Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 13
‘LAUGAUDAGUR 29. Al’kíL 2<)0Ó 1!}
FRÉTTIR
Samið til 27 ára um einkaframkvæmd við byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis
Ríkið greiðir
Öldungi 11,8
milljarða kr.
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
undirritaði í gær ásamt Geir H.
Haarde fjármálaráðherra samning
við fyrirtækið Öldung hf. um að fyr-
irtækið leggi til og reki hjúkrunar-
heimili fyrir mikið veikt eldra fólk í
Sóltúni í Reykjavík. Samningurinn
hljóðar upp á 11,8 milljarða króna.
Hér um að ræða þjónustu sem
felst í því að leggja til og reka í
a.m.k. 25 ár hjúkrunarheimili sem er
ætlað 92 öldruðum einstaklingum
með öllu því sem til þarf. Samning-
urinn er gerður undir merkjum
einkaframkvæmdar og er til 27 ára
frá undirritun en hjúkrunarrýmum
fyrir aldraða fjölgar um 92 í Reykja-
vík þegar heimilið verður að fullu
tekið í notkun. Fyrstu íbúarnir flytj-
ast inn á heimilið í nóvember á næsta
ári en nokkrum mánuðum síðar
verður heimilið í fullum rekstri.
Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirkomu-
lag einkaframkvæmdar er notað við
uppbyggingu heilbrigðisstofnana
hér á landi.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneyti og fjármálaráðuneyti
ákváðu að bjóða út byggingu og
rekstur á nýju hjúkrunarheimili í
Reykjavík til að fjölga hjúkrunar-
rýmum á höfuðborgarsvæðinu. Tvö
tilboð bárust í útboði á útvegun og
rekstri heimilis fyrir 60 einstaklinga
en þeim var báðum hafnað þar sem
þau voru hærri en áætlanir gerðu
ráð fyrir. I framhaldi af því var
gengið til samninga við Securitas hf.
og Verkafl hf. á grundvelli þess að
tilboð þeirra í áðumefndu útboði
hlaut hærri einkunn hvað varðar
húsnæði, þjónustu og verð og leiddu
þær viðræður til undirritunar á
samningi um byggingu og rekstur 92
rúma hjúkrunarheimilis. Verksalinn
hefur stofnað sérstakt fyrirtæki um
reksturinn sem heitir Öldungur hf.
og er að 85% í eigu Securitas hf. og
15% í eigu ÍAV hf. (íslenskir aðal-
verktakar).
Húsið rís á homi Nóatúns og Sól-
túns þar sem knattspyrnuvöllur
Glímufélagsins Armanns er nú.
Arkitekt er VA - Vinnustofa arki-
tekta ehf. og hönnun burðarvirkis og
lagna var í höndum Hönnunar ehf.
Hönnun raflagna annaðist Rafteikn-
ing ehf.
Önnur og meiri þjónusta
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra, sagði
við undirritunina að þarna yrði allt
önnur þjónusta en áður hefði verið í
boði. Heimilið verði næsta stig við
sjúkrahús og ætlað veikustu, öldr-
uðu sjúklingunum. Herbergi verða
25 fermetrar að stærð fyrir utan sal-
ernisaðstöðu. Heilbrigðisráðherra
sagði að borið hefði á gagnrýni í þá
vera að ríkið greiddi of mikið fyrir
þjónustuna. „Eg tel það ekki vera
rétt heldur séum við að borga sann-
gjarnt verð fyrir þjónustuna vegna
þess að hér er um mun meiri þjón-
ustu að ræða en áður. Við getum því
með gleði skrifað undir þennan
samning," sagði Ingibjörg.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði að hér væri verið að ganga frá
merkilegum samningi milli ríkis-
valdsins og þess einkaaðila sem hefði
tekið að sér að reisa og reka hið nýja
hjúkranarheimili við Sóltún. „Einka-
framkvæmdarhugmyndin gengur út
á það að nýta sér kosti, hugkvæmni
__________________
m mm* mLm ihls m
Hjúkrunarheimili
Sóltún 2
90 herbergi á þrem hæðum
Samtals 7.000 fermetrar
Byggingarkostnaður 1.200 milljónir kr.
1. Aðalaðkoma
2. Aðalinngangur
3. Aflokaðir garðar
4. Garðskáli
Þversnið, horft til norðurs
C?:j)
Ílllllllli
I
JL
Teikning: Vinnustofa arkitekta, Skólavörðustíg 12
Ljósmynd/Odd Stefán
Wm, i m
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Stefán
Friðfínnsson, forstjóri Islenskra aðalverktaka, handsala samning um
byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Á milli þeirra situr
Geir H. Haarde fjármálaráðherra.
og hagsýni einkarekstursins til þess
að vinna verk sem eðli málsins sam-
kvæmt era unnin fyrir kostnað og á
reikning hins opinbera. Hér er verið
að fara út á brautir sem reyndar
hafa þekkst í nokkram mæli í öðram
löndum en era tiltölulega nýjar af
nálinni hér á landi. Ég er sannfærð-
ur um að enn meira verði um það að
við reynum að koma opinberam
verkefnum fyrir með þessum hætti
til þess að nýta kosti einkareksturs-
ins og þá hagkvæmni sem honum
fylgir. Markmiðið er að sjálfsögðu að
tryggja almenningi sem besta þjón-
ustu og hinu opinbera sem besta nýt-
ingu á því fjármagni sem varið er til
tiltekinna málaflokka, í þessu tilfelli
öldranarþjónustunnar," sagði Geir.
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, lýsti yfir
mikilli ánægju aðstandenda Önd-
ungs hf. með samninginn. Kvaðst
hann vonast til að þessi samningur
gæti orðið upphafíð að enn frekari
verkefnum undir merkjum einka-
framkvæmdar.
Skýrsla nefndar á vegum dómsmálaráðherra um DNA-rannsóknir í opinberum málum
Erfðaefni sakfelldra
sem sýknaðra skráð
Morgunblaðið/Kristinn
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnir skýrslu nefndarinnar
ásamt nefndarmönnum á blaðamannafundi.
NEFND á vegum dómsmálaráð-
herra sem hefur undanfarið ár unn-
ið að undirbúningi reglna um DNA-
rannsóknir í þágu rannsókna alvar-
legra sakamála, s.s nauðgunar- og
morðmála, leggur til í skýrslu sinni,
að hér á landi verði hafin kerfís-
bundin skráning upplýsinga um
erfðagerð manna, fengnar úr lífsýn-
um þeirra, sem tekin hafa verið í
þágu rannsóknar opinberra mála.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra segist munu leggja áherslu
á að samið verði lagafrumvarp sem
byggir á tillögum nefndarinnar, sem
lagt verði fyrir Alþingi í haust.
Formaður nefndarinnar var
Ragnheiður Harðardóttir, saksókn-
ari hjá ríkissaksóknara, en í nefnd-
inni sátu auk hennar Arnar Þór
Jónsson lögfræðingur í dómsmála-
ráðuneytinu, Bjarni J. Bogason að-
stoðaryfirlögregluþjónn, Gunnlaug-
ur Geirsson prófessor í réttar-
læknisfræði, Haraldur Briem yfir-
læknir og Þórir Oddsson vara-
ríkislögreglustjóri.
Rannsóknarhagsmunir mestir
í alvarlegum sakamálum
I niðurstöðum skýrslu nefndar-
innar er horft til þess að með að-
gengilegum upplýsingum aukist
möguleikar lögreglu til samanburð-
arrannsókna, sem væri til þess fallið
að auðvelda rannsókn tiltekinna al-
varlegra afbrota. Rannsóknarhags-
munir myndu samkvæmt niður-
stöðum nefndarinnar vera mestir í
alvarlegum kynferðisbrota-, líkams-
árása- og manndrápsmálum, þar
sem einna mestar líkur eru á að
brotamaðurinn skilji eftir sig líf-
fræðileg spor.
Nefndin leggur áherslu á það að
við reglusetningu DNA-skrár verði
gætt grandvallarreglna um vernd
persónuupplýsinga og upplýsingar
skráðar og notaðar einvörðungu við
rannsókn og meðferð opinberra
mála.
Fleiri en sakamenn
skráðir í DNA-skrána
Nefndin leggur m.a. til að ákveðið
verði með lögum að lögreglu skuli
heimilt að skrá upplýsingar um
DNA-snið þeirra sem hlotið hafa
refsidóma fyrir brot, sem hafa 1 för
með sér almannahættu samkvæmt
XVIII. kafla almennra hegningar-
laga, kynferðisbrot samkvæmt
XXII. kafla sömu laga og manndráp
og líkamsmeiðingar samkvæmt
XXIII. kafla laganna. Einnig leggur
nefndin til að lögreglu verði heimilt
að skrá DNA-snið þeirra sem hafa
hlotið refsidóma fyrir stórfelldan
þjófnað samkvæmt 244. gr. al-
mennra hegningarlaga og líkamlegt
ofbeldi eða hótanir um beitingu of-
beldis samkvæmt 252. gr. sömu
laga. Skráningin á samkvæmt tillög-
um nefndarinnar einnig að ná yfir
þá sem hafa gert tilraun til brota á
244. og 252. gr. hegningarlaga.
Nefndin leggur til að heimilt verði
að skrá upplýsingar um einstaklinga
þótt viðkomandi hafi verið sýknaðir
vegna sakhæfisskorts og þá sem
ekki verður refsað samkvæmt 14.
gr. hegningarlaga, en ríkissaksókn-
ari telur upplýst að hafi framið kyn-
ferðisbrot, manndráp eða líkams-
árás.
í tilefni þess að nefnt hefur verið
að mörgum myndi reynast þung-
bært og niðurlægjandi að vera á
skránni, bendir nefndin á að réttar-
vörslukerfið færi þegar kerfisbund-
ið upplýsingar um afbrot einstak-
linga. Nægi þar að nefna að
upplýsingar um ákæramál eru
færðar í málaskrár dómstóla og
upplýsingar um refsidóma í saka-
skrá ríkisins samkvæmt lögum um
meðferð opinberra mála.
Samkvæmt tillögum nefndarinn-
ar á ríkislögreglustjóri að halda
skrána en lagt er til að heimilt verði
að veita lögreglustjórum, ríkissak-
sóknara, dómsmálaráðuneytinu, er-
lendum dómsmálayfirvöldum, um-
boðsmanni Alþingis og
rannsóknarstofu sem annast DNA-
greiningu samkvæmt samningi við
dómsmálaráðuneytið, upplýsingar
úr henni.
Að sögn Sólveigar Pétursdóttur
dómsmálaráðherra verður lögð
áhersla á að semja lagaframvarp á
grundvelli tillagna nefndarinnar,
sem lagt verði fyrir Alþingi í haust.
„Ég tel að þetta sé mjög mikilvægt
mál og að DNA-skráningin muni
flýta fyrir rannsóknum sakamála,"
segir Sólveig. Hún segir að á grund-
velli upplýsinga úr DNA-skránni
verði unnt að koma upp um alvarleg
afbrot mun fyrr en ella og skýrari
hætti en áður.
„DNA-skráningin felur ekki ein-
vörðungu í sér að menn verði dæmd-
ir sekir heldur getur notkun hennar
fyrirbyggt það að saklausir menn
verði sakfelldir fyrir brot sem þeir
hafa ekki framið,“ segir Sólveig.
Hún segist sjá fyrir sér að DNA-
rannsóknir í íslenskum sakamálum
sem hingað til hafa farið fram er-
lendis, geti farið fram hérlendis í
framtíðinni samhliða hinni kerfis-
bundnu DNA-skráningu enda séu
erfðarannsóknir á mjög háu stigi
hérlendis. „Við höfum alla burði til
að vinna þetta verkefni mjög vel.
Við eigum mjög góða vísindamenn
hér á landi og jafnvel er ekki úti-
lokað að þeir gætu tekið að sér
DNA-rannsóknir fyrir aðrar þjóðir,
þar sem málafjöldinn er miklu rneiri
en hérlendis og biðtíminn lengri."