Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
MORGUNBLADIÐ
LISTIR
meðal þjóðlaga
Morgunblaðið/Golli
Þær taka þátt í norrænu og eistnesku nemendaraóti Suzukinema sem
fram fer í Eistlandi: Árnheiður Edda Hermannsdóttir, Gréta Salóme
Stefánsdóttir, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir og Elfa Rún Kristinsdóttir.
Með þeim fer Lilja Ujaltadóttir fiðlukennari
Nemendamót nor-
rænna og eistneskra
Suzukinema
Mozart
TOJVLIST
Listasaln ísiands
KÓRTÓNLEIKAR
Kór Menntaskólans í Reykjavík
söng íslensk og erlend þjóðlög,
enska madrigala og Litla messu í D-
dúr KV 194 eftir Mozart. Einsöngv-
arar i þjóðlögum: Elísabet Jóns-
dóttir, Albína Hulda Pálsdóttir, Al-
exandra Kjeld, María
Guðjónsdóttir, Rósa Elín Davíðs-
dóttir, Iljalti Snær Ægisson, Þórar-
inn Arnar Ólafsson, Amaldur Grét-
arsson, Bragi Sveinsson og Silja
Vilhjálmsdóttir. Einsöngvarar og
hljóðfæraleikarar í messu: Ólöf
Kolbrún Harðardóttir, Björk Jóns-
dóttir, Guðlaugur Viktorsson og
Bergþór Pálsson, fiðluleikararnir
Guðný Þóra Guðmundsdóttir og Al-
exandra Kjeld og Fríða Sigríður Jó-
hannsdóttir sellóleikari. Stjórnandi
og píanóleikari: Marteinn H. Frið-
riksson. Miðvikudagskvöld kl.
20.30.
ÞAÐ var rífandi stemmning í sal
Listasafns íslands strax fyrir tón-
leika Menntaskólans í Reykjavík þar
á miðvikudagskvöldið. Það var löngu
uppselt, troðfullur salur, og verið að
reyna að troða síðustu eftirlegukind-
um í hvert laust skot meðan húsráð-
endur leituðu dyrum og dyngjum að
fleiri stólum. Geta tónleikar byrjað
betur? Söngur kórsins var líka þessu
marki brenndur tónleikana á enda.
Það var gaman. Það var greinilega
gaman að syngja - og það var gaman
Verk úr nátt-
úrulegum efn-
um í Straumi
ALHEIMURINN og við er yfir-
skrift listmunasýningar sem opnuð
verður í dag í Straumi. Þar verða
sýnd verk Ragnheiðar Ólafsdóttur
listakonu og Aðalsteins Gunnarsson-
ar en þau eru bæði frá Þingeyri.
Verkin, sem eru úr gleri, járni, leðri,
leir og steinum eiga það sameigin-
legt að vera unnin úr náttúrulegum
efnum. Um er að ræða glerlistaverk,
skúlptúra, leðurgrímur og ýmsa
nytjahluti og skartgripi. Sýningin er
opin virka daga frá 14-20 og um helg-
ar til kl. 18 og stendur til 7. maí.
að hlusta. Léttleiki og afslappað and-
rúmsloft af hálfu kórsins og kórstjór-
ans Marteins H. Friðrikssonar lyfti
brúnum áheyrenda, og maður
gleymdi því næstum hvað salur
Listasafnsins er hrikalega slæmur
tónleikasalur, ekki síst fyrir kóra.
Kór Menntaskólans í Reykjavík er
ekki stofnun með sögu á borð við Kór
Menntaskólans í Hamrahlíð. M.R.-
kórinn er fremur ungur, eða að
minnsta kosti tiltölulega stutt síðan
hann fór að láta til sín taka svo tekið
sé eftir. En það veit líka á gott hveiju
áorkað hefur verið á skömmum tíma.
Kór Menntaskólans í Reykjavík er
orðinn prýðilega góður kór. Söngur-
inn er undantekningarlítið mjög
hreinn og umfram allt annað fullur af
lífi og gleði. Það sem helst mátti finna
að söngnum eru klassísk vandamál
menntaskólakóra; - bassar ekki nógu
þrekmiklir og djúpir og sópranar
ekki alltaf nógu bjartir í hæðinni.
Innraddimar, tenór og alt, voru skín-
andi góðar og þar innanborðs greini-
lega margar pottþéttar kórraddir.
Á fyrri hluta tónleikanna voru
sungin íslensk og erlend sönglög, og
þar var kórinn líka bestur. Islensk
þjóðlög í útsetningu kórstjórans voru
fín; Gyllir sjóinn sunna rík, Austan
kaldinn á oss blés og Siglir dýra súð-
in mín voru sungin eins og krakkam-
ir væra hreinlega nýstignir upp úr
lýsisbrókinni og upp á verbúðarloftið
sælir eftir góðan róður. Á eftir ís-
lensku þjóðlögunum fylgdu erlend
þjóðlög; frá Austur-Evrópu og Norð-
urlöndunum. Gríska lagið Stjörnum-
ar var gríðarlega fallega sungið í
fínni raddsetningu Marteins H. Frið-
rikssonar, þar sem einsöngvarinn,
Silja Vilhjálmsdóttir, stóð ein á „svið-
inu“ en kórinn meðfram veggjum sal-
arins, umhverfis tónleikagesti. Út-
koman var virkilega falleg og
talsvert áhrifamikil. Norrænu lögin
vora síst þjóðlaganna, Vem kan segla
var of hægt og lifnaði aldrei alveg, en
Vármlandsvisan betri, og best Det
var en lprdag aften í flottri raddsetn-
ingu Ottos Morthensens. Ekki gat
kórinn setið á sér í hléinu og skemmti
þá tónleikagestum með enn fleiri ís-
lenskum þjóðlögum sem gaman var
að heyra. Þrír enskir madrigalar og
ballettar vora sungnir eftir hlé, en
vora heldur hægir og þungir. Lang
viðamesta verkið á efnisskránni var
Missa brevis í D-dúr KV194 eftir
Wolfgang Amadeus Mozart fyrir ein-
söngvara, kór og hljóðfæraleikara.
Það var ekki lítið færst í fang með því
að velja þetta verk til flutnings. Það
verður þó að segjast að kórinn fór
ótrúlega létt með þetta. Meira að
segja sópraninn, sem þarf hér að
glíma við veralega andstyggilegar
innkomur, kveikti fyrirhafnarlaust á
þindinni og kýldi á g-ið eins og ekk-
ert væri. Einsöngvaramir sem allir
era flinkir atvinnumenn í söng máttu
vera fullsæmdir af samsöngnum með
krökkunum, sem skiluðu sínu af
stakri prýði og metnaði. Stúlkumar
þijár sem léku með á fiðlur og selló
áttu sinn þátt í því að gera flutning
verksins afbragðsgóðan með sallafín-
um leik. Það verður mjög áhugavert
að fylgjast með Kór Menntaskólans í
Reykjavík í framtíðinni.
HALDIÐ verður nemendamót nor-
rænna og eistneskra Suzukitón-
listarnemenda f Eistlandi dagana
30. aprfl - 3.maf nk. Nemendur frá
öllum Norðurlöndunum, núver-
andi og fyrrverandi Suzukinem-
endur, alls 33 talsins, koma saman
til tónleikahalds. Einnig taka nem-
endur frá Eistlandi þátt í tónleik-
unum, sem verða haldnir í þrem
bæjum og borgum, í Tartu, Rakv-
ere og Tallinn.
Frá íslandi fara fjórir fiðlunem-
endur: Árnheiður Edda Her-
mannsdóttir, Gréta Salóme Stef-
ánsdóttir og Geirþrúður Ása
Guðjónsdóttir, sem eru nemendur
GUÐRÚN Einarsdóttir opnar sýn-
ingu á nýjum verkum í Gallerí Sæv-
ars Karls, Bankastræti á laugardag
kl. 14.
í kynningu segir að Guðrún, (1957),
hafi fyrir löngu skapað sér sérstöðu í
íslenskri málaralist fyrir einlitar og
efnismiklar landslagsstemmur sínar.
Guðrún nam við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1984 til 88 í mál-
un og bætti síðan við námi í fjöltækni
í Allegro Suzukitónlistarskólanum
og Elfa Rún Kristinsdóttir nemi í
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Með þeim fer Lilja Hjaltadóttir
fiðlukennari. Nemendurnir eru á
aldrinum 13-15 ára.
Verkefnið er styrkt af menning-
armálaráði Norðurlanda og einnig
er sænska sendiráðið í Tallinn
stuðningsaðili tónleikanna. Mótinu
er ætlað að stuðla að auknum
tengslum milli Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna og greiða fyr-
ir útbreiðslu þessarar kennsluað-
ferðar í Eistlandi en skammt er
sfðan aðferðin var tekin upp þar-
lendis.
1988 til 89 við sama skóla. Guðrún
heíúr haldið fjölda einkasýninga og
samsýninga, núna era verk eftir hana
á samsýningu Camegie í London, þar
er hún einn af fulltrúum okkar ís-
lendinga.
Þetta er önnur einkasýning Guð-
rúnar í galleríi Sævars Karls. Verkin
á sýningunni era ný og hafa ekki ver-
ið sýnd áður. Sýningin stendur til 18.
maí.
Bergþóra Jónsdóttir
M-2000
Laugardagur 29. apríl.
Norrænt kvennakóramót.
Kórsöngur í Salnum,
Tjamarbíói, Ráðhúsi og
Háteigskirkju. Glier-
kvennakórinn heldur tón-
leika í Salnum sem hefjast
kl,14:00. Um kvöldið verða
haldnir sex tónleikar í tengsl-
um við Norræna kvennakóramótið
kl. 20:30 og 22:00 í Tjamarbiói,
Ráðhúsinu og Háteigskirkju
Codex Calixtinus.
Hallgrímskirlqa. Kl. 16.
Einn af stærstu viðburðum
Menningarborgarinnar berst frá
miðaldarökkvaðri Suður-Evrópu
til Islands sem forn helgisöngur
, ara
>JL
ða F Le
munka til dýrðar heilögum Jakobi.
Meðal flytjenda era kunnir söngv-
arar og Karlakórinn Fóstbræður
undir stjóm Áma Harðarsonar.
Myndlistarsýning leikskóla -
Sjávarlist.
Kirlquhvoll, Akranesi.
Leikskólar sýna í Listasetrinu í
Kirkjuhvoli í tengslum við menn-
ingarverkefni Akranesbæjar,
Sjávarlist, sem er eitt af samvinnu-
verkefnum Menningarborgar og
sveitarfélaga. Sýningin stendur til
14. maí.
Dagskráin er liður í mennigar-
borgarárinu.
www.reykjavik2000.is / wap.olis-
Guðrún Einarsdóttir
sýnir ný verk
Smekkvís o g
áreynslulaus
söngur
TOIVLIST
Víðistadakirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Karlakórinn Þrestir, undir stjóm
Jóns Kristins Cortes, flutti fslensk
og erlend söngverk. Einsöngvari
var Þorgeir J. Andrésson og píanó-
leikari Sigrún Grendal. Raddþjálf-
ari er Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Fimmtudagurinn 27. apríl, 2000.
KARLAKÓRINN Þrestir, undir
stjóm Jóns Kristins Cortes, hélt
aðra tónleika sína á þessu vori í Víð-
istaðakirkju s.l. fimmtudag. Efnis-
skráin að þessu sinni var tvískipt,
fyrir hlé vora eingöngu íslensk
söngverk en eftir hlé erlend sönglög
af léttara taginu, alþýðulög frá Kan-
ada, bandarískir negrasálmar og
vinsælir söngvar frá fyrri hluta ný-
liðinnar aldar. Jóhann Ó. Haralds-
son átti tvö fyrstu lögin, Sumar í
sveitum og Sólskinsfagur sumar-
dagur, falleg lög, þó sérstaklega það
fyrra, sem bæði voru sungin af
þokka. Jón Kristinn leggur áherslu
á hljómmjúkan söng og nær því að
gæða sönginn töluverðum þokka,
eins og t.d. í hinu frábæra lagi Hrím
eftir Friðrik Bjarnason. Huldur og
Höggin í smiðjunni, einnig eftir
Friðrik, era ekki eins góð lög og
Hrím, en vora fallega sungin.
Góða nótt, eftir Oddgeir Krist-
jánsson í útsetningu Jóns Kristins,
var vel flutt en meistaraverkið Sefur
sól hjá ægi, eftir Sigfús Einarsson,
vantaði meiri kyrrð og hefði mátt
vera örlítið hægara. Þorgeir J.
Andrésson söng næst I fjarlægð,
eftir Karl 0. Runólfsson, Til Unu,
eftir Sigfús Halldórsson, og Kveðj-
una frægu, eftir Þórarin Guðmunds-
son, við undirleik Sigrúnar Grendal.
Þorgeir flutti þessi lög mjög vel og
sama má segja um undirleikinn, þó í
heild hafi hann vantað meiri tón-
skerpu. Lokalagið fyrir hlé var Sjá
dagar koma, eftir Sigurð Þórðarson,
og þar fór Þorgeir á kostum og söng
þetta glæsilega söngverk með mikl-
um „bravúr“.
Þrjú lög frá Kanada voru næst á
efnisskránni, fyrst þjóðlagið The
Water is Wide, þá tvö lög eftir al-
þýðutónskáldið MacGillivray, fyrst
Away from the roll of the Sea, í lát-
lausri útsetningu eftir Diane Loom-
er, sem fyrir tilviljun var stödd á
tónleikunum, og Song for the Mira,
sem Þorgeir söng með kórnum.
Þessi kanadísku lög vora heldur
svona bragðdauf, en smekklega
flutt. Tveir negrasálmar, í skemmti-
legri raddsetningu Jóns Kristins,
voru My Lord, what a Mornin’ og
Somebody’s Knockin og þar eftir
fylgdi syrpa af vinsælum lögum,
sem vora mikið sungin fyrir og eftir
síðari heimsstyrjöldina en þessi
syrpa var útsett af Jóni Kristni.
Lögin vora Red Roses, We’ll meet
again, Lili Marleen, The white cliffs
of Dover og síðast Auf wiedersehen,
öll í eina tíð mjög vinsæl, og vora
þessi sígrænu lög mjög fallega flutt,
öll á mjúku nótunum og smekklega
mótuð. Lokaviðfangsefnin vora Vín,
borg minna drauma og Funiculi,
sem Þorgeir söng með töluverðum
tilþrifum ásamt kómum.
Það sem einkenndi allan söng-
máta kórsins var smekkvísi og að
söngurinn var allur áreynslulaus og
hljómfallegur og vora bestu lögin
Hrím, negrasálmarnir og dægur-
lagasyrpan, en þar vantaði helst að
píanóið væri látið tengja lögin sam-
an. Þorgeir söng margt vel, sérstak-
lega Sjá dagar koma og tvö síðustu
lögin, Vín, borg minna drauma og
Funiculi, sem falla átaksmanni eins
og Þorgeiri einkar vel. Píanóleikur
Sigrúnar Grendal var ágætur en
einum of til baka, svo að saknað var
meiri skerpu í tóntakið en besta lag
Sigrúnar var Til Unu, eftir Sigfús
Halldórsson, sem átti það til að leika
sér með skala og brotna hljóma með
mikill fart, í niðurlagi laga sinna, svo
sem heyra mátti að þessu sinni og
Sigrún skilaði vel.
Karlakórinn Þrestir heldur tón-
leika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag kl. 14 og á morgun kl. 16.
Jón Ásgeirsson