr., Julia Stiles, Shawn Hatosy, Selma Blair, Zak Orth, Henry Winkler, Lucie Arn- az . Lengd 90 mín. Framleiðandi Miramax. Árgerð 2000. RÓMANTÍSKAR unglinga- myndir snúast um lítið annað en tvær persónur. Enda skipta aðrir veigalitlu máli þegar fólk er ungt og ástfangið. Þannig var það í það minnsta þegar ég naut þessara tímabundnu forréttinda. A1 (Freddie Prinze yngri) kemur auga á Imogen (Julia Stiles) og þessir ungu New York-búar og há- skólanemar verða ástfangin upp- fyrir haus. Þannig gengur h'fið um sinn á bleiku skýi, allt svo skemmtilegt og „interresant". Þau njóta lífsins ríkulega í partíum og bólförum, meðfram því sem þau mennta sig og borða heima hjá pabba. Al hyggst verða soðgreifi sjávarfangs, Imogen stefnir á myndlistina. Böggull fylgir skammrifi. Einn morguninn tryllist Imogen, segir kauða hafa barnað sig. Þá fer nú í verra og endar með því hún heldur framhjá og hann hendir henni útá götu. Imogen gerir þar stuttan stans, heldur til San Fransisco, þar sem hún verður frægur bókakápu- og plötuumslagalistamaður á methraða. Á meðan sígur allt á ógæfuhliðina hjá okkar manni á Manhattan. Fellur meira að segja í þorskflökun í kokkaskólanum, þá er botninum náð. Ekki er þó öll nótt úti hjá elskendunum og best að leyfa áhorfendum sjálfum að uppgötva endinn. Átakalítil mynd, aðeins verið að reyna að draga upp mynd af örlag- astundum í lífi okkar allra; fyrstu alvöru ástinni, hræðslunni við þungun, giftingu, elli kerlingu. Isacsson gerir sumt nokkuð vel en tekst ekki að skilja hismið frá kjarnanum. Forðar okkur frá því helvíti að þurfa að horfa uppá hverja, náttúrulausa bólsenuna og kossaflangsið á eftir annarri, sem nánast alltaf skaðar myndir sem þessar, og flestar aðrar, ef útí þá sálma er farið. Þar ríkir allajafna steingelt hugmyndaleysi. Unga fólkið er sætt en ekki hvimleitt, hinsvegar er það sjálft og flest sem það gerir úr hófi klisjukennt. Prinze yngri er orðinn kunnur úr unglingahrollum og kann sitt fag. Sumt af því sem hann gerir er hins- vegar ekki fagmannlegt, en það má yfírleitt skrifa á handritshöfundinn Isacsson, frekar en leikstjórann Isacsson. Stiles, sem minnir reynd- ar í útliti, fullmikið á Drew Barry- more, virðist hafa hæfileika og á örugglega eftir að fá sitt tækifæri. Reynsluleysi (en jafnframt ábending um vannýtta hæfileika) Isacssons kemur m.a. fram i því hvað hann gerir góða hluti með aukapersónurnar, sem gerir að verkum að litminni aðalpersónur verða flatari fyrir bragðið. Gamla sjónvarpsgoðið, hann Henry Winkler, gerir margt gott sem sjeffinn, faðir Als, Selma Blair er tælandi sem hin getnaðarlega Cyr- us. Enginn betri en Zak Orth sem Monk, hugsuðurinn í hópnum (hugsanlega byggir Isacsson pers- ónuna á sjálfum sér) og besti vinur Als. Hann segir m.a. „Þú varst allt- af minn Lancelot, ég var aldrei kóngurinn þinn.“ Atriðið er jafn gott og það hljómar, þrungið trega um gengna daga æsku og vináttu, sannara og heiðarlegra en þessi duggunarlitla mynd yfir höfuð. Sæbjörn Valdimarsson Ávarp á Alþjóðlega dansdeginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.