Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 29
ERLENT
Nelson Mandela í stuttri heimsókn í Búrúndí
Segir ógjörning
að koma á friði án
stuðnings hersins
Bujumburi. Reuters.
NELSON Mandela, fyrrverandi
forseti Suður-Afríku, fór í stutta
heimsókn til Búrúndí í gær og
sagði að ógjörningur yrði að koma
á friði í landinu nema með fullum
stuðningi hersins.
Mandela var skipaður sáttasemj-
ari í friðarumleitunum í Búrúndí í
febrúar og kveðst vera vongóður
um að þær beri árangur og hægt
verði að binda enda á borgarastyrj-
öldina sem staðið hefur í sjö ár og
kostað 200.000 manns lífið. „Ég tel
engum vafa undirorpið að friðar-
samningurinn verður undirritað-
ur.“
„Enginn friðarsamningur kemur
að gagni nema herinn styðji hann,“
bætti hann þó við.
Friðarviðræðurnar hafa staðið í
tæp tvö ár og fara fram í bænum
Arusha í norðurhluta Tansaníu.
Tvær helstu uppreisnarhreyfing-
arnar hafa samþykkt í fyrsta sinn
að taka þátt í viðræðunum í Ar-
usha.
Eitt af erfiðustu úrlausnarefnun-
um er að knýja fram nauðsynlegar
breytingar á her Búrúndí. Tútsar,
sem eru í minnihluta í landinu, hafa
haft bæði tögl og hagldir í hernum
og stefnt er að því að uppreisnar-
menn úr röðum Hútúa, stærsta
þjóðflokks landsins, gangi í hann.
Mandela baðst afsökunar á því
hversu stutt heimsóknin var og
kvaðst ætla að vera lengur í land-
inu þegar hann kæmi þangað aftur.
Mannréttindasamtök í Búrúndí
höfðu skorað á Mandela að lengja
heimsóknina til að hann gæti rætt
friðarviðræðurnar við „unga fólkið,
bændur, flóttamenn, Hútúa og
Tútsa, þá sem eru andvígir friðar-
viðræðunum og þá sem hann hefur
aldrei hitt í Arusha eða Suður-Afr-
íku“.
Mandela ræddi við forseta, varn-
armálaráðherra, yfirmenn hersins,
stjórnarerindreka og þingmenn í
nokkrar klukkustundir áður en
hann hélt aftur til Suður-Afríku.
Harka færist í stríðið
Mikil harka færðist í bardagana í
Búrúndí síðustu dagana fyrir heim-
sókn Mandela. Talið er að a.m.k. 67
Reuters
Pierre Buyoya, forseti Búrúndís (t.h.), tekur á móti Nelson Mandela á
flugvellinum í Bujumbura þegar suður-afríski forsetinn fyrrverandi
kom þangað til að ræða friðarviðræður stjórnarinnar og uppreisnar-
manna í Búrúndí.
óbreyttir borgarar og uppreisnar-
menn hafi fallið á síðustu þrem
dögum í bardögum við útjaðar höf-
uðborgarinnar og í héraðinu Mak-
amba í suðurhluta landsins.
Talsmaður hersins sagði að upp-
reisnarmennirnir hefðu notfært
sér heimsókn Mandela til að vekja
á sér athygli með því að herða
árásir sínar.
Félagar í kynlífsklúbbi
í Þrándheimi skelfingu lostnir
Klámmyndum af
kunnu fólki stolið
FÉLAGAR í kynlífsklúbbnum Club
4 í Þrándheimi eiga ekki sjö dag-
ana sæla um þessar mundir. Er
ástæðan sú, að það er meira en
hugsanlegt, að 3.500 tölvumyndir
af þeim við alls kyns kynlífsathafn-
ir séu komnar citthvað á flakk.
Hefur lögreglan komið höndum yf-
ir eitthvað af myndum en hinar eru
í tölvu, sem enginn veit hvar er
niðurkomin. Sagt er, að meðal
klúbbfélaganna séu ýmsir kunnir
menn og konur í Þrándheimi.
Að því er fram kemur á vefsfðu
norska sjónvarpsins hefur Iög-
reglan í sínum höndum um 100
myndir og verða þær notaðar sem
gögn í máli gegn forstjóra klúbbs-
ins, Tom Ketil Krogstad, en hann
er m.a. sakaður um að hafa skipu-
lagt vændi.
Klúbbfélagamir vissu um þessar
100 myndir en þeir vissu ekki um
myndirnar 3.500, sem Krogstad
segir, að hafi verið á annarri tölvu,
sem nú er horfin.
Alvarlegar afleiðingar
Lögfræðingur Krogstad segir,
að allar myndirnar hafi verið tekn-
ar innan veggja klúbbhússins og
sýni í sjálfu sér ekkert ólöglegt.
Komist þær í umferð eða verði not-
aðar með einhveijum hætti, geti
þær hins vegar haft mjög alvarleg-
ar afleiðingar fyrir þá, sem á þeim
eru. Hefúr hann krafist þess, að
lögreglan skili myndunum, sem
hún er með, og einnig listum með
nöfnum klúbbfélaganna. Segist
hann óttast, að upplýsingar uin þá
geti borist út fyrir lögreglustöðina.
Smiöjuvegi 9 • S. 564 1475
Notaðar búvélar
á kostakjörum
Vissir þú að við eigum mikið úrval
notaðra búvéla?
Mikil verðlækkun.
Hafið samband við sölumenn okkar sem fyrst.
Ingvar
Helgason hf.
Sœvarhöfða 2 - Stmi 525 8000 - Beintt sími 525 8070
Fax: 587 9577- www.ih.is- Véladeild -E-mail: veladeild@ih.is