Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skattlagning og inn- lieimta meðlagsgreiðslna LEIÐRETTA þarf það ranglæti að með- lagsgreiðslur umfram lágmarksmeðlag séu skattlagðar. Þessi skattheimta er ósann- gjörn enda má segja að þetta sé tvísköttun. Fyrst er greiddur 'áBkattur af telgum með- lagsgreiðanda og síðan af meðlaginu þegar það er komið í hendur þess sem hefur forræði yfir baminu. Því þarf líka að breyta, að ef úrskurðað er eða samið um auka- meðlag umfram lögboð- ið meðlag, þá þurfi foreldri sem hefur forsjá bamsins sjálft að innheimta meðlagið, en ekki Innheimtustofnun sveitarfélaga líkt og gerist með lág- marksmeðlag. Ofangreindar breyt- ingar em lagður til í fmmvarpi sem nýlega var lagt fyrir Alþingi af nokkr- um þingmönnum Samíýlkingarinnar. Algengast er- að meðlagsgreiðend- ur, sem í flestum tilvik- um era feður, séu að- eins krafðir um lágmarksmeðlag, þótt heimild sé í lögum fyrir aukameðlagi miðað við að mánaðartekjur greiðanda fari yfir 200 þúsund krónur. Ástæða þess að meðlag umfram lágmarksmeðlag er þó ekki algengara en raun ber vitni er einkum sú, að viðtakendur auka- meðlaganna, oftast mæður, verða að sjá um innheimtu þeirra. Þessa tílhögun má telja eina helstu ástæðu þess að margir einstæðir foreldrar sem fara með forræði bama treysti sér ekki til þess að krefjast aukameð- lags þótt meðlagsgreiðandi hafi háar tekjur. Meðlag með einu bami er um 13 þús. kr. á mánuði. Það segir sig sjálft að það er ekki stór hluti af framfærslu- kostnaði hvers barns og því í litlu Skattur * Osanngjarnt er að meðlag umfram barna- lífeyri almannatrygg- ingakerfísins sé skatt- lagt, segir Jóhanna Sigurðardóttir, enda er meðlag eign barns. samræmi við raunvemleikann eða þarfir bamsins. Ráðstöfun meðlagsgreiðslna I hugum flestra er meðlag foreldris með bami ekki tekjur hjá móttak- anda heldur fremur ráðstöfun tekna meðlagsgreiðanda í þágu bamsins. Má í því sambandi benda á að í 19. gr. bamalaga kemur íram að þessi fram- færslueyrir tilheyri bami. Óskiljan- leg er því sú skattalega meðferð sem kveðið er á um í skattalögum að að- eins lágmarksmeðlag skuli undan- þegið skatti en ekki aukameðlag. Reyndar má segja að þetta sé tví- sköttun, þ.e. fyrst er greiddur skatt- ur af tekjum meðlagsgreiðanda og síðan af meðlaginu þegar það er kom- ið í hendur þess sem hefur forræði yf- ir baminu. Það verður því að teljast í hæsta máta ósanngjarnt að meðlag umfram bamalífeyri almannatrygg- ingakerfisins myndi skattskyldar tekjur. I þessu samhengi verður að hafa í huga að meðlag er eign barns og er byggt á lögbundinni skyldu for- eldris til framfærslu barns síns. Staða einstæðra foreldra Breyttar þjóðfélagsaðstæður sem felast m.a. í auknum menntunarkröf- um leiða til þess að böm dveljast lengur í foreldrahúsum en áður og þurfa lengur á framfærslu foreldra sinna að halda. Reyndar er það svo að framfærsla foreldranna er oftast for- senda þess að ungmenni fái tækifæri til að mennta sig. Núna búa 80-90% Jóhanna Sigurðardóttir ungmenna á aldrinum 16-18 ára í for- eldrahúsum. Niðurstaða rannsóknar sýnir að börn einstæðra foreldra standa fé- lagslega og efnalega verr að vígi en böm í fjölskyldum þar sem báðir for- eldrar sjá um framfærsluna. Nýverið hafa komið fram upplýs- ingar um mjög slæma stöðu ein- stæðra foreldra og bama þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega. Virðist svo vera að á margan hátt hafi ein- stæðir foreldrar dregist aftur úr öðr- um á liðnum ámm og má í því sam- bandi geta þess að á sl. þremur ámm hefur einstæðum foreldmm sem leita fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögum fjölgað vemlega. Auk þess em ein- stæðir foreldrar mjög margir í hópi láglaunafólks og þeirra sem þurfa á leiguhúsnæði og félagslegu húsnæði að halda. Einnig má benda á að komið hefur fram hjá landlæknisembættinu að samhengi sé milli heilsufars bama og félagslegrar stöðu foreldra. Skýrsla sem félagsmálaráðherra lagði fram fyrr á þessu þingi um kjör einstæðra foreldra, að beiðni þing- manna Samfylkingarinnar, staðfestir framangreinda lýsingu á kjöram ein- stæðra foreldra. Ljóst má því vera að brýnt er að bregðast við og bæta kjör þeirra. Sú leið sem hér er lögð tíl með frumvarpi sem ég hef lagt fram ásamt nokkmm þingmönnum Sam- íylkingarinnar er skref í þá átt. Höfundur er alþingismaður. Eru stjórn- mál leikrit - umathygli? HÉR í blaðinu birtist sl. fímmtudag dæma- laus grein eftir Drífu Snædal og Sigfús Ólafs- son um formannskjör Samfylkingarinnar. Greinin snýr að því að örfáir einstaklingar hafi óvart fengið kjörseðil í formannskjöri Sam- fylkingarinnar þrátt fyrir að þeir teldu sig ekki vera meðal þeirra tíu þúsund félagsmanna sem em á þeim listum sem aðildarfélög þessa ■^nýja stjórnmálaflokks telja vera rétta. Ég ætla ekki að svara efnislega fyrir útsendingu kjörseðla, ég tel víst að aðrir geri það. Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hef sjálfur fengið bæði atkvæðaseðla og pólitískan boð- skap frá ýmsum stjómmálasamtök- um án þess að gera það að blaðamáli. Oft er það reyndar þannig að þeir sem fá svona sendingar em beðnir um að láta vita ef þeir telja sig ekki eiga heima í þeim hópi sem sent er tíl. Ég hef sjálfur sent Sjálfstæðisflokkn- um bréf um slíkt án þess að gera það að blaðamáli. í aðdraganda for- mannskjörsins sendu hin ýmsu aðiid- arfélög Samfylkingarinnar bréf til jTieirra sem þar vom á skrá með upp- uýsingum um að þeir væm á skrá og með beiðni um leiðréttingar ef rangt væri. Mörg svör hafa borist við þessu án þess að þau væra gerð að blaða- máli. Ég fullyrði að fjöldi þeirra sem hafa fengið kjörseðla en telja sig ekki eiga að fá þá er ömgglega innan allra skekkjumarka, eins og sagt er á fag- máli. Mig gmnar satt að segja að margir þeirra sem sögðu sig úr Al- þýðubandalaginu á sínum tíma hafi hirt meira um að tilkynria fjölmiðlum um úrsögn sína með pomp og prakt en að láta viðkomandi félög vita á Ærmlegan og réttan hátt. Við hveija er sakast í því sambandi? I grein sinni væna þau Drífa og Sigfús Samfylkinguna hins vegar um óheiðarleg vinnubrögð og að for- mannskjörið sé sett á svið í þágu um- fjöllunar og auglýsingar. Þarna er um föst skot að ræða, sem ég tel alger- lega út í hött, og ég tel reyndar að mun fleiri en Samfylk- ingin lendi í skotmarki þessarar dæmalausu ásökunar. Þessi dæmalausa grein leiddi huga minn að því hve mismunandi er fjallað um stjóm- málamenn í fjölmiðlum og hve mismunandi til- efnin era. Auðvitað ráða tilviljanir þessu stund- um, en stundum finnst manni þessi „óvart“ fundvísi fjölmiðla á að- stæður manna vera ótrúleg. Þetta leiðir hugann að því hveijir sækjast sérstaklega eft- ir því að láta fjalla um sig í fjölmiðlum og hverjir ekki og hvaða meðulum þeir beita í þeim málum. Ég vil nefna Samfylkingin Vinstri grænir, segir Ari Skúlason, hafa kosið sér Samfylkinguna sem höfuðandstæðing í stj órnmálabaráttunni. tvær samlíkingar í þessu sambandi. Alþjóð veit þessa dagana að Stein- grímur Sigfússon er á annarri löpp- inni og það hafa birst myndir og frétt- ir af honum í blöðum og sjónvarpi í tilefni af þessu ástandi. Alíir vita að hann varð fyrir íþróttameiðslum á æf- ingu hins fræga knattspymuliðs al- þingismanna sem ferðaðist ódýrt til Færeyja forðum. Er það sviðsetning og auglýsingamennska af hálfu ein- hverra að þessar slæmu aðstæður Steingríms tröllríða fjölmiðlum eða er það tilviljun ein? Hver veit? Alþjóð veit hins vegar ekkert um að Sighvat- ur Björgvinsson þjáðist af slæmu bijósklosi alla kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar og var í rauninni orðinn „hnífsmatur" löngu fyrir kosningar. Sighvatur harkaði af sér og fór fyrst í uppskurð í kyrrþey eftir að orrahríðinni var lokið. Kannski áttu Sighvatur og Samfylk- Ari Skúlason ingin að auglýsa þetta og reyna þann- ig að fá meðaumkun og atkvæði allra þeirra sem þekkja hvað það er að lenda í bijósklosi? Kannski komust fjölmiðlarnir bara óvart að því að Steingrímur meiddist á fótboltaæf- ingu? Kannski harkaði Sighvatur meira af sér en Steingrímur og bar veikindi sín í hljóði? Hver veit? Alþjóð komst að því á síðasta ári að Ögmundur Jónasson hafði látið lög- reglu vita um símahótanir sem hann hafði orðið fyrir. Sannarlega slæmt mál að öllu leyti fyrir Ögmund og hans fjölskyldu. En hvemig komust fjölmiðlar að þessu öllu saman? Var það kannski lögreglan sem lak frétt- inni, fréttist þetta óvart eða var þessu komið á framfæri í þágu umfjöllunar og auglýsingar? Hver veit? Nú veit ég að það er ekki óalgengt að íslenskir forystumenn í stjórnmálum hafi orðið fyrir slíkum hótunum án þess að það hafi orðið fjölmiðlamatur. Ég veit líka að formenn beggja A-flokkanna hafa lent í álíka og verri málum án þess að fjölmiðlar hafi fjallað þar um. For- maður Alþýðubandalagsins lenti reyndar í mjög alvarlegu máli af þessu tagi nokkm áður en mál Ög- mundar kom upp án þess að það hafi náð til fjölmiðla á þeim tíma. Um það mál var reyndar fjallað af öðmm í öðm samhengi löngu síðar vegna þess hve alvarlegt það var. Kannski klikkuðu Margi’ét og Sighvatur í því að bera málin ekki fyrir alþjóð til þess að fá um sig umfjöllun þegar þetta gerðist? Þau vinna kannski ekki nógu markvisst að því að setja mál af þessu tagi á svið í þágu umfjöllunar og auglýsingar? Ég kýs að segja frá þessum dæm- um til þess eins að sýna fram á að málflutningur þeirra Drífu og Sigfús- ar um auglýsingamennsku og svið- setningu er fullkomlega marklaus og út í hött. Ef það á að fjalla um stjórn- mál út frá því að fólk sé sífellt í því að búa til leikrit í þágu umfjöllunar og auglýsingar verður að draga allt inn í myndina. Þessi tvö dæmi, sem ég við- urkenni fúslega að em mjög einhliða og hlutdræg, sanna auðvitað ekki neitt. Þau benda hins vegar ákveðið í þá átt að þeir vinstri grænu em síst betri en aðrir við það að vekja athygli á sjálfum sér í þágu umfjöllunar og auglýsingar. Það sem mér svíður sárast við grein þeirra Drífu og Sigfúsar er hins vegar það augljósa að vinstri grænir hafa kosið sér Samfylkinguna sem höfuðandstæðing í stjómmálabarátt- unni. Ég á erfitt með að skilja ástæð- ur þessa, en hlýt að benda á að þetta er einhliða val vinstri grænna en ekki Samfylkingarinnar. Höfundur situr í framkvæmdastjörn Alþýðubandalagsins. Að fá útrás fyrir gremjuna í MORGUNBLAÐ- INU sl. fimmtudag birtist stuttur pistill eftir þau Drífu Snædal og Sigfús Ól- afsson. Eg á erfitt með að gera mér grein fyrir hvað fyrir þeim vakir, annað en að svekkja sig yfir vexti þeirra hreyfinga sem standa að stofnun Samfylkingarinnar um næstu helgi. Ég vil hins vegar svara spurningum þeirra og útskýra hvers vegna þau fá að vera með í valinu á formanni Samfylkingarinnar. Reyndar var það útskýrt í bréfi sem þau, eins og aðrir, fengu með atkvæðaseðlinum. Þau virðast annaðhvort ekki hafa lesið bréfið eða kjósa að látast fá- fróðari um félagslega uppbyggingu og þau stórtíðindi sem stofnun Samfylkingarinnar er en þau í raun eru. I umræddu bréfi sagði m.a. „Ástæða þess að þú færð þessa sendingu er sú að þú ert á skrá í einhverju þeirra félaga sem standa að Samfylkingunni. Þau félög eru m.a. öll aðildarfélög og angar Al- þýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Samtaka um kvennalista, Sam- fylkingarfélög, Þjóðvaki og Gróska.“ Þetta er alveg skýrt. Fram kemur að þið hafið „gert árangurslausar tilraunir til að segja skilið við flokkinn, sem ekki er til“. Ég skil vel að það gangi illa, hvernig hafið þið haft samband við „flokkinn sem ekki er til“? Það er hinsvegar æskilegt að fólk sem tekur þátt í pólitísku starfi viti í hvaða samtökum það er og ef þið viljið í raun ekki vera þátttakendur í stofnun Samfylkingarinnar, verð- ið þið að segja ykkur úr þeim sam- tökum sem að stofnun Samfylking- arinnar standa og þið eruð í. Fyrstu dagana eftir aukalands- fund Alþýðubandalagsins sem haldinn var 3. og 4. júlí 1998 sögðu nokkrir Alþýðubandalagsfélagar sig úr flokknum vegna þess að þeir voru ósáttir við framgang mála. Flestir þessara einstaklinga sögðu sig úr flokknum með yfirlýsingum í fjölmiðlum, sem ég hef reyndar átt erfitt með að skilja hvaða erindi eigi í fjölmiðla. Þótt ég gengi t.d. í eða úr einhverjum samtökum, á ég bágt með að trúa því að það væri eitthvað sem al- þjóð mundi standa á öndinni útaf. Sigfús tilkynnti formlega úr- sögn sína úr flokkn- um. Við það var hann að sjálfsögðu tekinn út af skrám Alþýðu- bandalagsins. Það veitti hins vegar eng- um rétt til að taka hann út af skrám ann- arra samtaka sem hann var í. Ég get vel skilið að þó menn segi sig úr Álþýðubanda- laginu með smáflugeldasýningu að þeir vilji samt eiga hlutdeild í stofnun Samfylkingarinnar eftir Samfylkingin Grein Drífu og Sigfúsar þjónar þeim eina til- gangi, segir Jóhann Geirdal, að veita gremju þeirra útrás. öðrum og minna áberandi leiðum. Ég tel það líka alvarlegra ef kjörstjórn sviptir fólk atkvæðis- rétti án heimildar, en að einhverjir örfáir sem e.t.v. vilja ekki taka þátt, fái sendan kjörseðil. Vilji fólk hins vegar ekki taka þátt, eða segja sig úr einhverjum samtökum sem það er í, er einfald- ast að gera það með bréfi eða sím- hringingu. Þetta vitið þið væntan- lega bæði tvö. Eftir stendur því að grein ykkar þjónar aðeins þeim eina tilgangi að veita gremju ykkar útrás, gremju yfir því að nú er mikill fjöldi fólks að skrá sig í þau félög sem standa að stofnun Samfylkingarinnar um næstu helgi. Ef til vill líka gremja yfir því að vera ekki virkir þátttak- endur í þessu mikla ævintýri, en vonandi liggja leiðir okkar aftur saman þó síðar verði. Höfundur er varaformaður AI- þýðubandalagsins og formaður kjör- síjórnar Samfylkingarinnar. Jóhann Geirdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.