Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
98. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Afmæli
Saddams
fagnað
MANNFJÖLDI fagnaði 63 ára af-
mæli Saddams Husseins íraksfor-
seta í gær og var mikið um dýrðir.
Söngur og dans settu mark sitt á
hátíðahöldin sem fóru fram um allt
land en risu einna hæst í fæðingar-
bæ Saddams, Tikrit.
Forsetinn var ekki sjálfur við-
staddur hátíðahöldin í bænum, en
fulltrúi hans, Issat Ibrahim, ávarp-
aði gesti. Á myndinni sést hann
klappa saman höndum eftir að hafa
skorið stdra sneið af risastdrri af-
mælistertu sem bökuð var í tilefni
dagsins.
Hátiðahöld af þessu tagi hafa far-
ið fram í landinu á hverju ári frá
1985 þrátt fyrir þá miklu neyð sem
ríkt hefur þar síðan Persafldastríð-
inu Iauk árið 1991.
-----------
Verkfall í Noregi
Flugsam-
göngur
leggjast
niður
Osló. Morgunblaðið.
MEIRA en 80.000 norskir launþegar
munu að öllum líkindum leggja niður
vinnu 3. maí næstkomandi og mun
áhrifanna gæta á flestum sviðum at-
vinnulífs í landinu. Meðal annars er
óttast að allt flug til landsins og frá
muni leggjast niður og að útgáfu
tuttugu stærstu dagblaða í Noregi
verði hætt ef af verkfalli verður.
Launþegar höfnuðu drögum að
nýjum kjarasamningi í gær þrátt
fyrir hvatningarorð forystumanna
þeirra um að samþykkja þau. Sam-
kvæmt drögunum stóð til að fimmtu
vikunni yrði bætt við sumarfrí laun-
þega í áföngum á næstu fjórum árum
en talið er að launþegar hafi verið
óánægðastir með launalið fyrirhug-
aðs samnings.
Alls greiddu um 65% atkvæði
gegn samningnum og var það heldur
hærra hlutfall en búist var við. Sam-
kvæmt frétt Aftenposten eru Norð-
menn þegar farnir að birgja sig upp
af matvælum og áfengi af ótta við að
hillur verslana muni senn tæmast.
Stóð af sér atkvæða-
greiðslu í ítalska þinginu
Rómaborg. AP, AFP.
NYMYNDUÐ ríkisstjóm á Ítalíu
hlaut í gær stuðning meirihluta þing-
manna í fulltrúadeild ítalska þingsins
þegar greidd voiu atkvæði um
traustsyfirlýsingu á stjómina. Em
þar með taldar auknar líkur á því að
rfldsstjóm Amatos Guiulianos sitji
áfram en kosið verður um traustsyf-
irlýsingu í öldungadeild þingsins í
næstu viku._
Forseti Italíu, Carlo A. Ciampi,
veitti á miðvikudag Amato umboð til
stjórnarmyndunar eftir að rfldsstjóm
Massimos D’Alemas sagði af sér
vegna ósigurs vinstrimanna í sveitar-
stjómarkosningum sem haldnar voru
nýlega. Sjö miðju- og vinstriflokkar
eiga aðild að nýju rfldsstjóm-
inni sem verður sú 58. í röð-
inni frá lokum seinni heims-
styijaldar. Talið var tvísýnt
hvort stjómin stæðist at-
kvæðagreiðsluna í þinginu í
gær og olli því óvissa um
hvemig ýmsir smáflokkar á
miðju stjómmálanna hygð-
ust greiða atkvæði. Úrslitin
urðu þau að 319 greiddu at-
kvæði með stjórninni en 298
gegn henni, 5 sátu hjá. Ef rfldsstjóm
Amatos heldur velli í atkvæðagreiðsl-
unni í öldungadeildinni í næstu viku
er talið fullvíst að efnt verði til þjóðar-
atkvæðagreiðslu á Ítalíu í maí um
Giuliano
Amato
nýtt kosningakerfi. Flokkar
sem standa að ríkisstjórninni
styðja breytingar á kosn-
ingakerfinu og er stjómin
öðrum þræði mynduð til að
tryggja framgang breyting-
anna. Margir hafa kennt
kosningakerfi landsins, sem
byggist á hlutfallskosningu,
um óstöðugleikann sem ein-
kennt hefur ítölsk stjómmál
síðustu áratugi. Er einkum
bent á að mikinn fjölda flokka á þingi
megi rekja til kerfisins en þeir era nú
21 talsins. Breytingarnar munu m.a.
fela í sér að komið verði á einmenn-
ingskjördæmum í landinu.
Sátu boð
í Hvíta
húsinu
ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurland-
anna sátu í gær hádegisverðarboð í
Hvita húsinu til að minnast landa-
funda norrænna manna í Vestur-
heimi árið 1000. Á myndinni má sjá
Hillary Clinton, forsetafrú Banda-
rikjanna, ávarpa boðsgesti. Næst
forsetafrúnni situr eiginmaður
hennar, Bill Clinton Bandaríkja-
forseti, þá Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands, og við hlið hans
Dorrit Moussaieff, vinkona for-
setans. I forgrunni eru Björn
Bjarnason menntamálaráðherra og
Sigríður Anna Þórðardóttir, forseti
Norðurlandaráðs.
■ Hvíta húsið/40-41.
Morgunblaðið/Ásdís
Bandarísk stjórnvöld leggja fram tilmæli í málinu gegn Microsoft
Verði skipt í tvær einingar
Washington. AP, The Washington Post.
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI Banda-
ríkjanna og sautján ríki fóra í gær
fram á að alríkisdómstóll fyrirskipaði
að hugbúnaðarfyrirtækinu Microsoft
yrði skipt upp í tvær sjálfstæðar
rekstrareiningar. Farið er fram á að
myndað verði sérstakt fyrirtæki um
framleiðslu stýrikerfisins Windows
en að allur annar hugbúnaður, þar á
meðal netvafrinn Explorer, fari und-
ir annan hatt. Óska stjómvöld eftir
því að dómstóllinn meini fyrirtækj-
unum tveimur að sameinast aftur
íyrr en eftir tíu ár hið minnsta.
Microsoft hefur þegar tilkynnt að
væntanlegum dómi verði áfrýjað og
er talið fullvíst að málið muni ganga
alla leið til hæstaréttar Bandaríkj-
anna. Getur liðið allt að nokkram ár-
um þar til endanleg niðm’staða fæst.
Talsmaður Microstoft, Jim Cullin-
an, gagnrýndi í gær tilmæli stjóm-
valda. „Þetta er eins og að segja við
McDonald’s að fyrirtækið megi bara
selja hamborgara og ekki franskar
og að það verði að opinbera leyniupp-
skriftina að sósunni. Við erum sann-
færð um að áfrýjunardómstóll muni
styðja málstað Microsoft,“ sagði
Cullinan.
Liður í langvinnum málaferlum
Beiðni yfirvalda frá í gær er liður í
langvinnum málaferlum sem stjóm-
völd í Bandaríkjunum hafa rekið
gegn Microsoft vegna meintra einok-
unartilburða þess. Dómari við alrík-
isdómstól kvað í byrjun þessa mán-
aðar upp þann úrskurð að Microsoft
hefði brotið bandarísk samkeppnis-
lög, m.a. svokölluð Sherman-lög frá
1890. Fyrirtækið er sakað um að hafa
beitt ólöglegum aðferðum til að við-
halda einokunarstöðu sinni á mark-
aði fyrir stýrikerfi einkatölva. Með
því að beita þvingunum hafi Micro-
soft komið í veg fyrir að aðrir fram-
leiðendur netvafi-a næðu að koma
vöram sínum á markað og einnig
varðveitt ráðandi stöðu sína með því
að gera Explorer-vafrann að órjúfan-
legum hluta Windows-stýrikerfisins.
MORGUNBLAÐK) 29. APRÍL 2000