Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 36
iaStyft-wis- 36 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Meðganga Eru fæðubotarefran heppOeg? MORGUNBLAÐIÐ Krabbamein Seglar tryggja áhrifa- ríkari lyfjagjöf Salfræði Næring Stuðla fáar hitaeiningar að fitusöfnun? Sagt frá námskeiði fyrir almenning Associated Press Ný tækni ryður sér nú til rúms á sviði krabbameinslækninga. Krabbameinslækningar Segull vísar veginn New York. Reuters Health. MEÐ því að nota segul til þess að vísa öflugum lyfjum beina leið á „víg- völl“ krabbameinsins hefur læknum tekist að koma í veg fyrir að talsvert magn lyfjanna breiðist út um líkama sjúklingsins og hafi þar alvarlegar aukaverkanir á boð við ógleði og hár- los. Dr. Scott Goodwin, við læknamið- stöð Háskólans í Kalifomíu, greindi frá þessu á þingi hjarta- og geisla- lækningasambandsins í Bandaríkj- unum nýverið. Sagði hann að aðferð- in feli í sér að agnarsmáar seguleindir séu festar við krabba- meinslyf sem inniheldur virka efnið doxórúbicín (sjá grein). Lyfinu er síðan veitt inn í æð sem flytur blóð til æxlisins. Læknar nota síðan segul á stærð við súpuskál „til að draga lyfið inn í æxlið“, útskýrði Goodwin. AIls hafa 16 sjúklingar gengist undir þessa meðferð. Rannsóknir á 12 þeirra leiddu í ljós að í tveim minnkaði krabbameinið, var óbreytt í sjö og stækkaði í þrem. Er þess vænst að fjöldi tilfella þar sem krabbamein minnkar muni aukast eftir því sem læknar gefa stærri skammta af lyfinu í frekari tilraun- um. Goodwin nefndi, að þótt tveir sjúklinganna hefðu fundið fyrir aukaverkunum sem eru algengar við lyfjameðferð á krabbameini væru til- felli aukaverkana umtalsvert færri þegar segulaðferðin væri notuð en eftir hefðbundna meðferð. Segir hann segulaðferðina vera „framtíð- ina“ í krabbameinslækningum. Úr íslensku lyfjabókinni Doxorubin Innihaldsefni: Doxórúbicín. Lyfjaform: Stungulyf (sprautulyf sem gefið er í æð): 2 mg í hverjum ml. Notkun: Lyfið er notað við ýmiss konar krabbameini, einkum í brjóstum, lungum, bein- um, eitlavef, skjald- kirtli og þvagblöðru, einnig við bráðu hvít- blæði. Skammtar: Læknir ákveður skammta eftir eðli sjúkdóms og ástandi sjúklings. Aukaverkanir: Algengar: Lyfið dregur úr frumufjölgun í merg og getur valdið mergskemmdum ef mjög stórir skammtar eru notað- ir. Lyfið getur haft áhrif á hjarta- vöðva og valdið hjartaskemmd- um. Sjaldgæfar: Sár í munni og meltingarvegi, ofnæmi, hárlos, sótthiti. Athugið: Þetta er mjög sterkt lyf sem ætti eingöngu að nota á sjúkrahúsum. Nauðsynlegter að fylgjast með blóðmynd og ástandi beinmergs meðan á meðferð stend- ur. Þvag sjúklings get- ur litast rautt eftir gjöf lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Eins og önnur frumudrepandi lyf hefur Doxor- ubin í sér fólgna verulega hættu á fósturskemmdum ef það er tekið á meðgöngutíma. Konur með böm á brjósti ættu ekki að nota lyfið. Samheitalyf: Adriamycin. Afgreiðsla: 10 hettuglös með 5 ml, 10 ml eða 25 ml. 5 hettuglös með 100 ml. Annað: Lyfið er eingöngu ætlað til notkunar á sjúkrahúsum. • Á Netinu:www.netdoktor.is Rannsóknir á hitaeiningabrennslu íþróttafólks Rífleg máltíð að kvöldi talin vera fítandi Washington. AP. SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar rannsóknar kann að vera að íþrótta- menn sem æfa mikið allan daginn og borða ekki mikið fyiT en að kvöldi safni frekar á sig fitu. Talið er að með því að neyta fárra hitaeininga venji fólk líkamann á að nota minni orku og geyma óbrenndar hitaein- ingar sem fitu. Dan Benardot, við Georgia State- háskóla í Bandaríkjunum, og sam- starfsmenn hans, rannsökuðu 42 frjálsíþróttakonur, sem voru að með- altali 15 ára, og 20 hlaupara, sem voru að meðaltali um 27 ára, einnig allt konur. Niðurstöður rannsóknar- innar birtust í tímaritinu Medicine and Science in Sports and Exercise. Iþróttakonurnar skráðu á klukku- tímafresti hvað þær höfðu borðað og hvaða æfingar þær höfðu gert. Tölvuforrit reiknaði síðan út hvort þær hefðu á hverjum klukkutíma safnað fleiri hitaeiningum en þær höfðu brennt, eða hvort þær hefðu brennt fleiri hitaeiningum en þær höfðu safnað. Þá var líkamsfita þeirra einnig mæld. Hægt á efnaskiptum? I ljós kom sú tilhneiging að þær íþróttakonur sem sífellt brenndu fleiri hitaeiningum en þær neyttu voru þær sem höfðu mesta líkams- fitu. Þær sem voru nær jafnvægi í neyslu og brennslu hitaeininga voru yfirleitt grennri, að því er fram kom í rannsókninni. Benardot sagði niður- stöðurnar benda til þess að líkaminn bregðist við viðvarandi hitaeininga- skorti með því að hægja á hvíldar- efnaskiptum, og nota þannig í raun- inni minni orku. Þegar stórrar máltíðar er neytt að kvöldi eru hita- einingarnar geymdar sem fita. Sagði Benardot að grönnu íþrótta- konurnar kunni að vera öðru íþrótta- fólki, og líka þeim sem ekki stundi íþróttir, gott fordæmi um gildi þess að borða smærri máltíðir en oftar. „Eg tel að hugmyndin um þrjár stað- góðar máltíðir á dag sé beinlínis á misskilningi byggð,“ sagði Benardot. Til dæmis mætti skipta hitaeininga- fjöldanum í morgunverðinum í tvennt, fyrri helmingsins væri neytt með morgunverði en seinni helm- ingsins um miðjan morgun. Með sama hætti væri ráðlegt að helmingi hitaeininganna, sem fengist með há- degisverði, væri frestað fram á miðj- an dag. Jack Wilmore, við A&M-háskóla í Texas, lét í ljósi efasemdir um rann- sóknina. „Þetta er eitthvað málum blandið,“ sagði hann. Einkum þótti honum vafasamt að efnaskiptabreyt- ing geti leitt til fitusöfnunar. „Eg ef- ast um að orkunýting geti í rauninni breyst svo mikið,“ sagði hann. Þá taldi hann fyrirkomulag rannsóknar- innar, eins dags yfirlit yfir neyslu- venjur, orka tvímælis. Fylgjast þyrfti með íþróttafólkinu í mun lengri tíma til að komast að raun um hvort hitaeiningaskortur valdi fitu- söfnun. REUTER Rannsóknir á fitubrennslu íþróttamanna gefa til kynna að jöfn og reglu- bundin inntaka næringar gefií besta raun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.