Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN 1SÓSÍALISTAR OG SOVÉTRÍKIN - OG ENN ER RIFIST UM PENINGA HALLDÓR Jakobsson fyrrverandi forstjóri Borgarfells birti tvær langar greinar hér í blaðinu 15. og 16. apríl þar sem hann fáraðist yíir því sem hann nefndi kaldastríðsáróður um Rússagull. Halldór beindi spjótum sínum meðal annars að bók minni Kæru félagar. I staðhæfingum hans um bókina gætir misskilnings og rangtúlkana sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Tengsl við Sovétrfkin: Fjárstyrkir ekki aðalatriðið Bókin Kæru félagar er árangur rannsókna sem ég hef stundað undan- farin ár. Þessar rannsóknir hafa snúist um sögu og þróun hreyfingar kommúnista og sósíalista á íslandi og hef ég einkum beint athyglinni að tengslum hreyfingarinnar hér við Al- þjóðasamband kommúnista og Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Niðurstaða mín er sú að þessi tengsl hafi um margt mótað hreyfinguna hér á íslandi og verið furðu snar þáttur í þróun hennar allt til þess að Samein- ingarflokkur Alþýðu - Sósíalistaflokk- urinn var lagður niður. Þessu hafa margir fyrrum félagar í Sósíalista- flokknum neitað harðlega og þráfald- lega. Heimildir sem ég hef undir höndum sýna hinsvegar svo ekki verður um villst að ég hef rétt fyrir mér í öllum meginatriðum. Skjöl af ýmsu tagi sem ég hef kannað í skjala- söfnum í Rússlandi og áður tilheyrðu Utanrík- isráðuneyti Sovétríkj- anna, Alþjóðasambandi kommúnista, Kommún- istaflokki Sovétríkjanna og Rithöfundasambandi Sovétríkjanna leiða öll til sömu niðurstöðu: Tengslin austur voru náin og mikilvæg fyrir hreyfingu kommúnista innan Alþýðuflokksins 1920-1930, fyrir Komm- únistaflokk Islands 1930-1938 og fyrir Sós- íalistaflokkinn 1938- 1968. í umræðum um þessi mál hættir mönnum til að einblína á einn þátt þessara tengsla: Peningana. Sumir eru svo blindir á sögulegt mik- ilvægi tengslanna að halda að þetta snúist allt um peninga. Halldór Ja- kobsson er því miður einn þeirra. Grein hans ber vitni um það viðhorf að öll umfjöllun um hin nánu Sovétt- engsl sósíalista sé tal um krónur og aura: Hvað þeir hafi fengið mikla pen- inga og hvaðan og hvort þeir peningar séu meiri heldur en pólitískir and- stæðingar þeirra kunni að hafa fengið frá öðrum. En peningar eru að mínu áliti ekki aðalatriðið. Þó að Sósíalist- aflokkurinn hafi hagnast fjárhagslega á sambandinu við Sovétríkin voru þeir aurar ekki ástæðan fyrir því að sam- bandinu var haldið. Meginástæðumar voru tvær: Hugmyndafræðilegar ræt- ur flokksins og sú trú Einars Olgeirs- sonar formanns flokksins, Lúðvíks Jósepssonar og sumra nánustu samstarfsmanna þeirra að trúnaðar- tengsl við sovéska kommúnistaflokk- inn sköpuðu sósíalistum einstakar að- stæður til að hafa áhrif á viðskiptatengsl landanna og þar með á efnahagslega aíkomu Islands. Heimildagildi sovéskra skjala Eftir að ég byijaði að skrifa Kæru félaga gerði ég mér ljóst að mér yrði h'tið gagn að viðræðum við þá menn sem mest höfðu vitað um Sovéttengsl- in. Furðuleg afneitun einkenndi við- brögð flestra sem ég ræddi við og mikill vilji til að draga trúverðugleika Nú er tækifærið. til að eignast ekta pels Öðruvísi Ijós og klukkur Síðir leðurfrakkar Handunnir dúkar og rúmteppi Sófasett og þrjú borð á aðeins kr- 157.000 Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 | Sigurstjama heimilda minna í efa. Þessvegna ákvað ég strax haustið 1995 að notast ekld við viðtöl að heitið gæti og afinarka efnistökin í bókinni við þær heimildir sem ég hafði fengið aðgang að í rússneskum skjalasöfn- um. Halidór Jakobsson gengur lengra en aðrir hafa gert í því að draga sannleiksgildi heimilda minna í efa þegar hann slær því fram að skjölin Jón kunni að vera folsuð. Sú Ólafsson hugmynd er svo fráleit að manni finnst varla taka því að mótmæla henni. Hvernig í ósköpunum gæti nokkrum dottið í hug að falsa skjöl um efni sem er jafn smávægilegt frá alþjóðlegu sjónar- miði og viðræður íslenskra stjóm- málamanna við Rússa? Varla getur verið mikil gróðavon í slikri starfsemi. Almennt heimildagildi sovéskra skjala um flokkstengsl er hvorki meira né minna en gengur og gerist um slík plögg. Það er að sjálfsögðu bamaskapur að halda að lýsingar sem koma fram í slíkum gögnum séu ná- kvæmar eða að öllu leyti réttar og auðvitað verður maður að hafa í huga að skýrslur era alltaf skrifaðar í ein- hverjum tilgangi sem oftast hefur áhrif á áherslur og efnisval. Þetta veldur því að maður verður alltaf að túlka heimildimar af varkámi og taka þeim með fyrirvara. Þetta tel ég mig hafa gert og ekkert sem Halldór segir í greinum sínum bendir til að ég hafi dregið rangar eða skakkar ályktanir af heimildum mínum. Rússagull Greinar Halldórs fjalla eingöngu um fjármálatengsl íslenskra sósíalista við Moskvu og virðist tilgangur hans fyrst og fremst vera sá að sýna fram á að Sovétmenn hafi lítið eða ekkert geta hjálpað sósíalistum hér fjárhags- lega. Þetta er alrangt. Sovétmenn veittu íslenskum sósíalistum talsverð- an fjárstuðning um áratuga skeið. En Halldóri er einnig í mun að gera það ljóst að fyrirtæki hans Borgarfell hafi aldrei getað stutt Sósíalistaflokkinn að ráði jafnvel þó að fyrirtækið hafi upphaflega verið stofnað í því skyni. Eg tel mig ekki gera meira úr fjár- streymi frá fyrirtækjunum í bók minni en efni standa til. Eins og glöggur lesandi mun vafalaust átta sig á nefni ég aldrei neinar upphæðir sem Heiðmörk 50 ára Fuglaskoðun og fræðslustígur vígður Sunnudaginn 30. apríl kl. 13.30 verður nýr fræðslustígur vfgður f Heiðmörk. Sparisjóöur vélstjóra hefur kostaö gerð 45 fræösluskilta sem sett hafa verið upp. í framhaldi af því verður farið í gönguferð eftir stígunum og verða fugla- og skógfræðingar f feröinni. 'Allir velkomnir og munið eftir sjónaukanum' Ferð frá Mjódd kl. 13.00. Athöfnin verður við áningarstaðinn við Helluvatn og gengið þaðan. Samstarfsaðilar eru: Sparisjóður vélstjóra Fuglaverndarfélag íslands, Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. Skógræktarfélag Reykjavíkur Á www.heidmork.is. Heimildir sem ég hef undir höndum sýna hinsvegar svo ekki verður um villst, segir Jón Ólafsson, að ég hef rétt fyrir mér í öllum meginatriðum. rannið hafi frá fyrirtækjum sósíalista til flokksins. Það sem kemur fram í bókinni um tengslin við Jressi fyrir- tæki er einkum að formaður Sósíalist- aflokksins, Einai- Olgeirsson, hafi stöðugt reynt að fá Sovétmenn tíl að eiga viðskipti við þau og veita þeim sérstaka fyrirgreiðslu. Viðskipti vora í augum Einars aðferð til að styrkja Sósíalistaflokkinn en ekki vakti síður fyrir honum að styrkja atvinnustarf- semi sem sósíalistar vora viðriðnir. Halldór býsnast mikið yfir upptaln- ingu í bók minni á aðferðum til að styðja sósíalista fjárhagslega. Þó var öllum aðferðunum beitt og er það rak- ið í bókinni. Það er annað mál að sum- ar aðferðimar kunna að hafa skilað minna fé í kassann þegar upp var staðið en vonir stóðu til. Tillögur Ein- ars Olgeirssonar um viðskipti við fyr- irtæki sósíalista vora miklu stórfeng- legri heldur en raunhæft gat talist. Áhugi Sovétmanna á stórviðskiptum við fyrirtæki sósíalista var takmark- aður þó að þeir lýstu stöðugt yfir vilja til að styðja við bakið á þessum fyrir- tækjum og stuðla þar með að því að þau gætu fjármagnað starf flokksins að einhverju leyti. Þetta kemur ágæt- lega fram í samningum um bifreiða- innflutning frá Sovétríkjunum. Þó að Einar færi þráfaldlega fram á að þessi viðskipti yrðu fengin flokkshollu fyr- irtæki var engu að síður samið við að- ila óháða flokknum. Sum framlög Sovétmanna vora alls ekki leynileg og á það einkum við um greiðslur vegna bókaútgáfu. Það var að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða slík framlög með eðlileg- um hætti, svo sem með bankayfir- færslum, ekki síst þegar opinberlega var um að ræða lán. Styrkurinn var aftur á móti fólginn í því að afskrifa lánin síðar. Dæmi um það era rakin í bókinni í nokkram smáatriðum. Tengsl Halldórs við sendiráð Sov- étmanna vora nokkrum sinnum til umræðu í samtölum Einars Olgeirs- sonar við sendiherra hér. Einar hvatti mjög til þess að Halldóri væra fengin ,/lfmcdisþakkir Hjartanlega þökkum við öllum, sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 50 ára hjúskaparafmœli okkar 20. apríl sl. Þá ekki síst bömum okkar, tengdabömum og öll- um þeim, sem lögðu sitt af mörkum til að þessi dagur gœti orðið okkur ógleymanlegur. Megi Drottinn blessa ykkur öll. Emrni og Gulla, Ríchardsdóttír, nyrtír og farðarí, :ð störf á Trít háraðgerðarstofu. á Monroe og Kristu. ■ á hársnyrtingu og förðun. vænleg umboð en Rússar sáu á því ýmsa vankanta, ekki síst meint áhugaleysi Halldórs sjálfs um að eiga viðskipti við sovésk fyrirtæki. Allt kemur þetta fram í bókinni og er und- arlegt af honum að láta eins og annað sé gefið í skyn. í einu samtalinu er meira að segja tekið fram að flokkur- inn hafi „afar takmarkaðan hagnað af fyrirtækinu“ og er þá átt við fyrirtæki það sem Halldór stjómaði, Borgarfell (sjá Kæru félagar bls. 296). Mergur- inn málsins er sá að Halldór hefur sennilega haft litla vitneskju um ár- angurslausar tilraunir Einars 01- geirssonar til að afla fyrirtæki hans viðskipta. Ég hef engar heimildir um bein tengsl Halldórs við Sovétmenn. Allt sem fram kemur um hann í þeim skjölum sem ég hef haft aðgang að varðar málaleitanir Einars. Halldór Jakobsson sá um margvís- leg fjármál fyrir sósíalista en hann var ekki í hópi þeirra sem höfðu vitneskju um leynilegar viðræður og samninga Einars Olgeirssonar við fulltrúa So- vétmanna. Það kemur ekki á óvart að Halldór hafi ekki vitað af sovésku fé sem forastumenn Kommúnistaf- lokksins og síðar Sósíalistaflokksins kunna að hafa þegið frá Sov- étríkjunum. Af augljósum ástæðum er afar ólíklegt að slíkt fé hafi verið fært til bókar og Halldór virðist ekki frekar en aðrir félagar í Sósíalista- flokknum hafa veitt hinum tíðu ferð- um forastumanna flokksins í sendiráð Sovétmanna og reglulegum ferðum þeirra til Sovétríkjanna sérstaka at- hygli. Halldór varar sig ekki á því í álykt- unum sínum um Rússagull að austan- tjalds höguðu menn máli sínu öðravísi við innvígða heldur en hina sem áttu ekki að vita um það sem gerðist í innsta hring. Opinberlega var ekki um neinn fjárstuðning að ræða og því er augljóst að fyrispumum hans um slíkan stuðning, sem hann kveðst hafa haft uppi við embættismenn austan- tjalds í eitt skipti, hlaut að vera svarað neitandi. Og hvað sem líður annars rökvísum ályktunum hans um að Sov- étríkin og fylgiríki þeirra hafi ekki búið við slíka efnahagslega velsæld að vænta mætti fjárstuðnings til er- lendra fyrirtækja og hreyfinga er staðreyndin samt sú að fé var óspart ausið í slíkar hreyfingar á vesturlönd- um. Þetta er svo velþekkt nú, tæpum tíu áram eftir upplausn Sovétríkj- anna, að það er óþarfi að ijölyrða frek- ar um það hér. Reynsla kaldastríðsáranna Þegar upp er staðið getur Halldór ekki bent á neinar veralegar skekkjur um fyrirtæki sem tengdust Sósíalista- flokknum í bók minni. Ég harma það að sjálfsögðu ef ónákvæmni gætir um þær vörategundir sem Borgarfell hafði umboð fyrir, en á hitt ber að líta að slík ónákvæmni breytir engu um heildarmyndina. Þegar bókarhandritið var á loka- stigum ætlaði ég mér að hafa sam- band við nokkra þeirra sem koma við sögu í kurteisisskyni. Ægir Ólafsson, fyrram forstjóri Mars Trading Co. var þá rúmfastur og gat af þeim sök- um ekki átt viðtal við mig áður en ég lét handritið frá mér. Ivar Jónsson var of upptekinn til þess að við gætum hist, en ég hafði ekki síst áhuga á myndefni úr fórum MIR sem hann hefur stýrt um áratuga skeið. Það var klaufalegt af mér að gera ekki ítrek- aðri tilraunir til að ná í Halldór sjálf- an. En staðreyndin er sú, um það er ég enn sannfærðari eftir lestur greina Halldórs hér í blaðinu, að það hefði engu breytt um niðurstöður bókar- innar. Það er svo annað mál að ef kalda- stríðshamminn rennur nú einhvem- tímann af Halldóri og samferðamönn- um hans sem lifðu hina merkilegu tíma þegar hugmyndafræðileg átök skiptu heimspólitíkinni í tvennt og hollusta við sósíaUsmann var milljón- um manna djúpt alvöramál, þá hafa þeir auðvitað frá miklu að segja. Ég óska þess að reynsla kaldastríðsár- anna komist inn í sögubækur en því miður er það svo að margir beinii- og óbeinir þátttakendur í Kalda stríðinu heyja það enn og af furðulega miklum hita. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugvísindíistofnunnr Háskóla íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.