Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLADIÐ IflKII m LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 37
Deilur um
fæðubótarefni
Gaithersburg í Bandaríkjunum. AP.
SKIPTAR skoðanir eru
meðal sérfræðinga í
heilbrigðismálum um
það hvort heimilt skuli
að fullyrða að fæðubót-
arefni, allt frá sterkum
vítamínskömmtum til
jurtates, komi barns-
hafandi konum til góða.
Sumir sérfræðingar
óttast annan talídómíð-
faraldur, hliðstæðu við
það þegar fjöldi barna
fæddist fatlaður vegna
þess að mæður þeirra
höfðu tekið lyfið talíd-
ómíð gegn ógleði. Aðrir
segja að of margar við-
varanir geti hrætt verð-
andi mæður frá fæðu-
bótarefnum sem hafi
gefið góða raun, syo
sem vítamínum og fól-
ínsýru.
Bandaríska matvæla-
og lyfjaeftirlitið ákvarð-
ar hvaða fullyrðingar
mega koma fram á
merkimiðum á fæðubót-
arefnum, og stóð það
nýverið fyrir fjölmenn-
um fundi þar sem lagðar voru
fram vísbendingar með og á móti.
Sumir fundarmanna vöruðu við því
að duldar hættur kunni að felast í
vörum sem hvorki heyri undir op-
inberar reglugerðir né séu prófað-
ar í umfangsmiklum tilraunum.
Allen A. Mitchell, við Boston-
háskóla, hvatti til þess að allar
fullyrðingar um meðgöngu yrðu
bannaðar, þar eð ekki lægi fyrir
næg vitneskja um áhrif efnanna á
fóstur. Jan M. Friedman, við Há-
skólann í British Columbia, bætti
því við, að þótt einhverjar vörur
væru náttúrulegar eða hefðu verið
notaðar í mörg ár væri ekki þar
með sagt að þær væru örugglega
hættulausar.
Hvers kyns fæðubótarefni, allt
frá framandi jurtum til hefðbund-
inna vítamína, seljast í miklu
magni í Bandaríkjunum, og tvö-
faldaðist salan frá 1990 til 1996 úr
3,3 milljörðum dala í 6,5 milljarða.
Associated Press
Deilt er um ágæti fæðubótarefna fyrir verð-
andi mæður en þessa söngkonu skortir sýni-
lega ekki orku.
Framleiðendur fæðubótarefna
héldu því fram á fundinum, að vör-
ur þeirra væru öruggar og vand-
lega merktar.
„Vörur sem hafa í margar aldir
veitt konum hjálp ættu að fá að
veita þá hjálp áfram,“ sagði
Michael McGuffin, talsmaður Sam-
taka bandarískra jurtaframleið-
enda, og nefndi piparmyntute og
engifer sem dæmi. Þá benti hann
á, að af 640 jurtavörum sem séu á
lista Samtakanna séu yfir 200
merktar með viðvörunum til
barnshafandi kvenna um að nota
þær ekki.
Bandaríska þingið hefur bannað
matvæla- og lyfjaeftirlitinu að
setja reglugerðir um framleiðslu
og sölu fæðubótarefna, en eftirlitið
getur krafist þess að fullyrðingar
um virkni efnanna séu sannleikan-
um samkvæmar, og þurfa þær að
vera í samræmi við viðmiðanir
settar af eftirlitinu.
Associated Press
Átröskun á borð við anorexíu leggst einna þyngst á unglingsstúlkur, oft
með alvarlegum afleiðingum. Myndin sýnir atriði úr bandarískri kvik-
mynd, „A Secret Between Friends", sem fjallar um samband móður og
dóttur hennar á unglingsaldri sem þjáist af anorexíu.
Sérfæði eykur
hættu á átröskun
New York Times Syndicate.
TÁNINGSSTULKUR, sem eru í
hvað mestri hættu á að þjást af át-
röskun á borð við anorexíu, eru í
jafnvel enn meiri hættu ef þær þurfa
að neyta sérfæðis vegna langvinnra
sjúkdóma.
í rannsókn sem unnin var við
Connecticut-háskóla í Bandaríkjun-
um var sjónum beint að matarvenj-
um og sjálfsmynd táningsstúlkna
sem neyttu sérfæðis. Niðurstöðurn-
ar birtust í aprílhefti Journal of
Developmental and Behavioral Pedi-
atrics.
Rannsakaðar vora stúlkur og kon-
ur sem þurftu að neyta sérstakrar
fæðu vegna sjúkdóma á borð við syk-
ursýki eða fenýlketónmigu (PKU),
sem er arfgengur sjúkdómur. Fólk
sem þjáist af þessum kvillum verður
að fylgjast vel með því hvað það læt-
ur ofan í sig, því annars geta afleið-
ingamar orðið alvarlegur heilsu-
brestur.
En það sem veldur vandræðum er
ekki síður það hversu uppteknar
konur, sem þjást af þessum sjúk-
dómum, geta verið af líkamsmynd
sinni og þyngd. Þær sem haldnar
Sálfræði daglegs líf
Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurníngum lesenda
Spurning: Háskólinn hefur
auglýst námskeið fyrir almenning
sem nefnist sálfræði daglegs lífs.
Er því ætlað að fjalla um einhver
tiltekin sálræn vandamál eða er
það fremur um það hvemig venju-
legu fólki tekst að lifa lífi sínu far-
sællega? Á fólk sem ekki á við nein
sérstök sálræn vandamál að stríða
eitthvert erindi á þetta námskeið?
Svar: Sálræn vandamál eru
hluti af daglegu lífi hins venjulega
manns. Innan ákveðinna marka
verða þau að teljast normal, jafn-
vel heilbrigð viðbrögð undir mörg-
um kringumstæðum. Þau þurfa
ekki að leiða til sjúklegra geð-
rænna einkenna og í flestum til-
vikum ráða menn fram úr þeim.
Vandamál, ef við viljum nefna þau
svo, eru ekki endilega neikvæð,
heldur þvert á móti geta þau gefið
lífinu gildi, aukið þroska einstakl-
ingsins og gert hann hæfari til að
lifa farsælu lífi, ef honum tekst að
ná valdi á þeim.
Undirritaður hefur átt þátt í að
skipuleggja námskeiðið sem um er
spurt og getur því veitt nokkrar
upplýsingar um efni þess. Þar
verður fjallað um nokkur af þeim
vandamálum sem mjög margt,
jafnvel flest, venjulegt fólk þarf að
glíma við um ævina, svo sem
kvíða, þunglyndi, svefntruflanir og
verki, en einnig hvernig stýra má
Persónuþroski
uppeldi barna sinna með hæfilegu
aðhaldi og læra að þekkja sjálfan
sig til að nýta hæfileika sína sem
best.
Kvíða þekkja allir, enda er það
veigamikill þáttur í heilbrigðu sál-
arh'fi að geta fundið til kvíða þegar
tilefni er til. Þá sem aldrei finna til
kvíða skortir yfirleitt tilfinninga-
legan þroska. Kvíðinn getur þó
orðið svo mikill og viðvai-andi að
hann hafi truflandi áhrif á daglegt
líf eða jafnvel lami hæfni einstak-
lingsins til að sinna hversdagsleg-
um hlutum. Þá getur verið nauð-
synlegt að þekkja aðferðir til að
stilla kvíðann. Margir gera það
með því að taka inn kvíðastillandi
lyf. Hins vegar eru sálfræðilegar
aðferðir, sem hægt er að læra og
þjálfa til þess að bregðast við
kvíða og ná stjórn á honum. Þung-
lyndi er sömuleiðis mjög algengt,
ekki aðeins sem geðsjúkdómur,
heldur í vægari tilvikum sem við-
brögð við ytra álagi eða áföllum.
Flestir verða einhvern tíma fyrir
missi og sorgin getur þróast í
þunglyndi ef fólk nær ekki að
vinna sig út úr henni. Flestir finna
líka einhvern tíma til dapurleika,
þótt áföll komi ekki til. Eins og við
kvíða má beita lyfjum við þung-
lyndi og oft getur það verið nauð-
synlegt, en sálfræðileg meðferð
miðar að því að viðkomandi nái
sjálfur tökum á þunglyndinu og
læri að bregðast við því á réttan
hátt. Einnig hafa verið kannaðar
aðferðir til að fyrirbyggja þung-
lyndi hjá þeim sem hættir til þess
fremur en öðrum. Svefntruflanir
era algengt vandamál, ekki síst
hjá eldra fólki. Rannsóknir á
svefni eru forsenda þess að skilja
hvað fer úrskeiðis þegar fólk getur
ekki sofið eða nær ekki eðlilegum
svefni. Slíkar rannsóknir hafa ver-
ið stundaðar um árabil hér á landi
og niðurstöður þeirra vakið at-
hygli. í kjölfar þeirra hefur náðst
góður árangur við meðferð svefn-
traflana af ýmsu tagi, svo sem
kæfisvefns, sem margir þjást af.
Fjöldi fólks hefur verki af ýmsu
tagi til lengri eða skemmri tíma.
Sársauki á sér oftast líkamlegar
orsakir, en upplifun hans er þó
sálræn skynjun, sem getur verið
missterk eftir því hver á í hlut og
hvemig andleg líðan hans að öðra
leyti er. Athyglisverðar sálfræði-
legar rannsóknir hafa verið gerðar
á þessu sviði hér á landi og hópur
lækna og sálfræðinga hefur sam-
einast um meðferð á verkjum.
Að halda aga á börnum, hvort
sem er á heimili eða í skóla, hefur
um langan aldur gefið tilefni til
ólíkra viðhorfa hvað varðar upp-
eldi barna. Það var lengi vel trú
manna að sálfræðingar væru á
móti því að börnum væri bannað,
og ef til vill mátti ráða það af sum-
um uppeldiskenningum fyrr á öld-
inni. Það er hins vegar ekki sama
hvernig aga er beitt við börn. Öll
börn þurfa aðhald, sem skapar
þeim öryggi í tilverunni, en það
skiptir máli að aginn sé jákvæður,
þroskandi og uppbyggilegur fyrir
barnið. Agi verður eitt af umfjöll-
unarefnum námskeiðsins.
Að lokum verður fjallað um
sjálfstyrkingu, þ.e. hvernig ein-
staklingurinn getur lært að þekkja
sjálfan sig, finna styrk sinn og
hæfileika til þess að geta nýtt
hann sem best í samskiptum við
annað fólk í lífi og starfi.
Það ætti að vera ljóst af þessari
lýsingu að flestir ættu að geta haft
nokkurn fróðleik og vonandi gagn
af því að sækja þessa fyrirlestra
og taka þátt í umræðum um mál-
efni sem varðar okkur öll.
• Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt sáitræðinginn um það sem
þeim liggur á þjarta. Tekið er &
móti spurningum á virkum dögum
milli klukkan 10 og 17 í síma
5691100 og bréfum eða sfmbréfum
merkt: Vikulok, fax: 5691222.
Gel gegn
hármissi
San Francisco. AP.
HÁRMISSIR af völdum lyfjameð-
ferðar við krabbameini kann að
heyra sögunni til ef gel, sem verið
er að þróa, reynist vel í tilraunum
á fullorðnu fólki. Hingað til hefur
það einungis verið reynt á rottum,
en vísindamennimir sem vinna að
þróun þess, segja það mjög áhrifa-
mikið.
Krabbameinsfi-umur skipta sér
hraðar en venjulegar fmmur.
Lyfjameðferð við krabbameini
byggist á því að lyf era notuð til að
drepa fmmur sem skiptast hratt,
og hafa lyfin því þá aukaverkun
að skemma hársekkina, sem einn-
ig skiptast hraðar en aðrir hlutar
líkamans.
Gelið er þróað á vegum lyfjafyr-
irtæksins Glaxo Wellcome, og
sagði talsmaður þess að vonast
væri til að hægt yrði að prófa gel-
ið á fólki, þótt ekki væri unnt að
segja til um hvenær það yrði gert.
Gelið virkar með því að koma
tímabundið í veg fyrir að hársekk-
imir skipti sér og ver þá þannig
gegn áhrifum lyfjameðferðarinn-
ar
vora sykursýki hugsuðu mikið um að
forðast fitandi mat og léttast, að því
er fram kemur í könnuninni. Þær
sem kunnu að þjást af átröskun
höfðu minna sjálfsálit og neikvæðari
líkamsmynd. Þeim hætti ennfremur
til að fylgjast síður með blóðsykur-
magni sínu og matarvenjum, sem er
nauðsynlegt heilsu þeirra vegna.
Þær konur með PKU, sem tóku
þátt í rannsókninni, voru mjög upp-
teknar af sjálfsstjóm og töldu að
aðrir væra að reyna að fá sig til að
þyngjast. Samkvæmt könnuninni
höfðu þessar konur síðri dómgreindr
arhæfni og minna sjálfsálit.
„Þessar niðurstöður rannsóknar-
innar koma mér alls ekki á óvart,“
sagði Dina Zeckhausen, sálfræðing-
ur og formaður baráttusamtaka
gegn átröskun í Atlanta í Bandaríkj-
unum. „Eðlilegir táningar þurfa að
fást við breytingar í líkamanum og
reyna að vera ánægðir með sjálfa
sig. Ef við þetta bætast afleiðingar
þess að borða ekki rétt (vegna sjúk-
dóma) virðist manni það ekki nema
eðlilegt að þessar stúlkur verði upp-
teknar af mat og líkamsmynd."
Hvað er
hómósist-
ín?
BLÓÐFITA og hjartasjúk-
dómar era í hugum flestra jafn
órofa tengd og reykingar og
lungnakrabbamein, en annað
efni, sem dreifist með blóðinu,
kann að veita betri vísbending-
ar um hættu á hjarta- og heilaá-
föllum, og svo ólíkum sjúkdóm-
um sem Alzheimers og
áhættusamri meðgöngu.
Hér ræðir um hómósistín.
Það myndast úr amínósýrum,
sem er að finna í öllum prótein-
um sem menn nærast á. Það er
orðið vinsælt rannsóknarefni
undanfarin ár vegna náinna
tengsla milli þess og hjarta-
sjúkdóma.
Nú er hómósistín-mæling
orðin tiltölulega ódýr, áreiðan-
leg og auðveld í framkvæmd og
segja læknar því meiri ástæðu
til að þeir, sem era í áhættu-
hópum, láti mæla magn efnisins
í blóðinu. Eigi það ekki síst við
um þá sem komi úr fjölskyldum
þar sem hjartasjúkdómar séu
algengir.
E-vítamín
er öflug vörn fyrír
frumur líkamans
náttúrulegal
Eilsuhúsið
Éh
Skólavörðustfg, Kringlunni & Smáratorgi