Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 80
Netþjónar og tölvur JCOMPAQ. JRffjgtmMfliMfe Hefur þitt fyrirtæki efni á aö eyða tíma starfsfólksins í bið? Það er dýrt að láta starfsfólkíð biða! Tölvukerfi sem virkar 563 3000 M0RGUNBLAÐ1Ð, KRINGLUNNl 1,103REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG:RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Veðurstofan dregur úr þjónustu vegna skorts á veðurfræðingum Aðeins -einn veður- fræðingur er á vakt VEÐURSTOFA íslands þarf á næstunni að draga úr þjónustu vegna alvarlegs skorts á veður- fraeðingum til að sinna almennri veðurþjónustu. Undanfarin ár hafa tveir veður- fræðingar verið á vakt mestallan daginn og einn á vakt að nætur- lagi. Ekki verður nú lengur hægt að manna tvöfalda vakt að degin- og hefur því verið gripið til ^þess ún-æðis að hafa aðeins einn veðurfræðing á vakt allan sólar- hringinn. Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri segir að þeir sem hafi mest samskipti við Veðurstofuna í gegn- um síma verði helst varir við minni þjónustu og geti að jafnaði ekki gert ráð fyrir að veðurfræðingur á vakt hafi tíma til að veita viðbótar- upplýsingar og persónulega ráð- gjöf í síma. Hann mun þó svara í .^aúna í neyðartilvikum. Sami fjöldi veðurfræðinga og var starfandi árið 1960 Að sögn Magnúsar eru margar ástæður fyrir þessum skorti og engin ein viðhlítandi skýring. Veð- urfræðin hafi, líkt og fleiri náttúru- fræðigreinar, þurft að búa við til- tölulega lélega nýliðun og líklega sé veðurfræðin verst sett í því sambandi, en fjöldi veðurfræðinga á Veðurstofunni er núna sá sami og hann var í kringum 1960. Vonir standa til að nokkuð ræt- ist úr þessum vanda með haustinu og þá verði hægt að taka upp tvö- falda vakt að deginum. Morgunblaðið/Kristj án Sólskinsbros í blíðunni KRAKKARNIR á leikskólanum Flúðum á Akureyri, þau sinni í gær. Veðrið lék við börnin, sem og aðra bæjar- Þórey Lfsa, Júlfana og Aron, voru bara nokkuð ánægð búa, sól skein í heiði og þeim þótti þvf vel við hæfi að með sig þar sem þau voru í garðvinnu á leikskólalóðinni sýna ljósmyndara Morgunblaðsins sitt sólskinsbros. Flugvirkjar og flest verkalýðsfélög sam- þykkja kjarasamninga Samningar felldir í Skagafirði KJARASAMNINGUR Verka- mannasambands íslands var felldur í Skagafirði. Samningurinn var sam- þykktur í öðrum félögum sem fréttir höfðu borist af í gærkvöldi en niður- staða lá ekki fyrir hjá öllum. Þá sam- þykktu flugvirkjar hjá Flugleiðum nýgerðan kjarasamning, 62 sögðu já en 45 sögðu nei. Atkvæðagreiðsla hefur farið fram undanfaraa daga um kjarasamning sem landsbyggðarfélögin innan Verkamannasambands Islands gerðu á dögunum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæði voru talin í gærkvöldi og verða talin á fleiri stöðum í dag. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir í gærkvöldi virðast samningarnir hafa verið samþykktir í flestum félögun- um. Fyrir lá að 52,5% þeirra sem greiddu atkvæði hjá Einingu-Iðju í Eyjafirði höfðu samþykkt samning- inn, liðlega 67% í Baldri á ísafirði og um 65% samþykktu hann í Verkalýðs- félagi Snæfellsbæjar og Verkalýðsfé- lagi Akraness. Þá höfðu borist fréttir um samþykkt samningsins í Verka- lýðsfélagi Fáskrúðsfjarðar, Verka- lýðsfélagi Húsavíkur og verkalýðsfé- lögunum í Stykkishólmi, Hveragerði, á Stokkseyri og Seyðisfirði. Ekki höfðu í gærkvöldi borist frétt- ir um að samningnum hefði verið hafnað annars staðar en í Skagafirði. Þar voru atkvæði talin sameiginlega í Verkalýðsfélaginu Fram og Verka- kvennafélaginu Öldunni. Rúm 60% vildu fella samninginn en rúm 38% staðfesta hann. Utanríkisráðherra um óánægju bandarískra stjórnvalda vegna tiltekinna atriða í frumvarpi um varnarliðsflutninga Aimr Bensín lækkar á verkalýðs- daginn OILÍUFÉLAGIÐ hf. lækkar verð á bensíni frá og með mánudeginum 1. maí, um 60 aura á lítra. Astæðan fyrir lækkuninni er lækkun á heimsmarkaðsverði á bensíni, að því er fram kemur á heimasíðu félagsins. Hinn 1. apríl hækkaði bens- ínverð um 2 krónur á lítra. MITSUBISHI =1JE í/íjtnurjifiirjifiþuntiu Staðið verði við samninga sem þjóðirnar hafa gert FJÖLMENN sendinefnd íslenskra embættismanna hefur undanfama daga átt fundi með bandarískum embættismönnum í Washington þar sem fjallað hefur verið um varnar- samstarf þjóðanna. Bandarísk stjómvöld hafa lýst óánægju sinni með frumvarp um tiltekna þætti í vamarsamstarfi Islands og Banda- ríkjanna sem nú liggur fyrir Alþingi og telja að það geti haft áhrif á fram- kvæmd vamarsamningsins frá 1951. IV m HEKLA -ífarystu á nýrri öld ! Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að hér sé um misskilning að ræða, sem íslensk stjórnvöld vilji leitast við að eyða. „Tilgangur þessara funda í Wash- ington er að ræða vamarsamstarf þjóðanna og inn í það hefur komið það frumvarp sem liggur fyrir Al- þingi. Þessu frumvarpi var ekki ætl- að að breyta neinu í eðli varnar- samstarfsins. Það hefur hins vegar margt breyst síðan vamarsamning- urinn var gerður. Það hafa fallið hæstaréttardómar sem snerta kaup- skrármálin. Það hafa komið til um- fjöllunar mál hjá umboðsmanni Al- þingis sem varða þessi samskipti. Við höfum því talið nauðsynlegt að treysta lagalegan grundvöll þessara mála. Það hefur hins vegar komið fram misskilningur af hálfu Banda- ríkjamanna í þessu máli og við höfum verið að fara yfir það.“ Aðspurður sagði Halldór að á þessu stigi ætti hann ekki von á að þessar viðræður við Bandaríkja- menn leiddu til þess að frumvarpinu yrði breytt. Halldór sagðist ekki vilja tala um ágreining milli landanna í þessu sam- bandi. „Það er hins vegar Ijóst að þama hefur komið fram mismunandi túlkun og það er nauðsynlegt að fara yfir það. Mönnum er aftur á móti Ijóst að það er okkar íslendinga að setja lög og reglur sem við teljum að þurfi til að framfylgja okkar tvíhliða og alþjóðlegum skuldbindingum. Við emm á engan hátt að breyta þvi. Þessi mál byggjast á okkar alþjóð- legu samningum og við emm vanir að setja lög í framhaldi af þeim al- þjóðlegu skuldbindingum sem við tökumst á hendur. Ef við breytum okkar alþjóðlegu samningum emm við vanir að breyta löggjöf okkar í framhaldi af því, hvort sem það varð- ar samstarf okkar við Evrópuríki eða Bandaríkin eða á öðru sviði alþjóða- mála. Það er að sjálfsögðu okkar inn- anríkismál hvemig við gemm það svo lengi sem við stöndum við okkar skuldbindingar." Hreinar línur fáist Aðspurður sagði Halldór að um alllangt skeið hefðu þjóðimar átt í viðræðum um framkvæmd sjóflutn- ingasamningsins frá árinu 1986 og frumvarpið kæmi inn á það mál. „Við teljum nauðsynlegt að fá hreinar lín- ur í það mál á gmndvelli samningsins sem gerður var milli þjóðanna 1986. Islensk stjómvöld hafa óskað eftir að flutningarnir verði boðnir út að nýju á grundvelli sjóflutningasamnings- ins. Við teljum að það hafi ekki átt sér stað síðast þegar flutningarnir vom boðnir út. Það eina sem við för- um fram á er að það sé staðið við þá samninga sem þjóðirnar hafa gert sín á milli með sama hætti og Banda- ríkjamenn fara þess á leit að við hög- um okkar málum í samræmi við þá samninga sem við höfum gert okkar á milli. Það er ekld okkar ætlan að taka neinar einhliða ákvarðanir í því, eingöngu að treysta þann grandvöll sem við teljum okkur þurfa til að standa við skuldbindingar okkar.“ Halldór sagði að enn lægi ekki fyr- ir hvort Bandaríkjamenn féllust á kröfú íslenskra stjórnvalda um að sjóflutningamir yrðu boðnir út að nýju- Halldór átti í fyrradag fund með Harold W. Gehman, yfirmanni Atl- antshafsherstjórnar Atlantshafs- bandalagsins, þar sem sjóflutning- arnir og framvarpið vom m.a. til umræðu. Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið sem lög frá Aiþingi í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.