Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 29. APRIL 2000 |/||l
■VI KU| m W^I
Á SLÓÐUM FERÐAFÉLAGS ÍSLANOS
Við Bratthálskvísl. Stórasúla í bakgrunni.
Við Álftavatn. Blasúia og Stóra-Grænaíjali handan vatns. Tindfjallajökull í fjarska.
Laugavegurinn
Landmannalaugar og Þórsmörk eru með
vinsælustu ferðamannastöðum í óbyggðum
7— 1
Islands enda ofarlega á lista yfír ferðir
Ferðafélags íslands. Leifur Þorsteinsson
lýsir hér leiðinni um Laugaveginn.
®SENNILEGA eru
ófáir staðir í óbyggð-
„ um íslands sem
F notið hafa jafnmik-
illa vinsælda ferða-
manna og Landmanna-
laugar og Þórsmörk. Þetta eru þeir
staðir sem hafa verið efstir á lista í
ferðum Ferðafélags íslands næst-
um frá upphafi. Þangað hafa verið
skiplagðar helgarferðir öll sumur
og með tilkomu stóru jeppanna og
vélsleða víla menn ekki fyrir sér að
heimsækja þessa staði á hvaða árs-
tíð sem er, því vissulega hafa þeir
sína töfra jafnt á vetri sem sumri.
Ferðafélagið reisti skála í Land-
mannalaugum 1951 og á Þórsmörk
1954. Síðan hafa skálamir ýmist
verið endurbyggðir og/eða stækk-
aðir þannig að segja má að þar sé
nú allgóð aðstaða fyrir ferðamenn.
Vafalaust hafa menn snemma
farið að velta fyrir sér ferðum inn
á svæðið milli þessara staða.
Gamla leiðin milli byggða í Rang-
árvalla- og Skaftafellssýslu lá
þarna mitt á milli um þá leið sem í
dag er kölluð Fjallabaksleið syðri.
Þarna eru ægifagrir blettir svo
sem Hrafntinnusker, Alftavatn,
Hvanngil og Markarfljótsgljúfur.
Snemma á bílaöld reyndu menn að
komast á þessa staði, oft með ærnu
erfíði um vegleysur og ekki síður
vegna þess að yfir stórfljót var að
fara.
Það var síðan þjóðhátíðarárið
1974 að stjórn Ferðafélags íslands
ákvað að búa til stikaða gönguleið
milli Landmannalauga og Þórs-
merkur. Ákveðið var að skipta leið-
inni í fjóra áfanga. Það voru þó
tvær megin hindranir í veginum.
Það vantaði hentuga litla skála og
ekki síður brýr á þau stóru og
ströngu jökulvötn sem eru á þesari
leið. 011 voru þessi mál leyst með
með dyggri forystu þáverandi for-
manns byggingarnefndar félagsins,
Jóns ísdals. Vegagerð ríkisins sá
um brúargerð yfir stærstu vatns-
föllin, Nyrðri- og Syðri-Emstruá.
Tvö lítil sæluhús voru byggð 1976.
Var annað flutt inn í Botna syðst á
Emstrum um haustið en hitt upp í
Hrafntinnusker ári síðar. Skálarnir
við Álftavatn voru reistir síðsum-
ars 1979. Leiðin frá Hrafntinnu-
skeri og suður á Þórsmörk var
stikuð um svipað leiti en stikað
hafði verið úr Landmannalaugum
upp í Hrafntinnusker árið áður.
Brýr voru líka komnar á stóru árn-
ar þegar hér var komið sögu, bíl-
fær brú á Nyrðri-Emstruá og
göngubrú á þá syðri. Göngubrýr
voru líka settar á Kaldaklofskvísl
sunnan Hvanngils 1985 og á Ljósá,
1981. Um Laugaveginn má segja
að vandfundin sé jafnmikil fjöl-
breytni í landslagi á ekki lengri
leið. Það er aldrei eins frá einum
degi til annars. Því má hiklaust
mæla með því að menn leggi hér
land undir fót, hverfi á vit náttur-
unnar frá erli hversdagsins.
Landmannalaugar
Flestir sem ganga Laugaveginn
byrja ferðina í Landmannalaugum.
Sá sem hér heldur á penna hefur
óstaðfestan grun um að fæstir gefi
sér tíma til að skoða Landmanna-
laugasvæðið áður en lagt er upp í
hina eiginlegu Laugavegsgöngu.
Það er samt fyllilega þess virði því
þar í kring eru margar af stærstu
perlunum í íslenskri náttúru. Ekki
spillir litadýrðin. Hún er óvíða
meiri. Hér verður stuttlega lýst
tveimur mismunandi gönguleiðum:
Bláhnúkur, Skalli, Hattur,
Reykjakollur: Byrjað er á því að
ganga á Bláhnúk, bæjarfjallið í
Landmannalaugum. Af toppi fjalls-
ins opnast mikið útsýni til vesturs,
norðurs og austurs. Til suðurs
skyggja hins vegar Torfajökuls-
fjöllin á útsýnið. Norðausturhluti
öskjunnar í Torfajökli sést hér
greinilega, þ.e. Barmur og Há-
barmur, en þeir eru handan við
Jökulgilskvíslina. Helstu göngu-
leiðir í grennd við skálann í Land-
mannalaugum sjást og einnig hvað
þær bjóða göngumanninum upp á.
I björtu veðri verður enginn von-
svikinn af fjallasýninni. Á tindi
Bláhnúks hefur verið komið fyrir
útsýnisskífu til fróðleiks um ör-
nefni svæðisins. Nú er haldið
áfram inn í fjöllin og reynt að
ganga á fjallshryggjunum eins og
auðið er. Hæst kemst maður inn á
Skalla (1017 metrar) og Hatt sem
er nokkru lægri. Sennilega er
hvergi á öllu Landmannalauga-
svæðinu jafnmikið litskrúð í lands-
laginu og hér. Héðan sést vel niður
í Hattver í botni Jökulgils. í suðri
ber hæst Háskerðing og Torfajök-
ul og í austri sést til Hábarms
(1192 metrar). Reykjafjöll með
Háuhveri eru í suðvestri. Síðan er
gengið til baka austan við Litla-
Brandsgil og reynt að halda hæð
uns gengið er niður Reykjakoll.
Þaðan er síðan stutt heim í skála í
Landmannalaugum. Brennisteins-
alda og hverirnir: Best er að byrja
á því að ganga yfir Laugahraunið
og síðan skáhallt upp eftir hlíðum
Brennisteinsöldunnar þar til komið
er upp fyrir hraunið og hverina. Þá
er sveigt til hægri og gengið upp
uns toppnum er náð. Best er að
ganga sömu leið niður af fjallinu en
síðan ekki yfir hraunið heldur nið-
ur Grænagil með Bláhnúk á hægri
hönd. Þegar komið er út úr gilinu
er stutt heim í skála í Landmanna-
laugum. Sennilega er Brennisteins-
alda litskrúðugasta fjallið á öllu
Landmannlaugasvæðinu.
Eins og glitrandi eyðimörk
Á fyrsta degi Laugavegsgöng-
unnar verður að telja sjálft Hrafn-
tinnuskerssvæðið athyglisverðast.
Sé snjór horfinn og ef sólin skín er
svæðið eins og glitrandi eyðimörk.
Hrafntinnan endurspeglar ljósinu
og lítur út eins og kista full af gim-
steinum. Þrátt fyrir þetta er vart
er hægt að segja að landslag sé
hlýlegt við Höskuldsskála (skáli
Ferðafélags Islands í Hrafntinnu-
skeri) enda vart við því að búast
þar sem við erum í um það bil 1000
metra hæð yfir sjávarmáli, en sú
sýn sem við blasir þegar sólin er
að koma upp yfir Háskerðingi líður
manni seint úr minni.
Sá sem gistir Hrafntinnusker
ætti að fara í kvöldgöngu á tvo
staði, upp á Söðul sem rís 100
metra yfir umhverfið og í íshellana
sem eru í eins og hálfs kílómetra
fjarlægð í vestur frá skálanum.
Af Söðli er litadýrðin stórkost-
leg, mest ber á ljósa líparít litnum.
Að horfa niður í botn Jökulgilsins
þar sem heitir Hattver gerir mann
næstum bergnuminn. í allar áttir
rýkur upp úr jörðinni enda erum
við stödd nálægt miðjunni á einu
víðáttumesta jarðhitasvæði lands-
ins.
íshellarnir eiga tilveru sína að
þakka heitum uppsprettum sem
bræða göt á ísinn. Oft verða til
furðulegar hvelfingar sem gaman
er að skoða. Þær eru stöðugt að
myndast og falla saman. Þannig
Landman'na:
Utlhölði
Rcýkjada
Hrafn- /saJuli
Hinnu-i /■ð'
Há^fcerðingur
'mi&í
Mælifellssandur
iökultk Vesuiöil
Fauskheiði
Rjúpnafpíl "/Mö&ll
MYRDALS
JÖKULL
Séð úr Jökultungum suður á Fjallabaksleið syðri.
getur svæðið verið gjörólikt frá
einu ári til annars.
Eftir eina og hálfs til tveggja
klukkustunda göngu frá skálanum
í Hrafntinnuskeri eru tvö fjöll á
vinstri hönd. Það sem næst er hef-
ur ekki nafn en það sem er lengra í
burtu er Háskerðingur, tæplega
1300 metra hár. Sé veður gott og
bjart er sjálfsagt að leggja hér frá
sér pokana og ganga á annan
hvorn toppinn. Þótt útsýni sé mikið
af nafnlausa tindinum er mun
víðsýnna af Háskerðingi. Að
standa þar uppi er eins og að vera
á þaki Islands. í austri sér allt til
Öræfajökuls og skaftfellsku fjall-
anna. Ljósa líparítið í kringum
Landmannalaugar er mest áber-
andi sé horft til norðurs og í suðri