Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT fsraelar velta vöngum yfír holskeflu hneykslismála meðal helstu áhrifamanna Merki vaknandi eða dvín- andi siðferðisvitundar? Málarekstur gegn áhrifamönnum er langt frá því að vera nýr af nálinni í Israel. Óvenju mikið hefur hins vegar farið fyrir lögreglurannsóknum á atferli æðstu ráða- manna þar í landi að undanförnu. Sigrún Birna Birnisdóttir kynnti sér hugsanlegar orsakir og afleiðingar þeirra hneykslismála sem hæst hefur borið. Reuters Benjamin Netanyahu (t.v.), íyrrverandi forsætisráðherra Israels, og Ezer Weizman forseti. Ráðamennimir tveir háðu oft harðar rimmur er Netanyahu var við völd en glíma nú báðir við ásakanir um spillingu. EZER Weizman, forseti ísraels, Benjamin Netanyahu, fyrrum for- sætisráðherra landsins, og Tzahi Hanegbi, fyrrum dómsmálaráðherra, hafa að undanfomu sætt lögreglu- rannsóknum vegna meintrar spilling- ar og mútuþægni. Rannsókn stendur einnig yfir á fjármálum Verkamanna- flokksins og Likud-bandalagsins en grunur leikur á að þessir stærstu stjómmálaflokkar landsins hafi brot- ið lög um kosningasjóði í síðustu kosningum. Þá vinnur lögregla nú að rannsókn ásakana á hendur Yitzhak Mordechai, samgöngumálaráðherra og fyrmm frambjóðanda til forsætis- ráðherraembættisins, um kynferðis- lega áreitni. Deilt hefur verið um réttmæti allra þessara rannsókna en engin þeirra er þó jafnumdeild og lögreglurannsókn sem ríkislögmaður hefúr farið fram á vegna harkalegra ummæla Ovadia Yosef, andlegs leiðtoga Shas, þriðja stærsta stjómmálaflokks landsins, um Yossi Sarid menntamálaráðherra. í ræðu sem Yosef hélt í tilefni Purim- hátíðarinnar líkti hann Sarid við hinn illræmda Hamman sem gyðingar um allan heim fordæma á Purim. Fólk veltir því óneitanlega fyrir sér, þegar hvert hneykslismálið rek- ur annað, hvort spilling hafí aukist meðal áhrifamanna eða hvort eitt- hvað annað liggi hér að baki. Yossi Beilin dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að hann telji ekki að spilling hafi aukist meðal embættismanna heldur hafi siðferðisvitund þjóðarinn- ar þroskast og því komist menn ekki lengur upp með hegðun sem áður var látin óátalin. Beilin er ekki einn um þá skoðun að spilling hafi alltaf verið til staðar í ísraelskum stjómmálum. Þannig leiddi fréttaskýrandi dag- blaðsins Jerusalem Post rök að því í LÖGREGLUSTJORINN í Miami í Florida, William O’Brien, sagði í gær af sér vegna þess að embættismenn borgarinnar höfðu gagnrýnt hann fyrir að láta viðgangast að Kúbu- drengurinn Elian Gonzalez yrði fjar- lægður af heimili ættingja hans í borginni. Borgarstjórinn, Joe Car- ollo, hafði áður rekið æðsta undir- mann sinn, Donald Warshaw, fyrir að neita að víkja O’Brien úr starfi. O’Brien var sagður hafa látið und- ir höfuð leggjast að láta borgarstjór- ann vita fyrirfram af áhlaupi þjóð- varðliða og fulltrúa innflytjendayfir- valda í Washington á heimili ættingj- anna fyrir viku. Hefur verið ákveðið að láta fara fram rannsókn á vegum borgarinnar til að fjalla um meint lögregluofbeldi í tengslum við töku drengsins. Warshaw fordæmdi í gær Carollo fyrir að ýta undir klofning meðal borgarbúa með stefnu sinni. nýlegri grein að aðstæður þjóðarinn- ar hefðu fram að þessu hvorki veitt al- menningi tækifæri til að þróa siðferð- isvitund sína né eftirlitskerfi. Fyrir stofnun ríkisins hefðu gyðingar til- einkað sér þann hugsunarhátt að reglur samfélagsins ættu ekki við um þá þar sem þeir væru ekki fullgildir þegnar þess og eftir stofnun ríkisins hafi þefr verið of önnum kafnir við að berjast fyrh1 afkomu sinni til að til- einka sér nýjan hugsunarhátt. Aðrir telja hins vegar að spilling hafi aukist á undanfömum árum og rekja það m.a. til aukmnar markaðs- væðingar og þess hversu miðstýrt stjómkerfið er. Þá segir Arie Carm- on, yfirmaður ísraelsku lýðræðis- stofnunarinnar, í samtali við Jerusal- em Post að rekja megi hluta vandans til beinnar kosningar forsætisráð- herra og misræmis í valdahlutfalli lít- illa og stórra stjómmálaflokka. Enn aðrir vilja rekja aukningu í tíðni mála- reksturs gegn áhrifamönnum til El- yakim Rubinsteins ríkislögmanns sem staðið hefur í eldlínunni varðandi umrædd mál. Rubinstein tók við embætti ríkis- lögmanns árið 1997 eftir að Benjamin Netanyahu, þáverandi forsætisráð- herra, skipaði Roni Bai’-On í em- bættið en sögur herma að skipan Bar- Ons hafi átt að vera þáttur í hróker- ingu sem miðaði að því að fá málaferli gegn Aryeh Deri, fyrrverandi innan- ríkisráðherra og leiðtoga Shas, felld niður. Leikfléttan mistókst hins veg- ar þar sem andstæðingar Bar-Ons áttu í litlum vandræðum með að sýna fram á að hann uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar em til ríkislög- manns. Bar-On var því vikið úr em- bættinu og Rubinstein skipaður í hans stað. Meðal fyrstu embættis- verka hans var að hefja dómsmál Faðir Elians, Juan Miguel Gonzal- ez, er búsettur á Kúbu en dvelst nú tímabundið í Bandaríkjunum. Mál drengsins, sem flúði með móður sinni til Bandaríkjanna, er orðið lið- ur í áróðursstríði milli kommúnista- stjórnar Fidels Castros á eyjunni og kúbverskra útlaga í Florida. Ættingjar Elians í Bandaríkjun- um gagnrýna harðlega stjórnvöld í Washington fyrir að hafa beitt óþarf- lega mikilli hörku og hafa repúblik- anar tekið undir þá gagnrýni. Janet Reno dómsmálaráðherra segir á hinn bóginn að hún hafi ekki átt ann- ars úrkosti og fullyrðir ennfremur að ættingjarnir hafi reynt að beita of- beldi til að hindra þá sem tóku drenginn. Alríkisdómstóll í Atlanta vísaði á fimmtudag á bug beiðni ættingjanna um að þeir fengju að heimsækja hann þar sem hann dvelst með föður sínum í Maryland. gegn Deri sem fundinn var sekur um spillingu og mútuþægni. Mörgum þótti hins vegar sú niðurstaða Rub- insteins að ekki væri ástæða til að lög- sækja Netanyahuvegna þáttar hans í umræddu valdatafli, ófullnægjandi og ófagleg. Nú þremur árum síðar eru ríkis- saksóknari, ríkislögmaður og lög- regla sökuð um að sýna Netanyahu og konu hans óþarfa hörku og tillits- leysi við rannsókn meintra misgjörða þeirra. Sjálfur heldur Netanyahu því fram að aðförin að honum miði að því að gera hann óvirkan á pólitískum vettvangi. Þá hafa stuðningsmenn hans fært sannfærandi rök fyrir því að rannsókn á málefnum þeirra hjóna Bandarísk stjórnvöld veittu níu manns, þar af fjórum skólabræðrum Elians og foreldrum þeirra, vega- bréfsáritun til að heimsækja hann á fimmtudag. Með í för var kennari Elians en Castro kvartaði yfir því að reynt væri að einangra drenginn frá kúbverskum félögum hans. Alls hefði verið farið fram á árritun fyrir 31 Kúbverja, þar af 12 drengi. Sálræn áhrif á Elian Margir velta því fyrir sér hvaða áhrif málið allt muni hafa á Elian sem er aðeins sex ára gamall. Auk þess að missa móður sína, sem skildi við föður drengsins, á flóttanum til Florida hefur hann nú verið leik- soppur í tilfinningaþrungnu stríði milli ættingjanna og föðurins um langt skeið og verið hampað mjög í fjölmiðlum. Geðlæknirinn Paulina Kernberg, sem hefur verið stjórnvöldum í hafi verið höndluð á allt annan og óvægnari hátt en rannsókn meintra misgjörða Weizmans forseta, sem grunaður var um samsvarandi lög- brot. Rubinstein hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að stjómast af al- menningsáliti fremur en faglegum rökum og að vinna meira af kappi en forsjá. Þannig telja margir að hann hafi gert reginskyssu er hann fór fram á lögreglurannsókn á ummæl- um Ovadia Yosefs um Yossi Sarid. Gagnrýnendur þeirrar ákvörðunar segja opinbera rannsókn einungis geta styrkt stöðu Yosefs hver svo sem niðurstaða hennar verði. Yosef muni annaðhvort standa uppi sem sigur- Washington til ráðgjafar, hefur rætt við drenginn. Hún segir að hann dái mjög föður sinn og sé stoltur af hon- um. Hann sýni merki um að vera óþvingaður í návist hans, neiti t.d. að taka vítamín og klára mjólkina sína. Elian aðstoði við að skipta á ungum hálfbróður sínum og hafi gaman af að leika sér við hann. Einnig njóti hann þess mjög að taka utan um föð- ur sinn og sýna honum ástúð. Kemberg segir að þótt áhlaupið á heimili ættingjanna hafi að sjálf- sögðu valdið drengnum ótta telji hún ekki sennilegt að það muni valda honum varanlegu, sálrænu tjóni. Læknirinn segir ennfremur að sam- band Elians við frænku sína í Flor- ida, Marysleysis, sem er 21 árs, sé fremur eins konar ást en að hann líti á hana sem móðurímynd, minni á rómantíska hrifningu skóladrengs af kennslukonu eða kærustu sem hann vildi gjarnan eiga. vegari eða sem fómarlamb kynþátta- mismununar og að það muni ýta und- ir samúð og reiði fylgjenda hans og sundra þjóðinni enn frekar. Þá hefur því verið haldið fram að ummæh Yos- efs séu einungis dæmi um venjubund- inn ofsa þjóðarinnar og að dómskerfið sé ekki réttur vettvangur til að íjalla um þjóðareinkenni. Aðrir telja Rubinstein hins vegar hafa stigið þarft skref er hann fór fram á rannsókn á ummælum Yosefs enda hafi verið kominn tími til að taka í taumana og setja reglur um það hversu langt fólk megi ganga í opin- berum hatursáróðri. Hugsanleg ógn við stjómarsamstarfið Hver svo sem niðurstaða lög- reglurannsóknar á ummælum Ovadia Yosefs verður, er ólíklegt að máhð muni á nokkum hátt veikja stöðu hans. Hið sama er að segja um Weizman þar sem lögregluyfirvöld hafa þegar tilkynnt að þau telji ekki ráðlegt að höfða mál gegn honum bæði vegna skorts á sönnunargögn- um og þess hversu langur tími er hð- inn frá því meintir glæpir áttu sér stað. Eins telja margir að Netanyahu muni takast að verja heiður sinn og snúa mótlætinu sér í hag, enda sýna skoðanakannanir að sú ákvörðun lög- regluyfirvalda að mæla með máls- höfðun gegn honum hefur síður en svo dregið úr vinsældum hans meðal hægrimanna. Flestir eru hins vegar sammála um að Yitzhak Mordechai eigi sér ekki viðreisnar von, sérstaklega þar sem hann súpi nú seyðið af því að hafa yf- irgefið Likud-bandalagið á síðasta ári og stuðlað að falli frambjóðanda þess til forsætisráðherraembættisins er hann bauð sig fram gegn Netanyahu í síðustu kosningum. Þá hefur mikil- vægi Mordechais innan ríkisstjórnar Baraks minnkað eftir að friðarvið- ræður við Sýrlendinga sigldu í strand en Barak er sagður hafa treyst á stuðning Mordechais við að sannfæra efasemdamenn um ágæti hugsanlegs friðarsamkomulags. Hverjar svo sem afleiðingar um- ræddra hneykshsmála verða fyrir þá stjómmálamenn sem þeim tengjast, efast margir um að þau muni hafa nokkrar langvarandi breytingar í för með sér. Komi hins vegar til mála- reksturs gegn Ovadia Yosef verður að teljast líklegt að það muni hafa víð- tækari áhrif þar sem það mun enn á ný draga fram klofningu þjóðarinnar. Þá er ekki ólíklegt að það muni hafa áhrif á stjómarsamstarf ríkisstjómar Ehuds Baraks. Hin umdeildu ummæli Yosefs má rekja til ágreinings Shas-flokksins annars vegar og Meretz-flokksins hins vegar um það hver eigi að fara með yffrstjóm skólakerfis Shas. Deil- an hefúr enn á ný beint sjónum manna að því hversu viðkvæmt stjómarsamstarf, sem byggir á jafn andstæðum fylkingum og Shas og Meretz, hlýtur að vera. Þá hafa aðrir stjómarhðar einnig lent í útistöðum við þingmenn Shas að undanfömu. Má þar nefna Yossi Beilin dómsmála- ráðherra sem nýlega reitti stuðnings- menn Shas til reiði með gagnrýni sinni á stórar fjölskyldur. Það kemur því ekki á óvart að Ehud Barak forsætisráðherra hafi augun opin fyrir hugsanlegum sam- starfsflokkum til að fylla skarð Mer- etz eða Shas ef upp úr sýður. Barak hefur þegar kannað hug Shinui- flokksins tíl hugsanlegs stjómarsam- starfs auk þess sem David Levi utan- ríkisráðherra er sagður hafa leitað til fyrrum samherja sinna innan Likud- bandalagsins til að kanna viðhorf þess til hugsanlegrar þjóðstjómar. Deila má um það hversu mikil al- vara er í hugmyndum stjómarliða um stofnun þjóðstjómar en ætla má að sendiför Levis hafi a.m.k. verið ætlað að benda þingmönnum Shas og Mer- etz á að stjómarþátttaka þeirra væri ekki ómissandi. Ariel Sharon, sitjandi formaður Likud-bandalagsins, telur að minnsta kosti þannig í pottinn búið því hann lýsti því yfir, eftir að hafa vísað hugmyndum um stofnun þjóð- stjórnar á bug, að Likud-bandalagið kærði sig ekki um að vera svipa for- sætisráðherra á stjómarflokkana. Misklíð í röðum ráðamanna í Miami vegna Elian-málsins Washington, Miami, Havana. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.