Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ
54 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
f MINNINGAR
KARL HAFSTEINN
^ HALLDÓRSSON
+ Karl var fæddur
á Arnarhóli í
Vestur-Landeyjum 4.
febrúar 1925. Hann
lést 24. apríl sfðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Halldór
Jóhannsson og Guð-
björg Guðmunds-
dóttir.
Karl kvæntist
Guðfinnu Helgadótt-
ur 20. ágúst 1949.
Foreldrar hennar
* voru Helgi Pálsson
og Margrét Áma-
dóttir frá Ey. Karl og
Guðfínna eignuðust sex börn. Þau
eru: 1) Stúlka, f. 24.10. 1949, lést
sama ár. 2) Margrét, f. 21.10.
1955, gift Davíð Jóhannessyni,
þau skildu. Böm: Karl Gústaf, f.
1977, sambýliskona Ingibjörg
Bjamadóttir; María Guðfinna, f.
1979, sambýlismaður Kári Gunn-
dórsson; Aldís Gyða, f. 1984. 3)
Hallbjörg, f. 12.10.1956, gift Stef-
áni Sveinbjömssyni.
Böra: Ama Torfa-
dóttir, f. 1978, sam-
býlismaður Sigurður
Long; Halldór, f.
1990; Sverrir Steinn,
f. 1997. 4) Gunnar
Helgi, f. 16.10. 1957,
kvæntur Berglindi
Bergmann Gunnars-
dóttur. Börn Tinna
Ösp Bergmann Jak-
obsdóttir, f. 1986;
Hafsteinn Berg-
mann, f. 1989, Eydís
Bergmann, f. 1997.
5) Kristinn Araar, f.
21.5. 1960, sambýliskona Irina
Kamp. Böra hans: Sævar Karl, f.
1984, og Axel Ingi, f. 1994. 6) Sig-
ríður, f. 5.1. 1965, gift Sölva
Sölvasyni. Böm: Finnur Ingi, f.
1994, Þórhildur, f. 1995, Sölvi, f.
1998.
Útför Karls fer fram frá Breiða-
bólsstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur.
Við þökkum þér allar þær stundir
sem við höfum átt með þér.
Ó, Jesús, bróðir besti
ogbamavinurmesti
æ breið þú blessun þína
ábamæskunamína.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig í sorginni.
Halldór, Sverrir Steinn og Arna.
Elsku afi. Við áttum ekki von á að
þú færir strax, því þú varst alltaf svo
hress og góður, en í veikindum þínum
„hþfum við fylgst vel með, þess vegna
vitum við hvað þér líður vel núna.
Hestaferðimar verða ekki fleiri eins
og þær voru alltaf skemmtilegar.
Okkur þótti líka gott að biðja þig
um að skutla okkur heim, þá þurftir
þú allt að sjá og keyrðir svo hægt. Við
viljum þakka þér allar þær góðu
stundir sem við áttum saman og allar
ljúíú minningamar sem þú gafst okk-
ur og munum við ávallt geyma þær í
hjarta okkar. Elsku amma. Megi góð-
ur guð gefa þér styrk í þessari miklu
sorg.
ÞegarmérlíðuriUa
leita ég tíl baka tíl þess tíma
þegarþúvarsthér
ogminningamarum
hláturinn, fallega brosið
JÓN ÞÓRARINSSON
+ Jón Þórarinsson
fæddist í Auðnum
í Sæmundarhlíð í
Skagafirði 17. októ-
ber 1917. Hann lést á
sjúkrahúsi Sauðár-
króks 22. aprfl síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru Þórarinn Sigur-
jónsson og Halláfríð-
ur Sigríður Jónsdótt-
ir. Jón var fjórði í röð
sexsystkina.
Hann kvæntist
Katrfnu Fjólu Jóels-
dóttur frá Stóru-Ökr-
um í Skagafirði 17. október 1950.
Þau eignuðust sjö dætur: 1) Ingi-
björg Bjarklund, f. 13. september
1947. Gift Einari D. Hálfdánarsyni
og eiga þau þijú böm. 2) Hallfríð-
ur Sigríður, f. 11. júm 1951. Gift
Sigurði Karlssyni og
eiga þau eitt barn. 3)
Sigurlaug Helga, f.
28. ágúst 1952. Á
hún tvö börn. 4) Mar-
ía Hólm, f. 26. ágúst
1953, gift Hannesi
Helgasyni og eiga
þau eitt bara. 5) Jón-
ína Katrín, f. 2. febr-
úar 1955, í sambúð
með Sveini Sigurðs-
syni. Hún á tvö börn.
6) Þóra Björg, f. 13.
febrúar 1957, gift
Gunnlaugi Vigfús-
syni og eiga þau tvö
böra. 7) Jóhanna Elfn, f. 14 júní
1959, f sambúð með Halli Hilmars-
syni og eiga þau eitt bara.
Útför Jóns fer fram frá Sauðár-
krókskirkju í dag og hefst athöfn-
inkl. 13.00.
Mig langar að minnast Jóns afa
míns í nokkrum orðum.
Mörg minningarbrot koma upp í
hugann á stund eins og þessari og
hugurinn hverfur aftur í tíman. Jón
afi hefur alla tíð verið mér kær og höf-
um við átt margar góðar stundir sam-
*m. Þegar ég var yngri var ég dagleg-
ur gestur hjá honum því hann gætti
mín fyrir foreldra mína. Mér er mjög
minnisstæð sú regla og festa en jafn-
framt elskusemi sem einkenndi afa
alltaf. Eitt af því sem við gerðum að
reglu var að við fengum okkur stuttan
lúr í stofusófanum eftir að við höfðum
borðað hádegismat, ég hef oft hugsað
um það, í amstri hversdagsins, hvað
þetta voru rólegir og góðir tímar.
Á Skógargötunni hjá afa og ömmu
átti maður alltaf skjól, gott var að
koma þangað eftir skóla og fá eitt-
hvað í svanginn og komast í rólegheit.
7X unglingsárum mínum áttum við afi
sameiginlegt áhugamál og það var
eurovision-keppnin, það varð að
venju að ég hringdi í afa þegar keppn-
in var búin og við urðum alltaf jafn
hissa þegar í Ijós kom að okkar fólk
hafði ekki unnið, en svo hlógum við
bara. Þegar ég eltist og flutti frá
uðárkróki hafði ég minna af afa að
segja en þegar ég kom á Krókinn fór
ég ævinlega til hans og ömmu á Skóg-
argötuna. Afi var mjög sterkur pers-
ónuleiki, hafði skoðanir á hlutunum
og þegar gott tóm myndaðist áttum
við oft mjög fjörugar umræður þrátt
fyrir mikil veikindi hans. Veikindi
einkenndu líf afa og margar þrautir
mátti hann þola en þrátt fyrir veik-
indin var margt að gleðjast yfir, hon-
um varð sjö bama auðið og átti 12
barnabörn og sex bamabamaböm
þegar hann kvaddi og það er mikili
auður. Margt af því sem afi kenndi
mér mun fylgja mér um ókomin ár og
minning hans lifir í huga mínum. Með
virðingu kveð ég nú afa minn.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig og styðja í sorg þinni.
Kær kveðja.
Helga Jóna og fjölskylda.
Kæri afi. Þú laus ert úr veikinda
viðjum og Guð þér nú fylgir. Margs er
að minnast og flýgur margt í gegnum
hugann á þessari stundu. En það sem
oftast kemur upp í hugann er hversu
duglegur þú varst þrátt fyrir að vera
með slæma gigt, ég sé þig fyrir mér í
stóra garðinum á Skógargötunni
oghlýjunaþína
ýta öllum sársaukanum burt
Þín afaböm,
Tinna Ösp, Hafsteinn og Eydís.
Kveðja frá Karlakór Rangæinga
í dag kveðjum við félaga okkar,
gleðigjafann Karl Halldórsson. Karl
var einn af stofnendum Karlakórs
Rangæinga sem stofnaður var fyrir
tíu árum og starfaði með honum nær
óslitið til dauðadags. Steig síðast á
svið með kómum fjórða mars síastlið-
inn. Það er hveijum félagsskap ómet-
anlegt að hafa mann eins og Kalla í
sínum röðum. Alltaf glettinn og kátan
og hvar sem fólk var samankomið til í
að taka lagið. Stjómaði þá gjaman
fjöldasöng með hálfopnum lófa og
þumalfingur vísaði upp. Kæri vinur,
við söknum þín sárt félagamir, en
þökkum heilshugar allar þær gleði-
stundir sem við fengum notið saman.
Guðfinna mín, þið hjónin voruð í huga
okkar alltaf eitt og sendum við þér og
öðrum aðstandendum hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Oft var §ör í kring um Kalla’ í Ey
og konu hans, Finnu ágætustu mey,
ég hiklaust núna segi það með sann,
að samrýndari, fann ei konu og mann.
Ávallt er ég sá þau ástín skein,
þau alltafvoru tíl, og aldrei sein,
hvort sem var með kómum, út í Örk,
erlendis, já eða inn á Mörk.
Ég kveð þig núna Kalli minn frá Ey,
er kallaður var burt í vorsins þey,
og Finna mín, að guð svo gefi þér,
góða heilsu, ósk er það frá mér.
(Jón Ólafsson)
Samúðarkveðja,
Jón og Inga, Kirkjulæk.
Vegir skiptast - Allt fer ýmsar leiðir
innáfyrirheitsinslönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttír hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
skríða um með gamla góða vasahníf-
inn og plokka upp fíflarætur og einnig
hvað þú lagðir mikla vinnu í að halda
stöllunum í garðinum beinum og vel
slegnum. Ég skil núna þegar ég er
sjálf komin á fullorðinsár hvað þér
var illa við að við krakkamir renndum
okkur niður þá. Ég man líka hversu
góður kokkur þú varst, hvergi hef ég
fengið eins góða soðna ýsu á gamla
mátann og hjá þér svo við tölum nú
ekki um grjónagrautinn sem við öll
böm sem bamaböm munum eftir. Ég
man líka eftir stundunum í smíða-
skúmum, þá fékk ég oft að fylgjast
með þér smíða ótrúlega fallegar kist-
ur, ég átti mína langt fram á unglings-
ár, og sakna þess að eiga hana ekki
núna. Þú lést þig nú ekkert muna um
að endurbæta húsið upp á eigin spýt-
ur og fórst þér það bara vel úr hendi.
Ég man þegar ég var lítil og bjó hjá
ykkur, kvöldin þegar átti að fara að
sofa þegar setið var upp í rúmi og við-
spiiuðum löngu vitleysu og svarta
pétur og einnig þegar þú kenndir mér
að spila á greiðu. Það er svo margt
sem ég man eftir sem kannski þótti
ekki svo merkilegt þá en situr sem
fastast í minningunni og gott er að
varðveita og mun aldrei gleymast.
Elsku afi, þakka þér fyrir allt í
gegnum tíðina, Guð geymi þig. Megir
þú hvíla í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
núkominerlífsinsnótt.
Þig umveQi biessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þásætteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég áttí
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lífíð
oglýsirumókomnatíð.
Elsku amma og aðrir ástvinir, megi
guð styrkja okkur í sorg okkar.
Bára.
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossfór ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið.
(EinarBen.)
Þegar ég var barn og unglingur var
ég svo heppin að fá að vera ölium
stundum, þegar ekki var skóli, í Ey
hjá Kalia og Finnu móðursystur
minni. Þau voru mér sem aðrir for-
eldrar. Þetta voru yndislegir dagar og
fyrir þá langar mig að þakka núna.
Ég fékk að snúast mikið með Kalla í
ýmsum útiverkum. Mér fannst það
skemmtilegra en inniverkin. Þá var
sjálfsagt að ég fengi það. Mér fannst
ég vera stór og dugleg og gera mikið
gagn. Ég veit núna að það var Kalla
að þakka. Hann fól mér ýmis verk og
treysti mér. Hann kenndi mér á
traktorinn og þegar ég fékk að snúa
og raka saman með rakstrarvél
fannst mér ég vera næstum jafn mik-
ilvæg og hann.
Kalli var mikill söngmaður og hafði
ákaflega fallega rödd. Ógleymanleg
eru björt sumarkvöld í Ey, Kalli að slá
fram á rauða nótt og söngurinn hans
ómaði í kvöldkyrrðinni. Stundum held
ég að hann hafi lítáð mátt vera að því
að sofa því þegar færi gafst frá bú-
störfunum þá þurfti að ríða út og
temja. Hestamennska var mikill og
óijúfanlegur hluti af lífshlaupi Kalla
og hann er víðfrægur meðal hesta-
manna fyrir góða hesta. Á þeim vett-
vangi var Kalli eins og kóngur í ríki
sínu. Það var gaman að vera á hesta-
mótum á Hellu, sjá Kalla og Goða
tölta saman og vinna til verðlauna.
Kalli og Finna voru um margt ólík
hjón. Hún alltaf hæglát og róleg, en
föst fyrir og kemur sínu að þó ekki
séu hávaði og læti. Hann kraftmikill,
alltaf fjörugur og kátur og hafði yndi
af gleðskap og söng í góðra vina hópi.
Þau voru samhent og kunnu að meta
eiginleika hvors annars. Finna kunni
þá list, að gefa Kalla sínum örlítið
lausan tauminn, svo hann gæti fengið
útrás fyrir alla gleðina og kraftinn
sem í honum bjó.
Elsku Finna, Magga, Halla, Gunn-
ar, Kiddi, Sigga, tengdaböm og
bamaböm.
Ég veit að undanfamar vikur hafa
verið erfiðar og sorgin er sár, en þið
hafið staðið þétt saman og umlukið
Kalla ykkar með ást og umhyggju.
Það eina sem í raun er öruggt í líf-
inu er að því muni ljúka. Hvenær og
hvemig vitum við ekki fyrirfram. I
amstri hversdagsins hættir okkur
stundum til að gleyma að njóta þess
lífs sem við eigum á hveijum tíma.
Hann Kalli í Ey kunni þá list að njóta
lífsins meðan færi gafst og það er gott
að geta glaðst yfir því núna.
Blessuð sé minning hans.
Anna Þdra Einarsddttir.
Karl Halldórsson, fyrrum bóndi í
Ey í V-Landeyjum, lést á annan dag
páska eftir baráttu við erfiðan sjúk-
dóm.
Ég átti þess kost sem bam og ung-
lingur að fara í sveit á sumrin að Ey
ásamt Þorvaldi bróður mínum og
hjálpa til við bústörfin á stóra sveita-
heimili þeirra hjóna, Karls og Guð-
finnu Helgadóttur. Þar stjómaði Kari
bóndi okkur liðléttingunum styrkri
hendi og er óhætt að segja að dvöl
okkar þar hafi reynst gott veganesti
út í lífið síðar meir. Þetta var á þeim
tíma sem íslenskur landbúnaður gekk
út á það að hafa búin sem stærst og
framleiða sem mest sem þýddi að sí-
fellt þurfti að brjóta nýtt land til
ræktunar með tilheyrandi skurð-
greftri og jarðvinnslu. í minningunni
era þessi sumur að Ey eintómir sælu-
dagar þar sem skiptust á kúarekstur,
fjósverk og heyvinna og síðan ærsl og
leikir okkar krakkanna - og það var
alltaf gott veður.
Karl Halldórsson var vörpulegur
maður. Röddin sterk og blæbrigða-
rík, hann dökkur á hörund af mikilli
útivera með tinnusvart hár, grann-
vaxinn en sterklegur. Hann var góður
húsbóndi; gat átt það til að brýna
raustina ef honum líkaði ekki vinnu-
brögðin en það var líka stutt í hlátur-
inn og gamansemina.
Ég minnist síðustu samverastunda
með þeim hjónum, Karli og Guðfinnu,
á ættarmóti í sumar er við sátum og
röbbuðum saman um daginn og veg-
inn. Þá var ljóst að hveiju stefndi en
það var engan bilbug á þeim að finna.
Elsku Finna, Magga, Halla, Gunn-
ar, Kiddi, Sigga og fjölskyldur. Inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar allra.
Blessuð sé minning Karls Halldórs-
sonar.
Helgi Þorvaldsson.
SVAVA
ÁGÚSTSDÓTTIR
+ Svava Ágústs-
dóttir fæddist á
Bjólu í Djúpárhreppi
6. mars 1933. Hún
lést á Landspítalan-
um 30. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá Há-
teigskirkju 7. sept-
ember.
Kveðja frá beklyar-
systrum.
Vinkona okkar og
bekkjarsystir Svava
Ágústsdóttir var fædd
6. mars 1933 og lést 30. ágúst 1999
eftir snarpa baráttu við illkynja sjúk-
dóm. Hún var jarðsungin frá Há-
teigskirkju 7. september 1999.
Við andlát góðrar vinkonu koma í
hugann myndir og minningar um
samverastundir liðinna ára. Leiðir
okkar lágu fyrst saman í Kvennaskól-
anum í Reykjavík fyrir rúmlega 50
áram. I bekknum okkar hittust 28
unglingsstúlkur hvaðanæva af land-
inu, ólíkar á mörgum sviðum en náðu
samt einstaklega vel saman. Allar
götur síðan höfum við haldið sam-
bandi, fyrstu árin hittumst við af og
tíl, en síðustu áratugina höfum við
komið saman árlega - alltaf á vorin.
Þannig höfum við getað fylgst með
hver annarri og átt góðar stundir
saman. Gaman er að minnast ferða-
laga okkar bæði innanlands og utan.
Amsterdamferðin verður okkur alltaf
ógleymanleg og einnig ferðin til Bol-
ungarvíkur, þegar við heimsóttum
bekkjarsystur okkar sem þar er bú-
sett. Svava lét sig aldrei vanta og var
hrókur alls fagnaðar. Það gladdi okk-
ur mjög að hitta hana síðastliðið vor
þegar hún mætti á vor-
fagnaðinn enda þótt
hún væri þá merkt af
veikindum sínum.
í dag höldum við okk-
ar árlega vorfagnað og
af því tilefni viljum við
minnast Svövu bekkjar-
systur okkar sérstak-
lega.
Svava var frá Bjólu í
Djúpárhreppi á Rang-
árvöllum. Hún kom frá
mannmörgu heimili,
átti góða foreldra og sjö
bræður. Á Kvenna-
skólaáranum bjó hún
hjá Óskari Einarssyni lækni foður-
bróður sínum og konu hans Jóhönnu
Magnúsdóttur lyfsala í Lyfjabúðinni
Iðunni að Laugavegi 40. Eftir útskrift
frá Kvennaskólanum í Reykjavík vor-
ið 1952 hóf Svava störf í Lyfjabúðinni
Iðunni. Því fyrirtæki helgaði hún sína
starfskrafta í meira en 40 ár.
Svava var yndisleg persóna, glað-
vær og hlý og vildi öllum vel. Fjöl-
skylda hennar var henni allt. Hún átti
góðan mann, Hrafnkel Ársælsson,
skrifstofustjóra, og vora þau samhent
hjón. Þau eignuðust tvo syni, Óskar
og Ágúst sem báðir hafa stofnað sínar
fjölskyldur. Svava minntist oft á það
hvað hún væri lánsöm að eiga góða
fjölskyldu. Hún var stolt af drengjun-
um sínum og tengdadætumar vora
sem hennar eigin dætur og bama-
bömin gimsteinamir hennar.
Nú þegar leiðir hefur skilið, í bili,
þá biðjum við Guð að blessa minningu
Svövu Ágústsdóttur og sendum fjöl-
skyldu hennar samúðarkveðjur okk-
ar allra.
Hvíl i friði kæra vinkona.
Bekkjarsystur.