Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
#-----------------------
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Reykjavíkurdeild Rauða
kross Islands 50 ára
REYKJAVIKUR-
DEILD Rauða kross
íslands var stofnuð 27.
apríl 1950. Deildin er
því 50 ára um þessar
mundir. Landsfélagið,
Rauði kross íslands,
samanstendur af svæð-
isbundnum deildum 51
talsins, í flestum
*?fyggðarlögum lands-
ins, og er Reykjavíkur-
deildin stærst þeirra,
eru skráðir nú tæplega
9000 meðlimir. Innan
hennar starfa um 500
sjálfboðaliðar. Aðal- Þór
stöðvar deildarinnar Halldórsson
eru í Fákafeni 11. Þar
eru skrifstofur, aðstaða til stjórnar-
fíinda, aðsetur kvennadeildarinnar
og kennslusalur námskeiða. Aðrar
bækistöðvar deildarinnar eru að
Hverfisgötu 105, en þar eru til húsa
Sjálfboðamiðstöðin, ungmenna-
deildin og skrifstofa Vinalínunnar.
Starfsmenn deildarinnar eru 8 tals-
ins.
Elst og rótgrónust þessara deilda
er kvennadeildin, stofnuð 1966 og
eru meðlimir hennar um 680 og
stærstur hluti sjálfboðaliða kemur
frá henni. Kvennadeildin hefur um
áratuga skeið haft sín
fastaverkefni, sem eru
bóka- og hljóðbókaút-
lán á sjúkrahúsum,
ásamt rekstri sölubúða
og sjálfsala á sjúkra-
húsum höfuðborgar-
innar. Þá hefur heim-
sóknarþjónusta
sjúkravina verið mjög
þakklátt starf síðan
1974 . Starfa nú tæp-
lega 300 sjúkravinir.
Föndurstarfsemi er
rekin á vegum kvenna-
deildarinnar. Fé það
sem deildin safnar er
notað til tækjakaupa á
sjúkrahúsum og hefur
kvennadeildin árlega keypt og gefið
lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir á
bilinu 4-8,5 milljónir króna.
Ungmennadeild hóf starfsemi inn-
an Rauða kross íslands 1985 en
flutti til Reykjavíkurdeildarinnar
1992. Þessi deild hefur rekið öflugt
sjálfboðaliðastarf. Ber að nefna þar
félagsmálaverkefni af ýmsu tagi t.d.
reglulegar heimsóknir til barna í
kvennaathvarfinu, upplestur á elli-
heimilum, gæsla ofvirkra barna,
starf með nýbúum ofl. Ymis skyndi-
hjálparverkefni, þar sem hópur
Afmæli
Sjúkraflutningar hafa
verið eitt af megin-
verkefnum Reykjavík-
urdeildarinnar síðan ár-
ið 1951, segir Þór
Halldórsson, og síðustu
árin hefur deildin rekið
8 sjúkrabíla.
þjálfaður í skyndihjálp hefur boðið
upp á skyndihjálparþjónustu á ýms-
um stórsamkomum og mannamót-
um. Þá hefur ungmennadeildin um
árabil haldið uppi heimsóknarstarfi í
„Vin“ sem er athvarf fyrir geðfatl-
aða, rekið á vegum Rauða kross Is-
lands. Ungmennadeildin hefur
gengist fyrir ,Átaki gegn ofbeldi“ til
að vekja athygli á mismunandi teg-
undum ofbeldis. Hefur deildin látið
til sín taka á margvíslegum sviðum
borgarlífsins með ýmiss konar upp-
ákomum og fræðslu fyrir yngri
kynslóðina. Ungmennadeildin hefur
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður tók eftir því,
að Valur Valsson bankastjóri
sagði krítarkort í sjónvarpsvið-
tali. Þetta þótti mér gott. Ég
hef árum saman streist við að
koma þessu orði inn í málið og
fá því þar festu. Því miður segja
víst miklu fleiri „kreditkort“, ef
ekki „kreditcard". Hér er um
það að ræða, að tökuorð, ef þau
eru komin inn í málið, fái sem
íslenskasta mynd. Ekki svo að
skilja að orðin kort og krít séu
fomgróin í málinu. En þau hafa
unnið sér hefð, enda verið notuð
að minnsta kosti síðan á 17. öld.
Bæði orðin eru grísk-latnesk.
Þá er annað sem minnir á
krítarkort, en það er evrókort.
Mér þykir dapurlegt að menn
skuli hirða þarna hráa ensku og
segja ,júrókard“. Svo vill til, að
við eigum heima í Evrópu, en
ekki ?Júró(p)u. Þakka má fyrir
að nýlegur gjaldmiðill skuli á
máli okkar heita evra, en ekki
júra!
★
Sveinn á Skeiði sagði að-
spurður um tiltekin fjárhús, að
hann vissi svo sem ekki hvernig
hann ætti að lýsa þeim, en það
vissi hann, að andskotinn tár-
felldi, ef hann ætti að gera við í
þeim.
Þessi litla saga rifjaðist upp
fyrir mér, þegar ég fékk þessa
sendingu:
Þjóstólfur þaðan kvað:
Svo illur var Ólafur hvíti,
svo afbær með hvers konar
lýti,
að englarnir grétu,
ær og kýr létu,
og andskotinn tárfelldi í víti.
★
Óvinurinn, sá eini og sanni,
1 hefur hlotið mörg nöfn okkar á
meðal, ýmist heimasmíðuð eða
tökuorð sem hafa verið gerð ís-
lenskuleg, sbr. áðan evrókort.
Lítum fyrst á orðið andskot-
inn. Upphaflega merkti það að
vísu óvinurinn, en ekki endilega
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1055 þáttur
satan. „Eggjar deyfi eg minna
andskota“, segir Oðinn í Háva-
málum. Þetta gerði hann með
augnaráðinu einu saman, og
„bitu þeim þá hvorki vopn né
velir“. Völur, flt. velir er stafur.
And- er bráðlifandi forskeyti og
merkir á móti. Þá sjáum við óv-
inina sem standa hvor and-
spænis öðrum og skjótast á, þ.e.
skjóta hvor (hver) á annan.
Eftir að andskotinn fór að
merkja satan, veigruðu menn
sér oft við að nefna hann fullum
stöfum. Þetta er alþekkt fyrir-
bæri, euphemism á erlendum
málum, en við höfum verið í
basli með eitt heppilegt heiti.
Þessi hafa verið reynd: skraut-
hvörf, veigrun og tæpitunga,
og sjálfsagt einhver fleiri.
Þegar ég var barn að aldri,
var sýslumaðurinn okkar Sig-
urður Eggertz, mikill öðlingur.
Hann var svo varkár í orðum,
að hann lét sér aldrei um munn
fara sterkara blótsyrði en „an-
kollinn“, en systir hans sagði
„asskúrinn". Ég mátti í hæsta
lagi segja ansvítinn, en það
mun vera blendingur úr and-
skotanum og helvíti. Þeir menn
voru til sem höfðu þvílíka tæpi-
tungu, að segja bara „andinn“.
Lærðir menn til forna þekktu
gríska orðið diabolos, en það
merkir lygari og rógberi. Þetta
nafn óvinarins var „þýtt“ ræg-
ikarl og breyttist í rækallinn,
en það er nú úrelt. Það kom líka
aðra leið til okkar, og úr varð
tökuorðið djöfullinn. Það hefur
orðið vel langlíft, bæði hjá okk-
ur og öðrum, sbr. dönsku
djævel, þýsku Teufel, ensku
devil, frönsku diable. Með
smækkunarendingu varð þessi
gaur stundum djöfsi hjá okkur,
og gera menn sér þarna býsna
dælt við hann eins og kölska
stundum. Mér finnst hann ekki
djöfullinn sjálfur, heldur ein-
hvers konar náfrændi, kannski
fóðurbróðir. í orðabók sr.
Bjöms Halldórssonar er heitið
kölski þýtt „gamall og ósvífínn
karl“. Uppruni orðsins er ekki
fullkomlega ljós, e.t.v. „spottari
eða rægikarl", segir Asgeir Bl.
Magnússon.
Ef menn voru mjög tepruleg-
ir, sögðu þeir kannski djanginn
eða djangans, svona eins og
bölvans. Sr. Matthías sagði um
skáldbróður sinn, Stephan G.,
að hann væri „bölvans góður“.
Og nú hef ég bölvað og ragn-
að, eins og þið sjáið, og það svo
mjög, að ömmu minni hefði of-
boðið. Þess vegna lýk ég þessu
spjalli með því að segja að sögn-
in að ragna er komin af nafn-
orðinu regin = goð. Hún fékk
vonda merkingu, eftir að menn
hættu að trúa á hin gömlu goð.
★
Mannsnafnið Híram tóku
Vestfirðingar upp á 19. öld. Það
er úr fönísku (púnversku) og
merkir „mjög göfugur“. Hiram
var konungur í Tyros og hjálp-
aði Salómon að reisa musterið.
Fyrstur þessa nafns hérlend-
is, svo bækur greini, var Híram
Vagnsson, 10 ára í manntalinu
1845, til heimilis á Dynjanda í
ísafjarðarsýslu.
Arið 1910 voru þrír og allir
fæddir í Isafjarðarsýslu.
Nú er einn í þjóðskránni: Vet-
urliði Híram Guðnason, fæddur
1946. Hann er að vestan.
Fjórar konur hétu Híramía
1910, allar fæddar á Vestfjörð-
um. Það kvenheiti er við það að
deyja út hérlendis.
Nikulás norðan kvað:
Kolþerna gleypti í sig kök-
urnar,
en Kristín hélt tryggð við
flatbökurnar.
Þær urðu svo sætar,
uppundir það ætar,
og yndislegt spik undir hök-
urnar.
Auk þess fær Eva Sólan plús
fyrir að segja að klukkuna vant-
aði fjórðung í sjö.
og tekið þátt í alþjóðastarfi.
Reykjavíkurdeildin rekur síma-
þjónustu, sem nefnist Vinalínan og
er ætluð þeim sem eru einmana eða
hafa þörf fyrir að tjá sig í sálrænum
erfiðleikum. Sjálfboðaliðar eru á
símavakt öll kvöld vikunnar, og á
síðasta ári fékk Vinalínan 2.300 sím-
töl.
Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkur-
deildarinnar tók til starfa 1998.
Meginmarkmið þeirrar starfsemi er
að taka á móti sjálfboðaliðum og
finna þeim starfsvettvang. Unnið
hefur verið að ýmsum átaksverkefn-
um, s.s. aðstoð við flóttafólk frá
Austur-Evrópu, matarsendingar til
Kosovo og fataflokkun. Einnig hefur
verið unnið að kynningarstarfsemi á
störfum Rauða krossins. Verkefnin
hafa verið ærin og laða til sín sjálf-
boðaliða og á þessi starfsemi vafa-
laust eftir að vaxa og dafna með ár-
unum.
Sjúkraflutningar hafa verið eitt af
meginverkefnum Reykjavíkurdeild-
arinnar síðan árið 1951 og síðustu
árin hefur deildin rekið 8 sjúkrabíla.
Öldrunarþjónusta hefur verið
veigamikill þáttur í störfum Reykja-
víkurdeildarinnar síðan 1974, þegar
Kvennadeildin hóf heimsóknarþjón-
ustu til einmana aldraðs fólks og ári
seinna var hafin heimsending matar
til aldraðra, sem varð fyrirmynd
sams konar starfsemi félagsþjón-
ustu Reykjavíkurborgar. Árið 1982
gekkst Reykjavíkurdeildin í sam-
vinnu við SIBS og Samtök aldraðra,
fyrir stofnun Múlabæjar, dagvistun-
ar fyrir aldraða og öryrkja, að Ar-
múla 34. Árið 1985 opnaði Hlíðar-
bær, Flókagötu 53, dagvistun fyrir
heilabilaða einstaklinga. Þessar
stofnanir hafa sameiginlega stjóm
með fulltrúum stofnaðila. Arið 1994
var Stoðbýlið Foldarbær, sem er
heimili fyrir 8 minnissjúka einstak-
linga, opnað að Logafold 56. Hjúkr-
unarheimilið Skógarbær var opnað
að Árskógum 2, 1997. Að bygging-
unni stóðu Reykjavíkurdeildin,
Reykjavíkurborg og ýmis félaga-
samtök með smærri hluta. Skógar-
bær hefur einnig með höndum rekst-
ur Félagsmiðstöðvarinnar í Ár-
skógum og rekstur hjúkrunarheim-
ilis í Víðinesi. Rekstur allra þessara
stofnana hefur gengið vel, biðlistar
langir enda er skortur á vistrýmum
fyrir aldraða í Reykjavík.
Hér að framan hefur verið drepið
á helstu atriði í starfsemi Reykjavík-
urdeildar Rauða kross íslands.
Deildin vill gera sér dagamun í dag,
laugardag og hefur opið hús í Fáka-
feni 11 milli kl. 14 og 17. Eru þar all-
ir velunnarar Rauða krossins vel-
komnir.
Höfundur er formaður Reykjavíkur-
deildar Rauða kross íslands.
Reiðnámskeið
- reiðþjálfun
fatlaðra
REIÐNÁMSKEIÐ
íyrir fatlaða, reiðþjálf-
un fatlaðra, hvað felst í
þessum orðum? Er
nauðsynlegt að gera
greinarmun á þessu
tvennu?
Reiðnámskeið fyrir
fatlaða eru námskeið,
þar sem þátttakendum
gefst tækifæri til að
fara á hestbak, læra
undirstöðuatriði reið-
mennsku og upplifa þá
ánægju sem því fylgir
að umgangast dýrin.
Einstaklingurinn upp-
lifir almenna líkams-
þjálfun við að fara á
hestbak, hvort sem hann er fatlaður
eða ekki. Þessi námskeið eru oftast í
umsjá reiðkennara og erlendis hafa
reiðkennarar sem sjá um slík nám-
skeið fengið til þess sérstaka kennslu
og verklega þjálfun.
En hvað felur þá „reiðþjálfun" í
sér? Reiðþjálfun fatlaðra er ákveðið
meðferðarform, sem fagaðilar innan
heilbrigðiskerfisins hafa umsjón með
og bera ábyrgð á. Um er að ræða
meðferð sem byggist á ákveðnum
hugmyndafræðilegum grunni. Áður
en sjálf þjálfunin fer fram er gert
líkamsmat, þjálfunaráætlun sett
fram fyrir viðkomandi og henni fylgt
eftir. Ákveðnir þættir eru þjálfaðir
hjá einstaklingnum, svo sem jafn-
vægi, að auka vöðvastyrk, draga úr
vöðvaspennu, auka samskiptahæfni,
einbeitingu, sjálfstraust eða aðra
andlega og/eða líkamlega þætti.
Þjálfunin fer fram á skipulegan hátt
og nákvæmlega er fylgst með árangri
með skráningu og endurmati.
Ákveðnar æfingar eru gerðar með
tilliti til þess sem verið er að þjálfa.
Við reiðþjálfun þarf að vanda val
þess hestakosts, sem nýttur er til að
gegna þessu hlutverki. Margvíslegar
kröfur eru gerðar til þessara hesta og
þeir þurfa að uppfylla ákveðin skil-
yrði til að nýtast sem best við reið-
þjálfunina.
Undirrituð er aðili að norrænum
samtökum ýmissa faghópa, sem
stofnuð voru í Gautaborg í október
ÁstaB.
Pétursdóttir
1998. Þeir sem tilheyra
þessum samtökum eiga
það sameiginlegt að
bera ábyrgð á reiðþjálf-
un. Á fundum þessara
samtaka hefur m.a.
komið fram mikilvægi
þess að skýrt sé kveðið
á um ábyrgðarsvið
þeirra fagaðila, sem
hafi umsjón með reið-
þjálfun.
En ég tel afar nauð-
synlegt að í reiðþjálfun
og á reiðnámskeiðum
fatlaðra séu þau tilboð
sem í boði eru vel skil-
greind og í höndum
fagaðila og sérþjálfaðra
reiðkennara. Þannig er unnt að
tryggja að þjónustuþegi geri sér
grein fyrir hvaða þjónusta er í boði,
Fatlaðir
Reiðþjálfun fatlaðra er
ákveðið meðferðarform,
segir Ásta B. Péturs-
dóttir, og fagaðilar inn-
an heilbrigðiskerfísins
hafa umsjón með því og
bera ábyrgð á því.
hvort sem um er að ræða reiðþjálfun
eða reiðnámskeið.
Ég tel einnig mikilvægt að stjóm-
völd og hagsmunasamtök fatíaðra
styðji við bakið á þeim aðilum, sem
sýnt hafa málefnum þessum áhuga,
þannig að þeir geti aflað sér mennt-
unar og reynslu á þessu sviði. Með
því móti getum við Islendingar farið
að bjóða sambærilega þjónustu og
gerist erlendis. Við höfum jú það sem
til þarf, áhuga stór hóps fatlaðra á
reiðnámskeiðum og reiðþjálfun og
síðast en ekki síst íslenska hestinn!
Höfundur er þroskaþjálfí og verð-
andi þjúkrunarfræðingur.