Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir á Netinu
v^mbl.is
8ooTO®°;
Eitt númer fyrir alla
/# (M[ Áberidin(;.ir
!'■ (jC|) t>jórnJ!ituupplýsingrtr
/ # Iýndir íarsírn.tr
3J(□[(□] Scrþjónust.j
Q) All.irr sól.iriiringinn
l 8oo 7000, færðu allar upplýsingar um
þá þjónustu sem Síminn veitir.
Þjónustuverið er opið allan sólarhringinri
VIÐSKIPTI
Finnur Sveinbjörnsson ráðinn fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings islands
„Þróa þarf þingið
áfram sem þjónustu-
fyrirtæki“
FINNUR Sveinbjöms-
son, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra
viðskiptabanka hefur
verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Verð-
bréfaþings íslands hf.
Hann tekur til starfa 19.
júní nk.
Finnur er hagfræð-
ingur að mennt. Hann
lauk háskólaprófum í
Englandi (B.Sc.Econ.,
University of Leicester)
og Bandaríkjunum
(M.A., University of
Minnesota). Finnur
starfaði í fjármálaráðu-
neytinu, fjárlaga- og
hagsýslustofnun 1984-1987, alþjóða-
deild Seðlabanka íslands 1987-1990
og í viðskiptaráðuneytinu 1990-1995
þar sem hann gegndi starfí skrif-
stofustjóra og fór með málefni fjár-
magnsmarkaðarins, gjaldeyrismál og
fjárfestingu erlendra aðila. Hann hef-
ur verið framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra viðskiptabanka frá
1995 auk þess sem hann hefur annast
skrifstofuhald fyrir Samtök verð-
bréfafyrirtækja og kjarasamningan-
efnd bankanna. Finnur er kvæntur
Dagnýju Halldórsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Skímu ehf. Þau eiga
tvö böm.
Finnur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það yrði mjög gaman að fara
til starfa hjá Verðbréfa-
þingi, en þingið stæði
nú á ákveðnum tíma-
mótum. Búið væri að
þróa innviðina en nú
þyrfti að halda áfram að
þróa þingið sem fram-
sækið þjónustufyrir-
tæki og kanna hvað
þingið geti gert til að
stuðla að enn frekari
uppbyggingu hluta-
bréfamarkaðarins.
„Þar er tengingin við
NOREX kannski lyk-
ilatriði og opnar glugga
fyrir okkur út og einnig
glugga fyrir útlendinga
hingað inn á þennan
markað. Þá hefur skuldabréfamark-
aðurinn verið í ládeyðu um nokkurt
skeið og það er spuming hvort þingið
getur með einhverjum hætti lagt eitt-
hvað af mörkum til að glæða hann á
ný. Síðan er það mjög spennandi
framtíðarverkefni að koma á skipu-
lögðum markaði fyrir afleiðuvið-
skipti. En það sem kannski stendur
upp úr er að halda áfram að þróa
þingið sem þjónustufyrirtæki þar
sem lögð er áhersla á gæði og að
þjóna hagsmunum þessara ólíku hópa
sem era útgefendurnir annars vegar
og fjárfestarnir hins vegar. Það þarf
að gera með sanngjörnum en ákveðn-
um hætti þannig að það sé á hvorugan
aðilan hallað,“ sagði Finnur.
Finnur
Sveinbjömsson
Sparisjóður Ólafsfjarðar
Tap af rekstrinum
49,5 millj. kr. í fyrra
TAP af rekstri Sparisjóðs Ólafsfjarð-
ar nam 49,5 milljónum kr. á árinu
1999 og skýringuna á slæmri afkomu
má rekja til þess að sjóðurinn varð að
leggja 78 milljóna kr. framlag á af-
skriftareikning útlána, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá spari-
sjóðnum.
Vaxtatekjur sjóðsins námu 185
milljónum kr. á árinu 1999 og vaxta-
gjöld 74 milljónum. Þannig vom
hreinar vaxtatekjur 74 milljónir kr.
og minnkuðu um 16 milljónir kr. frá
árinu áður. Aðrar tekjur námu sam-
tals 21 milljón kr. á mótí 16,7 milljón-
um árið áður. Rekstrargjöld námu
samtals 66,7 milljónum kr. og jukust
um 2 milljónir milli ára. Mesta breyt-
ingin milli ára er sú að framlag í af-
skriftareikning útlána nam samtals
78 milljónum kr. og hækkaði um 45
milljónir frá árinu áður. Tap af reglu-
legri starfsemi nam því 49,5 milljón-
um króna. I árslok nam niðurstaða
efnahagsreiknings sparisjóðsins sam-
tals 1.255 milljónum kr. og bókfært
eigið fé 79,3 miUjónum. Eiginfjárhlut-
fall skv. 54. grein laga um viðskipta-
banka og sparisjóði nam í árslok 9,3%.
I tilkynningu Sparisjóðs Ólafs-
Qarðar segir að þessi útkoma sé mikil
vonbrigði, en eins og kunnugt sé hafi
sparisjóðurinn lent í miklum erfiðleik-
um fyrir nokkmm ámm og orðið hafi
að afskrifa verulegar fjái’hæðir vegna
skuldbindinga viðskiptamanna. Þessi
fortíðardraugur hafi enn verið að
gera skráveifu í fyrra eins og sjá megi
á framlagi á afskriftareikning. Ljósi
punkturinn í þessu uppgjöri sé hins
vegar sá að framlegð af rekstri er
tæpar 29 milljónir kr. og CAD-hlut-
falUð er 9,3%, en það má ekki vera
lægra en 8%.
Fimmtíu starfsmenn
hjá 66°N í Lettlandi
Ný verksmiðja við Molduhraun í
Garðabæ tekin í notkun í haust
Á FYRSTU þremur mánuðum ársins
varð 40% aukning í útflutningi hjá ís-
lenska fyrirtækinu 66°N, miðað við
sama tíma í fyrra. Nú starfa á bilinu
40-50 manns hjá 66°N í Lettlandi en
hluti af framleiðslu 66°N var fluttur
til Lettlands á síðasta ári, m.a. til að
mæta aukinni eftirspum erlendis frá
og bæta samkeppnishæfni fyrirtæk-
isins, að sögn Markúsar Þórarinsson-
ar, framkvæmdastjóra markaðssviðs
66°N.
í Lettlandi fer fram framleiðsla
66°N á almennum vinnufatnaði og
sjóklæðum, að mestu fyrir erlendan
markað. Hönnun, þjónusta og sölu-
starfsemi er meðal þess sem áfram
verður hér á landi, auk sérframleiðslu
fyrir fyrirtæki, að sögn Markúsar.
66°N rekur verksmiðju í Reykjavík
og saumastofur á Akureyri, Borgar-
nesi og Selfossi, en að sögn Markúsar
vom verksmiðjur á Akranesi og
Hellu lagðar niður og starfsemi sem
var innan þeirra flutt tíl Lettlands.
I september nk. verða framleiðsla
og skrifstofur 66°N í Reykjavík flutt
til Garðabæjar. Við Molduhraun
standa yfir byggingarframkvæmdir
við nýtt 3.000 fm hús. Verslun 66°N
verður áfram við Faxafen en starf-
semi við Skúlagötu verður lögð niður.