Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 51
og félagar eftir sem áður. Þar kom,
einkum þegar hvolpavitið fór að
gera vart við sig, að okkur þótti ekki
annað sæmandi en við gengjum með
hatta á almannafæri. Vandinn var
hins vegar sá, að það kostaði heil-
mikið átak að stíga þannig fram úr
athyglisleysinu og þykjast vera
maður með mönnum. Hattur var
bein ögrun og yfírlýsing um það, að
við þættumst vera slíkir menn,
gjaldgengir og samkeppnisfærir, og
þyrðum að standa við þá yfirlýsingu.
Jafnframt var hatturinn skilaboð til
annarra stráka um það, að nú skyldu
þeir fara að bera einhverja virðingu
fyrir okkur, taka mark á okkur og
hafa sig hæga. En kjarkurinn var
ekki fjarska mikill, varla nægur til
að fara allt í einu að bera einhvern
spaugilegan hatt á höfðinu svo að
allir sæju. En lausnin fannst, einföld
eins og allar góðar lausnir: Við sett-
um ekki upp hattana, fyrr en
skyggja tók á kvöldin. Þá bar ekki
eins á þeim, en þeir voru þarna
samt. Og hattburðurinn vandist
fljótlega og varð engin þolraun leng-
ur.
Svo komu fullorðinsárin, fundir
strjáluðust, en fyrntust ekki. Um
skeið urðum við grannar, varð þá
stundum sundurorða vegna frjáls-
legrar umgengni hundsins Cató, en
slíku karpi var fremur ætlað að
verða rökræðuæfingar en ágrein-
ingur. Og velkominn var Cató í
þetta hús íklæddur íslenskri
prjónabrók, þegar rafmagnskynd-
ingin brást hjá þeim félögum í
frosthörkum. Á þessum árum
kenndi Steingrímur við MA og
skrifaði smásagnasafnið Sjö sögur.
Tefld var skák og gripið í spil,
spjallað og skeggrætt. Annars gekk
á ýmsu á fjölbreytilegum lífsferli
vinar míns. Alltaf hélt hann tryggð
við mig, foreldra mína og fjöl-
skyldu, á hverju sem gekk, og alltaf
var hann hreinskiptinn og drengi-
legur, opinn og einlægur. í brjósti
hans sló gott hjarta og hlýtt, þeim
sem honum hugnuðust. Hann fór
heldur ekki í neinar felur með and-
úð sína á þeim, sem honum var í nöp
við. Ekki skorti erfiðleikana, sem að
honum sóttu á stundum. Hann sigr-
aðist á þeim mörgum. Þrekvirki má
kallast, hvernig hann ól upp og ann-
aðist börnin sín af dugnaði, ástúð og
nærfærni, og þar á hann mikinn
heiður skilinn.
Steingrími var margt vel gefið og
til lista lagt. Auk þess að vera elskur
að málaralist og ritfær í besta lagi
var hann afburða-kennari, hvort
sem var í íslensku eða ensku. Hann
var prófdómari á landsprófi og
gagnfræðaprófi við Gagnfræðaskóla
Akureyrar vor eftir vor, og áttum
við þá hið ljúfasta samstarf. Hann
var vandvirkur prófdómari, fljótur
að finna, hvar þykkt var á beini, þeg-
ar við lásum íslenska stíla, og næm-
ur á atgervi nemenda, skilning
þeirra, smekkvísi og kunnáttu.
Hann var hlynntur því að teygja á
einkunnastiganum, verðlauna þá
góðu, en refsa fyrir slæpingjahátt
og óvandvirkni. En honum lét ekki
að láta hneppa sig í hlekki stunda-
skrár eða reglubundins vinnutíma,
vildi ekki glata frelsi sínu og sjálf-
ræði til orðs og athafnar. Til þess
var hann of mikill bóhem. Þetta varð
honum í senn farvegur og fjötur,
gæfa og gengileysi. Fé varð honum
aldrei við hendur fast, og kvenna-
málin urðu með ýmsu móti, en
beiskjulaust horfði hann um öxl, og
lífið gaf honum marga gleði þrátt
fyrir allt.
Fyrir fáum dögum heimsótti
hann okkur hjónin, hafði þá um
morguninn ritað síðustu blaðagrein
sína og las okkur hana. Einnig
greip hann ofan úr hillu bók sína
Spegil samtíðar og las upphátt
kafla úr leiftrandi vel skrifuðu við-
tali sínu við Njál frænda minn Bar-
dal. Hann hlakkaði til 75 ára af-
mælis síns og bað okkur Ellen
koma í veisluna, ef við gætum. Nú
verður sá fagnaður með öðrum blæ
og öðrum svip en vænst var. En við
biðjum góðum tryggðavini allrar
blessunar, þegar hann leggur frá
landi, meðan svartnætti vetrarins
er óðum að breytast í húmbláa
vornótt og þrestirnir syngja hvað
glaðast.
Sverrir Pálsson.
Nokkrum dögum áður en Stein-
grímur fór vestur til Bolungarvíkur
í síðasta sinn ræddi ég við hann.
Hann var eins og ávallt uppörvandi
og fullur orku. Ekki hvarflaði að
mér þá, að þetta væru okkar síðustu
samfundir, en nokkrum dögum síðar
varð hann bráðkvaddur. Snögglega
er lífsskeiði hans nú lokið, stunda-
glasið runnið út.
Steingrímur var ekki neinn með-
almaður, hann var yfirburðamaður
að andlegu atgervi og var vel með-
vitaður um hæfileika sína og jók það
honum styrk. Steingrímur var
skarpgáfaður og hvar sem hann tók
til höndum var tekið rösklega í.
Hann var enginn hvex-sdagsmaður
og fór ekki margtroðnar slóðir, hann
valdi gjarnan leiðii- sínar sjálfur og
kunni ekki að hræsna fyrir neinum.
Það fór heldur ekki framhjá neinum
ef Steingrímur var á staðnum, allt
atgervi, látæði og sterkt fas bar vott
um fágætan mann.
Steingrímur var sterkur persónu-
leiki og stafaði frá honum birtu og
hlýju sem hafði sterk áhrif á þá sem
nutu návistar hans. Hann ýtti við
mönnum og því sem hvikar hér á
jörð og vildi veita öðrum lífsham-
ingju og örvun til sjálfstæðis og
sjálfstæðrar hugsunar. Hann hafði
mjög sterka réttlætiskennd og
hvatti menn til dáða og góðra verka
og reyndi að sjá hið góða í fólki.
Eg kynntist Steingi’ími fyrir
fjórtán árum, þá nýorðinn stúdent.
Hann hvatti mig mjög til að leggja
stund á guðfræði en ég var þá í
heimspekinámi. Síðar þegar ég fet-
aði mín fyrstu spor á kennarabraut-
inni reyndist hann mér sannur læri-
faðir og meistari.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur
sendi ég Halldóru dóttur hans og
sonunum Steingrími og Jóni. Sic
transit gloria mundi. Eg sakna hans
sárlega.
Guðbjartur Kristján
Kristjánsson.
Jafnvel í fjölskyldu þar sem það
að vera normal er talið afbrigðilegt
skar Steingrímur föðurbróðir minn
sig úr. Hann batt sína bagga ekki
sömu hnútum og samferðamennim-
ir. Hann gat verið erfiður, sérstak-
lega sínum nánustu, en í kringum
hann var aldrei lognmolla og hann
var aldrei leiðinlegur. Hann var sér-
stakur í klæðaburði og háttum. Hon-
um hefur án efa þótt það við hæfi að
deyja á föstudaginn langa eins og
frelsarinn forðum, þegar allir fánar
landsins héngu í hálfa stöng og vera
síðan jarðsettur á 75 ára afmælis-
daginn. Það er stíll yfir þessu og í
hans anda.
Veraldlegar eigur gerðu yfirleitt
stuttan stans hjá honum. Hann var
aldrei nískur og var flott á því þegar
hann eignaðist peninga. Þá voru
veisluhöld. Einhverju sinni leitaði
frændi til mín. Lögmaður nokkur,
kollega minn, var á eftir honum og
hótaði gjaldþrotaskiptum. Stein-
grímur átti enga peninga til að
borga kröfuna og útlitið var heldur
svart. Eg tók það að mér fyrir
frænda að tala við viðkomandi lög-
mann og leiða honum fyrir sjónir að
ekkert myndi hafast upp úr inn-
heimtutilraununum nema kostnaður
og tóm leiðindi: „Steingrímur Sig-
urðsson á engan pening, þetta er
vonlaus krafa.“ Eftir nokkur símtöl
og kveinstafi var fallist á að fella nið-
ur kröfuna. Ég var heldur ánægð
með að hafa gert frænda þennan
greiða og sagði honum að nú þyrfti
hann ekki að hafa frekari áhyggjur
af þessum málum. Mér brá heldur í
brún þegar daginn eftir var Stein-
gi-ímur kominn í útvarpsþáttinn
Þjóðarsálina að lýsa herlegum al-
klæðnaði, sem hann hafði keypt fyrr
um daginn í herrafataverslun í
Hafnarfirði. Það væri nú staðurinn
til að fata sig upp! Svo er Guði fyrir
að þakka að annaðhvort hlustar
þessi kollegi minn ekki á Þjóðarsál-
ina eða þá að hann hefur haft skiln-
ing og húmor fyrir stöðunni, að
minnsta kosti hefur hann aldrei
nefnt það við mig að ég hafi logið til
um peningaleysi frænda míns um-
rætt sinn.
Steingrímur endasentist um land-
ið og gat verið á Kópaskeri á þriðju-
dagseftirmiðdegi, en búinn að opna
sýningu í Grindavík daginn eftir.
Hann er nú farínn í síðustu ferðina.
Góða ferð frændi sæll!
Þórunn Guðmundsdóttir.
Það var skammt milli bræðranna,
þess elsta, Ólafs, læknis á Akureyri,
sem lést föstudaginn 13. ágúst sl., 84
ára að aldri og þess yngsta, Stein-
gríms, listmálara í Reykjavík sem
varð bráðkvaddur föstudaginn
langa, þann 21. aprfl, tæplega 75
ára. „Ölíkustu bræður í heimi,“
sagði Steingrímur sjálfur í minning-
argrein um Ólaf, föður minn og
gerði jafnframt svolítið grín að sjálf-
um sér eins og honum einum var
lagið: „Ef til vill - sumir mundu jafn-
vel segja örugglega - hefur ekki æt-
íð verið vanzalaust fyrir Ólaf bróður
að vera bróðir minn, enda þótt hann
kvartaði ekki yfir því, blessaður!"
Steingrímur var yngsta barn
skólameistarahjónanna á Akureyri,
Sigurðar Guðmundssonar og Hall-
dóru Ólafsdóttur. Hann þótti afar
fallegt barn, sagður bráðger, upp-
áhald móður sinnar en viðkvæmur í
lund; sú viðkvæmni birtist síðar á
ævinni í andhverfu sinni; út á við
varð hann fullur af krafti og lífs-
þorsta, bráðgreindur og orðhepp-
inn, frumlegur og listrænn. Sást þó
ekki alltaf fyrir á lífsgöngunni, oftar
en ekki sjálfum sér verstur. Líf hans
var stormasamt með köflum, hann
átti góðar stundir en inn á milli
barðist hann við „svarta hundinn“
eins og Sir Winston Churchill nefndi
þunglyndið. Fáa hef ég þekkt sem
háðu þá baráttu með jafn miklum
krafti og „stæl“ og hann Steingrím
frænda minn, enda lá sá svarti jafn-
an í valnum um stundarsakir eftir
hverja orustu.
Samband þeirra bræðra, Ólafs og
Steingríms, mótaðist af því hversu
ólíkir þeir vora að upplagi og að
lífsviðhorfum. Þeir áttu ekki skap
saman, einkum sem ungir menn.
Með árunum urðu hins vegar tengsl-
in milli þeirra hlýlegri og vináttu-
böndin dýpri; ég held þeir hafi
smám saman lært að meta það and-
stasða og það sérstaka hvor í öðrum.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Steingrími frænda mínum nokk-
uð vel á seinni árum. Við hittumst
ekki oft en hins vegar vorum við
„símavinir", spjölluðum saman, oft
vikulega, um lífið og tilveruna. Ég
kynntist þar annarri hlið á Stein-
grími en þeirri er „sneri að alþjóð“;
hvað hann gat verið íhugull, yfirveg-
aður, rólegur, hlýlegur og einlægur.
Hann var trúr og traustur vinur
vina sinna og ekki síst umhyggju-
samur og stoltur faðir og afi.
Þótt Steingrímur væri ekki auð-
ugur af veraldar gæðum bjó hann
við barnalán. Mér er sagt að hann
hafi alla tíð verið afar góður við
börnin sín, þótt ýmsar ytri aðstæður
hafi verið erfiðar og hann lengi einn
með þau, ýmist tvö eða þrjú. Sú inni-
stæða skilaði sér eftir að þau komust
á legg; Steingrímur Lárentíus, Jón
Jón og Halldóra María. Öll hafa þau
verið honum náin, hvert á sinn hátt,
og hafa stutt hann með ráðum og
dáð er aldurinn færðist yfir. Ég færi
þeim systkinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Halldóra Ólafsdóttir.
Móðir mín hringdi til mín hingað á
Skán til að segja mér, að Stein-
hgrímur St. Th. Sigurðsson, rithöf-
undur enfant terrible og skæruliði
íslenskrar myndlistar, hefði sofnað
út af í stól á 108. sýningunni í and-
dyrinu á Hótel Bolungavík (hvar
annars staðar?). Dýpri svefn en
venjulega, þegar hann dottaði
augnabliks stund eins og til að hlaða
batteríin og það fyrsta sem mér kom
í hug var að nú myndi ég aldrei
framar heyra þessa mögnuðustu
rödd á íslandi.
Fyrir nokkrum árum lét Tryggvi
Gíslason skólameistari það eftir
Steingrími að setja upp sýningu á
gamla Sal Menntaskólans á Akur-
eyri. Síðsumars í þrjá daga yfir helgi
hélt Steingrímur til í híbýlum
bernskunnar. Ég kom til hans á
sunnudagskvöldið þegar síðustu
gestirnir voru að tínast í burtu.
Myndirnar héngu innan um gömul
portrett af lærifeðrum skólans,
sumar frammi á gangi, aðrar reistar
upp á kant meðfram veggjunum.
Salnum var hann búinn að breyta í
kontór, með aragrúa af teikningum,
pappírum, bréfum og gömlum og
nýjum Ijósmyndum, handritsköflum
úr nýju bókinni - allt í belg og biðu á
borðunum upp við púltið. í baksýn
Vaðlaheiðin og Pollurinn; fyrir utan
í garðinum brjóstmyndir foreldr-
anna. Og Steingrímur las fyrir mig
úr bókinni stuttar glefsur héðan og
þaðan, pataði og rótaði eftir ljós-
myndum í hrúgunni á borðinu og út-
skýrði fyrir mér fínansana í listinni
(ég var engu nær) og næmur, ör-
geðja barítoninn yfirtók salinn.
Svo var Steingrímur horfinn á
braut, hélt margar sýningar og hef-
ur áreiðanlega keypt sér getaway
car; skrapp til útlanda og náði ástum
sígaunastúlku í Kaupmannahöfn -
hann var montinn af því! Þegar vor-
aði var hann að vanda mættur í
Hafnarstrætið og nú til að setja upp
sýningu í kjallaranum hjá hofmester
Simma. I geimfaraskónum með 7 cm
þykkum sólum og í hermannasam-
festingi í felulitum með rauðu barr-
ettuhúfuna á hausnum og til í slag-
inn. Við ókum í leiðangra að skaffa
eitt og annað á Citroen-bragganum
- farartæki frönsku andspyrn-
uhreyfingarinnar - með Jóhann ár-
elíuz í aftursætinu, skæruliðakomm-
andó Steingríms.
Sýningarnar voru hreyfanlegar
innsetningar, upphaf samræðna við
públíkum og Steingrímur gat hengt
upp nánast hvar sem var. Hann eig-
inlega dreifði myndunum í hólf og
gólf og þegar einhver keypti mynd
þá var hún afhent samstundis og ný
sett í staðinn. Hann vann í eyðurnar
jafnóðum og var fljótur að stilla upp
þar sem hann stóð. Hann hafði liti
og pensla í hvítum plastpoka sem
hann geymdi í öðrum stærri ásamt
trönum, hálfónýtu kassettutæki og
spólum með swing-músík frá New
Orleans og hann sólundaði ekki tím-
anum. Svo mokaði hann öllu heila
klabbinu ofan í pokana á augabragði
og var strax kominn í annað. Hann
fór svo hratt yfir, að það var engin
leið að fylgja honum eftir, endalaust
í samræðum og vissi deili á nánast
öllum íbúum þessa lands, forvitinn
og mundi allt.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast þessum einstaka listamanni
og gáfaða heimsborgara, sem einn
manna gat komist upp með að borða
kjötsúpu með fingrunum á Hótel
Borg eins og það væri (næstum) inn-
an rammans.
Páll Sólnes.
Genginn er skáldið með pensilinn,
maður orðsins. Hann setti svip á
umhverfi sitt með skoðunum sínum
sem gengu oft þvert á álit fjöldans
og gat hann orðið „vígamaður", en
hann var líka maður sátta sem
samdi frið við Guð og menn.
Steingrímur kom oft á heimili
okkar hjóna, sat hann þá í öndvegi
og sagði frá mönnum og málefnum á
litríkan hátt sem honum var einum
lagið. En því er ekki að leyna að
hraðinn var honum oft um megn,
dimmir dagar gengu í garð sem voru
honum býsna erfiðir, en trúin á Guð
var afar sterk í eðli hans og gaf hon-
um þrótt til nýrra átaka.
Síðasta ferð sem við fórum saman
var til Stokkseyrar, en hann leit á
staðinn sem helgan reit, brimið og
blámann til hafsins sem uppsprettu
til nýrra verka. Það verður okkur
lengi minnisstætt að ganga um í
fjörunni með Steingrími og vera
þátttakendur í því hvernig hann
skynjaði umhverfið á lifandi hátt.
Við hjón þökkum kærleikann sen£-
þú sýndir okkur í ríkum mæli og
biðjum algóðan Guð að varðveita
þig-
Albert Ríkarðsson og
Elín Vigfúsdóttir.
Steingrímur setti svip á bæinn. Af
honum fóru sögur þess eðlis að for-
vitni vöktu og gustaði heilsusamlega
kringum hann í Akureyrarmollunni.
Ég kynntist Steingrími þegar
hann var að setja upp sína fyrstu
sýningu á Hótel KÉA fyrir jólin
1968. Stóð mikið til og mikið atriði aá
lýsingin væri akkúrat. Og flestir
raftar á sjó dregnir af starfsmönn-
um hótelsins að koma lagi á lýsing-
una. Þóttu mér það prófessjónal
vinnubrögð unglingnum.
Kannski skein rafmagnið óþarf-
lega skært á sum verkanna. Það er
önnur saga.
Er skaði að ritgerð mín í íslensku
vorið 1971 skuli týnd. Því hún var
ávísun á drauminn um betra líf og
betri tíð, það sem koma skyldi.
Héldu mér engin bönd í hugmynda-
flæði og æði orða. Viðfangsefnið
frjálst og ljósastaurarnir sungu og
urðu grænir aftur eins og hjá Tóm-
asi. Þá skein sól í heiði. Skrifaði stfl-
inn í sæluvímu.
Steingrímur allkúnstner St. Th.
Sigurðsson var prófdómari í lands-
prófinu sextíuogníu og í fimmta
bekk framhaldsdeildar sjötíuogeitt
og hafði einstaklega greinilegan
framburð. Einkum þó og sér í lagi
zetuframburð! Mátti (ef menn höfðu
á annað borð slíkt næmi til að bera)
lista út hvar zetuna var að finna eftir
áherslum Steingríms og heiðskírri
framsögn.
Stfllinn var um sólina og vorið og
grasið græna, bergmálandi fjöll ogv
grundir, háa himna og bláa og víst
voru tvær til þrjár sveskjur í sólar-
laginu. Ég var ölvaður af skáldskap
og víni og brátt mundu vængimir
bera mig út í hinn stóra heim. Af
þessu glæsti í línum um fljúgandi
hunang Vaðlaheiðar. Orti í gríð og
erg. Alveg að springa út! Þessa ólgu
skynjaði hinn síungi Steingrímur
Sigurðsson. Stfllinn hraður, mál-
andi, myndríkur. Fljótandi og
sveiflukenndur. Steingrímur gaf
mér tíu fyrir vikið.
En þá kom babb í bátinn og svipur
á Sverri Pálsson, skólastjóra og
fréttaritara Morgunblaðsins á Ak-
ureyri. Sverrir ræskti sig og spurði
Steingrím hvurt stíll minn lyti nógu
nægilega tilhlýðanlegum lögmáluriÉ
um upphaf, miðju og endi. Hvurt
þetta væri ekki frekar hroðvirknis-
lega samansett hjá mér, eitt og ann-
að skáldlegt kannski, en þó á heild-
ina litið hálfgerð fljótaskrif. Tóku
sumir kennara Sverris undir. Níu
hlyti að vera nóg.
Steingrímur þverskallaðist við
fortölum öllum. Hann var á lofti yfir
r lÁltstvvibúðiri ^
£Hai^3skom
v/ Possvogskirkjwga^ a
Símii 554 0500
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri.
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur Bóbó
Frederiksen
útfararstjóri.
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is