Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Kaupin á Rover
gengin til baka
Ný samsteypa, Phoenix, er
nú komin mn í myndina
London, Frankfurt. AP, AFP.
Mikill fögnuður varð meðal starfsmanna Rover-verksmiðjanna í Long-
bridge er fréttist, að Alchemy Partners hefði fallið frá kaupunum. Hér
skála nokkrir þeirra fyrir tfðindunum en ekki er ólíklegt, að BMW taki
nú upp viðræður við Phoenix-samsteypuna, sem nýtur stuðnings bresku
stjórnarinnar og verkalýðsfélaganna.
ALCHEMY Partners, fyrirtækið,
sem ætlaði að taka við bresku Rov-
er-verksmiðjunum af BMW, til-
kynnti í gær, að það hefði fallið frá
tilboðinu. Lækkaði gengi hluta-
bréfa í BMW óðara um rúm 9% í
kauphöllinni í Frankfurt.
í tilkynningu Alchemy Partners,
sem fæst einkum við ýmiss konar
áhættufjárfestingu, sagði, að upp
hefði komið verulegur ágreiningur
um kaupin á fimmtudag og því
hefði fyrirtækið séð sig tilneytt til
að falla frá þeim. Uwe Mahla, tals-
maður BMW, vildi í fyrstu ekkert
um þetta segja að svo stöddu en í
yfirlýsingu frá fyrirtækinu nokkru
síðar sagði, að það myndi nú leita
annarra leiða til að losa sig við
Rover. Kom þar fram, að fyrirtæk-
ið ætlaði sér mánuð til að ráða
fram úr þessu.
Studd af stjórnvöldum og
verkalýðsfélögum
Verð á hlutabréfum í BMW
lækkaði strax í gærmorgun um
rúm 9% vegna þessara tíðinda en í
fyrradag hafnaði BMW að því er
virðist öðru tilboði í Rover frá
Phoenix-samsteypunni. Var ástæð-
an sögð sú, að hún hefði ekki þær
fjármálalegu tryggingar, sem til
þyrfti. Staðan, sem nú er komin
upp, gefur Phoenix-samsteypunni,
sem breska stjórnin og verkalýðs-
félögin styðja, nýtt tækifæri en tal-
ið var, að hún hefði verið orðin of
sein til að koma saman viðunandi
tilboði. Mahla, talsmaður BMW,
staðfesti enda í gær, að Phoenix
væri nú aftur inni í myndinni. Fyr-
ir þessari samsteypu fer John
Towers, fyrrverandi aðalfram-
kvæmdastjóri Rovers. Alchemy var
búið að gefa í skyn, að mörgum
starfsmönnum Rover-verksmiðj-
anna yrði sagt upp en Phoenix-
samsteypan telur ekki vera þörf á
miklum uppsögnum.
Noti ekki BMW í
Bond-myndum
Mahla sagði, að uppákoman með
Alchemy hefði engin áhrif á fyrir-
huguð kaup Ford-verksmiðjanna á
Land Rover en sú framleiðsla hef-
ur skilað hagnaði. Er kaupverðið
um 212 milljarðar ísl. króna.
Tíðindunum um, að ekkert yrði
af kaupum Alchemys á Rover, var
fagnað mjög af starfsmönnum
verksmiðjanna. Sögðu þeir, að ekki
hefði annað vakað fyrir Alchemy
en að sundra Rover og selja síðan
bestu bitana án nokkurs tillits til
starfsfólksins. Hafa bresku verka-
lýðsfélögin hvatt fólk til að kaupa
ekki BMW-bíla og þau leggja hart
að framleiðendum James Bond-
myndanna að nota þá ekki í mynd-
unum en það var gert í þeirri síð-
ustu.
Talsmenn BMW segja aftur á
móti, að meginástæðan fyrir geng-
isleysi Rover-verksmiðjanna sé
hátt gengi breska pundsins. Síðan
BMW keypti Rover 1994 hafi það
hækkað um 30%. Það hafi valdið
því í fyrsta lagi, að útflutningur á
Rover-bílunum sé næstum ómögu-
legur og í öðru lagi hafi samkeppn-
isstaða þeirra innanlands stór-
versnað vegna þess, að innfluttir
bílar hafi lækkað í verði í takt við
gengisþróunina. Aætlað er, að
BMW hafi tapað rúmlega 300 millj-
örðum ísl. króna á Rover frá 1994.
Ný fjölda-
gröf fínnst
í Úganda
Kampala. AP, AFP.
FIMMTÍU og fimm lík af körlum,
konum og börnum fundust í gær í
einni gröf undir bflskúr í Kampala,
höfuðborg Úganda. Hafði leiðtogi
sértrúarsafnaðarins, sem er sakað-
ur um að hafa myrt um 1.000
manns, haft bflskúrinn og sam-
byggt hús á leigu.
Talsmaður lögreglunnar í
Kampala sagði, að Dominic Kat-
aribaabo, einn helsti leiðtogi
hreyfingar, sem kenndi sig við
boðorðin tíu, hefði haft húsið á
leigu og raunar nokkur önnur hús
í borginni. Hefur ekki verið leitað
undir þeim enn. I gröfinni voru lík
tuttugu og tveggja kvenna, fimm-
tán karlmanna, tíu stúlkna og átta
drengja. Voru öll líkin nakin.
„Ég fæ ekki skilið hvernig þetta
gat átt sér stað. Hvernig gat allt
þetta fólk dáið þegjandi og hljóða-
laust? Kannski var það allt dáið er
það var flutt hingað,“ sagði Irene
Mirembe, ung kona, en húsið
hennar er aðeins í tíu metra fjar-
lægð frá bflskúrnum.
Aður hafa fundist hundruð líka í
fjöldagröfum víðs vegar um Úg-
anda og er talan nú alls rétt innan
við 1.000. Báru þau mörg merki
þess, að fólkið hefði verið kyrkt,
en svo var ekki með líkin, sem
fundust í gær. Mestu morðin áttu
sér líklega stað er kirkju safnaðar-
ins í Kanungu-héraði var lokað og
í henni kveikt. Fórust mörg
hundruð manns í brunanum.
Konungasög-
urnar efldu
sjálfstraustið
Sveitarfélög í Vestur-Noregi hafa styrkt
uppbyggingu Snorrastofu í Reykholti með
fé og ætlunin er að styðja einnig væntan-
lega Auðunarstofu að Hólum.
Morgunblaðið/RAX
Norsku gestirnir, f.v. Arne Holm, Ragnhild Randa) og Hákan Randal ásamt Ólafí G. Einarssyni, formanni
stjómar Seðlabankans, en Ólafur var þeim innan handar hér á landi.
NORÐMENN gáfu í fyrra sem svar-
ar nær 19 milljónum króna til upp-
byggingar Snorrastofu í Reykholti
og nú í vikunni bættust við um 4,3
milljónir í sjóðinn. Hér á landi eru nú
staddir þrír fulltrúar hópsins sem
stóð fyrir söfnuninni í fyrra, þau
Ame Holm, ræðismaður íslands í
Björgvin, Hákon Randal, fyrrver-
andi fylkisstjóri á Hörðalandi og eig-
inkona hans, Ragnhild Randal tfl að
afhenda forráðamönnum Snorra-
stofu viðbótarféð.
Átakið er eins konar hátíðargjöf
fólks í Vestur-Noregi í tilefniaf þús-
und ára afmæli kristnitöku á Islandi.
Ætlunin er að styrkja einnig upp-
byggingu Auðunarstofu að Hólum í
Hjaltadal. Fyrr á öldum var á staðn-
um mikið hús með þessu nafni úr
norskum stórviði og munu norskir
iðnaðarmenn aðstoða við að reisa
nýja húsið hér.
Gdðar undirtektir á Hörðalandi
Gefendur fjárins eru fjölmörg
sveitarfélög í Vestur-Noregi, þar af
öll 75 sveitarfélög á Hörðalandi,
einnig háskólar og fleiri aðilar.
í íyrra komu hingað til lands nær
fimmtíu norskir sveitarstjómar-
menn í tilefni söfnunarinnar og segir
Holm að þeir hafi allir orðið miklir
íslandsvinir. Gert er ráð fyrir að
opna Snorrastofu með viðhöfn 29.
júlí nk. og að sögn Norðmannanna
þriggja verða þar margir gestir frá
grannþjóð okkar.
Þremenningamir hafa meðal ann-
ars hitt að máli Davíð Oddsson for-
sætisráðherra og biskup íslands,
herra Karl Sigurbjömsson. Holm
stjórnar átakinu í Noregi og segir að
mikill áhugi sé á málinu á Hörða-
landi og víðar í Vestur-Noregi, und-
irtektirnar hafi verið góðar og öll
sveitarfélög á Hörðalandi sem leitað
hafi verið til hafi ákveðið að láta fé af
hendi rakna. Framlag er í samræmi
við íbúafjölda á hveijum stað.
„Búið er að panta um 200 sæta
flugvél fyrir ferðina hingað í júlí,“
segir Holm sem er fyrrverandi
bankastjóri. Hann segist hafa talið
það eðlilegt að taka að sér stjómun
söfnunarinnar. Hann er ræðismaður
íslands og segir að það sé ekki erfitt
starf því að íslendingar í Noregi séu
að jafnaði sómafólk.
Fólki á svæðinu sé afskaplega
hlýtt til íslendinga, deilur um
Smuguveiðar og Leif Eiríksson
skipti þar engu.
„Landnámsmennirnir komu flest-
ir frá Vestur-Noregi og tengslin við
ísland eru afar sterk á svæðinu. Við
vildum þess vegna færa íslendingum
gjöf í tilefni kristnihátíðarinnar og
buðum sveitarfélögum í Vestur-Nor-
egi að taka þátt í sérstakri, vestur-
norskri þjóðargjöf. Okkur fannst
líka að þetta gæti orðið gott fordæmi
í norsk-íslensku samstarfi sem að
sjálfsögðu hefur verið ástundað lengi
á mörgum sviðum. Miklu máli skiptir
að með starfi af þessu tagi, afmörk-
uðum verkefnum en ekki eintómu
rabbi, sköpum við persónuleg tengsl
og vináttu. Séra Bolli Gústavsson
fitjaði upp á hugmyndinni um að
reisa Auðunarstofu á Hólum með
okkur fyrir fimm eða sex árum. Síð-
an hafa skógarbændur í Vestur-Nor-
egi gefið timbrið sem notað verður í
húsið, gæðavið sem er 250 ára gam-
all. Rflcisstofnun sem sér um að
halda við gömlum handverkshefðum
hefur boðist til að annast verkið í
samstarfi við íslenska iðnaðarmenn.
Auðunarstofa verður því norrænt
samstarfsverkefni og hún verður
reist með sams konar aðferðum og
notaðar voru á 14. öld. Hér er því um
að ræða í senn handverk og sögulegt
menningarstarf og við vonum að
stofan verði að veruleika í ágúst á
næsta ári.
Auðunarstofa hin nýja verður
stærri en gamla húsið og þar á bisk-
upinn meðal annars að vera með
skrifstofu sína og fundarherher-
bergi. Einnig á að að vera þar bóka-
safn.“
Randal segir hlæjandi að Holm sé
alit of hógvær og geri ekki nóg úr
eigin dugnaði, hann sé „framsækn-
asti ræðismaðurinn í Björgvin".
Sjálfur segist Randal hafa verið
meira í aukahlutverki en honum
finnst mikilvægt að með átaksverk-
efnum eins og söfnuninni sé frum-
kvæði að samvinnu skapað utan
venjulegs farvegar stjórnmálanna.
„Ég var áður virkur í stjómmálum
og á Stórþinginu í Ósló, var um hríð
stjómarformaður Norræna hússins
hér í Reykjavík og þekki fjölmarga
íslendinga sem vom í stjórnmálum á
sama tíma, Ólaf G. Einarsson, Matt-
hías Mathiesen, Eið Guðnason og
fleiri.
Auk þess að hafa unnið að verk-
efnunum sem minnst hefur verið á
hefur okkur tekist að koma á sam-
starfi við Björgvinjarháskóla.
Ákveðið hefur verið að samstarf
verði um rannsóknir milli skólans og
Háskóla íslands um fomleifarann-
sóknimar í Reykholti. Sama verður
upp á teningnum varðandi Auðunar-
stofu á Hólum. Þegar átakinu okkar
lýkur verður því framhald á sam-
starfinu og þá milli vísinda- og fræði-
manna í löndunum. Þetta skiptir að
minni hyggju miklu máli.“
Þremenningarnir hafi átt ágæta
fundi með forsætisráðherra og bisk-
upi er hafi lýst fyrirætlunum í
tengslum við kristnihátíðina. Báðir
hafi verið mjög áhugasamir um
norska framtakið.
Söguleg leiksýning
Randal segir að þau hlakki til að
kanna aðstæður í Reykholti um
helgina með tilliti til leiksýningar
sem þar verður sett upp er Snorra-
stofa verður tekin í notkun. Mun Júl-
íus Hafstein, framkvæmdastjóri
kristnihátíðarnefndar, verða með í
för.
En hver er þáttur Ragnhildar
Randal í átakinu?
„í Vestur-Noregi höfum við sett
upp mikla leiksýningu með 120 leik-
urum, Kristkonungana, í tengslum
við Mostraspelet," svarar hún. „Sýn-
ingin er eftir Johannes Heggland og
fjallar um kristnitökuna í Noregi, Ól-
af Tryggvason sem kom kom til
landsins árið 995 ásamt fylgdar-
mönnum sínum til að kristna þjóðina
og á Mostri var sungin messa í fyrsta
sinn í Noregi. Þangbrandur prestur,
sem Ólafur sendi síðar til íslands til
að boða þar hinn nýja sið, er veiga-
mikil persóna í sýningunni, hann
kvelur m.a. bænduma með skatt-
heimtu," segir Ragnhild Randal.
Hún er leikstjóri sýningarinnar sem
verður færð upp í Reykholti í júlí, dá-
lítið stytt. Með í fór verður 30 manna
sinfóníuhljómsveit frá Færeyjum.
„Einnig setjum við upp minni sýn-
ingu af sögulegum toga er verður
flutt í Vestmannaeyjum þegar þar
verður afhent þjóðargjöf Norð-
manna, stafkirkjan.“
Holm segir aðspurður að áhuginn
á fornu bókmenntunum og verkum
Snorra sé mikill meðal Norðmanna.
Konungasögur Snorra sem íslend-
ingar hafi varðveitt hafi átt sinn þátt
í að efla trú Norðmanna á sjálfum
sér á umliðnum öldum er þeir voru
undir erlendum kóngum. „Þar gát-
um við séð hvers virði við vorum og
þau verðmæti eru eilíf.“ Ef til vill sé
unga fólkið þó ekki jafn áhugasamt.
En Ragnhild bendir á að með sögu-
legum leiksýningum sé hægt að ná
til allra kynslóðanna vegna þess að í
þeim taki þátt jafnt börn sem full-
orðnir.