Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 1 FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Damon Albarn rædir í tímaritinu Dazed and Confused um 101 Reykjavík MYNDBÖND Henti djöfli sínum í Reykja- víkurhöfn í NÝJASTA tölublaði tímaritsins Dazed and Confused er að finna grein sem ber yfirskriftina „Reykjavik 101“ en þar er á ferð 'Niðtal við Damon Albarn. Þar ræðir hinn endurnærði söngvari Blur um þátttöku sína í væntanlegri kvik- mynd Baltasars Kormáks 101 Reykjavík, aðdáun sína á íslandi, kvikmyndatónlist og nýjasta lífs- hlutverk sitt sem fjölskyldufaðir, en hann eignaðist dóttur ekki alls fyrir löngu. Tilefni greinarinnar er hinsvegar sú sérkennilega ráðagerð hans að semja tónlist við „villta ís- lenska næturlífskvikmynd". Þeim vangaveltum svarar blaðið eigin- lega fyrir Albarn og segir hann með því vera að votta virðingu sína borginni sem bjargaði honum úr sjálfheldu hér um árið, Reykjavík. Hann styður og þessa kenningu heilshugar og segir að Reykjavík hefði ekki einasta bjargað ferlinum heldur einnig sjálfri geðheilsunni. „Strax í fyrstu heimsókn minni þangað fann ég að bæði land og þjóð hreyfðu við einhverju innra með mér.“ Hann segist hafa verið kominn í öngstræti hvað tónlistar- sköpun varðaði en í Reykjavík hafi andinn færst yfir sig. Hann losaði Efnisleit Skrifaðu lýsingu eða spurningu um efnið sem þú leitar að og greinar og fréttir um málefnið birtast á skjánum. Gagnasafn Morgunblaðsins er á mbl.is. Hægt er að komast í safnið frá forsíðu mbl.is en einnig frá slóðinni https://safn.mbl.is GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS Á mbl.is \ \ ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Damon Albarn samdi tónlistina fyrir 101 Reykjavík í félagi við Einar Orn Benediktsson. sig við djöfulinn sem hann hafði að draga í höfnina og á þar eflaust við gömlu góðu Reykjavíkurhöfnina. I Reykjavík segist Damon ennfremur hafa farið að njóta lífsins á nýjan leik og skemmta sér sem venjuleg- ur maður án þess að nokkur maður færi að bulla við sig um Oasis. Vin- irnir sem Damon eignaðist þá eru honum enn kærir og hann segir þakklætið við þá eina ástæðuna fyrir þátttökunni í myndinni. Hálfsturluð danstónlist Damon hefur samið kvikmynda- tónlist við tvær aðrar myndir. Fyrst var hann í einskonar læri hjá hinum virta Michael Nyman en saman voru þeir skráðir fyrir tón- listinni við mannætumyndina „Rav- enous“. Þar næst samdi hann tón- listina við Kevin Spacey myndina „Ordinary Decent Criminal" sem enn hefur ekki rekið á fjörur hér- lendis. Tónlistina við 101 Reykjavík samdi Damon síðan í félagi við Ein- ar Benediktsson á fimm dögum í hljóðveri í Lundúnum. Blaðamaður Dazed and Confused fékk að heyra smjörþefinn af þeim afrakstri og lýsir sem sjónrænni, lífrænni og stundum hálfsturlaðri danstónlist í ætt við breska teknódúóið Left- field. Eitt aðallagið í myndinni er byggt á endurunnum stefum úr gamla Kinks-laginu Lola en það er einkennislag aðalkvennpersónu myndarinnar sem einmitt ber það nafn og er leikin af spænsku þokkagyðjunni Victoriu Abril. Blaðamaður segir þessa tóna láta vel í eyrum og vera óraveg frá „britpoppinu" sem Blur-liðar voru eitt sinn hvað kunnastir fyrir. Við hin bíðum bara spennt eftir því að hlýða á þetta athyglisverða íslensk- enska samstarf sem opinberast þegar 101 Reykjavík verður frumsýnd hér á landi snemmsum- ars. Lifi íslandsvinir! á góöristund Laugardagskvöld beint írá SPÁNI - PAUL SOMERS og hljómsveit Grétars Örvars og Siggu Beinteins. Sunnudagskvöld skemmtir hljómsveitin Sín til kl. 3. Aðgangur kr. 600. H D& mbl.is I L LIVXf £=!7 TH\/y\LJ /V I Troðnar slóðir Þeysireið (The Joyriders) S p e n n ii in y n d ★★ Leikstjóri: Bradley Battersby. Handrit: Jeff Spiegel og Bradley Battersby. Aðalhlutverk: Shawn Hatosy, Elizabeth Moss, Martin Landau og Kris Kristofferson. (100 mín) Bandaríkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. HÉR segir frá heimilislausum ungmennum, sem beita ýmsum brögðum til að komast yfir peninga eða húsaskjól fyrir nóttina. Röð at- vika verður til þess að þau ræna gömlum manni (Martin Landau) og stefna suður á bóginn á bílnum hans. A leiðinni kynnast þau gamla manninum sem á sínar sorgir ekki síður en þau sjálf. Handritshöfundar mynd- arinnar fara ekki beinlínis ótroðnar slóðir, um er að ræða dæmigerða vegamynd, þar sem glæpir og byssubardagar koma við sögu. Það gerir þó mikið fyrir heildina að ekki er farið út í óþarfa ofbeldi og slettugang í anda Tarantínó-eftir- herma. Myndin einbeitir sér frekar að þroskasögum persónanna, sem hafa nokkuð til síns máls. Myndin er sæmilega leikurum búin, jálkar á borð við Martin Landau og Kris Kristofferson koma við sögu en eru þó eins og illa gerðir hlutir innan um ungdómsandann sem svífur yf- ir vötnum. Á heildina litið er þetta meðalgóð skemmtun með heldur fleiri göllum en kostum. Heiða Jóhannsdóttir Tilþrifalítið lágflug FLUGLÖGMÁLIÐ (The Theory Of Flight) IIIIAMA ★★ Leikstjóri: Paul Greengrass. Hand- rit: Richard Hawkins. Aðal- hlutverk: Kenneth Branagh, Hel- ena Bonham-Carter. (101 mín.) Bretland 1999. Sam-myndbönd. Öll- um leyfð. nii nnoRvm iituiu k St’ ■ ÞAÐ ER engum blöðum um það að fletta að þau Kenneth Branagh og Helena Bonham-Carter eru meðal — fremstu leikara samtímans. Því fær maður vatn í munn- inn við tilhugsun- ina að sjá þau leika saman. Og ekki bregst þeim boga- listin hér. Leikur þeirra er svo vel yf- ir meðallagi að sá þáttur einn gerir myndina þess virði að eyða í hana kvöldstund eða svo. Vandinn er hins- vegar sá að þar með eru að mestu upptaldir kostimir við Fluglögmálið, sem er miður því efnið hefði getað boðið upp á mun meira. Það er bara einhvers staðar brotinn pottur þegar svo átakanleg saga hreyfir svo lítið við manni. Eins og fyrr segir er ekki við leikarana að sakast. Þeir skila sínu. Gallinn liggur því bæði í hand- riti og leikstjóm. Húmorinn kemst reyndar á köflum til sldla en á heild- ina litið nær þessi sanna frásögn aldrei almennilegu flugi heldur flýg- ur tilþrifalítið lágflug þannig að lítið situr eftir að lokinni lendingu. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.