Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afangastöðum fækkar um fjóra á tíu árum Evelien Kunst, fulltrúi World Press Photo, og Sólveig Pétursdóttir dómsmálíiráðherra, fluttu ávörp við opnun sýningarihnar í Kringlunni í gærmorgun. Haraldur staddur á stórri vök HARALDUR Örn Ólafsson pólfari var staddur á gríð- arstórri vök á fimmtudag með þunnum ís á köfl- um er hann lét vita af sér í gegnum gervihnattasímann. Talsverð hreyfing er á ísnum á þeim slóðum sem Har- aldur er staddur nú og hefur tjald hans rekið 4,4 km í suðvestur á tveim nóttum. Hljóðið var gott í Haraldi þegar hann hringdi heim í gær og bjóst hann þá við að komast norður fyrir 88. breiddar- gráðu. Hann á nú um 230 km eftir ófarna á pólinn og lagði að baki 19 km á fimmtudag. Haraldur sagðist sjá nokkuð af sandi á ísnum sem sennilega hefur rekið alla leið frá Síberíu og sagðist hafa fengið á sig fjúk af landi. Einnig rakst Haraldur á rekaviðardrumb sem líklega hefur rekið langa leið. Norsku pólfararnir Rune Gjeldnes og Torry Larsen, sem lögðu af stað frá Síberíu um miðjan febrúar eru rétt sunnan við norður- pólinn og er búist við að þeir komist á pólinn í dag, laug- ardag. Þeir hafa gengið í 74 daga og lagt að baki 1100 km. Tprry hefur kvartað yfir þreytu og sagðist hafa —. vaknað óúthvfldur á fimmtudagsmorgun í fyrsta skipti eftir að leiðangurinn hófst. Þá hafa þeir séð ísbjarn- arspor um 80 km sunnan við pólinn sem er mjög sjaldgæft. Komist þeir á pólinn verða þeir þó ekki nema hálfnaðir á leið sinni enda ætla þeir að ganga frá pólnum til Ward Hunt-eyju og verða þar með fyrstir til að ganga þvert yfir Norður- Ishafið án stuðnings. Ekki er ólíklegt að Haraldur mæti þeim á næstunni. Haraldur og Norðmennirnir eru einu norrænu pólfararnir sem eftir eru á ísnum eftir að tveir sænskir leiðangrar kom»,,.„ ust. á pólinn nýlega. Námskeið fyrir almenning í Opnum háskóla 800 skráningar á námskeið UM 800 skráningar hafa borist á námskeið sem Háskóli íslands heldur fyrir almenning. Þegar eru þijú námskeiðanna fullbókuð. í tilefni af menningarborgarári býður Háskóli íslands almenningi að sækja kvöld- og helgarnám- skeið og fyrirlestra sér að kostn- aðarlausu. Skráning hófst á miðvikudag og þann dag fylltust tvö námskeið í flokki námskeiða um daglegt líf, það er að segja námskeið sem nefnast Heimspeki hversdagsins og Sálarfræði daglegs líf. 120 kom- ust á hvort námskeið og hefur ann- ar eins fjöldi hringt síðan til að óska eftir þátttöku en ekki komist að. Þriðja námskeiðið í þessum flokki, Lyf í daglegu lífl, er einnig orðið fullbókað. Ónnur námskeið eru einnig ágætlega sótt. Margrét S. Bjömsdóttir fram- kvæmdastjóri kveðst ánægð með þennan mikla áhuga og sér þyki leitt að geta ekki orðið við óskum allra. Telur hún að sá áhugi sem fólk sýni þessari tilraun hljóti að leiða til skoðunar á því hvort Há- skólinn geti ekki boðið upp á ein- hver námskeið með þessu sniði á hverju ári. Áætlunarflug frá Reykjavík dregst saman Áætlunarflug frá Reykjavík árið 2000 ísafjörður GÍ°9ur Sauðár- Bíldudalur \ 1 krókur Akureyri / / Egilsstaðlr ///>^ / Reykjavík< Hðfn I Hornafirði \ \ \ 50 km Vestmannaeyjar : Áætlunarflug frá Reykjavík árið 1990 isafjörður Siglufjörður Húsavík Þingeyri o A Hó|mavjk /fauðárkr.^ Patreks-a \ \ 1 ? / /° ^/oAkureyri fjörður \ \ \ 1 / / // Egilsstaðir / /// ^°^oNorð- //X/ fjörður w ReykjavíkSe Höfn í Homafirði Vestmannaeyjar Metþátttaka í hlutafjárútboði Bakkavör Group hf. Meðalverð samþykktra tilboða á genginu 6,72 SAMTALS 50 tilboðum var tekið í tilboðshluta hlutafjárútboðs Bakkavör Group hf. sem stóð frá 25. til 28. apríl og reyndist vegið meðalverð samþykktra tilboða vera 6,72, en lágmarks- gengi í tilboðshlutanum var 5,5. Söluverð þeirra 55 milljóna króna sem seldar voru í tilboðshlut- anum voru því um 370 milljónir króna. Var hæsta tilboð sem tekið var á genginu 7,50 en lægsta tilboð sem tekið var á genginu 6,50. Alls bárust 299 tilboð fyrir samtals um 332 milljónir króna að nafnvirði. Mesta þátttaka í hlutafjár- útboði einkafyrirtækis Heildarfjárstreymi til Bakkavör Group hf. vegna sölu þeirra nýju hluta, 50 milljóna króna að nafnvirði, sem félagið seldi í útboðinu í áskriftar- og tilboðshluta voru um 307 milljónir króna. Áskriftarhluta hlutafjárútboðs Bakkavör Group hf. lauk í fyrrakvöld hjá Kaupþingi og skráðu 10.154 manns sig fyrir alls 711.536.486 krónum að nafnvirði eða um 3,9 milljörðum króna að söluvirði. Er þetta mesta Joátttaka í hlutafjárútboði einkafyrirtækis á Islandi til þessa, en einungis hefur verið meiri þátttaka í sölu á hlutafé í ríkisbönkunum. í boði voru 50 milljónir króna að nafnvirði á genginu 5,5, og því þurfti að koma til skerðing- ar og nemur hlutur hvers í almenna áskriftar- hlutanum 3.950 krónum að nafnvirði, eða 21.725 krónum að söluvirði. Verðlauna- ljósmyndir í Kringlunni LJÓSMYNDASÝNINGIN World Press Photo var opnuð í Kringlunni í gærmorgun en það er árleg sýning á verðlaunamyndum fréttaljósmynd- ara alls staðar að úr hciminum. Sýningin er óvenju snemma á ferðinni aðþessu sinni og er sýning- in opnuð á Islandi aðeins 10 dögum eftir að hún var sett upp í Hollandi, heimalandi samtakanna. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra opnaði sýninguna sem stendur yfir til 10. maí en einnig fluttu ávörp Evelien Kunst, fulltrúi samtakanna sem fyrir keppninni standa, og Ein- ar Falur Ingólfsson, myndstjóri Morgunblaðsins. Einnig hefur verið sett upp sýning á myndum ljósmynd- ara Morgunblaðsins. FLOGIÐ er til átta áfangastaða innanlands frá Reykjavík um þess- ar mundir en til samanburðar var flogið til tólf áfangastaða innan- lands frá Reykjavík árið 1990 og enn fleiri árin þar á undan. Nú heldur íslandsflug uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til Sauðárkróks og Bíldudals og Flug- félagið Leiguflug LÍO ehf. er með flug til Gjögurs. Þá flýgur Flugfé- lag Islands til Isafjarðar, Akureyr- ar, Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja. Flogið til 12 staða árið 1990 Árið 1990 var flogið til tólf áfangastaða innanlands frá Reykjavík en þaðan var flogið til Húsavíkur, Patreksfjarðar, Þing- eyrar, Norðfjarðar, ísafjarðar, Ak- ureyrar, Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði, Vestmannaeyja, Siglu- fjarðar, Sauðárkróks og Hólmavík- ur. Nokkrum árum áður hafði enn- fremur verið flogið frá Reykjavík til Rifs, Stykkishólms, Blönduóss og Ólafsfjarðar en auk þess hafði verið áætlunarflug til Fáskrúðs- fjarðar í um það bil tvö ár. Kringlan opin til klukkan 21 á fímmtudögum AKVEÐIÐ hefur verið að verslanir í Kringlunni verði opnar fram til klukkan 21 á fimmtudögum í sumar. Meirihluti eigenda fyrirtækja hefur samþykkt þá ráðstöfun. Hins vegar verða verslanir lokað- ar á sunnudögum í sumar en það mun hafa staðið til og verið ákveðið áður en hugmyndin um fimmtudag- sopnunina kom fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.